Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2025 08:36 Ísrael er með í undankeppni HM, í riðli með Erling Haaland og félögum í norska landsliðinu. Heimaleikur Ísraela við Noreg fór þó fram í Ungverjalandi. Getty/Sebastian Frej Forkólfar ísraelska knattspyrnusambandsins eru sagðir vinna að því hörðum höndum að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu framkvæmdastjórnar UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á morgun um að banna ísraelsk fótboltalið frá keppnum á vegum UEFA. Rússnesk fótboltalið hafa verið í banni frá alþjóðlegri keppni síðan 28. febrúar 2022, vegna innrásar Rússa í Úkraínu og stríðsins sem enn geisar þar. Hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna á Gaza, sem í skýrslu rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna er lýst sem þjóðarmorði, hafa hins vegar hingað til ekki leitt til keppnisbanns fyrir Ísraela. Landslið og félagslið Ísraels hafa þó ekki mátt spila heimaleiki sína í Ísrael, í keppnum á vegum UEFA, síðan í október 2023. Ísraelar óttast að nú muni framkvæmdastjórn UEFA láta undan þrýstingi um að setja Ísraela í algjört bann. Samkvæmt ísraelskum miðlum er mikil pressa á UEFA frá Katar, einum helsta styrktaraðila UEFA, eftir að Ísraelsher gerði sprengjuárás í Doha sem beinast átti gegn háttsettum Hamas-liðum. Treysta á hjálp Þýskalands og Ungverjalands Tuttugu lönd eiga fulltrúa í framkvæmdastjórn UEFA og samkvæmt ísraelskum miðlum er talið að aðeins tvö eða þrjú þeirra séu staðföst á móti því að banna Ísrael frá evrópskum fótbolta. Israel Hayom hefur eftir heimildamanni innan ísraelska knattspyrnusambandsins að því sé nú allt reynt til þess að engin kosning fari fram, og að treyst sé á að Þýskaland og Ungverjaland hjálpi til við það. Ísrael er í miðri undankeppni fyrir HM karla sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Liðið er í baráttu við Ítalíu og Noreg um möguleikann á að komast á HM en undankeppninni lýkur ekki fyrr en um miðjan nóvember. Þá er Maccabi Tel Aviv að byrja keppni í Evrópudeildinni á miðvikudaginn, með leik við PAOK frá Grikklandi. Undrandi á að Ísrael fái enn að keppa Fótbolti er vinsælasta íþróttin í Ísrael og ljóst að bann frá UEFA hefði gífurleg áhrif á fótboltann í landinu, auk þess sem aðrar íþróttir gætu fylgt fordæmi fótboltans, að mati Shlomi Barzel samskiptastjóra ísraelska knattspyrnusambandsins. „Það kemur á óvart að við séum enn í alþjóðlegum keppnum. Að mörgu leyti er það kraftaverk. Í gegnum söguna hafa lið farið í bann fyrir mun minna,“ sagði Barzel en taldi líklegt að Ísrael fengi þó að klára yfirstandandi undankeppni HM. Það væri þó alveg ljóst að ef að leyfð hefði verið opin atkvæðagreiðsla aðildarsambanda innan UEFA eða FIFA þá væru Ísraelar nú þegar komnir í bann. HM 2026 í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu UEFA Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Mohamed Salah, framherji Liverpool, hefur gagnrýnt Knattspyrnusamband Evrópu með því að setja spurningarmerki við tilkynningu UEFA um andlát palestínska knattspyrnumannsins Suleiman al-Obeid. 10. ágúst 2025 08:32 Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Óhætt er að segja að ákveðin togstreita ríki fyrir leik Ísraels og Noregs í kvöld, í undankeppni HM karla í fótbolta. Óvíst er að leikmenn liðanna skiptist á treyjum eftir leik, eins og gjarnan er gert. 25. mars 2025 08:02 Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Norska úrvalsdeildarfélagið Bodö/Glimt ætlar að gefa allar tekjur sínar af Evrópudeildarleik sínum á móti ísraelska félaginu Maccabi Tel Aviv. 1. febrúar 2025 08:31 Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. 9. nóvember 2024 09:01 FIFA tekur enn enga ákvörðun um að banna Ísrael Alþjóða knattspyrnusambandið hefur seinkað því að taka á beiðni Palestínumanna um að banna Ísrael frá alþjóðlegum fótbolta. 1. september 2024 11:45 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Sjá meira
Rússnesk fótboltalið hafa verið í banni frá alþjóðlegri keppni síðan 28. febrúar 2022, vegna innrásar Rússa í Úkraínu og stríðsins sem enn geisar þar. Hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna á Gaza, sem í skýrslu rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna er lýst sem þjóðarmorði, hafa hins vegar hingað til ekki leitt til keppnisbanns fyrir Ísraela. Landslið og félagslið Ísraels hafa þó ekki mátt spila heimaleiki sína í Ísrael, í keppnum á vegum UEFA, síðan í október 2023. Ísraelar óttast að nú muni framkvæmdastjórn UEFA láta undan þrýstingi um að setja Ísraela í algjört bann. Samkvæmt ísraelskum miðlum er mikil pressa á UEFA frá Katar, einum helsta styrktaraðila UEFA, eftir að Ísraelsher gerði sprengjuárás í Doha sem beinast átti gegn háttsettum Hamas-liðum. Treysta á hjálp Þýskalands og Ungverjalands Tuttugu lönd eiga fulltrúa í framkvæmdastjórn UEFA og samkvæmt ísraelskum miðlum er talið að aðeins tvö eða þrjú þeirra séu staðföst á móti því að banna Ísrael frá evrópskum fótbolta. Israel Hayom hefur eftir heimildamanni innan ísraelska knattspyrnusambandsins að því sé nú allt reynt til þess að engin kosning fari fram, og að treyst sé á að Þýskaland og Ungverjaland hjálpi til við það. Ísrael er í miðri undankeppni fyrir HM karla sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Liðið er í baráttu við Ítalíu og Noreg um möguleikann á að komast á HM en undankeppninni lýkur ekki fyrr en um miðjan nóvember. Þá er Maccabi Tel Aviv að byrja keppni í Evrópudeildinni á miðvikudaginn, með leik við PAOK frá Grikklandi. Undrandi á að Ísrael fái enn að keppa Fótbolti er vinsælasta íþróttin í Ísrael og ljóst að bann frá UEFA hefði gífurleg áhrif á fótboltann í landinu, auk þess sem aðrar íþróttir gætu fylgt fordæmi fótboltans, að mati Shlomi Barzel samskiptastjóra ísraelska knattspyrnusambandsins. „Það kemur á óvart að við séum enn í alþjóðlegum keppnum. Að mörgu leyti er það kraftaverk. Í gegnum söguna hafa lið farið í bann fyrir mun minna,“ sagði Barzel en taldi líklegt að Ísrael fengi þó að klára yfirstandandi undankeppni HM. Það væri þó alveg ljóst að ef að leyfð hefði verið opin atkvæðagreiðsla aðildarsambanda innan UEFA eða FIFA þá væru Ísraelar nú þegar komnir í bann.
HM 2026 í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu UEFA Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Mohamed Salah, framherji Liverpool, hefur gagnrýnt Knattspyrnusamband Evrópu með því að setja spurningarmerki við tilkynningu UEFA um andlát palestínska knattspyrnumannsins Suleiman al-Obeid. 10. ágúst 2025 08:32 Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Óhætt er að segja að ákveðin togstreita ríki fyrir leik Ísraels og Noregs í kvöld, í undankeppni HM karla í fótbolta. Óvíst er að leikmenn liðanna skiptist á treyjum eftir leik, eins og gjarnan er gert. 25. mars 2025 08:02 Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Norska úrvalsdeildarfélagið Bodö/Glimt ætlar að gefa allar tekjur sínar af Evrópudeildarleik sínum á móti ísraelska félaginu Maccabi Tel Aviv. 1. febrúar 2025 08:31 Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. 9. nóvember 2024 09:01 FIFA tekur enn enga ákvörðun um að banna Ísrael Alþjóða knattspyrnusambandið hefur seinkað því að taka á beiðni Palestínumanna um að banna Ísrael frá alþjóðlegum fótbolta. 1. september 2024 11:45 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Sjá meira
Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Mohamed Salah, framherji Liverpool, hefur gagnrýnt Knattspyrnusamband Evrópu með því að setja spurningarmerki við tilkynningu UEFA um andlát palestínska knattspyrnumannsins Suleiman al-Obeid. 10. ágúst 2025 08:32
Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Óhætt er að segja að ákveðin togstreita ríki fyrir leik Ísraels og Noregs í kvöld, í undankeppni HM karla í fótbolta. Óvíst er að leikmenn liðanna skiptist á treyjum eftir leik, eins og gjarnan er gert. 25. mars 2025 08:02
Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Norska úrvalsdeildarfélagið Bodö/Glimt ætlar að gefa allar tekjur sínar af Evrópudeildarleik sínum á móti ísraelska félaginu Maccabi Tel Aviv. 1. febrúar 2025 08:31
Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. 9. nóvember 2024 09:01
FIFA tekur enn enga ákvörðun um að banna Ísrael Alþjóða knattspyrnusambandið hefur seinkað því að taka á beiðni Palestínumanna um að banna Ísrael frá alþjóðlegum fótbolta. 1. september 2024 11:45