Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar 22. september 2025 11:02 Við munum öll þann tíma í lífi okkar þegar ekkert var mikilvægara en að vera eins og allir hinir. Fyrir eina kynslóð var t.d. þráin eftir að eignast Millet-úlpu og uppháa Adidas körfuboltaskó djúp og innileg. Án þess fatnaðar myndi enginn verða hrifinn af okkur og jafnvel hætta á að verða fyrir stríðni jafnaldra. Á næsta skeiði lífsins snérist þetta við hjá okkur. Við hófum leitina að okkur sjálfum og ekkert var verra en að vera alveg eins og hinir. Síðan komst á jafnvægi og lífið tók við. Lífið leiðir fólk mismunandi vegu og margt gerist á ferðinni sem við áttum ekki von á í upphafi. Við veljum okkur ólíka menntun og störf. Við höfum mismunandi áhugamál og sjáum mis mikið af heiminum. Okkur er útdeilt misstórum skömmtum af gleði og sorg. Við veljum okkur ólík búsetuform, bæði hvað varðar staðsetningu og gerð. Kannski verðum við heppin og náum háum aldri. Á efri árum erum við einmitt hvað ólíkust hvort öðru - þó að við séum í grunninn eins. Óskir okkar og þarfir eru misjafnar, í takt við það sem við höfum vanið okkur á í lífinu. Sum okkar munu á einhverjum tímapunkti þurfa á þjónustu að halda við daglegar athafnir og vilja flytja í húsnæði sem svarar þeim þörfum. En það er sjálfsögð og eðlileg krafa að við höfum sjálf eitthvað um það að segja hvar og hvernig við búum á efri árum. Eitt stærsta og mikilvægasta mál heilbrigðiskerfisins núna er uppbygging á húsum og þjónustu fyrir aldraða. Þegar þessi orð eru skrifuð eru um 500 eldri borgarar að bíða eftir búsetuúrræði, en til að mæta þörfinni næstu árin þarf að útvega um 100 ný hjúkrunarrými á ári. Og það eru ekki bara hjúkrunarrými sem vantar, heldur einnig pláss í dagdvölum, aukið framboð á heimaþjónustu og einnig heilsueflandi þjónustu sem gerir öldruðum kleift að halda sjálfstæðri búsetu sem lengst. Sjómannadagsráð, Hrafnista og DAS íbúðir hafa undanfarin tvö ár unnið að uppbyggingaráætlun félaganna til næstu 15 ára. Fjölmargar vinnustofur með starfsfólki, stjórnendum, íbúum og hinum ýmsu hagaðilum leggja grunninn að þessari áætlun þar sem rauði þráðurinn er að búa til samfélög fólks sem gera ráð fyrir því að við erum mismunandi einstaklingar. Hægt er að kynna sér uppbyggingaráætlunina og koma með athugasemdir á vefslóðinni uppbygging.sjomannadagsrad.is. Ég held áfram að vera ég þó ég eldist. Við höldum áfram að sinna áhugamálum og lifa lífinu á okkar hátt. Einhverjir halda áfram að ganga á fjöll og ferðast til fjarlægra landa á meðan aðrir spila á hljóðfæri, mála og dansa. Þau sem geta haft áhrif á stefnur í uppbyggingu fyrir aldraða ættu að gefa þessu gaum. Muna eftir því að hlusta á fólkið sem þarf á þjónustunni að halda og skapa þannig raunveruleg lífsgæði. Sjómannadagsráð mun leggja sitt af mörkum til að taka þátt í þessari uppbyggingu. Rétturinn til að velja og hafa áhrif á það hvar og hvernig ég vil búa eiga að vera sjálfsögð mannréttindi sem standa öllum til boða. Höfundur er framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Húsnæðismál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Við munum öll þann tíma í lífi okkar þegar ekkert var mikilvægara en að vera eins og allir hinir. Fyrir eina kynslóð var t.d. þráin eftir að eignast Millet-úlpu og uppháa Adidas körfuboltaskó djúp og innileg. Án þess fatnaðar myndi enginn verða hrifinn af okkur og jafnvel hætta á að verða fyrir stríðni jafnaldra. Á næsta skeiði lífsins snérist þetta við hjá okkur. Við hófum leitina að okkur sjálfum og ekkert var verra en að vera alveg eins og hinir. Síðan komst á jafnvægi og lífið tók við. Lífið leiðir fólk mismunandi vegu og margt gerist á ferðinni sem við áttum ekki von á í upphafi. Við veljum okkur ólíka menntun og störf. Við höfum mismunandi áhugamál og sjáum mis mikið af heiminum. Okkur er útdeilt misstórum skömmtum af gleði og sorg. Við veljum okkur ólík búsetuform, bæði hvað varðar staðsetningu og gerð. Kannski verðum við heppin og náum háum aldri. Á efri árum erum við einmitt hvað ólíkust hvort öðru - þó að við séum í grunninn eins. Óskir okkar og þarfir eru misjafnar, í takt við það sem við höfum vanið okkur á í lífinu. Sum okkar munu á einhverjum tímapunkti þurfa á þjónustu að halda við daglegar athafnir og vilja flytja í húsnæði sem svarar þeim þörfum. En það er sjálfsögð og eðlileg krafa að við höfum sjálf eitthvað um það að segja hvar og hvernig við búum á efri árum. Eitt stærsta og mikilvægasta mál heilbrigðiskerfisins núna er uppbygging á húsum og þjónustu fyrir aldraða. Þegar þessi orð eru skrifuð eru um 500 eldri borgarar að bíða eftir búsetuúrræði, en til að mæta þörfinni næstu árin þarf að útvega um 100 ný hjúkrunarrými á ári. Og það eru ekki bara hjúkrunarrými sem vantar, heldur einnig pláss í dagdvölum, aukið framboð á heimaþjónustu og einnig heilsueflandi þjónustu sem gerir öldruðum kleift að halda sjálfstæðri búsetu sem lengst. Sjómannadagsráð, Hrafnista og DAS íbúðir hafa undanfarin tvö ár unnið að uppbyggingaráætlun félaganna til næstu 15 ára. Fjölmargar vinnustofur með starfsfólki, stjórnendum, íbúum og hinum ýmsu hagaðilum leggja grunninn að þessari áætlun þar sem rauði þráðurinn er að búa til samfélög fólks sem gera ráð fyrir því að við erum mismunandi einstaklingar. Hægt er að kynna sér uppbyggingaráætlunina og koma með athugasemdir á vefslóðinni uppbygging.sjomannadagsrad.is. Ég held áfram að vera ég þó ég eldist. Við höldum áfram að sinna áhugamálum og lifa lífinu á okkar hátt. Einhverjir halda áfram að ganga á fjöll og ferðast til fjarlægra landa á meðan aðrir spila á hljóðfæri, mála og dansa. Þau sem geta haft áhrif á stefnur í uppbyggingu fyrir aldraða ættu að gefa þessu gaum. Muna eftir því að hlusta á fólkið sem þarf á þjónustunni að halda og skapa þannig raunveruleg lífsgæði. Sjómannadagsráð mun leggja sitt af mörkum til að taka þátt í þessari uppbyggingu. Rétturinn til að velja og hafa áhrif á það hvar og hvernig ég vil búa eiga að vera sjálfsögð mannréttindi sem standa öllum til boða. Höfundur er framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun