Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Bjarki Sigurðsson skrifar 29. september 2025 12:05 Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, er föst í Sitges ásamt tæplega áttatíu öðrum í árshátíðarferð. Vísir/Bjarni/Vilhelm Tæplega áttatíu starfsmenn rekstrarfélags Kringlunnar og Reita í árshátíðarferð eru fastir í Sitges á Spáni eftir að flugi Play var aflýst vegna yfirvofandi gjaldþrots félagsins. Markaðsstjóri Kringlunnar segir það ekki amalegt að vera strandaglópur í 25 gráðum en tildrögin séu þó ansi sorglegar fréttir. Sitges er vinsæll ferðamannastaður um 35 kílómetrum frá Barselóna í norðausturhluta Spánar. Starfsmennirnir höfðu dvalið þar síðustu daga og áttu bókað flug heim með Play í kvöld eftir vel heppnaða ferð. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir fólkið hafa verið nýbúið að skrá sig út af hótelinu þegar fregnir af gjaldþrotinu bárust. „Það var einn sem fékk skilaboð frá fjölskyldumeðlimi akkúrat þegar við vorum að skrá okkur út. Við fórum að skoða fréttir og sáum þetta. Það var uppi fótur og fit og maður er svolítið sjokkeraður. Bara ömurlega leiðinlegt að svona skuli hafa farið fyrir Play. Það var held ég fyrsta hugsunin hjá öllum,“ segir Baldvina. Árshátíðarferðin var bókuð í gegnum ferðaskrifstofu og unnið er að því að finna nýtt flug fyrir hópinn. Baldvina telur þó ljóst að fólk komist ekki heim í dag. „Við eigum að hitta fararstjórann á eftir þannig við erum bara að fá okkur bjór og anda í kviðinn. Þetta er bara staðan og maður verður að gera það besta úr henni. Þetta er bara sorglegt fyrir Play,“ segir Baldvina. „Það er ekkert erfitt að sætta sig við eina nótt í viðbót hérna á þessum stað í 25 stiga hita og dásamlegu umhverfi. Maður er alveg til í þetta en ég vildi að það væri út af öðrum ástæðum. Þannig við erum róleg.“ Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Gjaldþrot Tengdar fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Sitges er vinsæll ferðamannastaður um 35 kílómetrum frá Barselóna í norðausturhluta Spánar. Starfsmennirnir höfðu dvalið þar síðustu daga og áttu bókað flug heim með Play í kvöld eftir vel heppnaða ferð. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir fólkið hafa verið nýbúið að skrá sig út af hótelinu þegar fregnir af gjaldþrotinu bárust. „Það var einn sem fékk skilaboð frá fjölskyldumeðlimi akkúrat þegar við vorum að skrá okkur út. Við fórum að skoða fréttir og sáum þetta. Það var uppi fótur og fit og maður er svolítið sjokkeraður. Bara ömurlega leiðinlegt að svona skuli hafa farið fyrir Play. Það var held ég fyrsta hugsunin hjá öllum,“ segir Baldvina. Árshátíðarferðin var bókuð í gegnum ferðaskrifstofu og unnið er að því að finna nýtt flug fyrir hópinn. Baldvina telur þó ljóst að fólk komist ekki heim í dag. „Við eigum að hitta fararstjórann á eftir þannig við erum bara að fá okkur bjór og anda í kviðinn. Þetta er bara staðan og maður verður að gera það besta úr henni. Þetta er bara sorglegt fyrir Play,“ segir Baldvina. „Það er ekkert erfitt að sætta sig við eina nótt í viðbót hérna á þessum stað í 25 stiga hita og dásamlegu umhverfi. Maður er alveg til í þetta en ég vildi að það væri út af öðrum ástæðum. Þannig við erum róleg.“
Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Gjaldþrot Tengdar fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30