Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2025 07:01 Heilir og sælir þér félagi mannskepna, sem berjið þennan barning minn augum. Barningur þessi þjónar þeim, að ég tel, göfuga tilgangi að fá yður til að koma á stórmerkilegan menningarviðburð sem er núna á næstu grösum. Mín persóna er mikil aðdáandi þessa viðburðar sem á sér nú stað í fimmta sinn. Hefjast herlegheitin þann 9. næsta mánaðar. Málum er meira að segja svo háttað að mér finnst ég standa í þakkarskuld við þá sem komu viðburðinum á koppinn. Alltént má sannlega, vissulega og klárlega segja að ég sé hrifinn af því af því hvernig víkka megi sjóndeildarhringinn hér innan hárra fjalla sem oft fá mann til að gleyma því að það sé meira undir sólinni en saltfiskur, Gróa á Leiti, Netflix, Pornhub og að drekka sig út úr heiminum á Húsinu ellegar Edinborg-Bístró. Sakir þessarar hrifningar má ég til með að stinga niður penna og hvetja sem flesta til að láta sjá sig á PIFF-kvikmyndahátíðinni, 9. til 12. október. Þar höfum vér fjóra daga af alls konar kvikmyndum frá öllum heimshornum, fjóra daga af, oft, öðru sjónarhorni en vér eigum að venjast þótt vissulega séu kvikmyndirnar næsta víst misframandi og sumar hverjar meira að segja íslenskar og því kannski ekkert stórkostlega framandlegar. Með öðrum orðum er þar næsta víst sitthvað að finna sem kitlar forvitni fólks enda hefir fólk allajafna áhuga á fólki og snúast kvikmyndir allajafna um að greina frá einhverju sem einkennir okkur homo sapiens, einhverju sammannlegu þótt nálgunin kunni að vera ólík eftir því hvar í heimi sæði var plantað. Jú, og vissulega kann þankagangur að vera gjörólíkur þeim sem einkennir okkur velsældarlega Vesturlandabúa. Ég veit ekki um yður en mér finnst sannlega gaman að fá að skyggnast þar inn. Svo má aukinheldur ganga að því vísu að ferfætlingar og aðrar dýrategundir komi til með að eiga sinn fulltrúa á hátíðinni svona ef maður er kominn með upp í kok af mannskepnunni á þessum síðustu og alltaf verstu tímum, þótt vissulega komi hún, mannskepnan það er, að máli enda hafa önnur dýr víst ekki, mér vitandi, staðið í kvikmyndagerð. Svo má ekki gleyma því að í Ísafjarðarbíói og í Súðavík koma til með að hljóma alls lags tungumál önnur en bara enska. Ég veit ekki um yður en slíkt vekur óneitanlega forvitni mína. Ekki þurfa þó þeir sem eigi vilja leggja „óskiljanleg“ mál á hlustir sínar að örvænta. Óno! Þarna verða myndir á alheimsmálinu, á ensku, á Lingua Franca, einnig í boði. Ójess og OMG! Ég verð svo að játa að mér finnst téðri kvikmyndahátíð ekki gert nægilega hátt undir höfði. Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem íbúum á norðanverðum Vestfjörðum gefst viðlíka tækifæri. Tækifæri til að sjá vandaðar og áhugaverðar kvikmyndir, til að brjóta upp grámóskulegan hvundaginn og fá að skyggnast inn í annan heim. Hver veit svo nema þarna verði nekt, erótík og hálfgildings klám á ferð fyrir þá sem sækjast eftir slíku. Allir hafa jú sínar perversjónir. Hver veit og nema einhver frægur láti sjá sig. Sumir fá jú ballfró yfir slíku. John Cleese er til að mynda í einni þeirra mynda sem sýndar verða. Noomi Rapace í annarri. Þér munið kannski eftir henni úr Menn sem hata konurog Lamb. Þar að auki fylgja ýmsir kvikmyndagerðarmenn myndum sínum og verða í spjallfæri á Ísafirði. Sannlega segi ég yður: Það er kúl og sexí. Það er engin ástæða til annars en að gefa hátíðinni gaum, að láta sjá sig á einni mynd eða fjórtán. Náungakærleikurinn er nefnilega svo ríkur að það kostar ekki krónu með gati á hátíðina, það liggur við að þér fáið borgað fyrir að koma. Er það nú von mín fróm að ég hafi náð að sannfæra yður lesandi góður um að koma í bíó 9. til 12. október. Sjáumst þá, sjáumst í bíó! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson áhugamaður um alls konar kvikmyndir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Heilir og sælir þér félagi mannskepna, sem berjið þennan barning minn augum. Barningur þessi þjónar þeim, að ég tel, göfuga tilgangi að fá yður til að koma á stórmerkilegan menningarviðburð sem er núna á næstu grösum. Mín persóna er mikil aðdáandi þessa viðburðar sem á sér nú stað í fimmta sinn. Hefjast herlegheitin þann 9. næsta mánaðar. Málum er meira að segja svo háttað að mér finnst ég standa í þakkarskuld við þá sem komu viðburðinum á koppinn. Alltént má sannlega, vissulega og klárlega segja að ég sé hrifinn af því af því hvernig víkka megi sjóndeildarhringinn hér innan hárra fjalla sem oft fá mann til að gleyma því að það sé meira undir sólinni en saltfiskur, Gróa á Leiti, Netflix, Pornhub og að drekka sig út úr heiminum á Húsinu ellegar Edinborg-Bístró. Sakir þessarar hrifningar má ég til með að stinga niður penna og hvetja sem flesta til að láta sjá sig á PIFF-kvikmyndahátíðinni, 9. til 12. október. Þar höfum vér fjóra daga af alls konar kvikmyndum frá öllum heimshornum, fjóra daga af, oft, öðru sjónarhorni en vér eigum að venjast þótt vissulega séu kvikmyndirnar næsta víst misframandi og sumar hverjar meira að segja íslenskar og því kannski ekkert stórkostlega framandlegar. Með öðrum orðum er þar næsta víst sitthvað að finna sem kitlar forvitni fólks enda hefir fólk allajafna áhuga á fólki og snúast kvikmyndir allajafna um að greina frá einhverju sem einkennir okkur homo sapiens, einhverju sammannlegu þótt nálgunin kunni að vera ólík eftir því hvar í heimi sæði var plantað. Jú, og vissulega kann þankagangur að vera gjörólíkur þeim sem einkennir okkur velsældarlega Vesturlandabúa. Ég veit ekki um yður en mér finnst sannlega gaman að fá að skyggnast þar inn. Svo má aukinheldur ganga að því vísu að ferfætlingar og aðrar dýrategundir komi til með að eiga sinn fulltrúa á hátíðinni svona ef maður er kominn með upp í kok af mannskepnunni á þessum síðustu og alltaf verstu tímum, þótt vissulega komi hún, mannskepnan það er, að máli enda hafa önnur dýr víst ekki, mér vitandi, staðið í kvikmyndagerð. Svo má ekki gleyma því að í Ísafjarðarbíói og í Súðavík koma til með að hljóma alls lags tungumál önnur en bara enska. Ég veit ekki um yður en slíkt vekur óneitanlega forvitni mína. Ekki þurfa þó þeir sem eigi vilja leggja „óskiljanleg“ mál á hlustir sínar að örvænta. Óno! Þarna verða myndir á alheimsmálinu, á ensku, á Lingua Franca, einnig í boði. Ójess og OMG! Ég verð svo að játa að mér finnst téðri kvikmyndahátíð ekki gert nægilega hátt undir höfði. Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem íbúum á norðanverðum Vestfjörðum gefst viðlíka tækifæri. Tækifæri til að sjá vandaðar og áhugaverðar kvikmyndir, til að brjóta upp grámóskulegan hvundaginn og fá að skyggnast inn í annan heim. Hver veit svo nema þarna verði nekt, erótík og hálfgildings klám á ferð fyrir þá sem sækjast eftir slíku. Allir hafa jú sínar perversjónir. Hver veit og nema einhver frægur láti sjá sig. Sumir fá jú ballfró yfir slíku. John Cleese er til að mynda í einni þeirra mynda sem sýndar verða. Noomi Rapace í annarri. Þér munið kannski eftir henni úr Menn sem hata konurog Lamb. Þar að auki fylgja ýmsir kvikmyndagerðarmenn myndum sínum og verða í spjallfæri á Ísafirði. Sannlega segi ég yður: Það er kúl og sexí. Það er engin ástæða til annars en að gefa hátíðinni gaum, að láta sjá sig á einni mynd eða fjórtán. Náungakærleikurinn er nefnilega svo ríkur að það kostar ekki krónu með gati á hátíðina, það liggur við að þér fáið borgað fyrir að koma. Er það nú von mín fróm að ég hafi náð að sannfæra yður lesandi góður um að koma í bíó 9. til 12. október. Sjáumst þá, sjáumst í bíó! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson áhugamaður um alls konar kvikmyndir.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun