Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar 22. september 2025 12:15 Vissir þú að framleiðni í hótel- og veitingarekstri óx þrefalt hraðar en í hagkerfinu í heild á síðustu fimm árum? Og það þrátt fyrir að laun hafi hækkað meira í þeim geira en í öðrum greinum frá því að Lífskjarasamningarnir voru gerðir? Eða vissir þú að framleiðni í ferðaþjónustu er við meðaltal hagkerfisins í heild, og að laun á hverja vinnustund í ferðaþjónustu eru líka við meðaltal hagkerfisins í heild? Ferðaþjónusta er því bæði meðalframleiðnigrein og meðallaunagrein á Íslandi. Kemur sú staðreynd kannski á óvart? Gæti það verið vegna þess að í umræðunni er sífellt tönnlast á þeim rangindum að í ferðaþjónustu séu bara láglaunastörf og lítil sem engin framleiðni? Það er þá leiðrétt hér með. Og það er ekki bara gott og gaman að vita hvernig hlutirnir eru í raun og veru. Þegar kemur að því að vinna að stórum stefnumótandi verkefnum skiptir jafnvel höfuðmáli að undirliggjandi staðreyndir séu hafðar uppi á borðum í samfélagsumræðunni en ekki sí endurtekið efni úr bergmálshellum þeirra sem hafa óútskýrð horn í síðu ákveðinna atvinnugreina. Mótun atvinnustefnu er alvörumál Við hjá Samtökum ferðaþjónustunnar hlökkum til að taka þátt í mótun atvinnustefnu stjórnvalda til 2035 – erum reyndar byrjuð á því með umsögn sem við sendum inn til forsætisráðuneytisins ásamt ýmsum tölulegum gögnum og staðreyndum um ferðaþjónustu nýverið. Ferðaþjónustuaðilar leggja fyrst og fremst áherslu á samkeppnishæft, hagkvæmt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki og að stefnumótun byggi á gögnum, staðreyndum og samþykktri ferðamálastefnu. Hlutverk stjórnvalda er fyrst og fremst að tryggja hagkvæmt rekstrarumhverfi og skýra skipulagsumgjörð fyrir atvinnulífið. Markaðsforsendur, tækniframfarir og breyttar þarfir ráða því síðan hvar vöxturinn verður. Samkeppnishæfni atvinnugreina er lykilforsenda aukinnar verðmætasköpunar og uppbyggingu lífskjara, ekki síst á tímum eins og nú þegar ýmsar ógnir steðja að alþjóðaviðskiptum. Tækifæri að sýna breytta nálgun Sérstaka áherslu verður að leggja á fyrirsjáanleika í sköttum og gjöldum gagnvart ferðaþjónustu vegna eðlis greinarinnar. Þetta er gömul saga og ný sem fyrri ríkisstjórnir hafa allt of oft skellt skollaeyrum við og lagt á ný gjöld eða hækkað álögur með allt of stuttum fyrirvara. Það liggur fyrir að slíkt dregur úr fjárfestingargetu, skemmir beint fyrir rekstrarforsendum, eykur óvissu og veikir samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum keppinautum. Nú er því gullið tækifæri fyrir ríkisstjórnina að sýna breytta nálgun gagnvart ferðaþjónustuaðilum með því að gefa eðlilegan og nauðsynlegan tólf mánaða fyrirvara á öllum skatta og gjaldabreytingum sem snerta ferðaþjónusturekstur sérstaklega. Það er virkilega ánægjulegt að bæði forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra hafa lýst yfir skilningi og skýrum vilja til þess. Framleiðni og nýsköpun í ferðaþjónustu Ferðaþjónusta er fjölbreytt atvinnugrein með ólíkar undirgreinar og víðtæka virðiskeðju. Framleiðni mælist há í sumum greinum, svo sem ökutækjaleigu og flutningum með flugi, en lægri í gisti- og veitingarekstri. Tækifæri eru til að auka framleiðni enn frekar, rétt eins og í mörgum öðrum atvinnugreinum. Benda má á að rannsóknir og þróun í ferðaþjónustu hefur setið á hakanum miðað við aðrar lykilatvinnugreinar, en með markvissum stuðningi við nýsköpun, rannsóknir og þróun má hraða framþróun, auka framleiðni og nýta tækifæri betur. Það á jafnt við um ferðaþjónustu sem aðrar atvinnugreinar. Áhrif á atvinnulíf og landsbyggð Löngu er orðið ljóst að vöxtur ferðaþjónustu um allt land síðastliðin fimmtán ár er mikilvægasta jákvæða byggðaþróunarbreyting sem hefur orðið á Íslandi í áratugi. Ferðaþjónustan styður við fjölbreyttar greinar atvinnulífsins, meðal annars verslun, byggingariðnað, hugverkaiðnað, sjávarútveg og landbúnað. Uppbygging þjónustu og aukin umsvif skapa eftirspurn eftir vörum og þjónustu frá fjölda fyrirtækja um land allt og hafa aukið lífsgæði fólks, ekki síst í smærri byggðum fjarri höfuðborgarsvæðinu. Afgerandi jákvæð áhrif ferðaþjónustu á atvinnuþróun á landsbyggðinni eru vel þekkt. Frá 2010 til 2019 varð helmingur allra nýrra starfa utan höfuðborgarsvæðisins til í ferðaþjónustu, þriðjungur allra nýrra starfa á landinu í heild. Vera má að ný kjölfestuverkefni í öllum landshlutum geti verið góð lyftistöng, en það er afar mikilvægt að horft sé til þess að styrkja áfram þá fjölbreyttu atvinnuuppbyggingu sem þegar hefur orðið til í byggðalögum um allt land og getur styrkt byggðir og fjölgað atvinnutækifærum enn frekar. Ábyrg umræða – stefnumótun á grunni staðreynda Umræða og stefnumótun varðandi atvinnugreinar verður að byggja á opinberum gögnum og staðreyndum. Staðreyndin er sú að ferðaþjónusta hefur lítið sem ekkert vaxið frá árinu 2017 þegar horft er til lykilmælikvarða. Fjöldi starfandi í greininni var áætlaður um 31 þúsund bæði 2017 og 2024, fjöldi erlendra ferðamanna var sambærilegur árin 2017 og 2024 og hlutfall ferðaþjónustu af heildarútflutningsverðmætum lækkaði á sama tímabili. Þá skilar ferðaþjónusta að jafnaði um þriðju hverri krónu sem verðmætasköpun greinarinnar skapar til ríkis og sveitarfélaga í formi skatta og gjalda. Allt tal um óhaminn vöxt ferðaþjónustu síðustu ár er því byggt á vanþekkingu á raunverulegum gögnum og staðreyndum um greinina og á ekkert erindi í uppbyggilega umræðu um atvinnustefnu eða samfélagsmál í dag. Gildir þá einu hvort um er að ræða ummæli stjórnmálamanna eða stórkarlalegar yfirlýsingar forsvarsfólks stéttarfélaga. Það gagnast engum, og er beinlínis þjóðhagslega varasamt, ef umræða um framtíð útflutningsatvinnugreina, og þar með um uppbyggingu lífskjara almennings til framtíðar, fær að grassera í þjóðsagnastíl án tillits til raunveruleikans. Drifkraftur lífskjara og lífsgæða Það er augljóst hversu mikilvæg ferðaþjónusta er orðin fyrir samfélagið í heild og lífskjör allra borgara landsins. Atvinnugrein sem skilar þriðjungi allra útflutningstekna þjóðarinnar í hús er enginn hálfdrættingur. Atvinnugrein sem skilar þriðju hverri krónu sem skatttekjum til ríkis og sveitarfélaga er ekkert olnbogabarn. Slík atvinnugrein er drifmótor efnahagslífs og hagsældar í landinu, bein undirstaða aukinna lífskjara almennings. Svo einfalt er það. Að lokum er gott að muna að Alþingi samþykkti í júní 2024 ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til 2030 og nú er unnið að innleiðingu hennar í samstarfi atvinnugreinarinnar og stjórnvalda undir forystu atvinnuvegaráðherra. Það er frábær grunnur til að byggja á við mótun atvinnustefnu til 2035, enda eru markmið hennar skýr um sjálfbæra, arðbæra, samkeppnishæfa og ábyrga ferðaþjónustu í sátt við land og þjóð. Það hlýtur að vera sameiginleg sýn okkar allra. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðaþjónusta Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Vissir þú að framleiðni í hótel- og veitingarekstri óx þrefalt hraðar en í hagkerfinu í heild á síðustu fimm árum? Og það þrátt fyrir að laun hafi hækkað meira í þeim geira en í öðrum greinum frá því að Lífskjarasamningarnir voru gerðir? Eða vissir þú að framleiðni í ferðaþjónustu er við meðaltal hagkerfisins í heild, og að laun á hverja vinnustund í ferðaþjónustu eru líka við meðaltal hagkerfisins í heild? Ferðaþjónusta er því bæði meðalframleiðnigrein og meðallaunagrein á Íslandi. Kemur sú staðreynd kannski á óvart? Gæti það verið vegna þess að í umræðunni er sífellt tönnlast á þeim rangindum að í ferðaþjónustu séu bara láglaunastörf og lítil sem engin framleiðni? Það er þá leiðrétt hér með. Og það er ekki bara gott og gaman að vita hvernig hlutirnir eru í raun og veru. Þegar kemur að því að vinna að stórum stefnumótandi verkefnum skiptir jafnvel höfuðmáli að undirliggjandi staðreyndir séu hafðar uppi á borðum í samfélagsumræðunni en ekki sí endurtekið efni úr bergmálshellum þeirra sem hafa óútskýrð horn í síðu ákveðinna atvinnugreina. Mótun atvinnustefnu er alvörumál Við hjá Samtökum ferðaþjónustunnar hlökkum til að taka þátt í mótun atvinnustefnu stjórnvalda til 2035 – erum reyndar byrjuð á því með umsögn sem við sendum inn til forsætisráðuneytisins ásamt ýmsum tölulegum gögnum og staðreyndum um ferðaþjónustu nýverið. Ferðaþjónustuaðilar leggja fyrst og fremst áherslu á samkeppnishæft, hagkvæmt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki og að stefnumótun byggi á gögnum, staðreyndum og samþykktri ferðamálastefnu. Hlutverk stjórnvalda er fyrst og fremst að tryggja hagkvæmt rekstrarumhverfi og skýra skipulagsumgjörð fyrir atvinnulífið. Markaðsforsendur, tækniframfarir og breyttar þarfir ráða því síðan hvar vöxturinn verður. Samkeppnishæfni atvinnugreina er lykilforsenda aukinnar verðmætasköpunar og uppbyggingu lífskjara, ekki síst á tímum eins og nú þegar ýmsar ógnir steðja að alþjóðaviðskiptum. Tækifæri að sýna breytta nálgun Sérstaka áherslu verður að leggja á fyrirsjáanleika í sköttum og gjöldum gagnvart ferðaþjónustu vegna eðlis greinarinnar. Þetta er gömul saga og ný sem fyrri ríkisstjórnir hafa allt of oft skellt skollaeyrum við og lagt á ný gjöld eða hækkað álögur með allt of stuttum fyrirvara. Það liggur fyrir að slíkt dregur úr fjárfestingargetu, skemmir beint fyrir rekstrarforsendum, eykur óvissu og veikir samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum keppinautum. Nú er því gullið tækifæri fyrir ríkisstjórnina að sýna breytta nálgun gagnvart ferðaþjónustuaðilum með því að gefa eðlilegan og nauðsynlegan tólf mánaða fyrirvara á öllum skatta og gjaldabreytingum sem snerta ferðaþjónusturekstur sérstaklega. Það er virkilega ánægjulegt að bæði forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra hafa lýst yfir skilningi og skýrum vilja til þess. Framleiðni og nýsköpun í ferðaþjónustu Ferðaþjónusta er fjölbreytt atvinnugrein með ólíkar undirgreinar og víðtæka virðiskeðju. Framleiðni mælist há í sumum greinum, svo sem ökutækjaleigu og flutningum með flugi, en lægri í gisti- og veitingarekstri. Tækifæri eru til að auka framleiðni enn frekar, rétt eins og í mörgum öðrum atvinnugreinum. Benda má á að rannsóknir og þróun í ferðaþjónustu hefur setið á hakanum miðað við aðrar lykilatvinnugreinar, en með markvissum stuðningi við nýsköpun, rannsóknir og þróun má hraða framþróun, auka framleiðni og nýta tækifæri betur. Það á jafnt við um ferðaþjónustu sem aðrar atvinnugreinar. Áhrif á atvinnulíf og landsbyggð Löngu er orðið ljóst að vöxtur ferðaþjónustu um allt land síðastliðin fimmtán ár er mikilvægasta jákvæða byggðaþróunarbreyting sem hefur orðið á Íslandi í áratugi. Ferðaþjónustan styður við fjölbreyttar greinar atvinnulífsins, meðal annars verslun, byggingariðnað, hugverkaiðnað, sjávarútveg og landbúnað. Uppbygging þjónustu og aukin umsvif skapa eftirspurn eftir vörum og þjónustu frá fjölda fyrirtækja um land allt og hafa aukið lífsgæði fólks, ekki síst í smærri byggðum fjarri höfuðborgarsvæðinu. Afgerandi jákvæð áhrif ferðaþjónustu á atvinnuþróun á landsbyggðinni eru vel þekkt. Frá 2010 til 2019 varð helmingur allra nýrra starfa utan höfuðborgarsvæðisins til í ferðaþjónustu, þriðjungur allra nýrra starfa á landinu í heild. Vera má að ný kjölfestuverkefni í öllum landshlutum geti verið góð lyftistöng, en það er afar mikilvægt að horft sé til þess að styrkja áfram þá fjölbreyttu atvinnuuppbyggingu sem þegar hefur orðið til í byggðalögum um allt land og getur styrkt byggðir og fjölgað atvinnutækifærum enn frekar. Ábyrg umræða – stefnumótun á grunni staðreynda Umræða og stefnumótun varðandi atvinnugreinar verður að byggja á opinberum gögnum og staðreyndum. Staðreyndin er sú að ferðaþjónusta hefur lítið sem ekkert vaxið frá árinu 2017 þegar horft er til lykilmælikvarða. Fjöldi starfandi í greininni var áætlaður um 31 þúsund bæði 2017 og 2024, fjöldi erlendra ferðamanna var sambærilegur árin 2017 og 2024 og hlutfall ferðaþjónustu af heildarútflutningsverðmætum lækkaði á sama tímabili. Þá skilar ferðaþjónusta að jafnaði um þriðju hverri krónu sem verðmætasköpun greinarinnar skapar til ríkis og sveitarfélaga í formi skatta og gjalda. Allt tal um óhaminn vöxt ferðaþjónustu síðustu ár er því byggt á vanþekkingu á raunverulegum gögnum og staðreyndum um greinina og á ekkert erindi í uppbyggilega umræðu um atvinnustefnu eða samfélagsmál í dag. Gildir þá einu hvort um er að ræða ummæli stjórnmálamanna eða stórkarlalegar yfirlýsingar forsvarsfólks stéttarfélaga. Það gagnast engum, og er beinlínis þjóðhagslega varasamt, ef umræða um framtíð útflutningsatvinnugreina, og þar með um uppbyggingu lífskjara almennings til framtíðar, fær að grassera í þjóðsagnastíl án tillits til raunveruleikans. Drifkraftur lífskjara og lífsgæða Það er augljóst hversu mikilvæg ferðaþjónusta er orðin fyrir samfélagið í heild og lífskjör allra borgara landsins. Atvinnugrein sem skilar þriðjungi allra útflutningstekna þjóðarinnar í hús er enginn hálfdrættingur. Atvinnugrein sem skilar þriðju hverri krónu sem skatttekjum til ríkis og sveitarfélaga er ekkert olnbogabarn. Slík atvinnugrein er drifmótor efnahagslífs og hagsældar í landinu, bein undirstaða aukinna lífskjara almennings. Svo einfalt er það. Að lokum er gott að muna að Alþingi samþykkti í júní 2024 ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til 2030 og nú er unnið að innleiðingu hennar í samstarfi atvinnugreinarinnar og stjórnvalda undir forystu atvinnuvegaráðherra. Það er frábær grunnur til að byggja á við mótun atvinnustefnu til 2035, enda eru markmið hennar skýr um sjálfbæra, arðbæra, samkeppnishæfa og ábyrga ferðaþjónustu í sátt við land og þjóð. Það hlýtur að vera sameiginleg sýn okkar allra. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun