Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar 15. september 2025 12:01 Landspítali gefur út fréttabréf sem nefnist Spítalapúlsinn. Í nýjasta tölublaði þess er staðfest það sem við í Sjúkraliðafélagi Íslands höfum árum saman bent á. Heilbrigðiskerfið býr við kerfislægan skort á sjúkraliðum. Þetta er ekki aðeins staðreynd í skýrslum, heldur daglegur veruleiki á deildum spítalans. Þeir sem standa vaktina vita það, því skortur á sjúkraliðum þýðir lengri bið, minni gæði og meira álag. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 eru settar fram stórar tölur. 192 milljarðar í sjúkrahúsþjónustu, 102 milljarðar í heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, 93 milljarðar í hjúkrun og endurhæfingu og 45 milljarðar í lyf og lækningavörur. Þessar fjárhæðir líta glæsilega út á blaði. En þær svara ekki lykilspurningunni: „Hver á að sinna sjúklingunum?“ Á bráðamóttökunni í Fossvogi er rúmanýting yfir 100% og tugir sjúklinga bíða innlagnar dag eftir dag. Þeir bíða ekki eftir fjárlögum, þeir bíða eftir manneskjunni sem kemur og sinnir þeim. Það er kaldhæðnislegt að sjá í frumvarpinu að efla eigi mönnun „innan ramma“ því rammarnir eru of alltof þröngir. Aðhald er ekki stefna, heldur orð yfir niðurskurð. Og niðurskurður í mönnun þýðir minni þjónusta og ógn við öryggi. Sjúkraliðar þurfa rödd í stefnumótun Það er ekki nóg að tala um sjúkraliða sem vinnuafl sem fyllir vaktir. Sjúkraliðafélagið hefur ítrekað lagt áherslu á að stéttin fái virka rödd í stefnumótun hjúkrunar. Við erum fagfólk með menntun og reynslu sem snertir grunnþarfir sjúklinga, og ef rödd okkar vantar í skipulagningu og þróun, þá vantar stóran hluta í heildarmyndina. Í Spítalapúlsinum má sjá dæmi um framlag sjúkraliða til faglegra verkefna. Á „Degi byltuvarna“ flutti sjúkraliði erindi um áhættumat sjúklinga. Þetta sýnir að við erum ekki aðeins hendur á gólfi heldur fagfólk sem tekur þátt í rannsóknum og gæðastarfi. Að halda sjúkraliðum utan við mótun hjúkrunarstefnu er því ekki aðeins vanmat á stéttinni heldur beinlínis hættulegt fyrir heilbrigðisþjónustuna. Framgangur, sérhæfing og aðgangur að verkfærum Til þess að sjúkraliðastarf verði raunverulegt ævistarf þarf að tryggja bæði framgang og sérhæfingu. Við Háskólann á Akureyri er nú boðið upp á diplómanám í heimahjúkrun, öldrunarhjúkrun og geðhjúkrun. Þetta nám bætir við þekkingu, eykur sérhæfingu og gerir sjúkraliðum kleift að nýta hæfni sína á nýjan hátt. En menntun sem ekki er viðurkennd í starfsþróun er lítils virði. Það er á ábyrgð heilbrigðisstofnana að sjá til þess að sjúkraliðar með diplómapróf fái raunverulegan framgang í starfi, ný verkefni og aukna ábyrgð. Þetta er ekki spurning um greiðvikni heldur faglegt réttlæti. Þegar stétt leggur á sig viðbótarnám verður það að endurspeglast í launakerfi, starfslýsingum og mönnun. Aðgangur að sjúkraskrám – skilyrði fyrir öryggi Þar að auki er það grundvallaratriði að sjúkraliðar hafi aðgang að sjúkraskrám. Samkvæmt lögum og reglugerð á heilbrigðisstarfsfólk sem kemur að meðferð sjúklings að hafa aðgang að nauðsynlegum upplýsingum. Í reynd hefur aðgangur sjúkraliða þó verið takmarkaður á sumum stofnunum, þrátt fyrir faglega ábyrgð þeirra. Sérhæfðir sjúkraliðar með diplómanám geta ekki sinnt verkefnum sínum, s.s. lyfjagjöf, blóðtöku eða skráningu í hjúkrun, nema með aðgangi að fyrirmælum í rafrænum kerfum. Að útiloka þá frá þessum upplýsingum er ekki aðeins ófaglegt heldur skerðir það öryggi sjúklinga og samfellu þjónustunnar. Að lyfta stéttinni felur því ekki aðeins í sér að viðurkenna menntun og sérhæfingu, heldur líka að tryggja sjúkraliðum fullan aðgang að öllum þeim verkfærum sem starfið krefst. Sjúkraliðastarf sem ævistarf Mikilvægt er að byggja upp starfsferil sjúkraliða þannig að fleiri sjái sér hag í að starfa í stéttinni til lengri tíma. Það þýðir að bjóða upp á skýran starfsþróunarferil, tækifæri til sérhæfingar og raunverulegan framgang. Aðeins þannig má tryggja að sjúkraliðastéttin sé ekki bráðabirgðastarf eða skref á leiðinni annað, heldur raunverulegt ævistarf. Við þurfum ekki fleiri skýrslur til að vita hvað er að. Við þurfum aðgerðir sem felast í fjárfestingu í nýliðun, menntun, diplómanámi og starfsþróun sjúkraliða. Það er eina leiðin til að tryggja að stéttin dafni, að fleiri velji að starfa sem sjúkraliðar til lengri tíma, og að heilbrigðiskerfið hafi burði til að mæta þeim gríðarlegu áskorunum sem framundan eru. Ef stjórnvöld ætla að spara sig í gegnum vandann án þess að styrkja sjúkraliða, þá er niðurstaðan skýr, það verður ekkert heilbrigðiskerfi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Landspítali gefur út fréttabréf sem nefnist Spítalapúlsinn. Í nýjasta tölublaði þess er staðfest það sem við í Sjúkraliðafélagi Íslands höfum árum saman bent á. Heilbrigðiskerfið býr við kerfislægan skort á sjúkraliðum. Þetta er ekki aðeins staðreynd í skýrslum, heldur daglegur veruleiki á deildum spítalans. Þeir sem standa vaktina vita það, því skortur á sjúkraliðum þýðir lengri bið, minni gæði og meira álag. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 eru settar fram stórar tölur. 192 milljarðar í sjúkrahúsþjónustu, 102 milljarðar í heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, 93 milljarðar í hjúkrun og endurhæfingu og 45 milljarðar í lyf og lækningavörur. Þessar fjárhæðir líta glæsilega út á blaði. En þær svara ekki lykilspurningunni: „Hver á að sinna sjúklingunum?“ Á bráðamóttökunni í Fossvogi er rúmanýting yfir 100% og tugir sjúklinga bíða innlagnar dag eftir dag. Þeir bíða ekki eftir fjárlögum, þeir bíða eftir manneskjunni sem kemur og sinnir þeim. Það er kaldhæðnislegt að sjá í frumvarpinu að efla eigi mönnun „innan ramma“ því rammarnir eru of alltof þröngir. Aðhald er ekki stefna, heldur orð yfir niðurskurð. Og niðurskurður í mönnun þýðir minni þjónusta og ógn við öryggi. Sjúkraliðar þurfa rödd í stefnumótun Það er ekki nóg að tala um sjúkraliða sem vinnuafl sem fyllir vaktir. Sjúkraliðafélagið hefur ítrekað lagt áherslu á að stéttin fái virka rödd í stefnumótun hjúkrunar. Við erum fagfólk með menntun og reynslu sem snertir grunnþarfir sjúklinga, og ef rödd okkar vantar í skipulagningu og þróun, þá vantar stóran hluta í heildarmyndina. Í Spítalapúlsinum má sjá dæmi um framlag sjúkraliða til faglegra verkefna. Á „Degi byltuvarna“ flutti sjúkraliði erindi um áhættumat sjúklinga. Þetta sýnir að við erum ekki aðeins hendur á gólfi heldur fagfólk sem tekur þátt í rannsóknum og gæðastarfi. Að halda sjúkraliðum utan við mótun hjúkrunarstefnu er því ekki aðeins vanmat á stéttinni heldur beinlínis hættulegt fyrir heilbrigðisþjónustuna. Framgangur, sérhæfing og aðgangur að verkfærum Til þess að sjúkraliðastarf verði raunverulegt ævistarf þarf að tryggja bæði framgang og sérhæfingu. Við Háskólann á Akureyri er nú boðið upp á diplómanám í heimahjúkrun, öldrunarhjúkrun og geðhjúkrun. Þetta nám bætir við þekkingu, eykur sérhæfingu og gerir sjúkraliðum kleift að nýta hæfni sína á nýjan hátt. En menntun sem ekki er viðurkennd í starfsþróun er lítils virði. Það er á ábyrgð heilbrigðisstofnana að sjá til þess að sjúkraliðar með diplómapróf fái raunverulegan framgang í starfi, ný verkefni og aukna ábyrgð. Þetta er ekki spurning um greiðvikni heldur faglegt réttlæti. Þegar stétt leggur á sig viðbótarnám verður það að endurspeglast í launakerfi, starfslýsingum og mönnun. Aðgangur að sjúkraskrám – skilyrði fyrir öryggi Þar að auki er það grundvallaratriði að sjúkraliðar hafi aðgang að sjúkraskrám. Samkvæmt lögum og reglugerð á heilbrigðisstarfsfólk sem kemur að meðferð sjúklings að hafa aðgang að nauðsynlegum upplýsingum. Í reynd hefur aðgangur sjúkraliða þó verið takmarkaður á sumum stofnunum, þrátt fyrir faglega ábyrgð þeirra. Sérhæfðir sjúkraliðar með diplómanám geta ekki sinnt verkefnum sínum, s.s. lyfjagjöf, blóðtöku eða skráningu í hjúkrun, nema með aðgangi að fyrirmælum í rafrænum kerfum. Að útiloka þá frá þessum upplýsingum er ekki aðeins ófaglegt heldur skerðir það öryggi sjúklinga og samfellu þjónustunnar. Að lyfta stéttinni felur því ekki aðeins í sér að viðurkenna menntun og sérhæfingu, heldur líka að tryggja sjúkraliðum fullan aðgang að öllum þeim verkfærum sem starfið krefst. Sjúkraliðastarf sem ævistarf Mikilvægt er að byggja upp starfsferil sjúkraliða þannig að fleiri sjái sér hag í að starfa í stéttinni til lengri tíma. Það þýðir að bjóða upp á skýran starfsþróunarferil, tækifæri til sérhæfingar og raunverulegan framgang. Aðeins þannig má tryggja að sjúkraliðastéttin sé ekki bráðabirgðastarf eða skref á leiðinni annað, heldur raunverulegt ævistarf. Við þurfum ekki fleiri skýrslur til að vita hvað er að. Við þurfum aðgerðir sem felast í fjárfestingu í nýliðun, menntun, diplómanámi og starfsþróun sjúkraliða. Það er eina leiðin til að tryggja að stéttin dafni, að fleiri velji að starfa sem sjúkraliðar til lengri tíma, og að heilbrigðiskerfið hafi burði til að mæta þeim gríðarlegu áskorunum sem framundan eru. Ef stjórnvöld ætla að spara sig í gegnum vandann án þess að styrkja sjúkraliða, þá er niðurstaðan skýr, það verður ekkert heilbrigðiskerfi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun