Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. september 2025 13:56 Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Körfuknattleikssamband Íslands hefur loks rofið þögnina sem ríkt hefur síðan Davíð Tómas Tómasson sagði frá því hvernig hann hrökklaðist úr starfi. KKÍ segir málefni sem snúa að einstaklingum vera viðkvæm og þykir leitt hvar þetta mál er statt en vill ekki og telur sig ekki geta tjáð sig ítarlegar. Davíð Tómas var alþjóðadómari í körfubolta en sagði frá því í viðtali við Vísi í fyrradag að hann væri búinn að leggja flautuna á hilluna. Hann tæki þá ákvörðun þó ekki af sjálfsdáðun. Honum hafi verið bolað burt og sagðist hann ekki sá fyrsti til að vera skrifaður út úr sakramentinu hjá dómaranefnd sambandsins. Jón Guðmundsson greindi þá einnig frá óánægju með samskipti sín við dómaranefnd KKÍ og kallaði eftir svörum frá nefndinni um þá dómara sem hafa helst úr lestinni á undanförnum árum. KKÍ vildi ekki svara fyrir málið þegar Vísir leitaði viðbragða í gær, fyrradag og í morgun en hefur nú sent frá sér yfirlýsingu sem lesa má hér fyrir neðan. Þar segir að á málinu séu í það minnsta tvær hliðar. Þetta sé viðkvæmt mál og hendur KKÍ séu bundnar af persónuverndarsjónarmiðum. Reynt hafi verið ná utan um erfiðleikana og leysa úr ágreiningnum en þrátt fyrir að hlutlaus aðili hafi verið fenginn til að miðla málum hafi sættir ekki náðst. KKÍ telji sig ekki geta tjáð sig frekar en þyki leitt hvar málið er statt. Yfirlýsing KKÍ í heild sinni Vegna opinberrar umræðu um málefni körfuknattleiksdómara undanfarna daga er mikilvægt að hafa í huga að í öllum málum og sér í lagi í mannlegum samskiptum þá eru alltaf í það minnsta tvær hliðar. KKÍ hefur verið legið á hálsi fyrir að veita ekki viðtöl eða segja sín hlið á málum. Málefni er snúa að einstaklingum eru viðkvæm og gæta þarf sérstaklega að persónuverndarsjónarmiðum í þeim efnum. Þetta bindur hendur KKÍ. KKÍ vill ekki og telur sig hvorki geta né vera heimilt að tjá sig ítarlega um sína hlið eins og kynni að vera nauðsynlegt til þess að allir geti skilið fyllilega þær erfiðu aðstæður sem eru nú komnar upp. Þegar kemur að samskiptum einstaklinga þá er það stundum þannig að upp geta komið samskiptaörðugleikar og þá sjá aðilar hlutina ekki í sama ljósi eða líta ekki málin sömu augum. Málefnið verður því þyngra og erfiðara að ná utan um og leysa. Þó reynt sé að ná utan um erfiðleikana, fyrirgefa, sættast og halda áfram að vinna saman þá tekst það því miður ekki alltaf eins og reyndin hefur verið í þessu tilfelli. Þetta er raunin jafnvel þó að í þessu tilfelli hafi verið fenginn utanaðkomandi hlutlaus aðili til þess að miðla málum og reyna að ná sáttum. Öllum sem að málinu koma frá KKÍ þykir leitt hvar málið er statt. Eins og nefnt er hér að framan þá eru þessi mál viðkvæm og oft ekki hjálplegt að tjá sig um þau á opinberum vettvangi enda þótt KKÍ hafi nú fundið sig tilknúið til þess að veita frekari upplýsingar um málið með þessari yfirlýsingu. KKÍ Körfubolti Bónus-deild karla Tengdar fréttir Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32 Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Davíð Tómas var alþjóðadómari í körfubolta en sagði frá því í viðtali við Vísi í fyrradag að hann væri búinn að leggja flautuna á hilluna. Hann tæki þá ákvörðun þó ekki af sjálfsdáðun. Honum hafi verið bolað burt og sagðist hann ekki sá fyrsti til að vera skrifaður út úr sakramentinu hjá dómaranefnd sambandsins. Jón Guðmundsson greindi þá einnig frá óánægju með samskipti sín við dómaranefnd KKÍ og kallaði eftir svörum frá nefndinni um þá dómara sem hafa helst úr lestinni á undanförnum árum. KKÍ vildi ekki svara fyrir málið þegar Vísir leitaði viðbragða í gær, fyrradag og í morgun en hefur nú sent frá sér yfirlýsingu sem lesa má hér fyrir neðan. Þar segir að á málinu séu í það minnsta tvær hliðar. Þetta sé viðkvæmt mál og hendur KKÍ séu bundnar af persónuverndarsjónarmiðum. Reynt hafi verið ná utan um erfiðleikana og leysa úr ágreiningnum en þrátt fyrir að hlutlaus aðili hafi verið fenginn til að miðla málum hafi sættir ekki náðst. KKÍ telji sig ekki geta tjáð sig frekar en þyki leitt hvar málið er statt. Yfirlýsing KKÍ í heild sinni Vegna opinberrar umræðu um málefni körfuknattleiksdómara undanfarna daga er mikilvægt að hafa í huga að í öllum málum og sér í lagi í mannlegum samskiptum þá eru alltaf í það minnsta tvær hliðar. KKÍ hefur verið legið á hálsi fyrir að veita ekki viðtöl eða segja sín hlið á málum. Málefni er snúa að einstaklingum eru viðkvæm og gæta þarf sérstaklega að persónuverndarsjónarmiðum í þeim efnum. Þetta bindur hendur KKÍ. KKÍ vill ekki og telur sig hvorki geta né vera heimilt að tjá sig ítarlega um sína hlið eins og kynni að vera nauðsynlegt til þess að allir geti skilið fyllilega þær erfiðu aðstæður sem eru nú komnar upp. Þegar kemur að samskiptum einstaklinga þá er það stundum þannig að upp geta komið samskiptaörðugleikar og þá sjá aðilar hlutina ekki í sama ljósi eða líta ekki málin sömu augum. Málefnið verður því þyngra og erfiðara að ná utan um og leysa. Þó reynt sé að ná utan um erfiðleikana, fyrirgefa, sættast og halda áfram að vinna saman þá tekst það því miður ekki alltaf eins og reyndin hefur verið í þessu tilfelli. Þetta er raunin jafnvel þó að í þessu tilfelli hafi verið fenginn utanaðkomandi hlutlaus aðili til þess að miðla málum og reyna að ná sáttum. Öllum sem að málinu koma frá KKÍ þykir leitt hvar málið er statt. Eins og nefnt er hér að framan þá eru þessi mál viðkvæm og oft ekki hjálplegt að tjá sig um þau á opinberum vettvangi enda þótt KKÍ hafi nú fundið sig tilknúið til þess að veita frekari upplýsingar um málið með þessari yfirlýsingu.
KKÍ Körfubolti Bónus-deild karla Tengdar fréttir Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32 Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32
Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00