Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar 23. september 2025 13:16 „Velkomin til Helvítis“ var kveðjan sem tók á móti Fouad Hassan, 45 ára palestínskum fjölskylduföður frá Vesturbakkanum í ísraelska fangelsinu Megiddo. Þetta var í byrjun nóvember 2023. Fouad var fluttur ásamt rútufylli af Palestínufólki í fangelsið. Á leiðinni voru fangarnir bundnir á höndum og fótum og þeir barðir. Höfuðin keyrð niður. Þegar einn þeirra leit upp, á hermennina, sagði einn þeirra við hann: „hundurinn mun leika sér á milli fótanna á þér í Megiddo.“ Tveimur sólarhringum áður höfðu á annan tug ísraelskra hermanna ráðist inn á heimili Fouad, um miðja nótt. Þeir vildu vita hvar yngri bróðir hans væri, Ibrahim. Fouad vissi það ekki og var tekin fastur. Hann var færður í fangelsi, yfirheyrður, barinn og honum misþyrmt daglega í margar vikur. Einn daginn rankaði hann við sér við að heyra samfanga sína segja hann dáinn. Hann lá á gólfinu í fangaklefanum, brotinn og blóðugur frá hvirfli til ilja. Fouad var látinn laus eftir tæpan mánuð. Bróðir hans Abd, sem var tekinn fastur nokkrum vikum á eftir Fouad, er enn í fangelsi á Vesturbakkanum. Herinn réðist líka inn á heimili móður þeirra í leit að upplýsingum um Ibrahim. Fjölskyldan veit ekki enn, til þessa dags, hvað varð um Ibrahim.[1] Reglubundin handtaka og fangelsun Palestínufólks hefur átt sér stað frá stofnun fangelsisstofnunar Ísrael (IPS) árið 1949. Stofnunin hefur umsjón með 32 fangelsum um allt Ísrael. Fjöldi palestínskra fanga í ísraelskum fangelsum hefur farið vaxandi sem á hefur liðið hernám Ísraela í Palestínu og tvöfaldaðist í október 2023.[2] Frá árinu 1967 hefur Ísrael haldið um það bil einni milljón Palestínufólks, karla og kvenna, og tugþúsundum barna. Að minnsta kosti fjórir af hverjum 10 palestínskum körlum munu sæta haldi í ísraelskum fangelsum; 70 prósent palestínskra fjölskyldna eiga að minnsta kosti einn ættingja í fangelsum Ísraela.[3] Fjöldafangelsun Palestínufólks á hernumdu svæðum Palestínu er framkvæmd markvisst og skipulega. Þetta er hluti af aðskilnaðarkerfi Ísrael og samanstendur af yfirheyrslustöðvum, eftirlitsstöðvum, tveimur ísraelskum herdómstólum, fangelsum og múrum sem hafa verið byggðir utan um heilu þorpin og bæina í Palestínu með það eina markmið að einangra og eyðileggja palestínsku þjóðina. Allt starfsfólk kerfisins eru hermenn. Skipulegri og endurtekinni fjöldafangelsun Palestínufólks fylgir veiking palestínsks hagkerfis og menningar sem neyðir Palestínufólk til að flýja eigið land, eða veita eigin útrýmingu mótspyrnu.[4] Þann 18. Október 2023 setti öryggismálaráðherra Ísrael, Itamar Ben-Gvir, á neyðarlöggjöf. Koby Yaakobi, náinn samstarfsmaður Gvir og yfirmaður IPS lýsti strax yfir áformum um að „gjörbylta“ IPS í samræmi við stefnu ráðherrans. Markviss „skerðing“ allra aðstæðna í fangelsum landsins var gerð að forgangsverkefni. Nýrri og hertri fangelsisstefnu var tafarlaust beitt gegn palestínskum föngum. Til meginreglna stefnunnar heyrir aukið andlegt og líkamlegt ofbeldi, synjun á læknismeðferð, svelti og svefnleysi fanga. Rannsóknir hafa sýnt, að reglubundnar pyntingar eru framkvæmdar samkvæmt skipunum á palestínskum föngum sem flestum er haldið í ísraelskum fangelsum án réttarhalda. Framfylgd reglnanna er í trássi við skuldbindingar Ísraels bæði samkvæmt innlendum alþjóðlegum lögum.[5] Handahófskenndar handtökur jukust stórlega á Vesturbakkanum eftir 18 október 2023, sérstaklega handtökur sem gerðar eru seint á nóttunni og einkennast af mikilli valdbeitingu. Fjöldi palestínskra fanga tvöfaldaðist á örfáum vikum, úr fimm þúsund í tæp tíu þúsund. Frá því í október 2023 hafa á fimmta hundrað Palestínumenn verið myrtir á Vesturbakkanum af ísraelskum hermönnum.[6] Í lok desember 2024 voru 9.619 Palestínumenn, karlar, konur og börn, skráðir í haldi IPS á Vesturbakkanum, á grundvelli þess sem stofnunin skilgreindi sem „öryggisástæður“.[7] Engar nákvæmar upplýsingar eru til um handtekna Palestínumenn á Gasaströndinni, þar sem Ísrael hefur neitað Alþjóðaráði Rauða krossins (ICRC) og lögfræðingum aðgang. En fjölmiðlar hafa greint frá því að hundruð manna séu í haldi í herbúðum innan Ísraels við ómannúðlegar aðstæður. Með því að neita að veita upplýsingar hefur Ísrael framið það sem jafngildir „þvinguðum mannshvörfum“ sem skilgreind eru glæpur gegn mannkyni.[8] Manngerð Helvíti Ísrael í Palestínu eru víða. Meðal þeirra sem eru helst handteknir eru blaðamenn, stjórnmálamenn og aðgerðasinnar, stúdentar, listamenn og læknar. Skilgreining Ísraela á „hryðjuverkaógn“ nær einnig til „ungra karlar á bardagaaldri“, allt niður í börn, og „hryðjuverkaefni“ er hugtak sem samkvæmt ísraelskri skilgreiningu felur m.a. í sér palestínskar bókmenntir og palestínska fánann.[9] Ísrael er eina landið í heiminum þar sem börn eru dregin fyrir herdómstóla og þeim neitað um grundvallarréttindi. Þar eru tveir herdómstólar í Ísrael, báðir staðsettir innan herstöðva, í Ofer og í Salem. Herdómstólarnir sækja allt niður í 12 ára börn til saka. Bæði dómararnir og saksóknararnir eru ísraelskir hermenn.[10] Samkvæmt Defense for Children Palestine eru um 500 til 700 palestínsk börn handtekin og ákærð fyrir ísraelskum herdómstólum á hverju ári. Algengasta ákæran er að kasta steinum sem varðar allt að 20 ára fangelsi samkvæmt herlögum. Eins og er eru 400 palestínsk börn í ísraelskum fangelsum svo vitað sé, flest eru í haldi án þess að hafa verið dæmd fyrir brot.[11] Þegar palestínsk börn á Vesturbakkanum eru handtekin og þau sett í varðhald eða fangelsi, er þeim neitað um lagalega vernd. Þau eru oft handtekin um miðja nótt, handjárnuð, bundið fyrir augun á þeim og þau flutt í yfirheyrslustöðvar eða fangelsi í ísraelskum byggðum á Vesturbakkanum áður en þau eru flutt annað að morgni.[12] Defence of the Child International-Palestine safnaði gögnum frá 766 börnum á Vesturbakkanum frá 1. janúar 2016 til 31. desember 2022. Börnin lýstu hrottafengnum handtökum og yfirheyrslum og illri meðferð í fangelsisvistinni. Á meðal þess sem kom fram var að um 75% barnanna voru beitt líkamlegu ofbeldi, leitað var á 80% barnanna án fata og yfirheyrslur án viðveru fjölskyldumeðlims barnanna átti sér stað í 97% tilfellanna. Palestínska fræðakonan og aðgerðasinninn Nadera Shalhoub-Kevorkian nefnir ofbeldisaðgerðir Ísrael gegn palestínskum börnum „afbernskun“ (unchilding), þar sem Ísrael neitar að líta á palestínsk börn sem börn, heldur kemur fram við þau sem „réttindalaus núll“ og „hættulega, drepanlega líkama“ sem eigi að setja í búr og fjarlægja.[13] Ísrael og Vesturlönd stilla Hamas upp sem hryðjuverkasamtökum sem noti gíslatöku sem ómannúðlegt vopn í árásum og stríðsdeilum. Samlíkingin hefur nýst Ísraelum vel í réttlætingu sinni á þjóðarmorðinu á Gasa. Í tvö ár hafa vestrænir pólitíkusar og fjölmiðlar, okkar eigin þar með taldir, haldið ímyndinni á lofti og klifað á gíslatöku Hamas sem miðlægu voðaverki þjóðarmorðsins. Lausn ísraelsku gíslanna hefur jafnframt verið ítrekuð sem forsenda þess að Ísrael stöðvi gegndarlausar hernaðarárásir sínar á Gasa og dagleg fjöldamorð á óbreyttum borgurum og börnum þeirra.[14] Ímynd Hamas sem hryðjuverkasamtaka er ætlað að breiða yfir þá staðreynd, að „Hamas er stjórnmálaafl sem vann kosningarnar árið 2005 (á Gasa), hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Hamas byggði skóla, opinberar byggingar og sjúkrahús. Það er einfaldlega yfirvaldið“[15], líkt og Francesca Albanese mannréttindalögfræðingur og sérfræðingur hjá Sameinuðu þjóðunum um málefni Palestínu, orðaði það, og hefur ítrekað áréttað. Hamas eru pólitísk samtök, stofnuð árið 1987 sem andsvar við hernámi Ísrael. Hamas er ekki við völd á Vesturbakkanum þar sem Fouad var handtekinn, fangelsaður og pyntaður fyrir að vita ekki hvar bróðir hans var niðurkominn. Með því að einblína einhliða á gíslatöku Hamas á Gasa í yfirstandandi þjóðarmorði er litið fram hjá þeirri staðreynd að Ísrael hefur í yfir sjö áratugi gert fjöldafangelsun Palestínufólks að einni af helstu aðferðum sínum til að brjóta Palestínufólk á bak aftur og eyða og koma í veg fyrir palestínska mótspyrnu gegn eignarnámi, ofbeldi og kúgun hernámshersins.[16] Síðast en ekki síst hefur gíslataka Hamas verið nýtt til að beina athygli almennings markvisst frá þjóðarmorðinu sjálfu. Líf tveggja milljóna manneskja á Gasa er gert að engu og ofsóknir Ísraela gegn tveimur milljónum palestínskra borgara á Vesturbakkanum eru smættaðar í samanburðinum við ísraelska gísla Hamas, sem nú eru 48 talsins. Þann 7 október 2023 voru 1.195 manneskjur myrtar af Hamas. 48 manns er enn haldið föngnum. Frá október 2023 hefur Ísraelsher myrt 680.000 palestínubúa á Gasa, þar af 380.000 börn.[17] Í dag eru um 10.000 palestínskar manneskjur í ísraelskum fangelsum þar af 400 börn. Langflest án dóms og laga. Lög um að gjalda skuli fyrir glæp í sömu mynt er að finna í Mósebókum Gamla testamentisins: „Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn“.[18] Hversu mörg palestínsk augu fyrir eitt ísraelskt auga? Hversu marga palestínska barnatanngarða fyrir eina ísraelska tönn? Höfundur er verkefnisstjóri rannsókna hjá Félagsvísindastofnun HÍ. [1] https://www.btselem.org/sites/default/files/publications/202408_welcome_to_hell_summary_eng.pdf [2] https://www.securityincontext.org/posts/locked-in-conflict-israels-repressive-carceral-system [3] Sama [4] https://www.berghahnjournals.com/view/journals/social-analysis/52/2/sa520207.xml [5] https://www.btselem.org/sites/default/files/publications/202408_welcome_to_hell_summary_eng.pdf [6] https://www.securityincontext.org/posts/locked-in-conflict-israels-repressive-carceral-system [7] https://www.btselem.org/statistics/detainees_and_prisoners [8] https://www.securityincontext.org/posts/locked-in-conflict-israels-repressive-carceral-system [9] Sama [10] Sama [11] https://www.aljazeera.com/news/2025/4/17/a-nation-behind-bars-why-has-israel-imprisoned-10000-palestinians [12] https://www.securityincontext.org/posts/locked-in-conflict-israels-repressive-carceral-system [13] https://www.securityincontext.org/posts/locked-in-conflict-israels-repressive-carceral-system [14] https://www.visir.is/g/20252760576d/atta-utan-rikis-radherrar-for-daema-her-namid-a-gasa [15] https://unwatch.org/no-joke-un-human-rights-expert-francesca-albanese-openly-defends-hamas/ [16] https://www.securityincontext.org/posts/locked-in-conflict-israels-repressive-carceral-system [17] https://eirigi.org/latestnews/2025/9/14/report-death-toll-in-the-gaza-reaches-680000-yet-apartheid-israel-tries-to-tell-us-there-is-no-genocide [18] https://www.visindavefur.is/svar.php?id=81131 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Sjá meira
„Velkomin til Helvítis“ var kveðjan sem tók á móti Fouad Hassan, 45 ára palestínskum fjölskylduföður frá Vesturbakkanum í ísraelska fangelsinu Megiddo. Þetta var í byrjun nóvember 2023. Fouad var fluttur ásamt rútufylli af Palestínufólki í fangelsið. Á leiðinni voru fangarnir bundnir á höndum og fótum og þeir barðir. Höfuðin keyrð niður. Þegar einn þeirra leit upp, á hermennina, sagði einn þeirra við hann: „hundurinn mun leika sér á milli fótanna á þér í Megiddo.“ Tveimur sólarhringum áður höfðu á annan tug ísraelskra hermanna ráðist inn á heimili Fouad, um miðja nótt. Þeir vildu vita hvar yngri bróðir hans væri, Ibrahim. Fouad vissi það ekki og var tekin fastur. Hann var færður í fangelsi, yfirheyrður, barinn og honum misþyrmt daglega í margar vikur. Einn daginn rankaði hann við sér við að heyra samfanga sína segja hann dáinn. Hann lá á gólfinu í fangaklefanum, brotinn og blóðugur frá hvirfli til ilja. Fouad var látinn laus eftir tæpan mánuð. Bróðir hans Abd, sem var tekinn fastur nokkrum vikum á eftir Fouad, er enn í fangelsi á Vesturbakkanum. Herinn réðist líka inn á heimili móður þeirra í leit að upplýsingum um Ibrahim. Fjölskyldan veit ekki enn, til þessa dags, hvað varð um Ibrahim.[1] Reglubundin handtaka og fangelsun Palestínufólks hefur átt sér stað frá stofnun fangelsisstofnunar Ísrael (IPS) árið 1949. Stofnunin hefur umsjón með 32 fangelsum um allt Ísrael. Fjöldi palestínskra fanga í ísraelskum fangelsum hefur farið vaxandi sem á hefur liðið hernám Ísraela í Palestínu og tvöfaldaðist í október 2023.[2] Frá árinu 1967 hefur Ísrael haldið um það bil einni milljón Palestínufólks, karla og kvenna, og tugþúsundum barna. Að minnsta kosti fjórir af hverjum 10 palestínskum körlum munu sæta haldi í ísraelskum fangelsum; 70 prósent palestínskra fjölskyldna eiga að minnsta kosti einn ættingja í fangelsum Ísraela.[3] Fjöldafangelsun Palestínufólks á hernumdu svæðum Palestínu er framkvæmd markvisst og skipulega. Þetta er hluti af aðskilnaðarkerfi Ísrael og samanstendur af yfirheyrslustöðvum, eftirlitsstöðvum, tveimur ísraelskum herdómstólum, fangelsum og múrum sem hafa verið byggðir utan um heilu þorpin og bæina í Palestínu með það eina markmið að einangra og eyðileggja palestínsku þjóðina. Allt starfsfólk kerfisins eru hermenn. Skipulegri og endurtekinni fjöldafangelsun Palestínufólks fylgir veiking palestínsks hagkerfis og menningar sem neyðir Palestínufólk til að flýja eigið land, eða veita eigin útrýmingu mótspyrnu.[4] Þann 18. Október 2023 setti öryggismálaráðherra Ísrael, Itamar Ben-Gvir, á neyðarlöggjöf. Koby Yaakobi, náinn samstarfsmaður Gvir og yfirmaður IPS lýsti strax yfir áformum um að „gjörbylta“ IPS í samræmi við stefnu ráðherrans. Markviss „skerðing“ allra aðstæðna í fangelsum landsins var gerð að forgangsverkefni. Nýrri og hertri fangelsisstefnu var tafarlaust beitt gegn palestínskum föngum. Til meginreglna stefnunnar heyrir aukið andlegt og líkamlegt ofbeldi, synjun á læknismeðferð, svelti og svefnleysi fanga. Rannsóknir hafa sýnt, að reglubundnar pyntingar eru framkvæmdar samkvæmt skipunum á palestínskum föngum sem flestum er haldið í ísraelskum fangelsum án réttarhalda. Framfylgd reglnanna er í trássi við skuldbindingar Ísraels bæði samkvæmt innlendum alþjóðlegum lögum.[5] Handahófskenndar handtökur jukust stórlega á Vesturbakkanum eftir 18 október 2023, sérstaklega handtökur sem gerðar eru seint á nóttunni og einkennast af mikilli valdbeitingu. Fjöldi palestínskra fanga tvöfaldaðist á örfáum vikum, úr fimm þúsund í tæp tíu þúsund. Frá því í október 2023 hafa á fimmta hundrað Palestínumenn verið myrtir á Vesturbakkanum af ísraelskum hermönnum.[6] Í lok desember 2024 voru 9.619 Palestínumenn, karlar, konur og börn, skráðir í haldi IPS á Vesturbakkanum, á grundvelli þess sem stofnunin skilgreindi sem „öryggisástæður“.[7] Engar nákvæmar upplýsingar eru til um handtekna Palestínumenn á Gasaströndinni, þar sem Ísrael hefur neitað Alþjóðaráði Rauða krossins (ICRC) og lögfræðingum aðgang. En fjölmiðlar hafa greint frá því að hundruð manna séu í haldi í herbúðum innan Ísraels við ómannúðlegar aðstæður. Með því að neita að veita upplýsingar hefur Ísrael framið það sem jafngildir „þvinguðum mannshvörfum“ sem skilgreind eru glæpur gegn mannkyni.[8] Manngerð Helvíti Ísrael í Palestínu eru víða. Meðal þeirra sem eru helst handteknir eru blaðamenn, stjórnmálamenn og aðgerðasinnar, stúdentar, listamenn og læknar. Skilgreining Ísraela á „hryðjuverkaógn“ nær einnig til „ungra karlar á bardagaaldri“, allt niður í börn, og „hryðjuverkaefni“ er hugtak sem samkvæmt ísraelskri skilgreiningu felur m.a. í sér palestínskar bókmenntir og palestínska fánann.[9] Ísrael er eina landið í heiminum þar sem börn eru dregin fyrir herdómstóla og þeim neitað um grundvallarréttindi. Þar eru tveir herdómstólar í Ísrael, báðir staðsettir innan herstöðva, í Ofer og í Salem. Herdómstólarnir sækja allt niður í 12 ára börn til saka. Bæði dómararnir og saksóknararnir eru ísraelskir hermenn.[10] Samkvæmt Defense for Children Palestine eru um 500 til 700 palestínsk börn handtekin og ákærð fyrir ísraelskum herdómstólum á hverju ári. Algengasta ákæran er að kasta steinum sem varðar allt að 20 ára fangelsi samkvæmt herlögum. Eins og er eru 400 palestínsk börn í ísraelskum fangelsum svo vitað sé, flest eru í haldi án þess að hafa verið dæmd fyrir brot.[11] Þegar palestínsk börn á Vesturbakkanum eru handtekin og þau sett í varðhald eða fangelsi, er þeim neitað um lagalega vernd. Þau eru oft handtekin um miðja nótt, handjárnuð, bundið fyrir augun á þeim og þau flutt í yfirheyrslustöðvar eða fangelsi í ísraelskum byggðum á Vesturbakkanum áður en þau eru flutt annað að morgni.[12] Defence of the Child International-Palestine safnaði gögnum frá 766 börnum á Vesturbakkanum frá 1. janúar 2016 til 31. desember 2022. Börnin lýstu hrottafengnum handtökum og yfirheyrslum og illri meðferð í fangelsisvistinni. Á meðal þess sem kom fram var að um 75% barnanna voru beitt líkamlegu ofbeldi, leitað var á 80% barnanna án fata og yfirheyrslur án viðveru fjölskyldumeðlims barnanna átti sér stað í 97% tilfellanna. Palestínska fræðakonan og aðgerðasinninn Nadera Shalhoub-Kevorkian nefnir ofbeldisaðgerðir Ísrael gegn palestínskum börnum „afbernskun“ (unchilding), þar sem Ísrael neitar að líta á palestínsk börn sem börn, heldur kemur fram við þau sem „réttindalaus núll“ og „hættulega, drepanlega líkama“ sem eigi að setja í búr og fjarlægja.[13] Ísrael og Vesturlönd stilla Hamas upp sem hryðjuverkasamtökum sem noti gíslatöku sem ómannúðlegt vopn í árásum og stríðsdeilum. Samlíkingin hefur nýst Ísraelum vel í réttlætingu sinni á þjóðarmorðinu á Gasa. Í tvö ár hafa vestrænir pólitíkusar og fjölmiðlar, okkar eigin þar með taldir, haldið ímyndinni á lofti og klifað á gíslatöku Hamas sem miðlægu voðaverki þjóðarmorðsins. Lausn ísraelsku gíslanna hefur jafnframt verið ítrekuð sem forsenda þess að Ísrael stöðvi gegndarlausar hernaðarárásir sínar á Gasa og dagleg fjöldamorð á óbreyttum borgurum og börnum þeirra.[14] Ímynd Hamas sem hryðjuverkasamtaka er ætlað að breiða yfir þá staðreynd, að „Hamas er stjórnmálaafl sem vann kosningarnar árið 2005 (á Gasa), hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Hamas byggði skóla, opinberar byggingar og sjúkrahús. Það er einfaldlega yfirvaldið“[15], líkt og Francesca Albanese mannréttindalögfræðingur og sérfræðingur hjá Sameinuðu þjóðunum um málefni Palestínu, orðaði það, og hefur ítrekað áréttað. Hamas eru pólitísk samtök, stofnuð árið 1987 sem andsvar við hernámi Ísrael. Hamas er ekki við völd á Vesturbakkanum þar sem Fouad var handtekinn, fangelsaður og pyntaður fyrir að vita ekki hvar bróðir hans var niðurkominn. Með því að einblína einhliða á gíslatöku Hamas á Gasa í yfirstandandi þjóðarmorði er litið fram hjá þeirri staðreynd að Ísrael hefur í yfir sjö áratugi gert fjöldafangelsun Palestínufólks að einni af helstu aðferðum sínum til að brjóta Palestínufólk á bak aftur og eyða og koma í veg fyrir palestínska mótspyrnu gegn eignarnámi, ofbeldi og kúgun hernámshersins.[16] Síðast en ekki síst hefur gíslataka Hamas verið nýtt til að beina athygli almennings markvisst frá þjóðarmorðinu sjálfu. Líf tveggja milljóna manneskja á Gasa er gert að engu og ofsóknir Ísraela gegn tveimur milljónum palestínskra borgara á Vesturbakkanum eru smættaðar í samanburðinum við ísraelska gísla Hamas, sem nú eru 48 talsins. Þann 7 október 2023 voru 1.195 manneskjur myrtar af Hamas. 48 manns er enn haldið föngnum. Frá október 2023 hefur Ísraelsher myrt 680.000 palestínubúa á Gasa, þar af 380.000 börn.[17] Í dag eru um 10.000 palestínskar manneskjur í ísraelskum fangelsum þar af 400 börn. Langflest án dóms og laga. Lög um að gjalda skuli fyrir glæp í sömu mynt er að finna í Mósebókum Gamla testamentisins: „Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn“.[18] Hversu mörg palestínsk augu fyrir eitt ísraelskt auga? Hversu marga palestínska barnatanngarða fyrir eina ísraelska tönn? Höfundur er verkefnisstjóri rannsókna hjá Félagsvísindastofnun HÍ. [1] https://www.btselem.org/sites/default/files/publications/202408_welcome_to_hell_summary_eng.pdf [2] https://www.securityincontext.org/posts/locked-in-conflict-israels-repressive-carceral-system [3] Sama [4] https://www.berghahnjournals.com/view/journals/social-analysis/52/2/sa520207.xml [5] https://www.btselem.org/sites/default/files/publications/202408_welcome_to_hell_summary_eng.pdf [6] https://www.securityincontext.org/posts/locked-in-conflict-israels-repressive-carceral-system [7] https://www.btselem.org/statistics/detainees_and_prisoners [8] https://www.securityincontext.org/posts/locked-in-conflict-israels-repressive-carceral-system [9] Sama [10] Sama [11] https://www.aljazeera.com/news/2025/4/17/a-nation-behind-bars-why-has-israel-imprisoned-10000-palestinians [12] https://www.securityincontext.org/posts/locked-in-conflict-israels-repressive-carceral-system [13] https://www.securityincontext.org/posts/locked-in-conflict-israels-repressive-carceral-system [14] https://www.visir.is/g/20252760576d/atta-utan-rikis-radherrar-for-daema-her-namid-a-gasa [15] https://unwatch.org/no-joke-un-human-rights-expert-francesca-albanese-openly-defends-hamas/ [16] https://www.securityincontext.org/posts/locked-in-conflict-israels-repressive-carceral-system [17] https://eirigi.org/latestnews/2025/9/14/report-death-toll-in-the-gaza-reaches-680000-yet-apartheid-israel-tries-to-tell-us-there-is-no-genocide [18] https://www.visindavefur.is/svar.php?id=81131
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun