Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar 18. september 2025 07:31 Það er ár síðan Reykjavíkurborg auglýsti eftir nýju húsnæði fyrir Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Starfsemin er rekin í Eskihlíð og í raun var húsnæðið sprungið fyrir mörgum árum. Nýtt húsnæði fannst í Ármúlanum. Þjónustan sem Konukot hefur veitt þessum jaðarsettu konum undanfarin ár er bæði góð og nauðsynleg. Og litlar fréttir hafa borist af því að þær séu fólki í hverfinu til ama. En síður að kvartað hafi verið úr nálægum skóla og leikskóla. Ég bý sjálfur í þessu hverfi og mér finnst gott að vita til þess að heimilislausar konur hafi átt þar samastað. Einhvers staðar þarf jú að veita þessa þjónustu. Væntanlegir nágrannar konukots í Ármúlanum reyna nú að koma í veg fyrir að starfsemin flytjist í húsnæðið. Það er því miður kunnuglegt stef. Það virðist vera ríkt í okkur að vilja öfluga aðstoð fyrir jaðarsetta, en bara alls ekki nálægt okkur sjálfum. Það gildir um Konukot og margt annað. Rökin sem nú eru notuð eru hætta á berklum og almennt fyrirsjáanlegt ónæði. Ef berklarökin eru gild þá gætu þessar konur hvergi verið. Varla á heilsugæslu, bráðamóttöku eða Bónus og Krónuna. Það er ekki gæfulegt að útiloka sjálfkrafa hóp kvenna frá stöðum, án þess að neitt sé vitað um hvort einhver í þeirra hópi sé með berkla. Og hvað varðar ónæðið þá er það oftar en ekki svo með heimilislaust fólk, sem sumt er með fíknisjúkdóm, að það forðast samneyti við aðra. Þessar konur þekkja nefnilega skömm og fordóma betur en aðrir. Er þetta þróunin sem við viljum sjá í okkar samfélagi? Að þeir sem eiga um sárt að binda og þurfa þjónustu eigi að fá þjónustu sem er okkur falin? Sem er ekki í okkar nærumhverfi? Þessar konur eiga á hættu að verða fyrir miklu ofbeldi. Sumar glíma við fíkn og verða fyrir útskúfun. Ef við sendum þau skilaboð að þær séu ekki velkomnar í okkar umhverfi, þá jaðarsetjum við þær enn frekar og veikjum vonina um betra líf. Ef þetta eru viðbrögðin alls staðar þá verður á endanum hvergi hægt að veita þessa nauðsynlegu og mannbætandi þjónustu – nema kannski út í óbyggðum. Viljum við það? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Heimilisofbeldi Reykjavík Kynbundið ofbeldi Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er ár síðan Reykjavíkurborg auglýsti eftir nýju húsnæði fyrir Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Starfsemin er rekin í Eskihlíð og í raun var húsnæðið sprungið fyrir mörgum árum. Nýtt húsnæði fannst í Ármúlanum. Þjónustan sem Konukot hefur veitt þessum jaðarsettu konum undanfarin ár er bæði góð og nauðsynleg. Og litlar fréttir hafa borist af því að þær séu fólki í hverfinu til ama. En síður að kvartað hafi verið úr nálægum skóla og leikskóla. Ég bý sjálfur í þessu hverfi og mér finnst gott að vita til þess að heimilislausar konur hafi átt þar samastað. Einhvers staðar þarf jú að veita þessa þjónustu. Væntanlegir nágrannar konukots í Ármúlanum reyna nú að koma í veg fyrir að starfsemin flytjist í húsnæðið. Það er því miður kunnuglegt stef. Það virðist vera ríkt í okkur að vilja öfluga aðstoð fyrir jaðarsetta, en bara alls ekki nálægt okkur sjálfum. Það gildir um Konukot og margt annað. Rökin sem nú eru notuð eru hætta á berklum og almennt fyrirsjáanlegt ónæði. Ef berklarökin eru gild þá gætu þessar konur hvergi verið. Varla á heilsugæslu, bráðamóttöku eða Bónus og Krónuna. Það er ekki gæfulegt að útiloka sjálfkrafa hóp kvenna frá stöðum, án þess að neitt sé vitað um hvort einhver í þeirra hópi sé með berkla. Og hvað varðar ónæðið þá er það oftar en ekki svo með heimilislaust fólk, sem sumt er með fíknisjúkdóm, að það forðast samneyti við aðra. Þessar konur þekkja nefnilega skömm og fordóma betur en aðrir. Er þetta þróunin sem við viljum sjá í okkar samfélagi? Að þeir sem eiga um sárt að binda og þurfa þjónustu eigi að fá þjónustu sem er okkur falin? Sem er ekki í okkar nærumhverfi? Þessar konur eiga á hættu að verða fyrir miklu ofbeldi. Sumar glíma við fíkn og verða fyrir útskúfun. Ef við sendum þau skilaboð að þær séu ekki velkomnar í okkar umhverfi, þá jaðarsetjum við þær enn frekar og veikjum vonina um betra líf. Ef þetta eru viðbrögðin alls staðar þá verður á endanum hvergi hægt að veita þessa nauðsynlegu og mannbætandi þjónustu – nema kannski út í óbyggðum. Viljum við það? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun