Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar 25. september 2025 10:33 Rekstur og fjárhagur Hafnarfjarðarbæjar er traustur, og hefur verið það síðustu ár eftir óráðsíutímabil vinstrimanna á árunum fyrir og eftir hrun. Allar helstu kennitölur hafa færst mjög til betri vegar síðan að Sjálfstæðisflokkurinn komst að nýju í meirihluta árið 2014. Núna á mesta uppbyggingarskeiði í sögu bæjarins hefur tekist að halda góðu jafnvægi í rekstrinum og miklar innviðaframkvæmdir hafa að mestu verið fjármagnaðar með eigin fé frá rekstri og lóðasölu. Hraður vöxtur Íbúum sveitarfélagsins mun fjölga um 15% á kjörtímabilinu eða sem nemur íbúafjölda Vestmannaeyja. Það kallar auðvitað á mikla uppbyggingu skóla, leikskóla, gatnakerfis og annarra grunninnviða. En auk þess höfum við fjárfest í íþróttamannvirkjum af áður óþekktum krafti. Með þessum fjárfestingum hefur Hafnarfjörður skipað sér í fremstu röð varðandi þjónustu og lífsgæði íbúa, en á sama tíma höfum við gætt aðhalds í rekstri og hófs í sköttum og gjöldum. Framtíðin er björt Hin mikla innviðauppbygging hefur lagt grunninn að áframhaldandi kraftmiklum vexti bæjarfélagsins. Mikil áform um uppbyggingu á þéttingarreitum liggja fyrir og þó að slík verkefni séu tímafrek þá eru þau mjög hagfelld fyrir íbúa og rekstur sveitarfélagsins. Þúsundir íbúða munu rísa á þeim á næstu árum og áratugum. Bærinn á enn talsvert af óbyggðu landi og nokkur hluti þess er innan skilgreindra vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins. Þar munum við leggja áherslu á að tryggja fjölbreytt framboð húsnæðis sem mætir þörfum núverandi og verðandi Hafnfirðinga. Uppbygging atvinnusvæða Tugum atvinnulóða hefur verið úthlutað síðustu ár og þar hafa risið byggingar sem hýsa bæði rótgróin hafnfirsk fyrirtæki og einnig ný fyrirtæki sem hafa séð hag sýnum best borgið með því að hafa starfsemi í Hafnarfirði. Við munum áfram tryggja framboð á atvinnulóðum og á næstu mánuðum munu tugir lóða verða tilbúnar til úthlutunar í Hellnahrauni 4. Í Krýsuvík eru síðan að verða til mikil tækifæri sem spennandi verður að fylgja eftir. Það er best að búa í Hafnarfirði Takmark okkar Sjálfstæðismanna er að það sé best að búa í Hafnarfirði. Því náum við með hagkvæmri og góðri þjónustu við íbúa á öllum aldri. Öflugu atvinnulífi, íþrótta- og menningarlífi í fremstu röð og góðu framboði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði ásamt því að bæta samgöngur innan bæjarins og að honum og frá. Ég er stoltur af verkum okkar Sjálfstæðismanna hingað til og hlakka til komandi verkefna sem unnin verða í þágu okkar allra. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Rekstur og fjárhagur Hafnarfjarðarbæjar er traustur, og hefur verið það síðustu ár eftir óráðsíutímabil vinstrimanna á árunum fyrir og eftir hrun. Allar helstu kennitölur hafa færst mjög til betri vegar síðan að Sjálfstæðisflokkurinn komst að nýju í meirihluta árið 2014. Núna á mesta uppbyggingarskeiði í sögu bæjarins hefur tekist að halda góðu jafnvægi í rekstrinum og miklar innviðaframkvæmdir hafa að mestu verið fjármagnaðar með eigin fé frá rekstri og lóðasölu. Hraður vöxtur Íbúum sveitarfélagsins mun fjölga um 15% á kjörtímabilinu eða sem nemur íbúafjölda Vestmannaeyja. Það kallar auðvitað á mikla uppbyggingu skóla, leikskóla, gatnakerfis og annarra grunninnviða. En auk þess höfum við fjárfest í íþróttamannvirkjum af áður óþekktum krafti. Með þessum fjárfestingum hefur Hafnarfjörður skipað sér í fremstu röð varðandi þjónustu og lífsgæði íbúa, en á sama tíma höfum við gætt aðhalds í rekstri og hófs í sköttum og gjöldum. Framtíðin er björt Hin mikla innviðauppbygging hefur lagt grunninn að áframhaldandi kraftmiklum vexti bæjarfélagsins. Mikil áform um uppbyggingu á þéttingarreitum liggja fyrir og þó að slík verkefni séu tímafrek þá eru þau mjög hagfelld fyrir íbúa og rekstur sveitarfélagsins. Þúsundir íbúða munu rísa á þeim á næstu árum og áratugum. Bærinn á enn talsvert af óbyggðu landi og nokkur hluti þess er innan skilgreindra vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins. Þar munum við leggja áherslu á að tryggja fjölbreytt framboð húsnæðis sem mætir þörfum núverandi og verðandi Hafnfirðinga. Uppbygging atvinnusvæða Tugum atvinnulóða hefur verið úthlutað síðustu ár og þar hafa risið byggingar sem hýsa bæði rótgróin hafnfirsk fyrirtæki og einnig ný fyrirtæki sem hafa séð hag sýnum best borgið með því að hafa starfsemi í Hafnarfirði. Við munum áfram tryggja framboð á atvinnulóðum og á næstu mánuðum munu tugir lóða verða tilbúnar til úthlutunar í Hellnahrauni 4. Í Krýsuvík eru síðan að verða til mikil tækifæri sem spennandi verður að fylgja eftir. Það er best að búa í Hafnarfirði Takmark okkar Sjálfstæðismanna er að það sé best að búa í Hafnarfirði. Því náum við með hagkvæmri og góðri þjónustu við íbúa á öllum aldri. Öflugu atvinnulífi, íþrótta- og menningarlífi í fremstu röð og góðu framboði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði ásamt því að bæta samgöngur innan bæjarins og að honum og frá. Ég er stoltur af verkum okkar Sjálfstæðismanna hingað til og hlakka til komandi verkefna sem unnin verða í þágu okkar allra. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar