Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar 23. september 2025 07:00 Hvað er félagshyggja? Það er auðvelt að svara því stuttlega. Samfélag sem að byggt er upp þannig að sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar eru nýttar til þess að fiármagna grunnkerfi samfélagsins og að aðgengi fyrir þegna þess sé jafnt, og að allirþeir sem að í því samfélagi búa hafi jafnanaðgang að þjónustu og hafi möguleika á því að ala upp börn og sjá fyrir sér og sínum. Lifa við það grunn öryggi að hafa þak yfir höfuðið,geta veitt sér og sínum mat og skjól. Fólk sem að aðhyllist félagshyggjuna hræðist þó að taka hana og hrópa hana um torg af ótta við það að vera kallað kommúnistar. Við sem að berjumst fyrir framgangi félagshyggju, sósíalisma sjáum fyrir okkur að í jafn auðugulandi og okkar,þá ættum við að geta gert svo miklu betur. Við ættum að vera stoltaf því að geta jafnaðkjör stétta neðan frá og upp. En í stað þess erum við á þeim stað að fleiri hundruðir barna alast upp í fátækt. Og gleymum ekki að fátækt er margskonar. Hún getur verið efnisleg, en einnig félagsleg. Foreldrar sem að vinna mikið og jafnvel margar vinnur upplifa fátækt einnig. Þar kemur sektarkenndin yfir því að eiga ekki tíma til þess að sinna börnunum sínum betur. Að geta ekki veitt þeim til jafns á við flesta aðra. Við erum búin að upplifa ótrúlega erfiða tíma síðustu ár með unga fólkið okkar. Við búum við fiársvelt heilbrigðiskerfi. Fjársvelt skólakerfi. Vaxtastig sem að er við það að sliga millistétt og láglaunafólk. Græðgisvætt húsnæðiskerfi, stjórnlaust okur á innfluttum nauðsynjavörum. Okkur er kennt að markaðurinn leysi allan vanda, en samt er það undantekningarlaust almenningur í landinu sem að er látinn taka á sig birðarnar og tapið þega rað markaðurinn hrynur, og markaðsfólkið hörfar af hólmi og fórnar peðum fyrir drottningu. Fyrir hverja er félagshyggja? Það er algengur misskilningur að einstaklingur þurfi að vera skotheldur á Lenín, Marx og Engels til þess að vera sósíalisti. Þú þarft heldur ekki að setja upp rauða slaufu á Sunnudögum og kyrja “nasjónalinn” 200 sinnum inni í stofu heima hjá þér, með dregið fyrir alla glugga og vodkalögg við stofuhita í möttu mjólkurglasi. Og ekki þarf að lita hárið á sér blátt á vorin, fá sér neflokk og hlusta á lesbíu-pönk og segjast hata “cis” til þess að vera sósíalisti. En ég vill þó taka fram að allt er þetta valkvætt og við kommúnistarnir sendum engan í “gúlagið”. Sósialismi (félagshyggja) er sú stefna sem að leitast við að leysa verkefni lýðræðisins sem að setur hagsmunialmennings ávallt og ófrávíkjandi í fyrsta sæti. Félagshyggjan hugsar um þegna sína fyrst og leitast alltaf við að jafna kjör fólks, neðan frá og upp á við. Félagshyggjan er sprottin af þeirri hjartans þrá mannsins að allir hafi tækifæri til þess að lifa frjáls frá kúgunartilburðum auðvaldsins. Félagshyggjufólk erum ég og þú, við finnum að börnin okkar eru óróleg, við njótum ekki nærri því jafn margra stunda með fjölskyldu og vinum því að allir eru á hlaupum um allt samfélagið til þess að rembast við að láta enda ná saman. Félagshyggja snýst í grunninn um að allir hafi jafnan aðgang að húsnæði, afkomu, menntun og heilbrigðisþjónustu. Og að húsnæði eru mannréttindi, ekki áhættufjárfesting með glæpsamlega ávöxtun. Við vilum geta eytt meiri tíma með okkar fólki og búið við efnahagslegan stöðugleika, en ekki verið látin lifa í villtu vestri nýfrjálshyggjunnar með sífelldu vaxtaokri, hækkun á allri nauðsynjavöru og niðurskurðar á almannaþjónustu. Hvað gerir þú nú? Efað það er eitthvað sem að þer finnst megi betur fara í þínu samfélagi, þá er upplagtað koma á fundi félagshyggjufólks um allt land. Við náum víst því miður ekki að leysa nokkurnhlut á spjallhópum á fésbókinni. Við undirbúum öll okkar mál vel, og leggjum til lausnir í samfélaginu þar sem að almenningur er í fyrsta sæti. Við gerum aldrei neinar málamiðlanir þar. Við ætlum að bjóða fram í sveitarstjórnir víða um land og við hvetjum alla til þess að koma og tala við okkur, máta sig við okkar stefnur. Unga sem aldna Svæðisfélög eru virk í nokkrum sveitarfélögum, og nokkur eru að halda sína stofnfundi á næstu misserum. Við erum með virka grasrót, tvær ungliðahreyfingar, feminista hreyfingu, bókaklúbb, gönguhópa og margt fleira. Miglangartilþessaðhvetjaþigkærilesanditil að staldra augbnablik við. Hugsaðu um það, hvað þú vilt að samfélagið þitt standi fyrir. Hversu mikla spillingu og samtryggingu auðvaldsins sættirþú þig við að taki ákvarðanir um þína afkomu og þitt daglega líf? Er undilægjuháttur og hugleysigegn auðstéttinni það sem að einkenna ætti góða alþingis-og embættismenn?Getur verið að kerfið sé alls ekki hægvirkt, heldur sé hugrakktfólk með almannahag í minnihluta á þingi? Við höldum mánaðarlega stóra félagsfundi í fundarsal flokksinsí Reykjavík, en hann er einnig aðgengilegur á zoom og er auglýstur á öllum miðlum. Þeir eru fjölsóttir og verða fjölmennari með hverjum mánuði sem að líður. Áherslumál í stefnum okkar má finna á www.xj.is Höfundur er stjórnarmaður í sósialistaflokki Íslands, og fulltrúi í stjórn svæðisfélags NA kjördæmis hjá flokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Hvað er félagshyggja? Það er auðvelt að svara því stuttlega. Samfélag sem að byggt er upp þannig að sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar eru nýttar til þess að fiármagna grunnkerfi samfélagsins og að aðgengi fyrir þegna þess sé jafnt, og að allirþeir sem að í því samfélagi búa hafi jafnanaðgang að þjónustu og hafi möguleika á því að ala upp börn og sjá fyrir sér og sínum. Lifa við það grunn öryggi að hafa þak yfir höfuðið,geta veitt sér og sínum mat og skjól. Fólk sem að aðhyllist félagshyggjuna hræðist þó að taka hana og hrópa hana um torg af ótta við það að vera kallað kommúnistar. Við sem að berjumst fyrir framgangi félagshyggju, sósíalisma sjáum fyrir okkur að í jafn auðugulandi og okkar,þá ættum við að geta gert svo miklu betur. Við ættum að vera stoltaf því að geta jafnaðkjör stétta neðan frá og upp. En í stað þess erum við á þeim stað að fleiri hundruðir barna alast upp í fátækt. Og gleymum ekki að fátækt er margskonar. Hún getur verið efnisleg, en einnig félagsleg. Foreldrar sem að vinna mikið og jafnvel margar vinnur upplifa fátækt einnig. Þar kemur sektarkenndin yfir því að eiga ekki tíma til þess að sinna börnunum sínum betur. Að geta ekki veitt þeim til jafns á við flesta aðra. Við erum búin að upplifa ótrúlega erfiða tíma síðustu ár með unga fólkið okkar. Við búum við fiársvelt heilbrigðiskerfi. Fjársvelt skólakerfi. Vaxtastig sem að er við það að sliga millistétt og láglaunafólk. Græðgisvætt húsnæðiskerfi, stjórnlaust okur á innfluttum nauðsynjavörum. Okkur er kennt að markaðurinn leysi allan vanda, en samt er það undantekningarlaust almenningur í landinu sem að er látinn taka á sig birðarnar og tapið þega rað markaðurinn hrynur, og markaðsfólkið hörfar af hólmi og fórnar peðum fyrir drottningu. Fyrir hverja er félagshyggja? Það er algengur misskilningur að einstaklingur þurfi að vera skotheldur á Lenín, Marx og Engels til þess að vera sósíalisti. Þú þarft heldur ekki að setja upp rauða slaufu á Sunnudögum og kyrja “nasjónalinn” 200 sinnum inni í stofu heima hjá þér, með dregið fyrir alla glugga og vodkalögg við stofuhita í möttu mjólkurglasi. Og ekki þarf að lita hárið á sér blátt á vorin, fá sér neflokk og hlusta á lesbíu-pönk og segjast hata “cis” til þess að vera sósíalisti. En ég vill þó taka fram að allt er þetta valkvætt og við kommúnistarnir sendum engan í “gúlagið”. Sósialismi (félagshyggja) er sú stefna sem að leitast við að leysa verkefni lýðræðisins sem að setur hagsmunialmennings ávallt og ófrávíkjandi í fyrsta sæti. Félagshyggjan hugsar um þegna sína fyrst og leitast alltaf við að jafna kjör fólks, neðan frá og upp á við. Félagshyggjan er sprottin af þeirri hjartans þrá mannsins að allir hafi tækifæri til þess að lifa frjáls frá kúgunartilburðum auðvaldsins. Félagshyggjufólk erum ég og þú, við finnum að börnin okkar eru óróleg, við njótum ekki nærri því jafn margra stunda með fjölskyldu og vinum því að allir eru á hlaupum um allt samfélagið til þess að rembast við að láta enda ná saman. Félagshyggja snýst í grunninn um að allir hafi jafnan aðgang að húsnæði, afkomu, menntun og heilbrigðisþjónustu. Og að húsnæði eru mannréttindi, ekki áhættufjárfesting með glæpsamlega ávöxtun. Við vilum geta eytt meiri tíma með okkar fólki og búið við efnahagslegan stöðugleika, en ekki verið látin lifa í villtu vestri nýfrjálshyggjunnar með sífelldu vaxtaokri, hækkun á allri nauðsynjavöru og niðurskurðar á almannaþjónustu. Hvað gerir þú nú? Efað það er eitthvað sem að þer finnst megi betur fara í þínu samfélagi, þá er upplagtað koma á fundi félagshyggjufólks um allt land. Við náum víst því miður ekki að leysa nokkurnhlut á spjallhópum á fésbókinni. Við undirbúum öll okkar mál vel, og leggjum til lausnir í samfélaginu þar sem að almenningur er í fyrsta sæti. Við gerum aldrei neinar málamiðlanir þar. Við ætlum að bjóða fram í sveitarstjórnir víða um land og við hvetjum alla til þess að koma og tala við okkur, máta sig við okkar stefnur. Unga sem aldna Svæðisfélög eru virk í nokkrum sveitarfélögum, og nokkur eru að halda sína stofnfundi á næstu misserum. Við erum með virka grasrót, tvær ungliðahreyfingar, feminista hreyfingu, bókaklúbb, gönguhópa og margt fleira. Miglangartilþessaðhvetjaþigkærilesanditil að staldra augbnablik við. Hugsaðu um það, hvað þú vilt að samfélagið þitt standi fyrir. Hversu mikla spillingu og samtryggingu auðvaldsins sættirþú þig við að taki ákvarðanir um þína afkomu og þitt daglega líf? Er undilægjuháttur og hugleysigegn auðstéttinni það sem að einkenna ætti góða alþingis-og embættismenn?Getur verið að kerfið sé alls ekki hægvirkt, heldur sé hugrakktfólk með almannahag í minnihluta á þingi? Við höldum mánaðarlega stóra félagsfundi í fundarsal flokksinsí Reykjavík, en hann er einnig aðgengilegur á zoom og er auglýstur á öllum miðlum. Þeir eru fjölsóttir og verða fjölmennari með hverjum mánuði sem að líður. Áherslumál í stefnum okkar má finna á www.xj.is Höfundur er stjórnarmaður í sósialistaflokki Íslands, og fulltrúi í stjórn svæðisfélags NA kjördæmis hjá flokknum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar