Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar 25. september 2025 08:32 Umburðarlyndi hefur mér alltaf fundist einstaklega fallegt orð í íslensku máli. Orð sem við ættum öll að tileinka okkur og merking þess ætti alltaf að vera ríkjandi í samfélaginu okkar. Flest höfum við heyrt talað um að „sýna umburðarlyndi.“ En hvað þýðir þetta orð í raun og veru? Ef við flettum því upp á vef Árnastofnunnar segir „það að virða skoðanir, gildi og hegðun annara“. Gervigreindin segir mér „Umburðarlyndi er íslenskt orð sem merkir þolinmæði, víðsýni og það að sýna öðrum skilning eða þola skoðanir og lífshætti annarra, jafnvel þótt maður sé ekki sammála þeim.“ Þó ég þekki merkingu orðsins finnst mér vert að taka saman þessar skýringar. Enda ná þær svo ótrúlega vel utan um það sem samfélaginu okkar skortir að einhverju leyti um þessar mundir. Á tímum þar sem aukin heift hefur færst í umræðuna. Við getum víða staldrað við og velt fyrir okkur hvar þetta orð þarf að vera meira ríkjandi í samfélaginu okkar. Því er ekki að neita að það hefur verið sérstaklega erfitt að fylgjast með þeirri þróun undanfarnar vikur og mánuði þar sem umræðan hefur oft á tíðum litast af mikilli heift og fordómum. Umræða sem á ekkert skylt við málfrelsi og umburðarlyndi þar sem við höfum t.d. séð sótt að einstaklingum og minnihlutahópum með hatursfullum ummælum. Hvað hugsar þú þegar þú heyrir þetta orð, umburðarlyndi? Ég hugsa um íslenskt samfélag eins og það á að vera og við eigum alltaf að stefna á að vera. Þar sem við virðum skoðanir annara og lífshætti, sýnum þolinmæði, virðingu og skilning þó við séum ekki sammála. Staðreyndin er sú að við öll höfum rétt á okkar skoðun en það er svo sannarlega ekki sama hvernig við setjum hana fram, vöndum okkur í umræðunni og ræðum hlutina á málefnalegan hátt. Þannig mun samfélagið okkar allt leika í umburðarlyndi. Höfundur er 25 ára nemi og situr í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Umburðarlyndi hefur mér alltaf fundist einstaklega fallegt orð í íslensku máli. Orð sem við ættum öll að tileinka okkur og merking þess ætti alltaf að vera ríkjandi í samfélaginu okkar. Flest höfum við heyrt talað um að „sýna umburðarlyndi.“ En hvað þýðir þetta orð í raun og veru? Ef við flettum því upp á vef Árnastofnunnar segir „það að virða skoðanir, gildi og hegðun annara“. Gervigreindin segir mér „Umburðarlyndi er íslenskt orð sem merkir þolinmæði, víðsýni og það að sýna öðrum skilning eða þola skoðanir og lífshætti annarra, jafnvel þótt maður sé ekki sammála þeim.“ Þó ég þekki merkingu orðsins finnst mér vert að taka saman þessar skýringar. Enda ná þær svo ótrúlega vel utan um það sem samfélaginu okkar skortir að einhverju leyti um þessar mundir. Á tímum þar sem aukin heift hefur færst í umræðuna. Við getum víða staldrað við og velt fyrir okkur hvar þetta orð þarf að vera meira ríkjandi í samfélaginu okkar. Því er ekki að neita að það hefur verið sérstaklega erfitt að fylgjast með þeirri þróun undanfarnar vikur og mánuði þar sem umræðan hefur oft á tíðum litast af mikilli heift og fordómum. Umræða sem á ekkert skylt við málfrelsi og umburðarlyndi þar sem við höfum t.d. séð sótt að einstaklingum og minnihlutahópum með hatursfullum ummælum. Hvað hugsar þú þegar þú heyrir þetta orð, umburðarlyndi? Ég hugsa um íslenskt samfélag eins og það á að vera og við eigum alltaf að stefna á að vera. Þar sem við virðum skoðanir annara og lífshætti, sýnum þolinmæði, virðingu og skilning þó við séum ekki sammála. Staðreyndin er sú að við öll höfum rétt á okkar skoðun en það er svo sannarlega ekki sama hvernig við setjum hana fram, vöndum okkur í umræðunni og ræðum hlutina á málefnalegan hátt. Þannig mun samfélagið okkar allt leika í umburðarlyndi. Höfundur er 25 ára nemi og situr í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun