Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar 19. september 2025 14:30 Ef ætlunin er að skapa langþráð jafnvægi á húsnæðismarkaði hér á landi þá er fyrsta og mikilvægasta skrefið í þeirri vinnu að greina orsakir vandans og leggja grunn að raunverulegum langtímalausnum. Á síðustu árum hafa stjórnmálin því miður ekki nálgast þetta mikilvæga verkefni með þeim hætti. Þvert á móti hefur nálgun þeirra verið sú að beina spjótunum að pólitískum andstæðingum sínum og reyna stöðugt að telja almenningi trú um að skyndilausnir séu í boði. Þannig hafa stjórnmálin í raun orðið hluti af grunnorsökum þess vanda sem við blasir og stór hópur landsmanna er að kljást við, ekki síst unga fólkið sem er að reyna að stíga sín fyrstu spor á húsnæðismarkaði. Ef nefna ætti einhverja eina meginástæðu þess langvarandi ójafnvægis sem einkennt hefur húsnæðismarkaðinn hér á landi, með tilheyrandi samdræddi í lífskjörum þeirra sem verst standa, þá er það þessi pólitíska ómenning sem hefur í raun staðið í vegi fyrir því að ráðist sé í heildræna nálgun á viðfangsefninu og nauðsynlegar umbætur til að skapa hið langráða jafnvægi á húsnæðismarkaði. Af reynslu síðustu ára og áratuga ættu kjósendur að vera orðnir meðvitaðir um að sá málflutningur er ekki að fara að hjálpa neinum, nema þá kannski helst þeim sem eru boðberar skyndilausnanna og eru fyrst og fremst að reyna að tryggja sjálfum sér sæti við valdaborðið, hvort sem er á Alþingi eða í sveitarstjórnum. Fyrir hinn almenna borgara þá geta fullyrðingar eins og t.d. þær sem iðulega koma upp í aðraganda kosninga og snúa oftast að sveitarfélögunum og meintri mótstöðu þeirra við aukið framboð byggingarlóða eflaust hljómað sem trúverðugar og mögulegur lykill að lausn vandans. Þegar betur er að gáð, og allir sem hafa reynslu af sveitarstjórnarmálum vita mætavel, þá er vandamálið alls ekki skortur á vilja sveitarstjórna til að úthluta lóðum í samræmi við þarfir markaðarins. Almennt eru sveitarfélögin mjög opin fyrir því að stækka og vaxa og þar er auðvitað grundvallarforsendan sú að stækka íbúabyggðina. Öll þau ár sem undirritaður hefur tekið þátt í sveitarstjórnarmálum hér á landi þá hef ég aldrei séð dæmi þess að sveitarfélög eða einstaka stjórnmálaflokkar sem eiga fulltrúa í sveitarstjórnum séu mótfallin jákvæðum vexti og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis innan sinna sveitarfélagamarka. Hvernig einhverjum dettur því í hug að halda því fram að rætur vandans liggi þar er því með öllu óskiljanlegt. Ef við ætlum að ná raunverulegum árangri í þágu almennings í landinu þá verðum við að byrja á því að gera þá kröfu til stjórnmálafólksins að þau setji flokkshagsmunina til hliðar og setja hagsmuni almennings í forgrunn. Við verðum að kalla eftir breyttri nálgun og hætta að reyna að telja hvoru öðru trú um að skyndilausnir séu í boði þegar málefni húsnæðismarkaðarins eru annarsvegar. Nýjasta útspilið í skyndilausnaumræðunni, sem reyndar hefur oft verið dregið upp áður, er að halda því fram að rót vandans liggi í því sem kallað eru vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Vaxtamörk er hugtak sem tekið er uppúr svokölluðu svæðisskipulagi sem samliggjandi sveitarfélög, sem teljast hluti af sama íbúasvæði, móta sameiginlega í þeim tilgangi að tryggja góða og skilvirka uppbyggingu sem þjónar íbúum hins sameiginlega svæðis sem best. Auðvitað eru alltaf skiptar skoðanir meðal þeirra sem sinna því mikilvæga verkefni um hvar og hvenær eigi að leggja áherslu á uppbyggingu íbúðabyggðar, atvinnutengdrar uppbyggingar o.s.fv. En tilgangurinn er þó alltaf sá að reyna að gera hlutina með skilvirkum hætti þannig að upppbygging svæðisins verði ekki tilviljanakennd og þjóðhagslega óhagkvæm. Meginmarkmiðið er því að stuðla því að sameiginlegir hagsmunir fólksins á svæðinu séu sem best tryggðir. Ef vilji er til að byggja upp húsnæðismarkað í almannaþágu þá þarf að skoða hlutina heildrænt, horfast í augu við orsakir vandans og ráðast í nauðsynlegar aðgerðir sem miða að því að tryggja langtímajafnvægi á markaði. Þá dugar t.a.m. ekki að horfa bara á framboðshliðina heldur þarf einnig að greina möguleg áhrif annarra breytinga sem orðið hafa í samfélaginu og hafa mögulega haft umtalsverð áhrif á markaðinn. Hluti af því sem þarf að taka til skoðunar og getur haft veruleg áhrif er til að mynda er hversu hátt hlutfall íbúarhúsnæðis er nýtt í öðrum tilgangi, t.d. sem gistirými fyrir ferðamenn, hvernig þróun á eignarhaldi íbúðarhúsnæðis hefur verið síðustu ár og hversu vel fyrirkomulag tekjustofna sveitarfélaga styður við nauðsynlega innviðuppbyggingu, sem er auðvitað grunnforsenda þess að sveitarfélag geti yfirhöfuð ráðist í úthlutun lóða til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis. Í því sambandi er einnig mikilvægt að ráðast í greiningu á því hvernig tekjum af lóðarsölu hefur verið ráðstafað hjá þeim sveitarfélögum sem hafa lagt á slík gjöld við úthlutun lóða síðustu ár. Vonandi horfum við fram á nýja og breytta tíma, hvar stjórnmálin sameinast um að setja hagsmuni almennings í forgrunn, langtímastefnumótun verður sett í fyrsta sæti og skyndilausnapólitíkin fær varanlegt frí. Þá fyrst getum við vænst þess að sjá alvöru varanlegar breytingar á húsnæðismarkaði, í þágu fólksins í landinu. Höfundur er viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Ef ætlunin er að skapa langþráð jafnvægi á húsnæðismarkaði hér á landi þá er fyrsta og mikilvægasta skrefið í þeirri vinnu að greina orsakir vandans og leggja grunn að raunverulegum langtímalausnum. Á síðustu árum hafa stjórnmálin því miður ekki nálgast þetta mikilvæga verkefni með þeim hætti. Þvert á móti hefur nálgun þeirra verið sú að beina spjótunum að pólitískum andstæðingum sínum og reyna stöðugt að telja almenningi trú um að skyndilausnir séu í boði. Þannig hafa stjórnmálin í raun orðið hluti af grunnorsökum þess vanda sem við blasir og stór hópur landsmanna er að kljást við, ekki síst unga fólkið sem er að reyna að stíga sín fyrstu spor á húsnæðismarkaði. Ef nefna ætti einhverja eina meginástæðu þess langvarandi ójafnvægis sem einkennt hefur húsnæðismarkaðinn hér á landi, með tilheyrandi samdræddi í lífskjörum þeirra sem verst standa, þá er það þessi pólitíska ómenning sem hefur í raun staðið í vegi fyrir því að ráðist sé í heildræna nálgun á viðfangsefninu og nauðsynlegar umbætur til að skapa hið langráða jafnvægi á húsnæðismarkaði. Af reynslu síðustu ára og áratuga ættu kjósendur að vera orðnir meðvitaðir um að sá málflutningur er ekki að fara að hjálpa neinum, nema þá kannski helst þeim sem eru boðberar skyndilausnanna og eru fyrst og fremst að reyna að tryggja sjálfum sér sæti við valdaborðið, hvort sem er á Alþingi eða í sveitarstjórnum. Fyrir hinn almenna borgara þá geta fullyrðingar eins og t.d. þær sem iðulega koma upp í aðraganda kosninga og snúa oftast að sveitarfélögunum og meintri mótstöðu þeirra við aukið framboð byggingarlóða eflaust hljómað sem trúverðugar og mögulegur lykill að lausn vandans. Þegar betur er að gáð, og allir sem hafa reynslu af sveitarstjórnarmálum vita mætavel, þá er vandamálið alls ekki skortur á vilja sveitarstjórna til að úthluta lóðum í samræmi við þarfir markaðarins. Almennt eru sveitarfélögin mjög opin fyrir því að stækka og vaxa og þar er auðvitað grundvallarforsendan sú að stækka íbúabyggðina. Öll þau ár sem undirritaður hefur tekið þátt í sveitarstjórnarmálum hér á landi þá hef ég aldrei séð dæmi þess að sveitarfélög eða einstaka stjórnmálaflokkar sem eiga fulltrúa í sveitarstjórnum séu mótfallin jákvæðum vexti og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis innan sinna sveitarfélagamarka. Hvernig einhverjum dettur því í hug að halda því fram að rætur vandans liggi þar er því með öllu óskiljanlegt. Ef við ætlum að ná raunverulegum árangri í þágu almennings í landinu þá verðum við að byrja á því að gera þá kröfu til stjórnmálafólksins að þau setji flokkshagsmunina til hliðar og setja hagsmuni almennings í forgrunn. Við verðum að kalla eftir breyttri nálgun og hætta að reyna að telja hvoru öðru trú um að skyndilausnir séu í boði þegar málefni húsnæðismarkaðarins eru annarsvegar. Nýjasta útspilið í skyndilausnaumræðunni, sem reyndar hefur oft verið dregið upp áður, er að halda því fram að rót vandans liggi í því sem kallað eru vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Vaxtamörk er hugtak sem tekið er uppúr svokölluðu svæðisskipulagi sem samliggjandi sveitarfélög, sem teljast hluti af sama íbúasvæði, móta sameiginlega í þeim tilgangi að tryggja góða og skilvirka uppbyggingu sem þjónar íbúum hins sameiginlega svæðis sem best. Auðvitað eru alltaf skiptar skoðanir meðal þeirra sem sinna því mikilvæga verkefni um hvar og hvenær eigi að leggja áherslu á uppbyggingu íbúðabyggðar, atvinnutengdrar uppbyggingar o.s.fv. En tilgangurinn er þó alltaf sá að reyna að gera hlutina með skilvirkum hætti þannig að upppbygging svæðisins verði ekki tilviljanakennd og þjóðhagslega óhagkvæm. Meginmarkmiðið er því að stuðla því að sameiginlegir hagsmunir fólksins á svæðinu séu sem best tryggðir. Ef vilji er til að byggja upp húsnæðismarkað í almannaþágu þá þarf að skoða hlutina heildrænt, horfast í augu við orsakir vandans og ráðast í nauðsynlegar aðgerðir sem miða að því að tryggja langtímajafnvægi á markaði. Þá dugar t.a.m. ekki að horfa bara á framboðshliðina heldur þarf einnig að greina möguleg áhrif annarra breytinga sem orðið hafa í samfélaginu og hafa mögulega haft umtalsverð áhrif á markaðinn. Hluti af því sem þarf að taka til skoðunar og getur haft veruleg áhrif er til að mynda er hversu hátt hlutfall íbúarhúsnæðis er nýtt í öðrum tilgangi, t.d. sem gistirými fyrir ferðamenn, hvernig þróun á eignarhaldi íbúðarhúsnæðis hefur verið síðustu ár og hversu vel fyrirkomulag tekjustofna sveitarfélaga styður við nauðsynlega innviðuppbyggingu, sem er auðvitað grunnforsenda þess að sveitarfélag geti yfirhöfuð ráðist í úthlutun lóða til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis. Í því sambandi er einnig mikilvægt að ráðast í greiningu á því hvernig tekjum af lóðarsölu hefur verið ráðstafað hjá þeim sveitarfélögum sem hafa lagt á slík gjöld við úthlutun lóða síðustu ár. Vonandi horfum við fram á nýja og breytta tíma, hvar stjórnmálin sameinast um að setja hagsmuni almennings í forgrunn, langtímastefnumótun verður sett í fyrsta sæti og skyndilausnapólitíkin fær varanlegt frí. Þá fyrst getum við vænst þess að sjá alvöru varanlegar breytingar á húsnæðismarkaði, í þágu fólksins í landinu. Höfundur er viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun