Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar 22. september 2025 11:02 Við munum öll þann tíma í lífi okkar þegar ekkert var mikilvægara en að vera eins og allir hinir. Fyrir eina kynslóð var t.d. þráin eftir að eignast Millet-úlpu og uppháa Adidas körfuboltaskó djúp og innileg. Án þess fatnaðar myndi enginn verða hrifinn af okkur og jafnvel hætta á að verða fyrir stríðni jafnaldra. Á næsta skeiði lífsins snérist þetta við hjá okkur. Við hófum leitina að okkur sjálfum og ekkert var verra en að vera alveg eins og hinir. Síðan komst á jafnvægi og lífið tók við. Lífið leiðir fólk mismunandi vegu og margt gerist á ferðinni sem við áttum ekki von á í upphafi. Við veljum okkur ólíka menntun og störf. Við höfum mismunandi áhugamál og sjáum mis mikið af heiminum. Okkur er útdeilt misstórum skömmtum af gleði og sorg. Við veljum okkur ólík búsetuform, bæði hvað varðar staðsetningu og gerð. Kannski verðum við heppin og náum háum aldri. Á efri árum erum við einmitt hvað ólíkust hvort öðru - þó að við séum í grunninn eins. Óskir okkar og þarfir eru misjafnar, í takt við það sem við höfum vanið okkur á í lífinu. Sum okkar munu á einhverjum tímapunkti þurfa á þjónustu að halda við daglegar athafnir og vilja flytja í húsnæði sem svarar þeim þörfum. En það er sjálfsögð og eðlileg krafa að við höfum sjálf eitthvað um það að segja hvar og hvernig við búum á efri árum. Eitt stærsta og mikilvægasta mál heilbrigðiskerfisins núna er uppbygging á húsum og þjónustu fyrir aldraða. Þegar þessi orð eru skrifuð eru um 500 eldri borgarar að bíða eftir búsetuúrræði, en til að mæta þörfinni næstu árin þarf að útvega um 100 ný hjúkrunarrými á ári. Og það eru ekki bara hjúkrunarrými sem vantar, heldur einnig pláss í dagdvölum, aukið framboð á heimaþjónustu og einnig heilsueflandi þjónustu sem gerir öldruðum kleift að halda sjálfstæðri búsetu sem lengst. Sjómannadagsráð, Hrafnista og DAS íbúðir hafa undanfarin tvö ár unnið að uppbyggingaráætlun félaganna til næstu 15 ára. Fjölmargar vinnustofur með starfsfólki, stjórnendum, íbúum og hinum ýmsu hagaðilum leggja grunninn að þessari áætlun þar sem rauði þráðurinn er að búa til samfélög fólks sem gera ráð fyrir því að við erum mismunandi einstaklingar. Hægt er að kynna sér uppbyggingaráætlunina og koma með athugasemdir á vefslóðinni uppbygging.sjomannadagsrad.is. Ég held áfram að vera ég þó ég eldist. Við höldum áfram að sinna áhugamálum og lifa lífinu á okkar hátt. Einhverjir halda áfram að ganga á fjöll og ferðast til fjarlægra landa á meðan aðrir spila á hljóðfæri, mála og dansa. Þau sem geta haft áhrif á stefnur í uppbyggingu fyrir aldraða ættu að gefa þessu gaum. Muna eftir því að hlusta á fólkið sem þarf á þjónustunni að halda og skapa þannig raunveruleg lífsgæði. Sjómannadagsráð mun leggja sitt af mörkum til að taka þátt í þessari uppbyggingu. Rétturinn til að velja og hafa áhrif á það hvar og hvernig ég vil búa eiga að vera sjálfsögð mannréttindi sem standa öllum til boða. Höfundur er framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Húsnæðismál Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Sjá meira
Við munum öll þann tíma í lífi okkar þegar ekkert var mikilvægara en að vera eins og allir hinir. Fyrir eina kynslóð var t.d. þráin eftir að eignast Millet-úlpu og uppháa Adidas körfuboltaskó djúp og innileg. Án þess fatnaðar myndi enginn verða hrifinn af okkur og jafnvel hætta á að verða fyrir stríðni jafnaldra. Á næsta skeiði lífsins snérist þetta við hjá okkur. Við hófum leitina að okkur sjálfum og ekkert var verra en að vera alveg eins og hinir. Síðan komst á jafnvægi og lífið tók við. Lífið leiðir fólk mismunandi vegu og margt gerist á ferðinni sem við áttum ekki von á í upphafi. Við veljum okkur ólíka menntun og störf. Við höfum mismunandi áhugamál og sjáum mis mikið af heiminum. Okkur er útdeilt misstórum skömmtum af gleði og sorg. Við veljum okkur ólík búsetuform, bæði hvað varðar staðsetningu og gerð. Kannski verðum við heppin og náum háum aldri. Á efri árum erum við einmitt hvað ólíkust hvort öðru - þó að við séum í grunninn eins. Óskir okkar og þarfir eru misjafnar, í takt við það sem við höfum vanið okkur á í lífinu. Sum okkar munu á einhverjum tímapunkti þurfa á þjónustu að halda við daglegar athafnir og vilja flytja í húsnæði sem svarar þeim þörfum. En það er sjálfsögð og eðlileg krafa að við höfum sjálf eitthvað um það að segja hvar og hvernig við búum á efri árum. Eitt stærsta og mikilvægasta mál heilbrigðiskerfisins núna er uppbygging á húsum og þjónustu fyrir aldraða. Þegar þessi orð eru skrifuð eru um 500 eldri borgarar að bíða eftir búsetuúrræði, en til að mæta þörfinni næstu árin þarf að útvega um 100 ný hjúkrunarrými á ári. Og það eru ekki bara hjúkrunarrými sem vantar, heldur einnig pláss í dagdvölum, aukið framboð á heimaþjónustu og einnig heilsueflandi þjónustu sem gerir öldruðum kleift að halda sjálfstæðri búsetu sem lengst. Sjómannadagsráð, Hrafnista og DAS íbúðir hafa undanfarin tvö ár unnið að uppbyggingaráætlun félaganna til næstu 15 ára. Fjölmargar vinnustofur með starfsfólki, stjórnendum, íbúum og hinum ýmsu hagaðilum leggja grunninn að þessari áætlun þar sem rauði þráðurinn er að búa til samfélög fólks sem gera ráð fyrir því að við erum mismunandi einstaklingar. Hægt er að kynna sér uppbyggingaráætlunina og koma með athugasemdir á vefslóðinni uppbygging.sjomannadagsrad.is. Ég held áfram að vera ég þó ég eldist. Við höldum áfram að sinna áhugamálum og lifa lífinu á okkar hátt. Einhverjir halda áfram að ganga á fjöll og ferðast til fjarlægra landa á meðan aðrir spila á hljóðfæri, mála og dansa. Þau sem geta haft áhrif á stefnur í uppbyggingu fyrir aldraða ættu að gefa þessu gaum. Muna eftir því að hlusta á fólkið sem þarf á þjónustunni að halda og skapa þannig raunveruleg lífsgæði. Sjómannadagsráð mun leggja sitt af mörkum til að taka þátt í þessari uppbyggingu. Rétturinn til að velja og hafa áhrif á það hvar og hvernig ég vil búa eiga að vera sjálfsögð mannréttindi sem standa öllum til boða. Höfundur er framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun