30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar 15. september 2025 13:30 Við stöndum á tímamótum í samskiptum okkar við náttúruna. Alþjóðlega markmiðið „30 by 30“ snýst um að vernda 30% af landi og hafi jarðarinnar fyrir árið 2030. Þetta er nauðsynleg viðbragðsaðgerð til að stemma stigu við hnignun fjölbreytileika lífríkisins. Aðeins 4% eftir af villtum spendýrum Villt spendýr er aðeins um 4% af öllum spendýrum heimsins, á meðan er búfé 62% og við mannfólkið um 34%. Þessi hlutföll segja sögu: jarðarbúar hafa umturnað vistkerfum rækilega og dýrategundir hverfa óhugnanlega hratt. Heildar lífmassi villtra landspendýra hefur minnkað um meira en 80% frá því að mannkynið hóf landbúnað fyrir um 10.000 árum. Íslenskt dýralíf Þegar aðeins 4% af villtum spendýrum jarðar eru eftir blasir við sérstök mótsögn hér á Íslandi: við erum enn að drepa þau dýr sem tilheyra þessum litla og dýrmæta hóp. Refir eru veiddir ár hvert í þúsundatali með fjárstuðningi ríkisins, eins og um skaðvalda sé að ræða þegar þeir eru hluti af því dýrmæta broti af villtu spendýralífi sem jörðin á eftir. Við ættum að læra af mistökum nágranna okkar í Svíðþjóð, Noregi og Finnlandi en þar var heimskautarefnum nánast útrýmt vegna veiða. Hvalir, þessa ljúfu risa hafsins sem gegna lykilhlutverki í vistkerfum sjávar og binda mikið magn kolefnis, má enn veiða þá hér á landi þrátt fyrir að meirihluti heimsbyggðarinnar hafi snúið baki við þeirri ömurlegu iðju. Við verðum að binda enda á þessar veiðar sem standast ekki lög um velferð dýra og grafa undan vistkerfi sjávar. Selir voru veiddir af hörku eftir að hringormanefndin var sett á laggirnar á níunda áratugnum. Veitt voru verðlaun fyrir dráp á landsel í þeirri von um að draga úr tíðni hringormasýkinga í fiskistofnum við landið. Þessi aðgerð skilaði engum mælanlegum árangri en leiddi til hruns í stofni landsela sem nú er á válista. Í dag eru selveiðar formlega bannaðar en samt er heimilt að veiða þá til eigin nytja með leyfi frá Fiskistofu. Þannig virðast viðhorf íslenskrar stjórnsýslu til dýraverndar vera: veiðar eru bannaðar nema þegar þær eru leyfðar. Lundar eru í vanda. Lundastofninn hefur hnignað um rúmlega 70% á síðustu áratugum. Þrátt fyrir það er hann enn veiddur og markaðsettur sem „spennandi íslenskur rétt“ fyrir ferðamenn á veitingahúsum Reykjavíkur. Það liggur beinast við að við Íslendingar gerum hvað við getum til að tryggja þessum merkilegu dýrum örugga framtíð. Við verðum að taka þau með í reikninginn þegar við útfærum okkar eigin 30 by 30. Við megum ekki láta 30 by 30 verða að tölum á blaði eða hlutföll á pappír þar sem svæði eru valin eftir hentugleika hagsmunaaðila. Tilgangur samkomulagsins verður að vera áþreifanlegur og má ekki gleymast: Að gefa jörðinni og öllu hennar dýrmæta fjölbreytta lífi örlítið tækifæri til að standa af sér ágang mannkyns. Höfundur er læknir, formaður Samtaka um dýravelferð og situr í stjórn Hvalavina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Við stöndum á tímamótum í samskiptum okkar við náttúruna. Alþjóðlega markmiðið „30 by 30“ snýst um að vernda 30% af landi og hafi jarðarinnar fyrir árið 2030. Þetta er nauðsynleg viðbragðsaðgerð til að stemma stigu við hnignun fjölbreytileika lífríkisins. Aðeins 4% eftir af villtum spendýrum Villt spendýr er aðeins um 4% af öllum spendýrum heimsins, á meðan er búfé 62% og við mannfólkið um 34%. Þessi hlutföll segja sögu: jarðarbúar hafa umturnað vistkerfum rækilega og dýrategundir hverfa óhugnanlega hratt. Heildar lífmassi villtra landspendýra hefur minnkað um meira en 80% frá því að mannkynið hóf landbúnað fyrir um 10.000 árum. Íslenskt dýralíf Þegar aðeins 4% af villtum spendýrum jarðar eru eftir blasir við sérstök mótsögn hér á Íslandi: við erum enn að drepa þau dýr sem tilheyra þessum litla og dýrmæta hóp. Refir eru veiddir ár hvert í þúsundatali með fjárstuðningi ríkisins, eins og um skaðvalda sé að ræða þegar þeir eru hluti af því dýrmæta broti af villtu spendýralífi sem jörðin á eftir. Við ættum að læra af mistökum nágranna okkar í Svíðþjóð, Noregi og Finnlandi en þar var heimskautarefnum nánast útrýmt vegna veiða. Hvalir, þessa ljúfu risa hafsins sem gegna lykilhlutverki í vistkerfum sjávar og binda mikið magn kolefnis, má enn veiða þá hér á landi þrátt fyrir að meirihluti heimsbyggðarinnar hafi snúið baki við þeirri ömurlegu iðju. Við verðum að binda enda á þessar veiðar sem standast ekki lög um velferð dýra og grafa undan vistkerfi sjávar. Selir voru veiddir af hörku eftir að hringormanefndin var sett á laggirnar á níunda áratugnum. Veitt voru verðlaun fyrir dráp á landsel í þeirri von um að draga úr tíðni hringormasýkinga í fiskistofnum við landið. Þessi aðgerð skilaði engum mælanlegum árangri en leiddi til hruns í stofni landsela sem nú er á válista. Í dag eru selveiðar formlega bannaðar en samt er heimilt að veiða þá til eigin nytja með leyfi frá Fiskistofu. Þannig virðast viðhorf íslenskrar stjórnsýslu til dýraverndar vera: veiðar eru bannaðar nema þegar þær eru leyfðar. Lundar eru í vanda. Lundastofninn hefur hnignað um rúmlega 70% á síðustu áratugum. Þrátt fyrir það er hann enn veiddur og markaðsettur sem „spennandi íslenskur rétt“ fyrir ferðamenn á veitingahúsum Reykjavíkur. Það liggur beinast við að við Íslendingar gerum hvað við getum til að tryggja þessum merkilegu dýrum örugga framtíð. Við verðum að taka þau með í reikninginn þegar við útfærum okkar eigin 30 by 30. Við megum ekki láta 30 by 30 verða að tölum á blaði eða hlutföll á pappír þar sem svæði eru valin eftir hentugleika hagsmunaaðila. Tilgangur samkomulagsins verður að vera áþreifanlegur og má ekki gleymast: Að gefa jörðinni og öllu hennar dýrmæta fjölbreytta lífi örlítið tækifæri til að standa af sér ágang mannkyns. Höfundur er læknir, formaður Samtaka um dýravelferð og situr í stjórn Hvalavina.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun