Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar 18. september 2025 14:32 Nýleg könnun bendir til þess að stór hluti landsmanna telji að grunnkerfum samfélagsins sé ógnað vegna óhefts flæðis innflytjenda hingað til lands. Sér í lagi virðast þessar áhyggjur beinast að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Samt sem áður, og þrátt fyrir mikinn fjölda flóttafólks frá Úkraínu eftir innrás Rússa, eru umsækjendur um alþjóðlega vernd aðeins lítið brot þeirra sem hingað hafa flutt á undanförnum árum, búa hér og starfa, greiða skatta og skyldur og taka þannig þátt í að fjármagna þessi sömu grunnkerfi samfélagsins. Margt af þessu fólki starfar jafnframt við að halda þessum grunnkerfum gangandi. Á sama tíma liggur fyrir að mjög reynir á þanþol þessara grunnkerfa. Er orsök þess streymi innflytjenda hingað til lands eða er það annað sem veldur, og þá hvað? Þegar samfélagssáttmálinn rofnar Nú eru rúm fimm ár liðin síðan hafist var handa við að brjóta niður efnahagslíf og samfélag hér og í flestum öðrum löndum heims á grundvelli ofsahræðslu við veirusýkingu. Afleiðingarnar sjáum við nú í veikri stöðu ríkissjóðs, okurvöxtum, versnandi menntun og stórfelldri aukningu á vanlíðan barna og ungmenna. Samfélagssáttmálinn var rofinn, eðlilegt líf fólks var gert að ógn og markvisst var leitast við að útiloka, þagga niður í og jaðarsetja þau sem kusu að láta rök og staðreyndir ráða afstöðu sinni. Það var í þessu ástandi sem félagið Málfrelsi var stofnað. Markmið félagsins þá og ávallt síðan hefur verið að berjast gegn þöggun og vinna að opnum skoðanaskiptum, enda er upplýst og opin umræða grunnforsenda lýðræðis og mannréttinda. Neyðarástand og útilokun Ein helsta ógnin gagnvart lýðræði og mannréttindum er útilokun og jaðarsetning fólks; þegar búinn er til óvinur og leitast við að sameina meginþorra fólks gegn honum. Þessi óvinur getur verið fólk sem lætur staðreyndir ráða þegar ofsahræðsla grípur um sig og ráðist er af offorsi gegn öllum sem efast. Hann getur verið hópur innan samfélagsins, hópur sem er öðruvísi en aðrir, líkt og þegar útrýma átti Gyðingum á sínum tíma í Þýskalandi, múslimum í Bosníu og Tútsum í Rúanda. Þetta geta einnig verið innflytjendur, sér í lagi þeir sem eru á einhvern hátt framandi og auðvelt er að magna upp hræðsluáróður gegn. Opnum umræðuna Þegar óttinn hefur skotið rótum og útilokunin er talin sjálfsögð er neyðarástandið næsta skref. Um leið og neyðarástandi hefur verið lýst yfir falla mannréttindi sjálfkrafa úr gildi, tjáningarfrelsið hverfur, lýðræðið verður marklaust og valdmörk stjórnvalda gilda ekki lengur. Þetta höfum við séð gerast gegnum söguna, aftur og aftur. Á sama tíma liggur fyrir að ekki dugar að horfa framhjá viðhorfum og afstöðu almennings. Tilraunir til þess kunna aldrei góðri lukku að stýra. Upplýst umræða verður því að eiga sér stað. Á fundi Málfrelsis sem haldinn verður í Þjóðminjasafninu kl. 13-15 laugardaginn 20. september spyrjum við einfaldrar spurningar: "Er stjórnleysi á landamærunum að valda neyðarástandi á Íslandi?". Fjórir frummælendur ræða málið frá ólíkum sjónarhornum og að erindum loknum verða pallborðsumræður með fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi. Höfundur er varaformaður Málfrelsis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Nýleg könnun bendir til þess að stór hluti landsmanna telji að grunnkerfum samfélagsins sé ógnað vegna óhefts flæðis innflytjenda hingað til lands. Sér í lagi virðast þessar áhyggjur beinast að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Samt sem áður, og þrátt fyrir mikinn fjölda flóttafólks frá Úkraínu eftir innrás Rússa, eru umsækjendur um alþjóðlega vernd aðeins lítið brot þeirra sem hingað hafa flutt á undanförnum árum, búa hér og starfa, greiða skatta og skyldur og taka þannig þátt í að fjármagna þessi sömu grunnkerfi samfélagsins. Margt af þessu fólki starfar jafnframt við að halda þessum grunnkerfum gangandi. Á sama tíma liggur fyrir að mjög reynir á þanþol þessara grunnkerfa. Er orsök þess streymi innflytjenda hingað til lands eða er það annað sem veldur, og þá hvað? Þegar samfélagssáttmálinn rofnar Nú eru rúm fimm ár liðin síðan hafist var handa við að brjóta niður efnahagslíf og samfélag hér og í flestum öðrum löndum heims á grundvelli ofsahræðslu við veirusýkingu. Afleiðingarnar sjáum við nú í veikri stöðu ríkissjóðs, okurvöxtum, versnandi menntun og stórfelldri aukningu á vanlíðan barna og ungmenna. Samfélagssáttmálinn var rofinn, eðlilegt líf fólks var gert að ógn og markvisst var leitast við að útiloka, þagga niður í og jaðarsetja þau sem kusu að láta rök og staðreyndir ráða afstöðu sinni. Það var í þessu ástandi sem félagið Málfrelsi var stofnað. Markmið félagsins þá og ávallt síðan hefur verið að berjast gegn þöggun og vinna að opnum skoðanaskiptum, enda er upplýst og opin umræða grunnforsenda lýðræðis og mannréttinda. Neyðarástand og útilokun Ein helsta ógnin gagnvart lýðræði og mannréttindum er útilokun og jaðarsetning fólks; þegar búinn er til óvinur og leitast við að sameina meginþorra fólks gegn honum. Þessi óvinur getur verið fólk sem lætur staðreyndir ráða þegar ofsahræðsla grípur um sig og ráðist er af offorsi gegn öllum sem efast. Hann getur verið hópur innan samfélagsins, hópur sem er öðruvísi en aðrir, líkt og þegar útrýma átti Gyðingum á sínum tíma í Þýskalandi, múslimum í Bosníu og Tútsum í Rúanda. Þetta geta einnig verið innflytjendur, sér í lagi þeir sem eru á einhvern hátt framandi og auðvelt er að magna upp hræðsluáróður gegn. Opnum umræðuna Þegar óttinn hefur skotið rótum og útilokunin er talin sjálfsögð er neyðarástandið næsta skref. Um leið og neyðarástandi hefur verið lýst yfir falla mannréttindi sjálfkrafa úr gildi, tjáningarfrelsið hverfur, lýðræðið verður marklaust og valdmörk stjórnvalda gilda ekki lengur. Þetta höfum við séð gerast gegnum söguna, aftur og aftur. Á sama tíma liggur fyrir að ekki dugar að horfa framhjá viðhorfum og afstöðu almennings. Tilraunir til þess kunna aldrei góðri lukku að stýra. Upplýst umræða verður því að eiga sér stað. Á fundi Málfrelsis sem haldinn verður í Þjóðminjasafninu kl. 13-15 laugardaginn 20. september spyrjum við einfaldrar spurningar: "Er stjórnleysi á landamærunum að valda neyðarástandi á Íslandi?". Fjórir frummælendur ræða málið frá ólíkum sjónarhornum og að erindum loknum verða pallborðsumræður með fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi. Höfundur er varaformaður Málfrelsis.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun