Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar 3. október 2025 11:02 Starfsemi fjölda fyrirtækja sem ganga inn á verksvið snyrtifræðinga hér á landi hefur verið til umræðu þar sem grunur leikur á mansali og óviðunandi starfsaðstæðum erlends starfsfólks sem hefur lagt allt sitt undir í leit að betra lífi. Ljóst er að kerfið hefur brugðist með tvíþættum hætti. Annars vegar með afgreiðslu óvenjulega mikils fjölda umsókna um dvalarleyfi á grundvelli starfs sem krefst sérfræðiþekkingar, án þess að skilyrði væru raunverulega uppfyllt, og hins vegar veitingu starfsleyfa til aðila sem eru ekki með tilskilin réttindi. Starfsleyfi veitt án tilskilinna réttinda Samkvæmt lögum um handiðnað nr. 42/1978 skal starfsemi í löggiltri iðngrein vera rekin undir forstöðu meistara og hafa einungis meistarar, sveinar og nemendur í löggiltum iðngreinum rétt til að starfa í þeim greinum. Því kunna einhverjir að spyrja hvernig réttindalausir aðilar gátu fengið starfsleyfi og hafið rekstur umræddra stofa í andstöðu við lög? Því er auðsvarað, hér ríkir skortur á eftirliti og glufur í regluverkinu. Núverandi framkvæmd og eftirlitsleysi býður hættunni heim þar sem að hver sem er getur sótt um starfsleyfi hjá heilbrigðiseftirliti án þess að leggja fram staðfestingu þess efnis að meistari sé í forsvari fyrir rekstrinum. Þannig má líkja þessu við einfalt dæmi um einstakling sem vill opna sálfræðistofu en hefur ekki lokið námi í faginu. Viðkomandi sækir um starfsleyfi, uppfyllir skilyrði um hreinlæti ásamt öðru og fær þannig útgefið starfsleyfi og hefur rekstur án vandkvæða. Lögreglunni er ætlað að hafa eftirlit með löggiltum iðngreinum en það hefur sýnt sig að hún hefur ekki haft bolmagn í slíkt eftirlit. Hér á landi hafa því skapast kjöraðstæður fyrir fjölgun réttindalausra í starfsemi og skýrasta dæmið um það er gríðarleg fjölgun aðila á þessum markaði auk hársnyrtistofa á höfuðborgarsvæðinu. Starfsemi réttindalausra fylgir fórnarkostnaður og má þar nefna tjón sem neytendur hafa orðið fyrir við meðhöndlun húðar og líkama, aukning á svartri atvinnustarfsemi og alvarlegustu tilvikin eru grunur um mansal. Skilvirkara eftirlit Samtök iðnaðarins hafa um árabil gagnrýnt skort á eftirliti með ólögmætri starfsemi í löggiltum iðngreinum. Afleiðingarnar af skorti á eftirliti birtast nú landsmönnum í sorglegri stöðu fjölda fólks sem hefur verið beitt misneytingu og grunur leikur á alvarlegum brotum á hegningarlögum. Ef ríkari kröfur hefðu verið gerðar við útgáfu starfsleyfa þeirra aðila sem eru til rannsóknar hefði verið hægt að stemma stigu við þá stöðu sem nú er uppi. Mikilvægt er að draga lærdóm af því sem á undan er gengið enda miklir hagsmunir í húfi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur nú lagt fram áform um breytingu á heilbrigðiseftirliti. Í því samhengi er mikilvægt að gerð verði sú breyting að heilbrigðiseftirlitinu verði falin eftirfylgni við ákvæði laga um tilskyldar fagkröfur við útgáfu leyfisskyldrar starfsemi og að gætt verði að því í hvívetna að fyrirsvarsmaður rekstursins hafi til þess menntun og hæfni í samræmi við lagakröfur. Ljóst er að lögreglan annar ekki eftirliti. Því þarf að færa eftirlitið frá lögreglu til heilbrigðiseftirlitsins fyrir löggiltar handverksgreinar. Óbreytt ástand er of dýrkeypt. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Björk Guðmundsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Starfsemi fjölda fyrirtækja sem ganga inn á verksvið snyrtifræðinga hér á landi hefur verið til umræðu þar sem grunur leikur á mansali og óviðunandi starfsaðstæðum erlends starfsfólks sem hefur lagt allt sitt undir í leit að betra lífi. Ljóst er að kerfið hefur brugðist með tvíþættum hætti. Annars vegar með afgreiðslu óvenjulega mikils fjölda umsókna um dvalarleyfi á grundvelli starfs sem krefst sérfræðiþekkingar, án þess að skilyrði væru raunverulega uppfyllt, og hins vegar veitingu starfsleyfa til aðila sem eru ekki með tilskilin réttindi. Starfsleyfi veitt án tilskilinna réttinda Samkvæmt lögum um handiðnað nr. 42/1978 skal starfsemi í löggiltri iðngrein vera rekin undir forstöðu meistara og hafa einungis meistarar, sveinar og nemendur í löggiltum iðngreinum rétt til að starfa í þeim greinum. Því kunna einhverjir að spyrja hvernig réttindalausir aðilar gátu fengið starfsleyfi og hafið rekstur umræddra stofa í andstöðu við lög? Því er auðsvarað, hér ríkir skortur á eftirliti og glufur í regluverkinu. Núverandi framkvæmd og eftirlitsleysi býður hættunni heim þar sem að hver sem er getur sótt um starfsleyfi hjá heilbrigðiseftirliti án þess að leggja fram staðfestingu þess efnis að meistari sé í forsvari fyrir rekstrinum. Þannig má líkja þessu við einfalt dæmi um einstakling sem vill opna sálfræðistofu en hefur ekki lokið námi í faginu. Viðkomandi sækir um starfsleyfi, uppfyllir skilyrði um hreinlæti ásamt öðru og fær þannig útgefið starfsleyfi og hefur rekstur án vandkvæða. Lögreglunni er ætlað að hafa eftirlit með löggiltum iðngreinum en það hefur sýnt sig að hún hefur ekki haft bolmagn í slíkt eftirlit. Hér á landi hafa því skapast kjöraðstæður fyrir fjölgun réttindalausra í starfsemi og skýrasta dæmið um það er gríðarleg fjölgun aðila á þessum markaði auk hársnyrtistofa á höfuðborgarsvæðinu. Starfsemi réttindalausra fylgir fórnarkostnaður og má þar nefna tjón sem neytendur hafa orðið fyrir við meðhöndlun húðar og líkama, aukning á svartri atvinnustarfsemi og alvarlegustu tilvikin eru grunur um mansal. Skilvirkara eftirlit Samtök iðnaðarins hafa um árabil gagnrýnt skort á eftirliti með ólögmætri starfsemi í löggiltum iðngreinum. Afleiðingarnar af skorti á eftirliti birtast nú landsmönnum í sorglegri stöðu fjölda fólks sem hefur verið beitt misneytingu og grunur leikur á alvarlegum brotum á hegningarlögum. Ef ríkari kröfur hefðu verið gerðar við útgáfu starfsleyfa þeirra aðila sem eru til rannsóknar hefði verið hægt að stemma stigu við þá stöðu sem nú er uppi. Mikilvægt er að draga lærdóm af því sem á undan er gengið enda miklir hagsmunir í húfi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur nú lagt fram áform um breytingu á heilbrigðiseftirliti. Í því samhengi er mikilvægt að gerð verði sú breyting að heilbrigðiseftirlitinu verði falin eftirfylgni við ákvæði laga um tilskyldar fagkröfur við útgáfu leyfisskyldrar starfsemi og að gætt verði að því í hvívetna að fyrirsvarsmaður rekstursins hafi til þess menntun og hæfni í samræmi við lagakröfur. Ljóst er að lögreglan annar ekki eftirliti. Því þarf að færa eftirlitið frá lögreglu til heilbrigðiseftirlitsins fyrir löggiltar handverksgreinar. Óbreytt ástand er of dýrkeypt. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun