Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. október 2025 10:54 Barn ber á sig sólarvörn, sem er meðal annars lykilforvörn gegn húðkrabbameini. Getty Átján tegundir af sólarvörn hafa nú verið teknar úr sölu í Ástralíu í kjölfar hneykslismáls, sem hefur vakið mikla reiði í landinu. Málið kom upp á yfirborðið þegar prófanir neytendasamtakanna Choice leiddu í ljós að nokkrar tegundir veittu ekki uppgefna vörn. Ein þeirra, Ultra Violette's Lean Screen Skinscreen, var sögð innihalda sólvarnarstuðul 50+ (SPF 50) en veitti í raun ekki vörn nema upp á SPF 4. Varan var innkölluð í ágúst. Rannsóknir eftirlitsaðila sem ráðist var í kjölfarið hafa leitt í ljós að sama á við um 20 aðrar sólarvarnir en margar eiga það sameiginlegt að byggja á sama efnagrunni, frá Wild Child Laboratories. Prófanir leiddu í ljós að grunnurinn veitti líklega ekki vörn upp á nema SPF 21. Framleiðslu hans hefur verið hætt. Málið hefur vakið mikla athygli og reiði í Ástralíu, þar sem íbúar reiða sig á sólarvörn til að vernda sig gegn sólarskemmdum og krabbameini. Sérfræðingar segja það hins vegar einnig áhyggjuefni fyrir allar aðrar þjóðir, þar sem vísbendingar séu uppi um að prófun SFP-stuðulsins á rannsóknarstofum sé ábótavant. Bandaríska rannsóknarstofan Princeton Consumer Research Corp, sem vottaði PDF-stuðul grunnsins frá Wild Child Laboratories, segir í yfirlýsingu að hún geti aðeins staðfest þá prufu sem hún fékk til rannsóknar. Utanaðkomandi þættir skýri mögulega aðrar niðurstöður nú, til að mynda breytileiki á hráefnum, pökkun, geymslu og annað. Upphafleg vottun sé aðeins fyrsta skrefið í ferli sem eigi einnig að fela í sér gæðaeftirlit við framleiðslu og vörueftirlit af hálfu eftirlitsaðila. Þess má geta að aðrir framleiðendur sem stóðust ekki prófanir neytendasamtakanna voru Neutrogena, Banana Boat og Bondi Sands. Vörur frá þessum framleiðendum eru seldar á Íslandi. Þeir hafa hins vegar hafnað niðurstöðunum og segja sjálfstæðar prófanir sýna fram á virkni varanna. Hér og hér má finna umfjöllun BBC um málið. Neytendur Heilbrigðismál Ástralía Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Ein þeirra, Ultra Violette's Lean Screen Skinscreen, var sögð innihalda sólvarnarstuðul 50+ (SPF 50) en veitti í raun ekki vörn nema upp á SPF 4. Varan var innkölluð í ágúst. Rannsóknir eftirlitsaðila sem ráðist var í kjölfarið hafa leitt í ljós að sama á við um 20 aðrar sólarvarnir en margar eiga það sameiginlegt að byggja á sama efnagrunni, frá Wild Child Laboratories. Prófanir leiddu í ljós að grunnurinn veitti líklega ekki vörn upp á nema SPF 21. Framleiðslu hans hefur verið hætt. Málið hefur vakið mikla athygli og reiði í Ástralíu, þar sem íbúar reiða sig á sólarvörn til að vernda sig gegn sólarskemmdum og krabbameini. Sérfræðingar segja það hins vegar einnig áhyggjuefni fyrir allar aðrar þjóðir, þar sem vísbendingar séu uppi um að prófun SFP-stuðulsins á rannsóknarstofum sé ábótavant. Bandaríska rannsóknarstofan Princeton Consumer Research Corp, sem vottaði PDF-stuðul grunnsins frá Wild Child Laboratories, segir í yfirlýsingu að hún geti aðeins staðfest þá prufu sem hún fékk til rannsóknar. Utanaðkomandi þættir skýri mögulega aðrar niðurstöður nú, til að mynda breytileiki á hráefnum, pökkun, geymslu og annað. Upphafleg vottun sé aðeins fyrsta skrefið í ferli sem eigi einnig að fela í sér gæðaeftirlit við framleiðslu og vörueftirlit af hálfu eftirlitsaðila. Þess má geta að aðrir framleiðendur sem stóðust ekki prófanir neytendasamtakanna voru Neutrogena, Banana Boat og Bondi Sands. Vörur frá þessum framleiðendum eru seldar á Íslandi. Þeir hafa hins vegar hafnað niðurstöðunum og segja sjálfstæðar prófanir sýna fram á virkni varanna. Hér og hér má finna umfjöllun BBC um málið.
Neytendur Heilbrigðismál Ástralía Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira