Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar 15. september 2025 07:15 Í nýlegri frétt RÚV var haft eftir formanni Sjálfstæðisflokksins að „með atkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu séu fyrstu skrefin tekin á braut sem þjóðin hefur ítrekað hafnað.“ Hún viðurkennir þó í sömu andrá að þjóðin hafi aldrei verið spurð beint. Þetta er klassísk aðferð sjálfstæðisflokksins: að játa hálfa staðreynd – til að geta svo teiknað upp sína eigin útgáfu af sannleikanum. Þjóðin hefur aldrei greitt atkvæði um ESB. Aldrei. Samt er fullyrt að hún hafi „ítrekað hafnað“. Þetta er taktík og – þetta er pólitískur spuni. Gamla tuggan í nýjum búningi Það sem fylgir í kjölfarið er líka kunnuglegt. Aðild er sögð sem ógn: fiskimiðin hverfa, auðlindir tapast, fullveldið gufar upp og útlendingar taka yfir. Þetta er sama sagan sem hefur verið endurtekin í áratugi – sama kassetta, nýtt hljóðkerfi. Munurinn er sá að áður var þessi boðskapur borinn fram í Morgunblaðinu. Núna birtist hann á RÚV – ríkisfjölmiðlinum sem á að standa vörð um sannleikann, en situr í staðinn sofandi í stólnum á meðan gamla kassettan er spiluð. Klíkan og frásögnin Þetta er manngerðin sem flokkurinn hefur byggst upp á: fólk sem hefur alist upp í mjúku skjóli forréttinda, lært að stjórna með yfirboði, valdaspili, og það versta einelti, og þau búa yfir yfiborðslegri samkennd sem er aðeins virk þegar hún nýtist til að halda stöðu sinni. Það sem sameinar þessa klíku er hæfileikinn til að hagræða staðreyndum. Í gær var það skattkerfið. Í dag er það ESB. Á morgun verður það eitthvað annað. Alltaf sömu vinnubrögð: að spinna frásögn sem heldur almenningi í ótta og tryggir að völdin sitji áfram hjá þeim sem munu og hafa skaðað samfélagið og almenning mest í gegnum tíðina með að deila þeim. Fjórða valdið sefur Og hvað gerir fjórða valdið? RÚV birti þessa frásögn án þess að leiðrétta, án þess að spyrja gagnrýninna spurninga, án þess að minna á að þjóðin hefur aldrei kosið um ESB. Fjölmiðill sem á að halda valdhöfum við efnið lét valdið stýra frásögninni. Það er hættulegt þegar fjölmiðill gleymir hlutverki sínu. Fjölmiðlar eiga að vera hornsteinn lýðræðisins, spyrja þegar fullyrðingar standast ekki, og setja orð valdhafa í samhengi. Þegar það er ekki gert, þá verða fjölmiðlar ómeðvitaðir samverkamaður í áróðri. Skoðanakannanir sem líta út eins og sannleikur Formaður flokksins vitnar í eldgamlar skoðanakannanir eins og þær séu úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu. Kannanir sem voru gerðar á tímum þegar opin umræða var takmörkuð vegna ótta um hefndir og einelti. Samfélagsmiðlar voru ekki til staðar til að leyfa almenningi að tjá sig óhrætt og þannig skapa umræðu og tækifæri fyrir einstaklinga til að feta pólitískan veg til hagsmuna fyrir almenning. Enn nei þessu velmeinandi almenningi var heldur rekin úr vinnu sinna og oft í framhaldi af því settur í ævilangt straff til atvinnuþátttöku… Að draga fram skoðanakannanir og selja þær sem „vilja þjóðarinnar“ er eins og að nota gömul landakort frá miðöldum til að sanna að jörðin sé flöt. Það er úrelt, villandi og hannað til að fæla fólk frá því að spyrja spurninga og taka þátt í nútíma samræðum þar sem almenningur á sviðið og er hlustað á. Og við sitjum eftir með spurninguna Þegar fjórða valdið sefur og gamla tuggan lifir, þá ræður ekki lengur sannleikurinn. Þá ræður sá sem á hljóðnemann. Það er ástæðan fyrir því að þessi atburður er hættulegri en margir gera sér grein fyrir. Þetta snýst ekki bara um Evrópusambandið – þetta snýst um hvernig við leyfum valdinu að endurtaka sömu söguna aftur og aftur. Og þar kemur spurningin sem við verðum öll að svara: Viljum við fjórða valdið sem spyr, leiðréttir og upplýsir – eða fjórða valdið sem sefur á verðinum og lætur valdhafa halda áfram að mata þjóðina með sömu gömlu tuggunni? Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri frétt RÚV var haft eftir formanni Sjálfstæðisflokksins að „með atkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu séu fyrstu skrefin tekin á braut sem þjóðin hefur ítrekað hafnað.“ Hún viðurkennir þó í sömu andrá að þjóðin hafi aldrei verið spurð beint. Þetta er klassísk aðferð sjálfstæðisflokksins: að játa hálfa staðreynd – til að geta svo teiknað upp sína eigin útgáfu af sannleikanum. Þjóðin hefur aldrei greitt atkvæði um ESB. Aldrei. Samt er fullyrt að hún hafi „ítrekað hafnað“. Þetta er taktík og – þetta er pólitískur spuni. Gamla tuggan í nýjum búningi Það sem fylgir í kjölfarið er líka kunnuglegt. Aðild er sögð sem ógn: fiskimiðin hverfa, auðlindir tapast, fullveldið gufar upp og útlendingar taka yfir. Þetta er sama sagan sem hefur verið endurtekin í áratugi – sama kassetta, nýtt hljóðkerfi. Munurinn er sá að áður var þessi boðskapur borinn fram í Morgunblaðinu. Núna birtist hann á RÚV – ríkisfjölmiðlinum sem á að standa vörð um sannleikann, en situr í staðinn sofandi í stólnum á meðan gamla kassettan er spiluð. Klíkan og frásögnin Þetta er manngerðin sem flokkurinn hefur byggst upp á: fólk sem hefur alist upp í mjúku skjóli forréttinda, lært að stjórna með yfirboði, valdaspili, og það versta einelti, og þau búa yfir yfiborðslegri samkennd sem er aðeins virk þegar hún nýtist til að halda stöðu sinni. Það sem sameinar þessa klíku er hæfileikinn til að hagræða staðreyndum. Í gær var það skattkerfið. Í dag er það ESB. Á morgun verður það eitthvað annað. Alltaf sömu vinnubrögð: að spinna frásögn sem heldur almenningi í ótta og tryggir að völdin sitji áfram hjá þeim sem munu og hafa skaðað samfélagið og almenning mest í gegnum tíðina með að deila þeim. Fjórða valdið sefur Og hvað gerir fjórða valdið? RÚV birti þessa frásögn án þess að leiðrétta, án þess að spyrja gagnrýninna spurninga, án þess að minna á að þjóðin hefur aldrei kosið um ESB. Fjölmiðill sem á að halda valdhöfum við efnið lét valdið stýra frásögninni. Það er hættulegt þegar fjölmiðill gleymir hlutverki sínu. Fjölmiðlar eiga að vera hornsteinn lýðræðisins, spyrja þegar fullyrðingar standast ekki, og setja orð valdhafa í samhengi. Þegar það er ekki gert, þá verða fjölmiðlar ómeðvitaðir samverkamaður í áróðri. Skoðanakannanir sem líta út eins og sannleikur Formaður flokksins vitnar í eldgamlar skoðanakannanir eins og þær séu úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu. Kannanir sem voru gerðar á tímum þegar opin umræða var takmörkuð vegna ótta um hefndir og einelti. Samfélagsmiðlar voru ekki til staðar til að leyfa almenningi að tjá sig óhrætt og þannig skapa umræðu og tækifæri fyrir einstaklinga til að feta pólitískan veg til hagsmuna fyrir almenning. Enn nei þessu velmeinandi almenningi var heldur rekin úr vinnu sinna og oft í framhaldi af því settur í ævilangt straff til atvinnuþátttöku… Að draga fram skoðanakannanir og selja þær sem „vilja þjóðarinnar“ er eins og að nota gömul landakort frá miðöldum til að sanna að jörðin sé flöt. Það er úrelt, villandi og hannað til að fæla fólk frá því að spyrja spurninga og taka þátt í nútíma samræðum þar sem almenningur á sviðið og er hlustað á. Og við sitjum eftir með spurninguna Þegar fjórða valdið sefur og gamla tuggan lifir, þá ræður ekki lengur sannleikurinn. Þá ræður sá sem á hljóðnemann. Það er ástæðan fyrir því að þessi atburður er hættulegri en margir gera sér grein fyrir. Þetta snýst ekki bara um Evrópusambandið – þetta snýst um hvernig við leyfum valdinu að endurtaka sömu söguna aftur og aftur. Og þar kemur spurningin sem við verðum öll að svara: Viljum við fjórða valdið sem spyr, leiðréttir og upplýsir – eða fjórða valdið sem sefur á verðinum og lætur valdhafa halda áfram að mata þjóðina með sömu gömlu tuggunni? Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun