Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar 25. september 2025 10:33 Rekstur og fjárhagur Hafnarfjarðarbæjar er traustur, og hefur verið það síðustu ár eftir óráðsíutímabil vinstrimanna á árunum fyrir og eftir hrun. Allar helstu kennitölur hafa færst mjög til betri vegar síðan að Sjálfstæðisflokkurinn komst að nýju í meirihluta árið 2014. Núna á mesta uppbyggingarskeiði í sögu bæjarins hefur tekist að halda góðu jafnvægi í rekstrinum og miklar innviðaframkvæmdir hafa að mestu verið fjármagnaðar með eigin fé frá rekstri og lóðasölu. Hraður vöxtur Íbúum sveitarfélagsins mun fjölga um 15% á kjörtímabilinu eða sem nemur íbúafjölda Vestmannaeyja. Það kallar auðvitað á mikla uppbyggingu skóla, leikskóla, gatnakerfis og annarra grunninnviða. En auk þess höfum við fjárfest í íþróttamannvirkjum af áður óþekktum krafti. Með þessum fjárfestingum hefur Hafnarfjörður skipað sér í fremstu röð varðandi þjónustu og lífsgæði íbúa, en á sama tíma höfum við gætt aðhalds í rekstri og hófs í sköttum og gjöldum. Framtíðin er björt Hin mikla innviðauppbygging hefur lagt grunninn að áframhaldandi kraftmiklum vexti bæjarfélagsins. Mikil áform um uppbyggingu á þéttingarreitum liggja fyrir og þó að slík verkefni séu tímafrek þá eru þau mjög hagfelld fyrir íbúa og rekstur sveitarfélagsins. Þúsundir íbúða munu rísa á þeim á næstu árum og áratugum. Bærinn á enn talsvert af óbyggðu landi og nokkur hluti þess er innan skilgreindra vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins. Þar munum við leggja áherslu á að tryggja fjölbreytt framboð húsnæðis sem mætir þörfum núverandi og verðandi Hafnfirðinga. Uppbygging atvinnusvæða Tugum atvinnulóða hefur verið úthlutað síðustu ár og þar hafa risið byggingar sem hýsa bæði rótgróin hafnfirsk fyrirtæki og einnig ný fyrirtæki sem hafa séð hag sýnum best borgið með því að hafa starfsemi í Hafnarfirði. Við munum áfram tryggja framboð á atvinnulóðum og á næstu mánuðum munu tugir lóða verða tilbúnar til úthlutunar í Hellnahrauni 4. Í Krýsuvík eru síðan að verða til mikil tækifæri sem spennandi verður að fylgja eftir. Það er best að búa í Hafnarfirði Takmark okkar Sjálfstæðismanna er að það sé best að búa í Hafnarfirði. Því náum við með hagkvæmri og góðri þjónustu við íbúa á öllum aldri. Öflugu atvinnulífi, íþrótta- og menningarlífi í fremstu röð og góðu framboði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði ásamt því að bæta samgöngur innan bæjarins og að honum og frá. Ég er stoltur af verkum okkar Sjálfstæðismanna hingað til og hlakka til komandi verkefna sem unnin verða í þágu okkar allra. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Rekstur og fjárhagur Hafnarfjarðarbæjar er traustur, og hefur verið það síðustu ár eftir óráðsíutímabil vinstrimanna á árunum fyrir og eftir hrun. Allar helstu kennitölur hafa færst mjög til betri vegar síðan að Sjálfstæðisflokkurinn komst að nýju í meirihluta árið 2014. Núna á mesta uppbyggingarskeiði í sögu bæjarins hefur tekist að halda góðu jafnvægi í rekstrinum og miklar innviðaframkvæmdir hafa að mestu verið fjármagnaðar með eigin fé frá rekstri og lóðasölu. Hraður vöxtur Íbúum sveitarfélagsins mun fjölga um 15% á kjörtímabilinu eða sem nemur íbúafjölda Vestmannaeyja. Það kallar auðvitað á mikla uppbyggingu skóla, leikskóla, gatnakerfis og annarra grunninnviða. En auk þess höfum við fjárfest í íþróttamannvirkjum af áður óþekktum krafti. Með þessum fjárfestingum hefur Hafnarfjörður skipað sér í fremstu röð varðandi þjónustu og lífsgæði íbúa, en á sama tíma höfum við gætt aðhalds í rekstri og hófs í sköttum og gjöldum. Framtíðin er björt Hin mikla innviðauppbygging hefur lagt grunninn að áframhaldandi kraftmiklum vexti bæjarfélagsins. Mikil áform um uppbyggingu á þéttingarreitum liggja fyrir og þó að slík verkefni séu tímafrek þá eru þau mjög hagfelld fyrir íbúa og rekstur sveitarfélagsins. Þúsundir íbúða munu rísa á þeim á næstu árum og áratugum. Bærinn á enn talsvert af óbyggðu landi og nokkur hluti þess er innan skilgreindra vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins. Þar munum við leggja áherslu á að tryggja fjölbreytt framboð húsnæðis sem mætir þörfum núverandi og verðandi Hafnfirðinga. Uppbygging atvinnusvæða Tugum atvinnulóða hefur verið úthlutað síðustu ár og þar hafa risið byggingar sem hýsa bæði rótgróin hafnfirsk fyrirtæki og einnig ný fyrirtæki sem hafa séð hag sýnum best borgið með því að hafa starfsemi í Hafnarfirði. Við munum áfram tryggja framboð á atvinnulóðum og á næstu mánuðum munu tugir lóða verða tilbúnar til úthlutunar í Hellnahrauni 4. Í Krýsuvík eru síðan að verða til mikil tækifæri sem spennandi verður að fylgja eftir. Það er best að búa í Hafnarfirði Takmark okkar Sjálfstæðismanna er að það sé best að búa í Hafnarfirði. Því náum við með hagkvæmri og góðri þjónustu við íbúa á öllum aldri. Öflugu atvinnulífi, íþrótta- og menningarlífi í fremstu röð og góðu framboði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði ásamt því að bæta samgöngur innan bæjarins og að honum og frá. Ég er stoltur af verkum okkar Sjálfstæðismanna hingað til og hlakka til komandi verkefna sem unnin verða í þágu okkar allra. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun