Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar 24. september 2025 09:03 Mál Davíðs sýnir enn og aftur hversu brýnt er að íþróttahreyfingin á Íslandi taki fagleg skref inn í framtíðina. Þegar dómara er meinað að dæma í starfi sínu vegna samskiptavanda án þess að skýr rök og ferli liggi fyrir, þá er augljóst að kerfið bregst. Samkvæmt lögum Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) ber stjórn og dómaranefnd að tryggja jafnræði, sanngirni og gegnsæi í meðferð mála. Sama gildir samkvæmt reglum Alþjóðakörfuknattleikssambandsins (FIBA), þar sem kveðið er á um að dómarar eigi rétt á virðingu, faglegri umfjöllun og skýru ferli ef upp koma ágreiningsmál. Ef íþróttalögfræðingar hefðu verið við störf innan KKÍ hefði málið getað farið allt öðruvísi. Lögfræðingar með sérþekkingu á íþróttarétti þekkja innlend lög, samþykktir KKÍ og alþjóðlegar reglur FIBA. Þeir hefðu tryggt að ákvörðun um að meina dómara störfum væri tekin á grundvelli skriflegra reglna, með tilvísun í viðeigandi greinar, með rökstuðningi og að viðkomandi ætti kost á að tjá sig áður en endanleg ákvörðun væri tekin. Þeir hefðu jafnframt bent á kæruleiðir, hvort sem er innanlands eða til FIBA (BAT), og gætt þess að bæði sambandið og viðkomandi dómari hefðu notið sanngjarns málsmeðferðar. Þetta samræmist einnig meginreglum alþjóðlegs íþróttaréttar um due process og natural justice, sem CAS (Court of Arbitration for Sport) hefur ítrekað staðfest að sambönd og félög þurfa að virða. Án fagaðila skapast hætta á því að ákvarðanir byggist á huglægu mati eða persónulegum samskiptum, sem grefur undan trausti, veldur vantrausti meðal dómara og skaðar ímynd sambandsins. Með tilkomu Íþróttalögfræðinga hefði málið verið leyst á faglegum grunni: með sáttamiðlun, formlegum rökstuðningi eða með tilvísun til reglna KKÍ og FIBA, í stað þess að dómari sé settur til hliðar án útskýringa. Nú er kominn tími á að íþróttasambönd á Íslandi, þar á meðal KKÍ, en einnig félög, stígi inn í framtíðina og ráði til sín íþróttalögfræðinga eða að minnsta kosti tryggja aðgengi að sérfræðiráðgjöf. Þannig verður hægt að forðast sambærileg mál, styrkja réttindavernd leikmanna, þjálfara og dómara, og tryggja að íslenskur íþróttaiðnaður standist samanburð við það sem best gerist erlendis. Þetta er ekki kostnaður heldur fjárfesting í fagmennsku, trúverðugleika og réttlæti innan íþróttanna. Þetta mál er ekki einsdæmi í íslenskum íþróttum. Höfundur er íþróttalögfræðingur hjá Sports Law Nordic. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KKÍ Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mál Davíðs sýnir enn og aftur hversu brýnt er að íþróttahreyfingin á Íslandi taki fagleg skref inn í framtíðina. Þegar dómara er meinað að dæma í starfi sínu vegna samskiptavanda án þess að skýr rök og ferli liggi fyrir, þá er augljóst að kerfið bregst. Samkvæmt lögum Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) ber stjórn og dómaranefnd að tryggja jafnræði, sanngirni og gegnsæi í meðferð mála. Sama gildir samkvæmt reglum Alþjóðakörfuknattleikssambandsins (FIBA), þar sem kveðið er á um að dómarar eigi rétt á virðingu, faglegri umfjöllun og skýru ferli ef upp koma ágreiningsmál. Ef íþróttalögfræðingar hefðu verið við störf innan KKÍ hefði málið getað farið allt öðruvísi. Lögfræðingar með sérþekkingu á íþróttarétti þekkja innlend lög, samþykktir KKÍ og alþjóðlegar reglur FIBA. Þeir hefðu tryggt að ákvörðun um að meina dómara störfum væri tekin á grundvelli skriflegra reglna, með tilvísun í viðeigandi greinar, með rökstuðningi og að viðkomandi ætti kost á að tjá sig áður en endanleg ákvörðun væri tekin. Þeir hefðu jafnframt bent á kæruleiðir, hvort sem er innanlands eða til FIBA (BAT), og gætt þess að bæði sambandið og viðkomandi dómari hefðu notið sanngjarns málsmeðferðar. Þetta samræmist einnig meginreglum alþjóðlegs íþróttaréttar um due process og natural justice, sem CAS (Court of Arbitration for Sport) hefur ítrekað staðfest að sambönd og félög þurfa að virða. Án fagaðila skapast hætta á því að ákvarðanir byggist á huglægu mati eða persónulegum samskiptum, sem grefur undan trausti, veldur vantrausti meðal dómara og skaðar ímynd sambandsins. Með tilkomu Íþróttalögfræðinga hefði málið verið leyst á faglegum grunni: með sáttamiðlun, formlegum rökstuðningi eða með tilvísun til reglna KKÍ og FIBA, í stað þess að dómari sé settur til hliðar án útskýringa. Nú er kominn tími á að íþróttasambönd á Íslandi, þar á meðal KKÍ, en einnig félög, stígi inn í framtíðina og ráði til sín íþróttalögfræðinga eða að minnsta kosti tryggja aðgengi að sérfræðiráðgjöf. Þannig verður hægt að forðast sambærileg mál, styrkja réttindavernd leikmanna, þjálfara og dómara, og tryggja að íslenskur íþróttaiðnaður standist samanburð við það sem best gerist erlendis. Þetta er ekki kostnaður heldur fjárfesting í fagmennsku, trúverðugleika og réttlæti innan íþróttanna. Þetta mál er ekki einsdæmi í íslenskum íþróttum. Höfundur er íþróttalögfræðingur hjá Sports Law Nordic.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar