Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. september 2025 08:58 Fimmtán hundruð lögreglumenn voru ræstir út vegna mótmælanna. EPA Tuttugu og sex lögreglumenn voru særðir á 150 þúsund manna mótmælafundi gegn innflytjendum í miðborg Lundúna í gær, þar af fjórir alvarlega. Þá voru 25 mótmælendur handteknir vegna ofbeldisbrota á viðburðinum. Fjarhægrimaðurinn Tommy Robinson skipulagði mótmælafundinn, sem nefndist „sameinum konungsríkið“. Á fundinum var straumi innflytjenda og aðgerðaleysi breskra stjórnvalda í þeim málum mótmælt. Þá virðist tjáningarfrelsi hafa verið meðal baráttumála viðstaddra. Á fundinum flutti auðjöfurinn Elon Musk ávarp í gegn um fjarfundarbúnað. Musk hefur tekið skýra afstöðu í innflytjendamálum, og kom til að mynda fram á samkomu þýsku fjarhægrisamtakanna AfD fyrr á árinu. Í ávarpinu ræddi Musk um „stjórnlausan straum innflytjenda“ og kallaði eftir nýrri ríkisstjórn. Breskir, enskir, velskir og skoskir fánar voru áberandi.EPA „Eitthvað þarf að gerast. Það er nauðsynlegt að rjúfa þing og efna til þingkosninga,“ sagði hann meðal annars. Þá sagði hann vinstrimenn „flokk morðingja,“ og skírskotaði til morðsins á fjarhægrimanninum Charlie Kirk í vikunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig sagt vinstrið ábyrgt fyrir morðinu. Þó er fátt vitað um stjórnmálaskoðanir hins grunaða morðingja í málinu, að öðru leyti en að foreldrar hans eru repúblikanar. Auk Musk flutti Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump, ávarp. Á sama tíma mótmæltu um fimm þúsund mótmælendur úr röðum andrasista mótmælafundinum. Þegar á leið aðskildi lögregla fundina tvo til að koma í veg fyrir átök. Mótmælandi heldur uppi skilti af fjarhægrimanninum Charlie Kirk heitnum með orðinu hugrekki. EPA Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins segir að þegar til átaka kom milli mótmælenda og lögreglumanna hafi mótmælendur brugðið á það ráð að kasta flöskum og öðrum lausamunum í lögreglumenn. Um 1500 lögreglumenn sinntu löggæslu á fundinum. Miðillinn hefur eftir lögreglufulltrúa að heilahristingur, brotnar tennur, grunur um nefbrot og áverkar á höfði og hryggjarliðum séu meðal meiðsla sem lögreglumenn hlutu í átökum við mótmælendur. Samtök andrasista stóðu fyrir gagnmótmælum á sama tíma. EPA Robinson, skipuleggjandi mótmælanna ávarpaði sjálfur fundinn og lofaði öðrum slíkum í náinni framtíð. Sjálfur hélt hann því fram að milljónir manna hefðu mætt á mótmælin. Fyrr á þessu ári losnaði hann úr fangelsi en hann sat inni fyrir brot á samþykkt um að hætta að hafa uppi ærumeiðingar um sýrlenskan innflytjanda. Sýnt var frá mótmælunum í kvöldfréttum Sýnar. Bretland Innflytjendamál England Elon Musk Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Sjá meira
Fjarhægrimaðurinn Tommy Robinson skipulagði mótmælafundinn, sem nefndist „sameinum konungsríkið“. Á fundinum var straumi innflytjenda og aðgerðaleysi breskra stjórnvalda í þeim málum mótmælt. Þá virðist tjáningarfrelsi hafa verið meðal baráttumála viðstaddra. Á fundinum flutti auðjöfurinn Elon Musk ávarp í gegn um fjarfundarbúnað. Musk hefur tekið skýra afstöðu í innflytjendamálum, og kom til að mynda fram á samkomu þýsku fjarhægrisamtakanna AfD fyrr á árinu. Í ávarpinu ræddi Musk um „stjórnlausan straum innflytjenda“ og kallaði eftir nýrri ríkisstjórn. Breskir, enskir, velskir og skoskir fánar voru áberandi.EPA „Eitthvað þarf að gerast. Það er nauðsynlegt að rjúfa þing og efna til þingkosninga,“ sagði hann meðal annars. Þá sagði hann vinstrimenn „flokk morðingja,“ og skírskotaði til morðsins á fjarhægrimanninum Charlie Kirk í vikunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig sagt vinstrið ábyrgt fyrir morðinu. Þó er fátt vitað um stjórnmálaskoðanir hins grunaða morðingja í málinu, að öðru leyti en að foreldrar hans eru repúblikanar. Auk Musk flutti Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump, ávarp. Á sama tíma mótmæltu um fimm þúsund mótmælendur úr röðum andrasista mótmælafundinum. Þegar á leið aðskildi lögregla fundina tvo til að koma í veg fyrir átök. Mótmælandi heldur uppi skilti af fjarhægrimanninum Charlie Kirk heitnum með orðinu hugrekki. EPA Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins segir að þegar til átaka kom milli mótmælenda og lögreglumanna hafi mótmælendur brugðið á það ráð að kasta flöskum og öðrum lausamunum í lögreglumenn. Um 1500 lögreglumenn sinntu löggæslu á fundinum. Miðillinn hefur eftir lögreglufulltrúa að heilahristingur, brotnar tennur, grunur um nefbrot og áverkar á höfði og hryggjarliðum séu meðal meiðsla sem lögreglumenn hlutu í átökum við mótmælendur. Samtök andrasista stóðu fyrir gagnmótmælum á sama tíma. EPA Robinson, skipuleggjandi mótmælanna ávarpaði sjálfur fundinn og lofaði öðrum slíkum í náinni framtíð. Sjálfur hélt hann því fram að milljónir manna hefðu mætt á mótmælin. Fyrr á þessu ári losnaði hann úr fangelsi en hann sat inni fyrir brot á samþykkt um að hætta að hafa uppi ærumeiðingar um sýrlenskan innflytjanda. Sýnt var frá mótmælunum í kvöldfréttum Sýnar.
Bretland Innflytjendamál England Elon Musk Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Sjá meira