Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2025 08:11 Edda Hermannsdóttir hefur starfað sem samskiptastjóri Íslandsbanka síðustu ár. Lyf og heilsa Stjórn Lyf og heilsu hefur ráðið Eddu Hermannsdóttur sem forstjóra félagsins. Í tilkynningu segir að hún muni hefja störf í október og tekur þá við af Kjartani Erni Þórðarsyni. „Edda hefur starfað hjá Íslandsbanka síðan 2015 og hefur meðal annars leitt markaðs- og samskiptamál, greiningardeild, fjárfestatengsl, vefmál, vildarþjónustu og unnið að stefnumótun bankans. Áður starfaði Edda sem aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins og er í dag stjórnarformaður UNICEF á Íslandi. Edda er hagfræðingur frá Háskóla Íslands, hefur lokið stjórnendanámi frá IESE í Barcelona og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Samið hefur verið um starfslok við Kjartan Örn Þórðarson. Kjartan hefur unnið að framgangi Lyf og heilsu frá aldamótum og hefur átt ríkan þátt í uppgangi félagsins. Hann tók við stöðu framkvæmdastjóra árið 2016 og hefur félaginu farnast vel undir hans forystu. Kjartan verður félaginu innan handar á næstunni og mun tryggja farsæla yfirfærslu verkefna,“ segir í tilkynningunni. Spennandi vegferð Haft er eftir Eddu að það sé henni mikill heiður að fá að leiða Lyf og heilsu sem gegni mikilvægu hlutverki á heilbrigðismarkaði. „Heilsa snertir okkur öll og lyfjaverslanir eru ekki aðeins mikilvægar fyrir lyfjaafgreiðslu heldur einnig fyrir ráðgjöf og heilsueflandi þjónustu. Framundan er spennandi vegferð þar sem áhersla verður lögð á forvarnargildi heilsu og enn betri þjónustu við viðskiptavini til að auka þeirra lífsgæði. Ég hlakka til að vinna að þeirri stefnumótun með Lyf og heilsu og stjórn félagsins,” er haft eftir Eddu. Hörður Guðmundsson. Tækifæri Þá er haft eftir Herði Guðmundssyni, stjórnarformanni Lyfja og heilsu, að Alfa Framtak hafi tekið við sem ráðandi hluthafi í vor. „Við sjáum veruleg tækifæri og teljum að framundan séu stór verkefni sem muni koma til með að setja mark sitt á félagið til framtíðar. Það verður spennandi að vinna að stefnumótun og framgangi lykilverkefna með Eddu, stjórninni og starfsfólki Lyf og heilsu. Edda kemur með dýrmæta þekkingu að borðinu. Hún tekur jafnframt við góðu búi, en Kjartan hefur byggt upp flotta liðsheild og öflugt félag sem þjónustar þúsundir Íslendinga á degi hverjum. Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka honum fyrir sitt framlag til félagsins,” segir Hörður. 27 lyfjaverslanir Í tilkynningunni segir einnig að í lok árs 2024 hafi verið tilkynnt um kaup AF2, framtakssjóðs í rekstri Alfa Framtaks, á ráðandi hlut í Lyf og heilsu. Fyrirtækið rekur 27 lyfjaverslanir undir merkjunum Lyf og heilsa, Apótekarinn, Garðsapótek og Apótek Hafnarfjarðar. Félagið rekur einnig fjögur lyfjaútibú. Auk lyfjaverslana rekur félagið tvær gleraugnaverslanir undir merkinu Augastaður, SA Lyfjaskömmtun og Gamla apótekið, sem sérhæfir sig í framleiðslu á kremum, áburðum og olíum. Alls starfa um 300 manns hjá félaginu í um 175 stöðugildum. Vistaskipti Lyf Íslandsbanki Verslun Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira
Í tilkynningu segir að hún muni hefja störf í október og tekur þá við af Kjartani Erni Þórðarsyni. „Edda hefur starfað hjá Íslandsbanka síðan 2015 og hefur meðal annars leitt markaðs- og samskiptamál, greiningardeild, fjárfestatengsl, vefmál, vildarþjónustu og unnið að stefnumótun bankans. Áður starfaði Edda sem aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins og er í dag stjórnarformaður UNICEF á Íslandi. Edda er hagfræðingur frá Háskóla Íslands, hefur lokið stjórnendanámi frá IESE í Barcelona og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Samið hefur verið um starfslok við Kjartan Örn Þórðarson. Kjartan hefur unnið að framgangi Lyf og heilsu frá aldamótum og hefur átt ríkan þátt í uppgangi félagsins. Hann tók við stöðu framkvæmdastjóra árið 2016 og hefur félaginu farnast vel undir hans forystu. Kjartan verður félaginu innan handar á næstunni og mun tryggja farsæla yfirfærslu verkefna,“ segir í tilkynningunni. Spennandi vegferð Haft er eftir Eddu að það sé henni mikill heiður að fá að leiða Lyf og heilsu sem gegni mikilvægu hlutverki á heilbrigðismarkaði. „Heilsa snertir okkur öll og lyfjaverslanir eru ekki aðeins mikilvægar fyrir lyfjaafgreiðslu heldur einnig fyrir ráðgjöf og heilsueflandi þjónustu. Framundan er spennandi vegferð þar sem áhersla verður lögð á forvarnargildi heilsu og enn betri þjónustu við viðskiptavini til að auka þeirra lífsgæði. Ég hlakka til að vinna að þeirri stefnumótun með Lyf og heilsu og stjórn félagsins,” er haft eftir Eddu. Hörður Guðmundsson. Tækifæri Þá er haft eftir Herði Guðmundssyni, stjórnarformanni Lyfja og heilsu, að Alfa Framtak hafi tekið við sem ráðandi hluthafi í vor. „Við sjáum veruleg tækifæri og teljum að framundan séu stór verkefni sem muni koma til með að setja mark sitt á félagið til framtíðar. Það verður spennandi að vinna að stefnumótun og framgangi lykilverkefna með Eddu, stjórninni og starfsfólki Lyf og heilsu. Edda kemur með dýrmæta þekkingu að borðinu. Hún tekur jafnframt við góðu búi, en Kjartan hefur byggt upp flotta liðsheild og öflugt félag sem þjónustar þúsundir Íslendinga á degi hverjum. Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka honum fyrir sitt framlag til félagsins,” segir Hörður. 27 lyfjaverslanir Í tilkynningunni segir einnig að í lok árs 2024 hafi verið tilkynnt um kaup AF2, framtakssjóðs í rekstri Alfa Framtaks, á ráðandi hlut í Lyf og heilsu. Fyrirtækið rekur 27 lyfjaverslanir undir merkjunum Lyf og heilsa, Apótekarinn, Garðsapótek og Apótek Hafnarfjarðar. Félagið rekur einnig fjögur lyfjaútibú. Auk lyfjaverslana rekur félagið tvær gleraugnaverslanir undir merkinu Augastaður, SA Lyfjaskömmtun og Gamla apótekið, sem sérhæfir sig í framleiðslu á kremum, áburðum og olíum. Alls starfa um 300 manns hjá félaginu í um 175 stöðugildum.
Vistaskipti Lyf Íslandsbanki Verslun Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira