Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar 15. september 2025 09:02 Konan K stýrir fjárfestingasjóði. Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi slíkra sjóða, meðal annars til að minnka líkur á markaðsmisnotkun, svo sem misnotkun innherjaupplýsinga. Fjármálaeftirlitið heyrir undir Seðlabankann. Æðsti yfirmaður bankans er bankastjórinn. Bankastjórinn er unnusti konunnar K. Innan seðlabankans var talin ástæða til að taka til "umfjöllunar og skoðunar" hvort yfirmenn og aðrir starfsmenn bankans væru hæfir til að sinna þessu eftirliti, og alveg sérstaklega hvort um hugsanlegan hagsmunaárekstur gæti verið að ræða í tilfelli bankastjórans og unnustu hans, enda bankastjórinn með ýmsar trúnaðarupplýsingar sem gætu gagnast unnustunni. Niðurstaðan var að ekki væri ástæða til að hafa neinar áhyggjur, því "Engar vísbendingar eru um að sá trúnaður hafi verið rofinn ..." Það er svo sem ekkert nýtt að jafnvel æðsta valdafólk á Íslandi skilji ekki hvað hagsmunaárekstur er, en slíkur árekstur er sjálfkrafa til staðar í þessu tilfell. Enda merkir hagsmunaárekstur ekki að brot hafi verið framið, heldur að hætta sé á að ákvarðanir séu teknar á hlutdrægan hátt, til dæmis vegna náinna tengsla þess sem ákvörðun tekur og þess sem ákvörðunin hefur áhrif á. En hér er á ferðinni ennþá alvarlegra mál en bara hagsmunaárekstur sem fólk í stjórnvaldsstöðum þarf alltaf að forðast. Það er beinlínis skýrt í 3. grein stjórnsýslulaga, sem fjallar um vanhæfisástæður, að starfsmenn Seðlabankans eru formlega vanhæfir til að rannsaka mál sem tengjast bankastjóranum. Enda eiga þeir starf sitt undir honum. Það er forsætisráðherra sem skipar seðlabankastjóra, og ber að víkja honum verði hann uppvís að brotum í starfi. Það er því líka forsætisráðherra sem þarf að taka á þessu máli, sem augljóslega er ástæða til að rannsaka, eins og eftirlitsaðilar Seðlabankans töldu greinilega sjálfir, þótt þeim hafi yfirsést vanhæfi sitt í þeim efnum. Það er auðvitað spurning hvort bankastjórinn ætti ekki að segja af sér einfaldlega vegna þess að staðan sem hann er í gerir það ómögulegt fyrir almenning að treysta því að ekki leki upplýsingar sem leynt eigi að fara frá honum til unnustu hans. Hitt er alveg augljóst, að forsætisráðherra hlýtur að minnsta kosti að þurfa að víkja bankastjóranum tímabundið meðan málið er rannsakað af til þess bærum aðilum, en þá er ekki að finna innan bankans. Höfundur er ekkert sérstakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Konan K stýrir fjárfestingasjóði. Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi slíkra sjóða, meðal annars til að minnka líkur á markaðsmisnotkun, svo sem misnotkun innherjaupplýsinga. Fjármálaeftirlitið heyrir undir Seðlabankann. Æðsti yfirmaður bankans er bankastjórinn. Bankastjórinn er unnusti konunnar K. Innan seðlabankans var talin ástæða til að taka til "umfjöllunar og skoðunar" hvort yfirmenn og aðrir starfsmenn bankans væru hæfir til að sinna þessu eftirliti, og alveg sérstaklega hvort um hugsanlegan hagsmunaárekstur gæti verið að ræða í tilfelli bankastjórans og unnustu hans, enda bankastjórinn með ýmsar trúnaðarupplýsingar sem gætu gagnast unnustunni. Niðurstaðan var að ekki væri ástæða til að hafa neinar áhyggjur, því "Engar vísbendingar eru um að sá trúnaður hafi verið rofinn ..." Það er svo sem ekkert nýtt að jafnvel æðsta valdafólk á Íslandi skilji ekki hvað hagsmunaárekstur er, en slíkur árekstur er sjálfkrafa til staðar í þessu tilfell. Enda merkir hagsmunaárekstur ekki að brot hafi verið framið, heldur að hætta sé á að ákvarðanir séu teknar á hlutdrægan hátt, til dæmis vegna náinna tengsla þess sem ákvörðun tekur og þess sem ákvörðunin hefur áhrif á. En hér er á ferðinni ennþá alvarlegra mál en bara hagsmunaárekstur sem fólk í stjórnvaldsstöðum þarf alltaf að forðast. Það er beinlínis skýrt í 3. grein stjórnsýslulaga, sem fjallar um vanhæfisástæður, að starfsmenn Seðlabankans eru formlega vanhæfir til að rannsaka mál sem tengjast bankastjóranum. Enda eiga þeir starf sitt undir honum. Það er forsætisráðherra sem skipar seðlabankastjóra, og ber að víkja honum verði hann uppvís að brotum í starfi. Það er því líka forsætisráðherra sem þarf að taka á þessu máli, sem augljóslega er ástæða til að rannsaka, eins og eftirlitsaðilar Seðlabankans töldu greinilega sjálfir, þótt þeim hafi yfirsést vanhæfi sitt í þeim efnum. Það er auðvitað spurning hvort bankastjórinn ætti ekki að segja af sér einfaldlega vegna þess að staðan sem hann er í gerir það ómögulegt fyrir almenning að treysta því að ekki leki upplýsingar sem leynt eigi að fara frá honum til unnustu hans. Hitt er alveg augljóst, að forsætisráðherra hlýtur að minnsta kosti að þurfa að víkja bankastjóranum tímabundið meðan málið er rannsakað af til þess bærum aðilum, en þá er ekki að finna innan bankans. Höfundur er ekkert sérstakt.
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar