Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar 22. september 2025 11:31 Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra og Atvinnuvegaráðherra kynntu nýverið áform um að leggja niður heilbrigðiseftirlit á Íslandi en líkt og Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa hefur bent á myndi það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hagsmuni almennings. Áformin fela í sér að flytja sum verkefni heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga til stofnana ríkisins á meðan önnur falli milli skips og bryggju. Má þar nefna verkefni á borð við vatnsvernd, tóbaksvarnir og aðstoð við íbúa sem leita til heilbrigðiseftirlitsins vegna heilsuspillandi aðstæðna í nærumhverfi sínu. Að henda barninu út með baðvatninu Þessi atlaga ráðherranna að samfélagsinnviðum er gerð undir því yfirskyni að einfalda regluverk, m.a. til að bregðast við ósanngirni sem veitingamenn hafa orðið fyrir í tengslum við leyfisveitingar. Veitingamenn hafa t.a.m. þurft að bíða of lengi eftir leyfisveitingum en við nánari skoðun má rekja það til lagabreytingar sem Umhverfisráðuneytið stóð fyrir árið 2017 og heilbrigðiseftirlitið andmælti einmitt vegna hættu á óþarfa flækjustigi. Gamla einfalda kerfið Áður en umrædd breyting tók gildi var leyfisveitingaferli heilbrigðiseftirlitsins nokkuð einfalt. Rekstraraðili sótti um starfsleyfi og fékk svo leyfi þegar búið var að sýna fram á að öll skilyrði væru uppfyllt. Ekki þurfti að auglýsa starfsleyfi heilbrigðiseftirlitsins og allir rekstraraðilar fylltu út sama umsóknareyðublaðið, óháð því hvernig atvinnustarfsemi væri um að ræða. Kerfisumbætur á traustum grunni Líkt og þetta dæmi sýnir þá er vel hægt að bæta heilbrigðiseftirlitið án þess að grípa til öfgakenndra „lausna“ á borð við að leggja það niður. Það sama má segja um aðrar áskoranir í tengslum við heilbrigðiseftirlit, eins og t.d. samræmingu vettvangseftirlits, sem eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að leysa nema í samtali við þá sem sinna sjálfu eftirlitinu, þ.e. heilbrigðisfulltrúa. Samtalið skiptir sköpum Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa hefur því óskað eftir fundi með Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, til að ræða sjónarmið sín og hlutverk fagfélagsins í umbótum á eftirlitskerfinu. Félagið er meðvitað um ýmis tækifæri til úrbóta, t.d. svo Ísland geti uppfyllt kröfur Evrópusambandsins í tengslum við matvælaeftirlit, og telur því nauðsynlegt að ráðuneytin, ríkisstofnanir og heilbrigðiseftirlitið taki höndum saman við að útfæra enn betra eftirlitskerfi í þágu heilnæms umhverfisins fyrir alla landsmenn. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra og Atvinnuvegaráðherra kynntu nýverið áform um að leggja niður heilbrigðiseftirlit á Íslandi en líkt og Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa hefur bent á myndi það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hagsmuni almennings. Áformin fela í sér að flytja sum verkefni heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga til stofnana ríkisins á meðan önnur falli milli skips og bryggju. Má þar nefna verkefni á borð við vatnsvernd, tóbaksvarnir og aðstoð við íbúa sem leita til heilbrigðiseftirlitsins vegna heilsuspillandi aðstæðna í nærumhverfi sínu. Að henda barninu út með baðvatninu Þessi atlaga ráðherranna að samfélagsinnviðum er gerð undir því yfirskyni að einfalda regluverk, m.a. til að bregðast við ósanngirni sem veitingamenn hafa orðið fyrir í tengslum við leyfisveitingar. Veitingamenn hafa t.a.m. þurft að bíða of lengi eftir leyfisveitingum en við nánari skoðun má rekja það til lagabreytingar sem Umhverfisráðuneytið stóð fyrir árið 2017 og heilbrigðiseftirlitið andmælti einmitt vegna hættu á óþarfa flækjustigi. Gamla einfalda kerfið Áður en umrædd breyting tók gildi var leyfisveitingaferli heilbrigðiseftirlitsins nokkuð einfalt. Rekstraraðili sótti um starfsleyfi og fékk svo leyfi þegar búið var að sýna fram á að öll skilyrði væru uppfyllt. Ekki þurfti að auglýsa starfsleyfi heilbrigðiseftirlitsins og allir rekstraraðilar fylltu út sama umsóknareyðublaðið, óháð því hvernig atvinnustarfsemi væri um að ræða. Kerfisumbætur á traustum grunni Líkt og þetta dæmi sýnir þá er vel hægt að bæta heilbrigðiseftirlitið án þess að grípa til öfgakenndra „lausna“ á borð við að leggja það niður. Það sama má segja um aðrar áskoranir í tengslum við heilbrigðiseftirlit, eins og t.d. samræmingu vettvangseftirlits, sem eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að leysa nema í samtali við þá sem sinna sjálfu eftirlitinu, þ.e. heilbrigðisfulltrúa. Samtalið skiptir sköpum Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa hefur því óskað eftir fundi með Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, til að ræða sjónarmið sín og hlutverk fagfélagsins í umbótum á eftirlitskerfinu. Félagið er meðvitað um ýmis tækifæri til úrbóta, t.d. svo Ísland geti uppfyllt kröfur Evrópusambandsins í tengslum við matvælaeftirlit, og telur því nauðsynlegt að ráðuneytin, ríkisstofnanir og heilbrigðiseftirlitið taki höndum saman við að útfæra enn betra eftirlitskerfi í þágu heilnæms umhverfisins fyrir alla landsmenn. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun