Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 18. september 2025 08:32 Það er okkur öllum til hagsbóta að ríkisfjármálin séu í góðu horfi. Um það eigum við að vera sammála. Sterk, trúverðug fjárlög vernda kaupmátt, flýta lækkun vaxta og skapa stöðugleika fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Í ímyndarpólitík ráða umbúðir frekar en innihald. Þar skiptir meira máli að stilla málum upp þannig að almenningur trúi því sem hentar, en ekki því sem er satt og rétt. Sú frasapólitík einkennir núverandi ríkisstjórnarflokka. Talað er um stórt plan, sleggju sem slær niður vexti og almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni, þótt ekkert af þessu standist nánari skoðun. Nýjasta tískuorðið er tiltekt, eins og nú sé verið að taka til eftir óráðsíu fyrri ríkisstjórnar í efnahagsmálum. Tölurnar segja annað og staðfesta að hér er enn reynt að blása ryki í augu kjósenda. Tekjur ríkissjóðs hafa verið langt umfram áætlanir á þessu ári, um 80 milljarða króna, en engu að síður er reksturinn enn í halla. Það er eins og öll útgjöld ríkisins til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu á árinu 2024, til að setja 80 milljarða í samhengi. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er jafnframt viðurkennt að aðhaldsstigið á næsta ári sé því sem næst hlutlaust. Orð um aðhald hljóma vel á blaðamannafundum en þau breyta ekki þeirri einföldu staðreynd að ríkisútgjöld halda áfram að vaxa og reikningurinn er sendur á heimilin. Eina tiltektin sem þessi ríkisstjórn stendur í er tiltektin eftir eigin umframeyðslu. Og þrátt fyrir allt tal um tiltekt er enn gert ráð fyrir halla á næsta ári. Að hafna hagræðingu og hækka skatta er pólitískt val. Ríkisstjórnin ber fyrir sig sjálf að hagræðingartillögur hagsýnishópsins hafi numið um 70 milljörðum en eigin hagræðingaráform nemi yfir 100 milljörðum á tímabili fjármálaáætlunar. Ef þetta er allt útfært og raunhæft, hvers vegna er þá ekki gengið hreint til verka núna strax? Hvar er opinber, tímasett aðgerðaáætlun sem klippir þessar krónur út úr rekstrinum og skilur meira eftir í vasa heimilanna, í stað þess að senda heimilunum reikninginn? Það er eðlileg krafa að tillögur sem vísað er til með stolti í ræðustól birtist í fjárlagafrumvarpi sem raunverulegt aðhald, ekki sem hluti af marklausum frösum ríkisstjórnarinnar. Grafið undan trausti Að hækka krónutölugjöld í fullum verðbólgutakti er ekki aðhald. Það er skattahækkun. Hún bítur á launaseðlinum, við bensíndæluna og í matarkörfunni. Hún þrengir svigrúm fyrirtækja og sveitarfélaga sem glíma nú þegar við hærri launakostnað, hærri vexti og ófyrirséð verkefni. Hún grefur undan trausti á opinberum fjármálum vegna þess að fólk sér hvernig sögunni er snúið: Kallað er eftir aðhaldi á sama tíma og útgjöld vaxa og fyrri tekjuauki er nýttur jafnóðum. Aðhald er verkfæri, ekki slagorð. Það felst í forgangsröðun og aga. Það þýðir að hætta að lofa öllu í einu og gera færri hluti betur. Það krefst þess að ný útgjöld séu fjármögnuð með sparnaði annars staðar, ekki með nýjum álögum á heimilin. Það krefst útgjaldarýni þar sem hvert ráðuneyti er gert að draga fram hvar hægt er að gera betur án þess að skerða kjarnastarfsemi og þjónustu við fólkið í landinu. Svona vinnubrögð lækka væntingar um verðbólgu, skapa fyrirsjáanleika og styðja við lækkun vaxta. Skilaboðin verða þá skýr: Ríkið ætlar að halda sig innan sinna marka. Ríkisstjórnin getur valið. Hún getur haldið áfram að tala um tiltekt á meðan hún tekur einn sokk upp af gólfi í unglingaherbergi. Eða hún getur tekið til af alvöru, sett skýr mörk, forgangsraðað og dregið úr útgjöldum þar sem hægt er án þess að skaða kjarnastarfsemi. Það er sú leið sem styður við lægri vexti, stöðugleika og tryggir raunverulegan ávinning fyrir fólk um allt land. Forsætisráðherra hefur sagt að hún vonist eftir góðu samtali á þinginu. Það mun ekki standa á stjórnarandstöðunni að eiga slíkt samtal. Stjórnarandstaðan mun styðja öll mál sem koma aga á ríkisreksturinn, hraða lækkun vaxta og eru til hagsbóta fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Höfundur er þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Það er okkur öllum til hagsbóta að ríkisfjármálin séu í góðu horfi. Um það eigum við að vera sammála. Sterk, trúverðug fjárlög vernda kaupmátt, flýta lækkun vaxta og skapa stöðugleika fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Í ímyndarpólitík ráða umbúðir frekar en innihald. Þar skiptir meira máli að stilla málum upp þannig að almenningur trúi því sem hentar, en ekki því sem er satt og rétt. Sú frasapólitík einkennir núverandi ríkisstjórnarflokka. Talað er um stórt plan, sleggju sem slær niður vexti og almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni, þótt ekkert af þessu standist nánari skoðun. Nýjasta tískuorðið er tiltekt, eins og nú sé verið að taka til eftir óráðsíu fyrri ríkisstjórnar í efnahagsmálum. Tölurnar segja annað og staðfesta að hér er enn reynt að blása ryki í augu kjósenda. Tekjur ríkissjóðs hafa verið langt umfram áætlanir á þessu ári, um 80 milljarða króna, en engu að síður er reksturinn enn í halla. Það er eins og öll útgjöld ríkisins til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu á árinu 2024, til að setja 80 milljarða í samhengi. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er jafnframt viðurkennt að aðhaldsstigið á næsta ári sé því sem næst hlutlaust. Orð um aðhald hljóma vel á blaðamannafundum en þau breyta ekki þeirri einföldu staðreynd að ríkisútgjöld halda áfram að vaxa og reikningurinn er sendur á heimilin. Eina tiltektin sem þessi ríkisstjórn stendur í er tiltektin eftir eigin umframeyðslu. Og þrátt fyrir allt tal um tiltekt er enn gert ráð fyrir halla á næsta ári. Að hafna hagræðingu og hækka skatta er pólitískt val. Ríkisstjórnin ber fyrir sig sjálf að hagræðingartillögur hagsýnishópsins hafi numið um 70 milljörðum en eigin hagræðingaráform nemi yfir 100 milljörðum á tímabili fjármálaáætlunar. Ef þetta er allt útfært og raunhæft, hvers vegna er þá ekki gengið hreint til verka núna strax? Hvar er opinber, tímasett aðgerðaáætlun sem klippir þessar krónur út úr rekstrinum og skilur meira eftir í vasa heimilanna, í stað þess að senda heimilunum reikninginn? Það er eðlileg krafa að tillögur sem vísað er til með stolti í ræðustól birtist í fjárlagafrumvarpi sem raunverulegt aðhald, ekki sem hluti af marklausum frösum ríkisstjórnarinnar. Grafið undan trausti Að hækka krónutölugjöld í fullum verðbólgutakti er ekki aðhald. Það er skattahækkun. Hún bítur á launaseðlinum, við bensíndæluna og í matarkörfunni. Hún þrengir svigrúm fyrirtækja og sveitarfélaga sem glíma nú þegar við hærri launakostnað, hærri vexti og ófyrirséð verkefni. Hún grefur undan trausti á opinberum fjármálum vegna þess að fólk sér hvernig sögunni er snúið: Kallað er eftir aðhaldi á sama tíma og útgjöld vaxa og fyrri tekjuauki er nýttur jafnóðum. Aðhald er verkfæri, ekki slagorð. Það felst í forgangsröðun og aga. Það þýðir að hætta að lofa öllu í einu og gera færri hluti betur. Það krefst þess að ný útgjöld séu fjármögnuð með sparnaði annars staðar, ekki með nýjum álögum á heimilin. Það krefst útgjaldarýni þar sem hvert ráðuneyti er gert að draga fram hvar hægt er að gera betur án þess að skerða kjarnastarfsemi og þjónustu við fólkið í landinu. Svona vinnubrögð lækka væntingar um verðbólgu, skapa fyrirsjáanleika og styðja við lækkun vaxta. Skilaboðin verða þá skýr: Ríkið ætlar að halda sig innan sinna marka. Ríkisstjórnin getur valið. Hún getur haldið áfram að tala um tiltekt á meðan hún tekur einn sokk upp af gólfi í unglingaherbergi. Eða hún getur tekið til af alvöru, sett skýr mörk, forgangsraðað og dregið úr útgjöldum þar sem hægt er án þess að skaða kjarnastarfsemi. Það er sú leið sem styður við lægri vexti, stöðugleika og tryggir raunverulegan ávinning fyrir fólk um allt land. Forsætisráðherra hefur sagt að hún vonist eftir góðu samtali á þinginu. Það mun ekki standa á stjórnarandstöðunni að eiga slíkt samtal. Stjórnarandstaðan mun styðja öll mál sem koma aga á ríkisreksturinn, hraða lækkun vaxta og eru til hagsbóta fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Höfundur er þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun