Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 11. september 2025 11:30 Þessi spurning ómaði í huga mér og eflaust margra annara í sömu stöðu og ég er þegar enginn texti birtist með innlendu sjónvarpsefni RÚV (rás 888). Það hefur gerst alloft. Í gærkvöldi (10.09.2025) þegar umræður um stefnuræðu forsætisráðherra (klukkan 19:40) fóru fram var engin texti sjáanlegur. Það buldi því hátt í tómri tunnu þegar spurt var “Hvar er textinn?” á fyrstu mínútum stefnuræðu forsætisráðherra. Það er verulega niðurlægjandi og virkilega óþolandi að þurfa að spyrja um textann á þeirri mínútu em tilhlökkun fyrir stefnuræðunni er í hæstu hæðum. Spenningur og stemning er skemmd. Vanlíðan hjá manneskjunni er alger. Aldrei nokkurn tímann þarf heyrandi fólk að spyrja “hvar er hljóðið?” því fari það forgörðum er það lagað samstundis, skellt í HLÉ og allir sáttir. Sömu alúð fær textinn ekki. Af því hans er hvergi getið í lögum um fjölmiðla. Textun á innlendu sjónvarpsefni hefur verið oft komið til tals af okkur sem þurfum sárlega á textanum að halda, það er okkar mannréttindi að geta fylgst með almennri samfélagslegri umræðu, fréttum, fréttaskýringum, afþreygingar og dægurefni á almannahagsmunafjölmiðlinum RÚV. En því miður eins og stundum hefur komið fyrir þá er textun ekki í forgangi þar í bæ, ef bilar eða gleymist þá bara “let´s show go on”. Það er vegið að mannréttindum okkar og fjölmiðlinum finnst ekkert athugavert að fjalla um það, af því það er við fjölmiðilinn sjálfan að sakast. Þetta á við alla starfandi fjölmiðla á Íslandi. Þannig að málefnið textun á innlent sjónvarpsefni fær ekki neina athygli og fjölmiðlar geta haldið sinni afneitun á textanum áfram og sent út viðstöðulaust textalaust af því það er engin skylda sett á herðar þeirra að texta innlent efni sitt. Vert er að taka það fram að einstaka fjölmiðill hefur textað eftir beiðni og aðeins gert það af einstaka góðmennsku ekki skyldu. Stjórnmálafólk á Alþingi er alls ekki viljugt að taka upp hanskann fyrir þá sem á textanum þurfa, fyrir þeim er þetta alveg nýtt og þau vita ekki neitt í hvorn fótinn þau eiga að stíga til að standa með okkur sem á textanum þurfum að halda. Þau geta þó gert ýmislegt eins og t.d. það að: setja textun á innlent sjónvarpsefni í lög. Ætti að vera fyrsta þingmálið sem yrði samþykkt á þessu þingi og ætti jafnvel að teljast til máls sem allir flokkar myndu taka til sín. skylda allar einka sjónvarpsstöðvar að texta innlent sjónvarpsefni sitt, líka hlaðvörp setja skilyrði fyrir fjölmiðla styrk og leyfi til að starfa sem fjölmiðill að texta allt innlent sjónvarpsefni sitt taka RÚV úr fjárlögum vegna svika við málminnihlutahóp og því ekki lengur forsendur að skreyta sig sem almannahagsmuna fjölmiðill. koma með þingsályktunartillögu að textun á innlent sjónvarpsefni sé mannréttindi og eigi að vera virt á sama hátt og hljóðið. Textun telst í dag ekki til forréttinda, textun er mannréttindi. Það er talið að um 25% þjóðarinnar eigi við heyrnarmein að etja og þurfi því sárlega á textanum að halda. Hávaðaáreiti er mikið í dag og texti því klárlega málið til að draga úr hávaðaáreitni. Erlent fólk sem sest hér að á mun auðveldara með að læra íslensku ef það heyrir hana og sér skrifaða samtímis, það hjálpar. Textun er því alls ekki sérhagsmuna málefni - það snertir almannahag mikið. Textun er málið ! Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á texta/táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Táknmál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi spurning ómaði í huga mér og eflaust margra annara í sömu stöðu og ég er þegar enginn texti birtist með innlendu sjónvarpsefni RÚV (rás 888). Það hefur gerst alloft. Í gærkvöldi (10.09.2025) þegar umræður um stefnuræðu forsætisráðherra (klukkan 19:40) fóru fram var engin texti sjáanlegur. Það buldi því hátt í tómri tunnu þegar spurt var “Hvar er textinn?” á fyrstu mínútum stefnuræðu forsætisráðherra. Það er verulega niðurlægjandi og virkilega óþolandi að þurfa að spyrja um textann á þeirri mínútu em tilhlökkun fyrir stefnuræðunni er í hæstu hæðum. Spenningur og stemning er skemmd. Vanlíðan hjá manneskjunni er alger. Aldrei nokkurn tímann þarf heyrandi fólk að spyrja “hvar er hljóðið?” því fari það forgörðum er það lagað samstundis, skellt í HLÉ og allir sáttir. Sömu alúð fær textinn ekki. Af því hans er hvergi getið í lögum um fjölmiðla. Textun á innlendu sjónvarpsefni hefur verið oft komið til tals af okkur sem þurfum sárlega á textanum að halda, það er okkar mannréttindi að geta fylgst með almennri samfélagslegri umræðu, fréttum, fréttaskýringum, afþreygingar og dægurefni á almannahagsmunafjölmiðlinum RÚV. En því miður eins og stundum hefur komið fyrir þá er textun ekki í forgangi þar í bæ, ef bilar eða gleymist þá bara “let´s show go on”. Það er vegið að mannréttindum okkar og fjölmiðlinum finnst ekkert athugavert að fjalla um það, af því það er við fjölmiðilinn sjálfan að sakast. Þetta á við alla starfandi fjölmiðla á Íslandi. Þannig að málefnið textun á innlent sjónvarpsefni fær ekki neina athygli og fjölmiðlar geta haldið sinni afneitun á textanum áfram og sent út viðstöðulaust textalaust af því það er engin skylda sett á herðar þeirra að texta innlent efni sitt. Vert er að taka það fram að einstaka fjölmiðill hefur textað eftir beiðni og aðeins gert það af einstaka góðmennsku ekki skyldu. Stjórnmálafólk á Alþingi er alls ekki viljugt að taka upp hanskann fyrir þá sem á textanum þurfa, fyrir þeim er þetta alveg nýtt og þau vita ekki neitt í hvorn fótinn þau eiga að stíga til að standa með okkur sem á textanum þurfum að halda. Þau geta þó gert ýmislegt eins og t.d. það að: setja textun á innlent sjónvarpsefni í lög. Ætti að vera fyrsta þingmálið sem yrði samþykkt á þessu þingi og ætti jafnvel að teljast til máls sem allir flokkar myndu taka til sín. skylda allar einka sjónvarpsstöðvar að texta innlent sjónvarpsefni sitt, líka hlaðvörp setja skilyrði fyrir fjölmiðla styrk og leyfi til að starfa sem fjölmiðill að texta allt innlent sjónvarpsefni sitt taka RÚV úr fjárlögum vegna svika við málminnihlutahóp og því ekki lengur forsendur að skreyta sig sem almannahagsmuna fjölmiðill. koma með þingsályktunartillögu að textun á innlent sjónvarpsefni sé mannréttindi og eigi að vera virt á sama hátt og hljóðið. Textun telst í dag ekki til forréttinda, textun er mannréttindi. Það er talið að um 25% þjóðarinnar eigi við heyrnarmein að etja og þurfi því sárlega á textanum að halda. Hávaðaáreiti er mikið í dag og texti því klárlega málið til að draga úr hávaðaáreitni. Erlent fólk sem sest hér að á mun auðveldara með að læra íslensku ef það heyrir hana og sér skrifaða samtímis, það hjálpar. Textun er því alls ekki sérhagsmuna málefni - það snertir almannahag mikið. Textun er málið ! Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á texta/táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar