Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 22. september 2025 09:32 Við upplifum öll vanlíðan á lífsleiðinni og margir lenda á þeim stað að upplifa algert vonleysi. Tilfinningin fyrir því að öll sund séu lokuð getur verið yfirþyrmandi. Þá skiptir mestu máli að til séu leiðir til að komast í samband við fólk – að geta náð til einhvers sem getur hlustað, gefið tíma og veitt von. Aðgengi að þjónustu er lykilatriðið: að hægt sé að hringja, fá tíma fljótt og upplifa að maður sé ekki einn í heiminum. Sem betur fer eru slíkir staðir til á Íslandi. Hugtakið lágþröskuldaþjónusta er notað um úrræði sem virka þannig að hægt er að koma hratt og vel til móts við fólk á eigin forsendum, með viðeigandi stuðning og hjálp á réttum tíma. Uppfærð aðgerðaráætlun um fækkun sjálfsvíga sem lögð var fyrir Alþingi í vor setur sem aðgerð að tryggja skuli aðgengi að gagnreyndu lágþröskuldaúrræði án biðtíma, bæði fyrir fullorðið fólk og fyrir börn og ungmenni. Félagasamtök hafa byggt upp fagleg úrræði sem veita slíka þjónustu: Pieta samtökin hafa lagt sérstaka áherslu á að veita fólki í sjálfsvígshættu meðferð og styðja aðstandenda þeirra. Bergið headspace þjónustar ungt fólk á aldrinum 12-25 ára. Þar er ekki skilyrði að vera í hættu heldur lögð áhersla á að öll ungmenni á þessum aldri geti fengið faglegan stuðning án þess að gefa upp ástæðu fyrir komu. 1717 sími rauða krossins er opinn öllum á öllum aldri allan sólarhringinn og veitir samtal og stuðning. Ég vil einnig minnast á Sorgarmiðstöðina sem sameinaði mörg smærri samtök syrgjenda í öfluga miðstöð. Hún veitir ómetanlegan stuðning til syrgjenda, sem er forvörn í sjálfu sér. Sjálfsvíg eru stórt samfélagslegt mein á Íslandi. Á undanförnum 10 árum (2014-2023) hafa 398 manns látist á Íslandi úr sjálfsvígum. Sjálfsvíg eru orsök um þriðjungs andláta fólks á aldrinum 18-29 ára og algengasta dánarorsök fólks á þeim aldri. Samkvæmt sérfræðingum hefur hvert sjálfsvíg bein áhrif á um 135 einstaklinga. Börn, makar, foreldrar, afar og ömmur, frændfólk, vinir og samstarfsfélagar verða fyrir áhrifum slíks missis. Eðli andlátsins gerir alla sorgarúrvinnslu mun flóknari og oft geta afleiðingar orðið mjög miklar fyrir eftirlifendur. Ef við miðum við andlát síðustu 10 ára eru þetta yfir 50 þúsund manns sem sitja eftir. Þetta er mjög dýrt í peningum fyrir samfélag okkar, en ekki síður dýrt fyrir fólkið sem ekki lifði og fær ekki að lifa lífinu sínu, elska, læra og þroskast og gefa til samfélagsins. Mikilvægt er að stjórnvöld átti sig á mikilvægi lágþröskuldaþjónustu á Íslandi og hlutverki þeirra í því að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Ég er algerlega sannfærð um að þessi úrræði hafa bjargað mannslífum á síðustu árum og það er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja með fjárhagslegum stuðningi að þau verði áfram til og geti veitt lífsbjargandi þjónustu okkur öllum til heilla. Við eigum að gera allt í okkar valdi til að koma til móts við fólk á sinni verstu stund. Það er ekki bara hagkvæmt fyrir samfélagið – það er einfaldlega rétt. Höfundur er starfandi varaþingmaður, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bergsins headspace og aðstandandi. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Einnig geta ungmenni fengið aðstoð í Berginu headspace, bergid.is, s. 571-5580. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurþóra Bergsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Við upplifum öll vanlíðan á lífsleiðinni og margir lenda á þeim stað að upplifa algert vonleysi. Tilfinningin fyrir því að öll sund séu lokuð getur verið yfirþyrmandi. Þá skiptir mestu máli að til séu leiðir til að komast í samband við fólk – að geta náð til einhvers sem getur hlustað, gefið tíma og veitt von. Aðgengi að þjónustu er lykilatriðið: að hægt sé að hringja, fá tíma fljótt og upplifa að maður sé ekki einn í heiminum. Sem betur fer eru slíkir staðir til á Íslandi. Hugtakið lágþröskuldaþjónusta er notað um úrræði sem virka þannig að hægt er að koma hratt og vel til móts við fólk á eigin forsendum, með viðeigandi stuðning og hjálp á réttum tíma. Uppfærð aðgerðaráætlun um fækkun sjálfsvíga sem lögð var fyrir Alþingi í vor setur sem aðgerð að tryggja skuli aðgengi að gagnreyndu lágþröskuldaúrræði án biðtíma, bæði fyrir fullorðið fólk og fyrir börn og ungmenni. Félagasamtök hafa byggt upp fagleg úrræði sem veita slíka þjónustu: Pieta samtökin hafa lagt sérstaka áherslu á að veita fólki í sjálfsvígshættu meðferð og styðja aðstandenda þeirra. Bergið headspace þjónustar ungt fólk á aldrinum 12-25 ára. Þar er ekki skilyrði að vera í hættu heldur lögð áhersla á að öll ungmenni á þessum aldri geti fengið faglegan stuðning án þess að gefa upp ástæðu fyrir komu. 1717 sími rauða krossins er opinn öllum á öllum aldri allan sólarhringinn og veitir samtal og stuðning. Ég vil einnig minnast á Sorgarmiðstöðina sem sameinaði mörg smærri samtök syrgjenda í öfluga miðstöð. Hún veitir ómetanlegan stuðning til syrgjenda, sem er forvörn í sjálfu sér. Sjálfsvíg eru stórt samfélagslegt mein á Íslandi. Á undanförnum 10 árum (2014-2023) hafa 398 manns látist á Íslandi úr sjálfsvígum. Sjálfsvíg eru orsök um þriðjungs andláta fólks á aldrinum 18-29 ára og algengasta dánarorsök fólks á þeim aldri. Samkvæmt sérfræðingum hefur hvert sjálfsvíg bein áhrif á um 135 einstaklinga. Börn, makar, foreldrar, afar og ömmur, frændfólk, vinir og samstarfsfélagar verða fyrir áhrifum slíks missis. Eðli andlátsins gerir alla sorgarúrvinnslu mun flóknari og oft geta afleiðingar orðið mjög miklar fyrir eftirlifendur. Ef við miðum við andlát síðustu 10 ára eru þetta yfir 50 þúsund manns sem sitja eftir. Þetta er mjög dýrt í peningum fyrir samfélag okkar, en ekki síður dýrt fyrir fólkið sem ekki lifði og fær ekki að lifa lífinu sínu, elska, læra og þroskast og gefa til samfélagsins. Mikilvægt er að stjórnvöld átti sig á mikilvægi lágþröskuldaþjónustu á Íslandi og hlutverki þeirra í því að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Ég er algerlega sannfærð um að þessi úrræði hafa bjargað mannslífum á síðustu árum og það er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja með fjárhagslegum stuðningi að þau verði áfram til og geti veitt lífsbjargandi þjónustu okkur öllum til heilla. Við eigum að gera allt í okkar valdi til að koma til móts við fólk á sinni verstu stund. Það er ekki bara hagkvæmt fyrir samfélagið – það er einfaldlega rétt. Höfundur er starfandi varaþingmaður, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bergsins headspace og aðstandandi. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Einnig geta ungmenni fengið aðstoð í Berginu headspace, bergid.is, s. 571-5580. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun