Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar 18. september 2025 14:32 Nýleg könnun bendir til þess að stór hluti landsmanna telji að grunnkerfum samfélagsins sé ógnað vegna óhefts flæðis innflytjenda hingað til lands. Sér í lagi virðast þessar áhyggjur beinast að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Samt sem áður, og þrátt fyrir mikinn fjölda flóttafólks frá Úkraínu eftir innrás Rússa, eru umsækjendur um alþjóðlega vernd aðeins lítið brot þeirra sem hingað hafa flutt á undanförnum árum, búa hér og starfa, greiða skatta og skyldur og taka þannig þátt í að fjármagna þessi sömu grunnkerfi samfélagsins. Margt af þessu fólki starfar jafnframt við að halda þessum grunnkerfum gangandi. Á sama tíma liggur fyrir að mjög reynir á þanþol þessara grunnkerfa. Er orsök þess streymi innflytjenda hingað til lands eða er það annað sem veldur, og þá hvað? Þegar samfélagssáttmálinn rofnar Nú eru rúm fimm ár liðin síðan hafist var handa við að brjóta niður efnahagslíf og samfélag hér og í flestum öðrum löndum heims á grundvelli ofsahræðslu við veirusýkingu. Afleiðingarnar sjáum við nú í veikri stöðu ríkissjóðs, okurvöxtum, versnandi menntun og stórfelldri aukningu á vanlíðan barna og ungmenna. Samfélagssáttmálinn var rofinn, eðlilegt líf fólks var gert að ógn og markvisst var leitast við að útiloka, þagga niður í og jaðarsetja þau sem kusu að láta rök og staðreyndir ráða afstöðu sinni. Það var í þessu ástandi sem félagið Málfrelsi var stofnað. Markmið félagsins þá og ávallt síðan hefur verið að berjast gegn þöggun og vinna að opnum skoðanaskiptum, enda er upplýst og opin umræða grunnforsenda lýðræðis og mannréttinda. Neyðarástand og útilokun Ein helsta ógnin gagnvart lýðræði og mannréttindum er útilokun og jaðarsetning fólks; þegar búinn er til óvinur og leitast við að sameina meginþorra fólks gegn honum. Þessi óvinur getur verið fólk sem lætur staðreyndir ráða þegar ofsahræðsla grípur um sig og ráðist er af offorsi gegn öllum sem efast. Hann getur verið hópur innan samfélagsins, hópur sem er öðruvísi en aðrir, líkt og þegar útrýma átti Gyðingum á sínum tíma í Þýskalandi, múslimum í Bosníu og Tútsum í Rúanda. Þetta geta einnig verið innflytjendur, sér í lagi þeir sem eru á einhvern hátt framandi og auðvelt er að magna upp hræðsluáróður gegn. Opnum umræðuna Þegar óttinn hefur skotið rótum og útilokunin er talin sjálfsögð er neyðarástandið næsta skref. Um leið og neyðarástandi hefur verið lýst yfir falla mannréttindi sjálfkrafa úr gildi, tjáningarfrelsið hverfur, lýðræðið verður marklaust og valdmörk stjórnvalda gilda ekki lengur. Þetta höfum við séð gerast gegnum söguna, aftur og aftur. Á sama tíma liggur fyrir að ekki dugar að horfa framhjá viðhorfum og afstöðu almennings. Tilraunir til þess kunna aldrei góðri lukku að stýra. Upplýst umræða verður því að eiga sér stað. Á fundi Málfrelsis sem haldinn verður í Þjóðminjasafninu kl. 13-15 laugardaginn 20. september spyrjum við einfaldrar spurningar: "Er stjórnleysi á landamærunum að valda neyðarástandi á Íslandi?". Fjórir frummælendur ræða málið frá ólíkum sjónarhornum og að erindum loknum verða pallborðsumræður með fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi. Höfundur er varaformaður Málfrelsis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Sjá meira
Nýleg könnun bendir til þess að stór hluti landsmanna telji að grunnkerfum samfélagsins sé ógnað vegna óhefts flæðis innflytjenda hingað til lands. Sér í lagi virðast þessar áhyggjur beinast að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Samt sem áður, og þrátt fyrir mikinn fjölda flóttafólks frá Úkraínu eftir innrás Rússa, eru umsækjendur um alþjóðlega vernd aðeins lítið brot þeirra sem hingað hafa flutt á undanförnum árum, búa hér og starfa, greiða skatta og skyldur og taka þannig þátt í að fjármagna þessi sömu grunnkerfi samfélagsins. Margt af þessu fólki starfar jafnframt við að halda þessum grunnkerfum gangandi. Á sama tíma liggur fyrir að mjög reynir á þanþol þessara grunnkerfa. Er orsök þess streymi innflytjenda hingað til lands eða er það annað sem veldur, og þá hvað? Þegar samfélagssáttmálinn rofnar Nú eru rúm fimm ár liðin síðan hafist var handa við að brjóta niður efnahagslíf og samfélag hér og í flestum öðrum löndum heims á grundvelli ofsahræðslu við veirusýkingu. Afleiðingarnar sjáum við nú í veikri stöðu ríkissjóðs, okurvöxtum, versnandi menntun og stórfelldri aukningu á vanlíðan barna og ungmenna. Samfélagssáttmálinn var rofinn, eðlilegt líf fólks var gert að ógn og markvisst var leitast við að útiloka, þagga niður í og jaðarsetja þau sem kusu að láta rök og staðreyndir ráða afstöðu sinni. Það var í þessu ástandi sem félagið Málfrelsi var stofnað. Markmið félagsins þá og ávallt síðan hefur verið að berjast gegn þöggun og vinna að opnum skoðanaskiptum, enda er upplýst og opin umræða grunnforsenda lýðræðis og mannréttinda. Neyðarástand og útilokun Ein helsta ógnin gagnvart lýðræði og mannréttindum er útilokun og jaðarsetning fólks; þegar búinn er til óvinur og leitast við að sameina meginþorra fólks gegn honum. Þessi óvinur getur verið fólk sem lætur staðreyndir ráða þegar ofsahræðsla grípur um sig og ráðist er af offorsi gegn öllum sem efast. Hann getur verið hópur innan samfélagsins, hópur sem er öðruvísi en aðrir, líkt og þegar útrýma átti Gyðingum á sínum tíma í Þýskalandi, múslimum í Bosníu og Tútsum í Rúanda. Þetta geta einnig verið innflytjendur, sér í lagi þeir sem eru á einhvern hátt framandi og auðvelt er að magna upp hræðsluáróður gegn. Opnum umræðuna Þegar óttinn hefur skotið rótum og útilokunin er talin sjálfsögð er neyðarástandið næsta skref. Um leið og neyðarástandi hefur verið lýst yfir falla mannréttindi sjálfkrafa úr gildi, tjáningarfrelsið hverfur, lýðræðið verður marklaust og valdmörk stjórnvalda gilda ekki lengur. Þetta höfum við séð gerast gegnum söguna, aftur og aftur. Á sama tíma liggur fyrir að ekki dugar að horfa framhjá viðhorfum og afstöðu almennings. Tilraunir til þess kunna aldrei góðri lukku að stýra. Upplýst umræða verður því að eiga sér stað. Á fundi Málfrelsis sem haldinn verður í Þjóðminjasafninu kl. 13-15 laugardaginn 20. september spyrjum við einfaldrar spurningar: "Er stjórnleysi á landamærunum að valda neyðarástandi á Íslandi?". Fjórir frummælendur ræða málið frá ólíkum sjónarhornum og að erindum loknum verða pallborðsumræður með fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi. Höfundur er varaformaður Málfrelsis.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun