Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar 22. september 2025 11:31 Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra og Atvinnuvegaráðherra kynntu nýverið áform um að leggja niður heilbrigðiseftirlit á Íslandi en líkt og Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa hefur bent á myndi það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hagsmuni almennings. Áformin fela í sér að flytja sum verkefni heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga til stofnana ríkisins á meðan önnur falli milli skips og bryggju. Má þar nefna verkefni á borð við vatnsvernd, tóbaksvarnir og aðstoð við íbúa sem leita til heilbrigðiseftirlitsins vegna heilsuspillandi aðstæðna í nærumhverfi sínu. Að henda barninu út með baðvatninu Þessi atlaga ráðherranna að samfélagsinnviðum er gerð undir því yfirskyni að einfalda regluverk, m.a. til að bregðast við ósanngirni sem veitingamenn hafa orðið fyrir í tengslum við leyfisveitingar. Veitingamenn hafa t.a.m. þurft að bíða of lengi eftir leyfisveitingum en við nánari skoðun má rekja það til lagabreytingar sem Umhverfisráðuneytið stóð fyrir árið 2017 og heilbrigðiseftirlitið andmælti einmitt vegna hættu á óþarfa flækjustigi. Gamla einfalda kerfið Áður en umrædd breyting tók gildi var leyfisveitingaferli heilbrigðiseftirlitsins nokkuð einfalt. Rekstraraðili sótti um starfsleyfi og fékk svo leyfi þegar búið var að sýna fram á að öll skilyrði væru uppfyllt. Ekki þurfti að auglýsa starfsleyfi heilbrigðiseftirlitsins og allir rekstraraðilar fylltu út sama umsóknareyðublaðið, óháð því hvernig atvinnustarfsemi væri um að ræða. Kerfisumbætur á traustum grunni Líkt og þetta dæmi sýnir þá er vel hægt að bæta heilbrigðiseftirlitið án þess að grípa til öfgakenndra „lausna“ á borð við að leggja það niður. Það sama má segja um aðrar áskoranir í tengslum við heilbrigðiseftirlit, eins og t.d. samræmingu vettvangseftirlits, sem eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að leysa nema í samtali við þá sem sinna sjálfu eftirlitinu, þ.e. heilbrigðisfulltrúa. Samtalið skiptir sköpum Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa hefur því óskað eftir fundi með Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, til að ræða sjónarmið sín og hlutverk fagfélagsins í umbótum á eftirlitskerfinu. Félagið er meðvitað um ýmis tækifæri til úrbóta, t.d. svo Ísland geti uppfyllt kröfur Evrópusambandsins í tengslum við matvælaeftirlit, og telur því nauðsynlegt að ráðuneytin, ríkisstofnanir og heilbrigðiseftirlitið taki höndum saman við að útfæra enn betra eftirlitskerfi í þágu heilnæms umhverfisins fyrir alla landsmenn. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra og Atvinnuvegaráðherra kynntu nýverið áform um að leggja niður heilbrigðiseftirlit á Íslandi en líkt og Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa hefur bent á myndi það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hagsmuni almennings. Áformin fela í sér að flytja sum verkefni heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga til stofnana ríkisins á meðan önnur falli milli skips og bryggju. Má þar nefna verkefni á borð við vatnsvernd, tóbaksvarnir og aðstoð við íbúa sem leita til heilbrigðiseftirlitsins vegna heilsuspillandi aðstæðna í nærumhverfi sínu. Að henda barninu út með baðvatninu Þessi atlaga ráðherranna að samfélagsinnviðum er gerð undir því yfirskyni að einfalda regluverk, m.a. til að bregðast við ósanngirni sem veitingamenn hafa orðið fyrir í tengslum við leyfisveitingar. Veitingamenn hafa t.a.m. þurft að bíða of lengi eftir leyfisveitingum en við nánari skoðun má rekja það til lagabreytingar sem Umhverfisráðuneytið stóð fyrir árið 2017 og heilbrigðiseftirlitið andmælti einmitt vegna hættu á óþarfa flækjustigi. Gamla einfalda kerfið Áður en umrædd breyting tók gildi var leyfisveitingaferli heilbrigðiseftirlitsins nokkuð einfalt. Rekstraraðili sótti um starfsleyfi og fékk svo leyfi þegar búið var að sýna fram á að öll skilyrði væru uppfyllt. Ekki þurfti að auglýsa starfsleyfi heilbrigðiseftirlitsins og allir rekstraraðilar fylltu út sama umsóknareyðublaðið, óháð því hvernig atvinnustarfsemi væri um að ræða. Kerfisumbætur á traustum grunni Líkt og þetta dæmi sýnir þá er vel hægt að bæta heilbrigðiseftirlitið án þess að grípa til öfgakenndra „lausna“ á borð við að leggja það niður. Það sama má segja um aðrar áskoranir í tengslum við heilbrigðiseftirlit, eins og t.d. samræmingu vettvangseftirlits, sem eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að leysa nema í samtali við þá sem sinna sjálfu eftirlitinu, þ.e. heilbrigðisfulltrúa. Samtalið skiptir sköpum Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa hefur því óskað eftir fundi með Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, til að ræða sjónarmið sín og hlutverk fagfélagsins í umbótum á eftirlitskerfinu. Félagið er meðvitað um ýmis tækifæri til úrbóta, t.d. svo Ísland geti uppfyllt kröfur Evrópusambandsins í tengslum við matvælaeftirlit, og telur því nauðsynlegt að ráðuneytin, ríkisstofnanir og heilbrigðiseftirlitið taki höndum saman við að útfæra enn betra eftirlitskerfi í þágu heilnæms umhverfisins fyrir alla landsmenn. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar