Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar 22. september 2025 11:31 Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra og Atvinnuvegaráðherra kynntu nýverið áform um að leggja niður heilbrigðiseftirlit á Íslandi en líkt og Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa hefur bent á myndi það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hagsmuni almennings. Áformin fela í sér að flytja sum verkefni heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga til stofnana ríkisins á meðan önnur falli milli skips og bryggju. Má þar nefna verkefni á borð við vatnsvernd, tóbaksvarnir og aðstoð við íbúa sem leita til heilbrigðiseftirlitsins vegna heilsuspillandi aðstæðna í nærumhverfi sínu. Að henda barninu út með baðvatninu Þessi atlaga ráðherranna að samfélagsinnviðum er gerð undir því yfirskyni að einfalda regluverk, m.a. til að bregðast við ósanngirni sem veitingamenn hafa orðið fyrir í tengslum við leyfisveitingar. Veitingamenn hafa t.a.m. þurft að bíða of lengi eftir leyfisveitingum en við nánari skoðun má rekja það til lagabreytingar sem Umhverfisráðuneytið stóð fyrir árið 2017 og heilbrigðiseftirlitið andmælti einmitt vegna hættu á óþarfa flækjustigi. Gamla einfalda kerfið Áður en umrædd breyting tók gildi var leyfisveitingaferli heilbrigðiseftirlitsins nokkuð einfalt. Rekstraraðili sótti um starfsleyfi og fékk svo leyfi þegar búið var að sýna fram á að öll skilyrði væru uppfyllt. Ekki þurfti að auglýsa starfsleyfi heilbrigðiseftirlitsins og allir rekstraraðilar fylltu út sama umsóknareyðublaðið, óháð því hvernig atvinnustarfsemi væri um að ræða. Kerfisumbætur á traustum grunni Líkt og þetta dæmi sýnir þá er vel hægt að bæta heilbrigðiseftirlitið án þess að grípa til öfgakenndra „lausna“ á borð við að leggja það niður. Það sama má segja um aðrar áskoranir í tengslum við heilbrigðiseftirlit, eins og t.d. samræmingu vettvangseftirlits, sem eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að leysa nema í samtali við þá sem sinna sjálfu eftirlitinu, þ.e. heilbrigðisfulltrúa. Samtalið skiptir sköpum Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa hefur því óskað eftir fundi með Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, til að ræða sjónarmið sín og hlutverk fagfélagsins í umbótum á eftirlitskerfinu. Félagið er meðvitað um ýmis tækifæri til úrbóta, t.d. svo Ísland geti uppfyllt kröfur Evrópusambandsins í tengslum við matvælaeftirlit, og telur því nauðsynlegt að ráðuneytin, ríkisstofnanir og heilbrigðiseftirlitið taki höndum saman við að útfæra enn betra eftirlitskerfi í þágu heilnæms umhverfisins fyrir alla landsmenn. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra og Atvinnuvegaráðherra kynntu nýverið áform um að leggja niður heilbrigðiseftirlit á Íslandi en líkt og Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa hefur bent á myndi það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hagsmuni almennings. Áformin fela í sér að flytja sum verkefni heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga til stofnana ríkisins á meðan önnur falli milli skips og bryggju. Má þar nefna verkefni á borð við vatnsvernd, tóbaksvarnir og aðstoð við íbúa sem leita til heilbrigðiseftirlitsins vegna heilsuspillandi aðstæðna í nærumhverfi sínu. Að henda barninu út með baðvatninu Þessi atlaga ráðherranna að samfélagsinnviðum er gerð undir því yfirskyni að einfalda regluverk, m.a. til að bregðast við ósanngirni sem veitingamenn hafa orðið fyrir í tengslum við leyfisveitingar. Veitingamenn hafa t.a.m. þurft að bíða of lengi eftir leyfisveitingum en við nánari skoðun má rekja það til lagabreytingar sem Umhverfisráðuneytið stóð fyrir árið 2017 og heilbrigðiseftirlitið andmælti einmitt vegna hættu á óþarfa flækjustigi. Gamla einfalda kerfið Áður en umrædd breyting tók gildi var leyfisveitingaferli heilbrigðiseftirlitsins nokkuð einfalt. Rekstraraðili sótti um starfsleyfi og fékk svo leyfi þegar búið var að sýna fram á að öll skilyrði væru uppfyllt. Ekki þurfti að auglýsa starfsleyfi heilbrigðiseftirlitsins og allir rekstraraðilar fylltu út sama umsóknareyðublaðið, óháð því hvernig atvinnustarfsemi væri um að ræða. Kerfisumbætur á traustum grunni Líkt og þetta dæmi sýnir þá er vel hægt að bæta heilbrigðiseftirlitið án þess að grípa til öfgakenndra „lausna“ á borð við að leggja það niður. Það sama má segja um aðrar áskoranir í tengslum við heilbrigðiseftirlit, eins og t.d. samræmingu vettvangseftirlits, sem eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að leysa nema í samtali við þá sem sinna sjálfu eftirlitinu, þ.e. heilbrigðisfulltrúa. Samtalið skiptir sköpum Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa hefur því óskað eftir fundi með Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, til að ræða sjónarmið sín og hlutverk fagfélagsins í umbótum á eftirlitskerfinu. Félagið er meðvitað um ýmis tækifæri til úrbóta, t.d. svo Ísland geti uppfyllt kröfur Evrópusambandsins í tengslum við matvælaeftirlit, og telur því nauðsynlegt að ráðuneytin, ríkisstofnanir og heilbrigðiseftirlitið taki höndum saman við að útfæra enn betra eftirlitskerfi í þágu heilnæms umhverfisins fyrir alla landsmenn. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar