Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. september 2025 06:54 Kimmel sagði aðför stjórnvalda gegn uppistöndurum and-bandaríska. Getty/Variety/John Nacion Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel snéri aftur á skjáinn í gærkvöldi, eftir að hafa verið kippt úr loftinu vegna ummæla hans um morðið á aðgerðasinnanum Charlie Kirk. Kimmel sagði það aldrei hafa verið ætlun sína að gantast með dauða Kirk, né heldur hafi hann ætlað að kenna einhverjum ákveðnum hóp um morðið. Hann sagðist hafa skilning á því að einhverjum hafi fundist orð sín ótímabær eða óskýr. Þátturinn hans væri ekki mikilvægur þannig séð, en það væri hins vegar mikilvægt að fá að búa í landi þar sem þættir á borð við hans fengju að vera á dagskrá. Þakkaði hann stuðningsmönnum sínum og þeim sem væru ósammála sér en styddu engu að síður rétt sinn til að deila skoðunum sínum. Jimmy Kimmel's full monologue tonight pic.twitter.com/sZI6uouUAd— Marlow Stern (@MarlowNYC) September 24, 2025 Disney og dreifingaraðilar Jimmy Kimmel Live! ákváðu að taka þáttinn af dagskrá um óákveðin tíma eftir að Kimmel sagði að MAGA-hreyfingin ynni nú ötullega að því að afsala sér ábyrgð á morðingjanum og á sama tíma, að skora pólitísk stig. Ákvörðunin virðist hafa verið endurskoðuð eftir að fjöldi þekktra einstaklinga í Hollywood, stéttarfélög og jafnvel Repúblikanar kölluðu eftir því að Kimmel yrði hleypt aftur á skjáinn. Kimmel notaði tækifærið í gær og skaut á Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem fagnaði mjög ákvörðun Disney. Forsetinn hefði gert sitt besta til að slaufa honum en þess í stað tryggt að milljónir myndu horfa á þáttinn. Þá hefði Trump gert það skýrt að hann vildi að hann, Kimmel, og fjöldi annarra misstu vinnuna. „Leiðtogi okkar fagnar því að Bandaríkjamenn missi vinnuna, bara af því að hann höndlar ekki að það sé gert grín að honum.“ Sjálfur harmaði Trump í gær endurkomu Kimmel og hafði í hótunum við ABC, sem er dótturfélag Disney. „Sjáum hvað við getum gert. Síðast gáfu þeir mér sextán milljónir dala. Þetta hljómar enn gróðavænlegra,“ sagði forsetinn á Truth Social og vísaði þar til sáttar sem náðist milli hans og ABC í fyrra. „Leyfum Jimmy Kimmel að rotna í slæmum áhorfstölum,“ bætti hann við. Bandaríkin Donald Trump Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Kimmel sagði það aldrei hafa verið ætlun sína að gantast með dauða Kirk, né heldur hafi hann ætlað að kenna einhverjum ákveðnum hóp um morðið. Hann sagðist hafa skilning á því að einhverjum hafi fundist orð sín ótímabær eða óskýr. Þátturinn hans væri ekki mikilvægur þannig séð, en það væri hins vegar mikilvægt að fá að búa í landi þar sem þættir á borð við hans fengju að vera á dagskrá. Þakkaði hann stuðningsmönnum sínum og þeim sem væru ósammála sér en styddu engu að síður rétt sinn til að deila skoðunum sínum. Jimmy Kimmel's full monologue tonight pic.twitter.com/sZI6uouUAd— Marlow Stern (@MarlowNYC) September 24, 2025 Disney og dreifingaraðilar Jimmy Kimmel Live! ákváðu að taka þáttinn af dagskrá um óákveðin tíma eftir að Kimmel sagði að MAGA-hreyfingin ynni nú ötullega að því að afsala sér ábyrgð á morðingjanum og á sama tíma, að skora pólitísk stig. Ákvörðunin virðist hafa verið endurskoðuð eftir að fjöldi þekktra einstaklinga í Hollywood, stéttarfélög og jafnvel Repúblikanar kölluðu eftir því að Kimmel yrði hleypt aftur á skjáinn. Kimmel notaði tækifærið í gær og skaut á Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem fagnaði mjög ákvörðun Disney. Forsetinn hefði gert sitt besta til að slaufa honum en þess í stað tryggt að milljónir myndu horfa á þáttinn. Þá hefði Trump gert það skýrt að hann vildi að hann, Kimmel, og fjöldi annarra misstu vinnuna. „Leiðtogi okkar fagnar því að Bandaríkjamenn missi vinnuna, bara af því að hann höndlar ekki að það sé gert grín að honum.“ Sjálfur harmaði Trump í gær endurkomu Kimmel og hafði í hótunum við ABC, sem er dótturfélag Disney. „Sjáum hvað við getum gert. Síðast gáfu þeir mér sextán milljónir dala. Þetta hljómar enn gróðavænlegra,“ sagði forsetinn á Truth Social og vísaði þar til sáttar sem náðist milli hans og ABC í fyrra. „Leyfum Jimmy Kimmel að rotna í slæmum áhorfstölum,“ bætti hann við.
Bandaríkin Donald Trump Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira