Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2025 12:34 Í dag hyggjast þessi tvö, Mette Frederiksen og Jens-Frederik Nielsen, biðja Grænlenskar konur formlega afsökunar á lykkjumálinu. EPA/MADS CLAUS RASMUSSEN Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur er á Grænlandi þar sem hún mun síðar í dag biðjast formlega afsökunar á lykkjumálinu svokallaða fyrir hönd danska ríkisins. 143 grænlenskar konur sem hafa stefnt danska ríkinu vegna málsins kerfjast hátt í 6 milljóna króna í miskabætur hver. Málið má rekja nokkra áratugi aftur í tímann en á sjöunda áratug síðustu aldar fyrirskipuðu dönsk stjórnvöld að getnaðarvarnarlykkju yrði komið fyrir í stúlkum á Grænlandi, allt niður í tólf ára aldur, og jafnvel án þeirra vitneskju. Sjá einnig: Biður Grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Frederiksen baðst afsökunar á málinu með yfirlýsingu í lok ágúst á þessu ári fyrir hönd danska ríkisins og heimastjórnar Grænlands en þá sagði hún meðal annars að ekki væri hægt að breyta fortíðinni. Hins vegar sé hægt að axla ábyrgð og því væri rétt að biðjast afsökunar. Afsökunarbeiðnin varðar málin sem áttu sér stað fram til ársins 1992, en fyrir það bar danska ríkið ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni á Grænlandi. Jens-Frederik Nielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, biðst hins vegar afsökunar á þeim málum sem áttu sér stað eftir þann tíma. Í dag hyggjast þau tvö, Mette og Jens-Frederik, biðjast formlega afsökunar í sameiningu á Grænlandi. Fyrir liggur að 143 þeirra kvenna sem fengu uppsetta lykkju gegn eigin vilja hafa höfðað mál gegn danska ríkinu og krefjast þrjú hundruð þúsund danskra króna í miskabætur hver. Það jafngildir um það bil 5,7 milljónum íslenskra króna. Þegar hafa grænlensk yfirvöld lofað að greiða bætur til þeirra kvenna sem fengu lykkjuna eftir árið 1992. Þá greindu dönsk stjórnvöld frá því á mánudag að til standi að setja á fót sjóð sem falið verði að úthluta bótum til þeirra kvenna sem í hlut eiga. Ekki hefur verið útfært hverjar bæturnar eiga að vera eða hvaða konur nákvæmlega munu eiga rétt á greiðslu úr sjóðnum. Í viðatali við DR í dag segir Frederiksen að um sé að ræða „svartan kafla“ í sögu ríkjasambands Grænlands og Danmerkur. Hún hefur í dag átt fundi með nokkrum þeirra kvenna sem fengu uppsetta lykkju þegar þær voru ungar. „Þær voru tólf og fjórtán ára þegar þær fengu lykkjuna án samþykkis. Þær vissu í rauninni ekki hvað var í gangi. Nokkrar þeirra hafa í framhaldinu ekki getað eignast börn. Þess vegna er málið mikilvægt,“ segir Frederiksen. Danmörk Grænland Heilbrigðismál Mannréttindi Lykkjumálið á Grænlandi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Málið má rekja nokkra áratugi aftur í tímann en á sjöunda áratug síðustu aldar fyrirskipuðu dönsk stjórnvöld að getnaðarvarnarlykkju yrði komið fyrir í stúlkum á Grænlandi, allt niður í tólf ára aldur, og jafnvel án þeirra vitneskju. Sjá einnig: Biður Grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Frederiksen baðst afsökunar á málinu með yfirlýsingu í lok ágúst á þessu ári fyrir hönd danska ríkisins og heimastjórnar Grænlands en þá sagði hún meðal annars að ekki væri hægt að breyta fortíðinni. Hins vegar sé hægt að axla ábyrgð og því væri rétt að biðjast afsökunar. Afsökunarbeiðnin varðar málin sem áttu sér stað fram til ársins 1992, en fyrir það bar danska ríkið ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni á Grænlandi. Jens-Frederik Nielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, biðst hins vegar afsökunar á þeim málum sem áttu sér stað eftir þann tíma. Í dag hyggjast þau tvö, Mette og Jens-Frederik, biðjast formlega afsökunar í sameiningu á Grænlandi. Fyrir liggur að 143 þeirra kvenna sem fengu uppsetta lykkju gegn eigin vilja hafa höfðað mál gegn danska ríkinu og krefjast þrjú hundruð þúsund danskra króna í miskabætur hver. Það jafngildir um það bil 5,7 milljónum íslenskra króna. Þegar hafa grænlensk yfirvöld lofað að greiða bætur til þeirra kvenna sem fengu lykkjuna eftir árið 1992. Þá greindu dönsk stjórnvöld frá því á mánudag að til standi að setja á fót sjóð sem falið verði að úthluta bótum til þeirra kvenna sem í hlut eiga. Ekki hefur verið útfært hverjar bæturnar eiga að vera eða hvaða konur nákvæmlega munu eiga rétt á greiðslu úr sjóðnum. Í viðatali við DR í dag segir Frederiksen að um sé að ræða „svartan kafla“ í sögu ríkjasambands Grænlands og Danmerkur. Hún hefur í dag átt fundi með nokkrum þeirra kvenna sem fengu uppsetta lykkju þegar þær voru ungar. „Þær voru tólf og fjórtán ára þegar þær fengu lykkjuna án samþykkis. Þær vissu í rauninni ekki hvað var í gangi. Nokkrar þeirra hafa í framhaldinu ekki getað eignast börn. Þess vegna er málið mikilvægt,“ segir Frederiksen.
Danmörk Grænland Heilbrigðismál Mannréttindi Lykkjumálið á Grænlandi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira