Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar 24. september 2025 09:33 Hlutverk stórra olíufyrirtækja í að bæla niður vísindalega vitneskju í þágu fjárhagslegs ávinnings er löngu orðið augljóst. Exxon, Shell og fleiri létu sína eigin vísindamenn kortleggja loftslagsáhrifin strax á áttunda og níunda áratugnum. Niðurstöðurnar voru skýrar: áframhaldandi brennsla jarðefnaeldsneytis myndi valda hættulegum breytingum á loftslagi jarðar. En í stað þess að bregðast við ákváðu fyrirtækin að fela gögnin, ráða lobbíista og fjármagna „vísindamenn“ til að sá efa og blekkja almenning. Þetta var ekki vanþekking, þetta var meðvituð stefna til að verja hagnaðinn, sama hvað það kostaði samfélagið. Þetta sýnir að vandinn var aldrei skortur á vitneskju heldur að hagsmunir voru settir ofar sameiginlegri velferð. Rannsóknir sýna að spár Exxon frá 1980 voru sláandi nákvæmar um það sem við sjáum gerast núna. Shell hafði sömu vitneskju: Árið 1988 gaf fyrirtækið út skýrslu sem varaði við hættulegum afleiðingum, en hélt engu að síður áfram að tefja aðgerðir. Það er ótrúlegt að á sama tíma og skjöl sýna svart á hvítu að olíufyrirtækin vissu og lugu til að verja hagnað sinn skuli íslenskir stjórnmálamenn enn krefjast olíuleitar. Miðflokkurinn tala eins og við séum enn á níunda áratugnum, þrátt fyrir að vísindin séu skýrari en nokkru sinni og afleiðingarnar liggi fyrir. Mér finnst lágmark er að almenningur fái að vita sannleikann: olíufyrirtækin vissu þetta. Kannski hafa Miðflokksmenn einfaldlega ekki kynnt sér þessar skýrslur til hlítar. Ég hvet þau eindregið til þess því vonandi myndi það breyta því hvernig þau tala um loftslagsmál. Golfstraumurinn í hættu Þessar meðvituðu ákvarðanir stórfyrirtækja höfðu ekki aðeins almenn áhrif á loftslagið heldur nú þegar beinar afleiðingar fyrir okkur hér á norðurslóðum. Vísindamenn vara nú við að Atlantshafsstraumurinn (AMOC), sem knýr Golfstrauminn og heldur Íslandi hlýju, geti veikst eða hreinlega hrunið jafnvel á okkar líftíma. Slíkt myndi umturna loftslagi norðurhvels: snögg kólnun hér, þurrkar og hungur annars staðar, sjávarstöðuhækkun við austurströnd Bandaríkjanna og mikinn fólksflótta. Með öðrum orðum: Golfstraumurinn er forsenda þess að við getum yfirhöfuð búið hér á landi. Atburðurinn (e. The Event) Ef loftslagsbreytingar væru blekking (e. hoax), af hverju eru þá milljarðamæringar að undirbúa sig? Bandaríski rithöfundurinn Douglas Rushkoff lýsir í breska fjölmiðlinum The Guardian fundi með milljarðamæringum sem vildu ræða hvernig þeir gætu undirbúið sig fyrir hrun samfélagsins, til dæmis vegna loftslagsbreytinga. Þeir spurðu hann ekki hvernig mætti bjarga heiminum heldur hvernig þeir gætu sjálfir lifað af. Þeir ræddu hvort væri best að byggja skjól í Nýja-Sjálandi, hvernig tryggja mætti sjálfbær matvæli og jafnvel hvernig halda mætti einkaher sínum trúum eftir að peningarnir hefðu misst gildi. Rushkoff bendir á að Atburðurinn (e. The Event) standi ekki bara fyrir eina vá heldur mögulegt hrun samfélagsins eins og við þekkjum það: loftslagsbreytingar, veiking Golfstraumsins, hitabylgjur, flóð og uppskerubrestir, farsóttir, kjarnorkustríð eða samfélagslegt hrun. Í stuttu máli: Þeir eru ekki að spá í hvernig við björgum heiminum saman heldur hvernig þeir geti lokað sig af og lifað af þegar allt hrynur í kringum þá. Hverjir hagnast á menningastríði? „Í Bretlandi tók Nigel Farage við milljónum frá olíu- og gasfyrirtækjum. Í aðdraganda Brexit seldi hann síðan almenningi ‘frelsi’ og ‘fullveldi’.Í reynd var markmiðið að losa auðuga bakhjarla undan regluverki ESB sem verndaði launafólk, neytendur og umhverfið. Í Brasilíu gerði Jair Bolsonaro lítið úr loftslagsvandanum, veikti vernd Amazon og beitti þjóðernishyggju til að hylja hagsmuni stórfyrirtækja. Í Bandaríkjunum dró Donald Trump landið úr Parísarsamkomulaginu, setti olíulobbíista í valdastöður og vann markvisst að því að styrkja jarðefnaeldsneytisgeirann. Og þetta heldur áfram. Rannsókn David Suzuki Foundation leiðir í ljós að stór olíu- og gasfyrirtæki standa leynilega að baki „anti-woke“ hreyfingum í Bandaríkjunum. Þetta er hluti af víðtækari stefnu þeirra að nota menningarstríð sem vopn til að draga athyglina frá loftslagsvandanum og koma í veg fyrir aðgerðir gegn loftslagsbreytingum Á meðan við rífumst innbyrðis um „woke“, kynjaumræðu og innflytjendur, liggja raunverulegu hagsmunirnir á bak við tjöldin: gróði af jarðefnaeldsneyti og baráttan gegn umhverfisregluverki. Kjarni þessa menningarstríðs er að beina athyglinni og reiðinni frá þeim sem bera raunverulega ábyrgð yfir á minnihlutahópa og láta okkur berjast innbyrðis, á meðan peningar og völd safnast á fáar hendur. Meginreglan er alltaf sú sama: Látið fólkið berjast innbyrðis svo það sameinist aldrei gegn þér. Höfundur er áhugamaður um samfèlagsmál. Heimildir og áhugaverðar umfjallarnir https://www.climatefiles.com/shell/1988-shell-report-greenhouse/ The super-rich ‘preppers’ planning to save themselves from the apocalypse Richest 1% account for more carbon emissions than poorest 66%, report says Big Oil secretly sponsors anti-woke movement What fossil fuel companies knew and when they knew it Íslenski draumurinn eða martröðin How dark money fuels climate denialism The Populist Revolt Against Climate Policy Exposing Reform’s Oil Ties Significantly Reduces Party Support, New Research Finds Who’s funding Reform and why? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Freyr Öfjörð Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hlutverk stórra olíufyrirtækja í að bæla niður vísindalega vitneskju í þágu fjárhagslegs ávinnings er löngu orðið augljóst. Exxon, Shell og fleiri létu sína eigin vísindamenn kortleggja loftslagsáhrifin strax á áttunda og níunda áratugnum. Niðurstöðurnar voru skýrar: áframhaldandi brennsla jarðefnaeldsneytis myndi valda hættulegum breytingum á loftslagi jarðar. En í stað þess að bregðast við ákváðu fyrirtækin að fela gögnin, ráða lobbíista og fjármagna „vísindamenn“ til að sá efa og blekkja almenning. Þetta var ekki vanþekking, þetta var meðvituð stefna til að verja hagnaðinn, sama hvað það kostaði samfélagið. Þetta sýnir að vandinn var aldrei skortur á vitneskju heldur að hagsmunir voru settir ofar sameiginlegri velferð. Rannsóknir sýna að spár Exxon frá 1980 voru sláandi nákvæmar um það sem við sjáum gerast núna. Shell hafði sömu vitneskju: Árið 1988 gaf fyrirtækið út skýrslu sem varaði við hættulegum afleiðingum, en hélt engu að síður áfram að tefja aðgerðir. Það er ótrúlegt að á sama tíma og skjöl sýna svart á hvítu að olíufyrirtækin vissu og lugu til að verja hagnað sinn skuli íslenskir stjórnmálamenn enn krefjast olíuleitar. Miðflokkurinn tala eins og við séum enn á níunda áratugnum, þrátt fyrir að vísindin séu skýrari en nokkru sinni og afleiðingarnar liggi fyrir. Mér finnst lágmark er að almenningur fái að vita sannleikann: olíufyrirtækin vissu þetta. Kannski hafa Miðflokksmenn einfaldlega ekki kynnt sér þessar skýrslur til hlítar. Ég hvet þau eindregið til þess því vonandi myndi það breyta því hvernig þau tala um loftslagsmál. Golfstraumurinn í hættu Þessar meðvituðu ákvarðanir stórfyrirtækja höfðu ekki aðeins almenn áhrif á loftslagið heldur nú þegar beinar afleiðingar fyrir okkur hér á norðurslóðum. Vísindamenn vara nú við að Atlantshafsstraumurinn (AMOC), sem knýr Golfstrauminn og heldur Íslandi hlýju, geti veikst eða hreinlega hrunið jafnvel á okkar líftíma. Slíkt myndi umturna loftslagi norðurhvels: snögg kólnun hér, þurrkar og hungur annars staðar, sjávarstöðuhækkun við austurströnd Bandaríkjanna og mikinn fólksflótta. Með öðrum orðum: Golfstraumurinn er forsenda þess að við getum yfirhöfuð búið hér á landi. Atburðurinn (e. The Event) Ef loftslagsbreytingar væru blekking (e. hoax), af hverju eru þá milljarðamæringar að undirbúa sig? Bandaríski rithöfundurinn Douglas Rushkoff lýsir í breska fjölmiðlinum The Guardian fundi með milljarðamæringum sem vildu ræða hvernig þeir gætu undirbúið sig fyrir hrun samfélagsins, til dæmis vegna loftslagsbreytinga. Þeir spurðu hann ekki hvernig mætti bjarga heiminum heldur hvernig þeir gætu sjálfir lifað af. Þeir ræddu hvort væri best að byggja skjól í Nýja-Sjálandi, hvernig tryggja mætti sjálfbær matvæli og jafnvel hvernig halda mætti einkaher sínum trúum eftir að peningarnir hefðu misst gildi. Rushkoff bendir á að Atburðurinn (e. The Event) standi ekki bara fyrir eina vá heldur mögulegt hrun samfélagsins eins og við þekkjum það: loftslagsbreytingar, veiking Golfstraumsins, hitabylgjur, flóð og uppskerubrestir, farsóttir, kjarnorkustríð eða samfélagslegt hrun. Í stuttu máli: Þeir eru ekki að spá í hvernig við björgum heiminum saman heldur hvernig þeir geti lokað sig af og lifað af þegar allt hrynur í kringum þá. Hverjir hagnast á menningastríði? „Í Bretlandi tók Nigel Farage við milljónum frá olíu- og gasfyrirtækjum. Í aðdraganda Brexit seldi hann síðan almenningi ‘frelsi’ og ‘fullveldi’.Í reynd var markmiðið að losa auðuga bakhjarla undan regluverki ESB sem verndaði launafólk, neytendur og umhverfið. Í Brasilíu gerði Jair Bolsonaro lítið úr loftslagsvandanum, veikti vernd Amazon og beitti þjóðernishyggju til að hylja hagsmuni stórfyrirtækja. Í Bandaríkjunum dró Donald Trump landið úr Parísarsamkomulaginu, setti olíulobbíista í valdastöður og vann markvisst að því að styrkja jarðefnaeldsneytisgeirann. Og þetta heldur áfram. Rannsókn David Suzuki Foundation leiðir í ljós að stór olíu- og gasfyrirtæki standa leynilega að baki „anti-woke“ hreyfingum í Bandaríkjunum. Þetta er hluti af víðtækari stefnu þeirra að nota menningarstríð sem vopn til að draga athyglina frá loftslagsvandanum og koma í veg fyrir aðgerðir gegn loftslagsbreytingum Á meðan við rífumst innbyrðis um „woke“, kynjaumræðu og innflytjendur, liggja raunverulegu hagsmunirnir á bak við tjöldin: gróði af jarðefnaeldsneyti og baráttan gegn umhverfisregluverki. Kjarni þessa menningarstríðs er að beina athyglinni og reiðinni frá þeim sem bera raunverulega ábyrgð yfir á minnihlutahópa og láta okkur berjast innbyrðis, á meðan peningar og völd safnast á fáar hendur. Meginreglan er alltaf sú sama: Látið fólkið berjast innbyrðis svo það sameinist aldrei gegn þér. Höfundur er áhugamaður um samfèlagsmál. Heimildir og áhugaverðar umfjallarnir https://www.climatefiles.com/shell/1988-shell-report-greenhouse/ The super-rich ‘preppers’ planning to save themselves from the apocalypse Richest 1% account for more carbon emissions than poorest 66%, report says Big Oil secretly sponsors anti-woke movement What fossil fuel companies knew and when they knew it Íslenski draumurinn eða martröðin How dark money fuels climate denialism The Populist Revolt Against Climate Policy Exposing Reform’s Oil Ties Significantly Reduces Party Support, New Research Finds Who’s funding Reform and why?
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun