Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar 1. október 2025 08:00 Konan á bak við afgreiðsluborðið þarf að kippa snúrunni úr sambandi. Sjoppan lokaði fyrir fimmtán mínútum, en spilakassinn blikkar enn. „Plís leyfðu mér bara að klára þennan leik,“ segir fastagesturinn. Hún slekkur, tekur á móti reiðinni – og kemur svo seint heim, úrvinda. Hún kemur seint heim vegna þess að fáein svokölluð almannaheillasamtök og stofnanir ákveða á hverjum degi að þeirra besta fjármögnunarleið sé að græða á fjárhættuspilum. Þau eru Háskóli Íslands, Rauði krossinn, Landsbjörg, og íþróttahreyfingin. Í síðustu viku urðu umræður á Alþingi um ólöglegar erlendar veðmálasíður og fóru þær fram eftir fyrirsjáanlegri formúlu: forræðishyggja gegn frelsi. Ein hliðin segir: þú stöðvar þetta ekki; ekki reyna. Hinni hliðinni er stillt upp sem bannglöðum siðapostulum. Á meintri miðju átakaássins eru svo þeir sem vilja banna „vondu,“ útlensku síðurnar og láta þá fjármuni sem nú renna um þær fara í gegnum innlend kerfi, og boða að þá sé peningurinn orðinn „góður.“ En þessi ás er í sjálfu sér pólitísk blekking. Íslenskur markaður fyrir fjárhættuspil hefur aldrei verið löglaus frumskógur. Honum hefur verið bróðurlega deilt á milli fyrrnefndra aðila sem fengu á sínum tíma leyfi til að skapa hér á landi eftirspurn eftir ákveðnum fjárhættuspilum, sem áður var engin. Í millitíðinni byrjuðu Íslendingar að spila á erlendum síðum fyrir einhverja milljarða á ári hverju (eða svo er okkur sagt). Og nú er það síendurtekið að samfélagið tapi því fé. Lógíkin er þessi: ef peningarnir héldust „heima“ væri hægt að nota þá til að leyfa ungmennum að æfa íþróttir og ganga í háskóla. Í einmitt slíku starfi felist jafnvel forvörn gegn spilafíkn. En spilavíti helgað göfugum málstað, hvort heldur er í spilasal eða á netinu, hvort heldur eigandinn er innlendur eða erlendur, verður aldrei annað en spilavíti. Á meðan skaðinn er sá sami þá felst engin raunveruleg bót fyrir íslenskt samfélag í slíkri breytingu. Hún verður aldrei annað en yfirtaka, valdaskipti á tilteknum hluta fjárhættuspilamarkaðarins. „Hófsama miðjan“ hefur sýnt í verki að hún er hvorki hófsöm né mitt á milli forræðishyggju og frelsis. Síðastliðna áratugi hafa þessi innlendu samtök og stofnanir ekkert viljað gera til að minnka þann skaða sem þau nefna nú sem sérstakt áhyggjuefni sem bregðast þurfi við. Enda er þeirra tilgangur að afla tekna, ekki að minnka umsvif fjárhættuspila. Tekjumódel sem byggist á gegndarlausri spilun gerir það að verkum að þessar stofnanir hafa aldrei verið varðmenn hófs og munu aldrei vera það. Þess í stað hefur skaðaminnkun á Íslandi verið ástunduð af afgreiðslukonum sem kippa spilakössum úr sambandi, kráareigendum sem sjá sóma sinn í því að skila kössum til föðurhúsanna, foreldrum sem taka síma af börnum sínum, fjölskyldum sem greiða niður spilaskuldir, og spilafíklum sem sjálfir finna upp leiðir til að takmarka eigin skaða. Þegar það eitt kemst að í pólitískri umræðu að spilapeningnum sé haldið innan íslensks hagkerfis verða niðurstöður vísindalegra rannsóknaum skaðsemi fjárhættuspila og stefnumótun ekki annað en bakþankar. Umræða um þessa gervilausn – að þjóðnýta veðmálin – kæfir þannig umræðu um raunverulegar lausnir og skynsamlega stefnu í málaflokknum í heild. Hvað á þá ríkisstjórnin, sem á endanum ræður, að gera? Hún verður að standast þrýsting þeirra sérhagsmunaafla sem stilla sér nú upp sem hinni „hófsömu miðju.“ Hún verður að standa með fólkinu í landinu gegn ásókninni í efnahag þeirra, líf og heilsu. Fyrsta skrefið á auðvitað að vera að klippa á lagalegu snúruna sem heldur spilakössum gangandi – þessum skaðlegustu tækjum fjárhættuspilaiðnaðarins. Auðvitað á svo að loka fyrir greiðslumiðlun erlendu fyrirtækjanna sem starfa hér ólöglega. Stjórnmál snúast um að skilgreina vettvang átaka. Þeir aðilar sem hér á landi græða á fjárhættuspilum vilja að sá vettvangur sé „frelsi gegn forræðishyggju,“ því þannig fá þeir að staðsetja sig í miðjunni. Réttara væri þó að tala um rótgróin sérhagsmunaöfl gegn fólkinu sem hinn raunverulega átakaás í þessu máli. Veljum fólkið. Veljum konuna í sjoppunni og karlinn við spilakassann. Útbúum stefnu þar sem hennar ólaunaða skaðaminnkunarstarf og hans sársauki heyra sögunni til. Höfundur situr í stjórn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Sjá einnig eftir höfund: Auðhumla í Hamraborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Rúnar Brynjarsson Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Konan á bak við afgreiðsluborðið þarf að kippa snúrunni úr sambandi. Sjoppan lokaði fyrir fimmtán mínútum, en spilakassinn blikkar enn. „Plís leyfðu mér bara að klára þennan leik,“ segir fastagesturinn. Hún slekkur, tekur á móti reiðinni – og kemur svo seint heim, úrvinda. Hún kemur seint heim vegna þess að fáein svokölluð almannaheillasamtök og stofnanir ákveða á hverjum degi að þeirra besta fjármögnunarleið sé að græða á fjárhættuspilum. Þau eru Háskóli Íslands, Rauði krossinn, Landsbjörg, og íþróttahreyfingin. Í síðustu viku urðu umræður á Alþingi um ólöglegar erlendar veðmálasíður og fóru þær fram eftir fyrirsjáanlegri formúlu: forræðishyggja gegn frelsi. Ein hliðin segir: þú stöðvar þetta ekki; ekki reyna. Hinni hliðinni er stillt upp sem bannglöðum siðapostulum. Á meintri miðju átakaássins eru svo þeir sem vilja banna „vondu,“ útlensku síðurnar og láta þá fjármuni sem nú renna um þær fara í gegnum innlend kerfi, og boða að þá sé peningurinn orðinn „góður.“ En þessi ás er í sjálfu sér pólitísk blekking. Íslenskur markaður fyrir fjárhættuspil hefur aldrei verið löglaus frumskógur. Honum hefur verið bróðurlega deilt á milli fyrrnefndra aðila sem fengu á sínum tíma leyfi til að skapa hér á landi eftirspurn eftir ákveðnum fjárhættuspilum, sem áður var engin. Í millitíðinni byrjuðu Íslendingar að spila á erlendum síðum fyrir einhverja milljarða á ári hverju (eða svo er okkur sagt). Og nú er það síendurtekið að samfélagið tapi því fé. Lógíkin er þessi: ef peningarnir héldust „heima“ væri hægt að nota þá til að leyfa ungmennum að æfa íþróttir og ganga í háskóla. Í einmitt slíku starfi felist jafnvel forvörn gegn spilafíkn. En spilavíti helgað göfugum málstað, hvort heldur er í spilasal eða á netinu, hvort heldur eigandinn er innlendur eða erlendur, verður aldrei annað en spilavíti. Á meðan skaðinn er sá sami þá felst engin raunveruleg bót fyrir íslenskt samfélag í slíkri breytingu. Hún verður aldrei annað en yfirtaka, valdaskipti á tilteknum hluta fjárhættuspilamarkaðarins. „Hófsama miðjan“ hefur sýnt í verki að hún er hvorki hófsöm né mitt á milli forræðishyggju og frelsis. Síðastliðna áratugi hafa þessi innlendu samtök og stofnanir ekkert viljað gera til að minnka þann skaða sem þau nefna nú sem sérstakt áhyggjuefni sem bregðast þurfi við. Enda er þeirra tilgangur að afla tekna, ekki að minnka umsvif fjárhættuspila. Tekjumódel sem byggist á gegndarlausri spilun gerir það að verkum að þessar stofnanir hafa aldrei verið varðmenn hófs og munu aldrei vera það. Þess í stað hefur skaðaminnkun á Íslandi verið ástunduð af afgreiðslukonum sem kippa spilakössum úr sambandi, kráareigendum sem sjá sóma sinn í því að skila kössum til föðurhúsanna, foreldrum sem taka síma af börnum sínum, fjölskyldum sem greiða niður spilaskuldir, og spilafíklum sem sjálfir finna upp leiðir til að takmarka eigin skaða. Þegar það eitt kemst að í pólitískri umræðu að spilapeningnum sé haldið innan íslensks hagkerfis verða niðurstöður vísindalegra rannsóknaum skaðsemi fjárhættuspila og stefnumótun ekki annað en bakþankar. Umræða um þessa gervilausn – að þjóðnýta veðmálin – kæfir þannig umræðu um raunverulegar lausnir og skynsamlega stefnu í málaflokknum í heild. Hvað á þá ríkisstjórnin, sem á endanum ræður, að gera? Hún verður að standast þrýsting þeirra sérhagsmunaafla sem stilla sér nú upp sem hinni „hófsömu miðju.“ Hún verður að standa með fólkinu í landinu gegn ásókninni í efnahag þeirra, líf og heilsu. Fyrsta skrefið á auðvitað að vera að klippa á lagalegu snúruna sem heldur spilakössum gangandi – þessum skaðlegustu tækjum fjárhættuspilaiðnaðarins. Auðvitað á svo að loka fyrir greiðslumiðlun erlendu fyrirtækjanna sem starfa hér ólöglega. Stjórnmál snúast um að skilgreina vettvang átaka. Þeir aðilar sem hér á landi græða á fjárhættuspilum vilja að sá vettvangur sé „frelsi gegn forræðishyggju,“ því þannig fá þeir að staðsetja sig í miðjunni. Réttara væri þó að tala um rótgróin sérhagsmunaöfl gegn fólkinu sem hinn raunverulega átakaás í þessu máli. Veljum fólkið. Veljum konuna í sjoppunni og karlinn við spilakassann. Útbúum stefnu þar sem hennar ólaunaða skaðaminnkunarstarf og hans sársauki heyra sögunni til. Höfundur situr í stjórn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Sjá einnig eftir höfund: Auðhumla í Hamraborg.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun