Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Lovísa Arnardóttir skrifar 4. október 2025 14:01 Gott útsýni er yfir Hvítá. Laugarás Lagoon Búið er að opna veitingastaðinn Ylju í nýju baðlóni í Laugarási í Biskupstungum. Baðlónið opnar síðar í þessum mánuði. Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson er yfirkokkur og hannaði matseðil veitingastaðarins. Baðlónið er sjálft á tveimur hæðum og er aldursviðmið átta ára. „Á Ylju bjóðum við upp á árstíðarbundinn matseðil og leggjum mikla áherslu á að nota hráefni héðan úr sveitinni,“ segir Bryndís Björnsdóttir framkvæmdastjóri lónsins og að allir sem komi í mat fyrir opnun geti fengið að skoða bæði lónið og aðra aðstöðu. Gísli Matt er yfirkokkur á Ylju og hannaði matseðilinn með tilliti til nærumhverfis lónsins. Laugarás Lagoon „Gísli er einn öflugasti matreiðslumaður landsins og nýtir hráefnin í nærsamfélaginu á óhefðbundinn hátt,“ segir Bryndís og að hann vinni náið með gróðurhúsunum sem staðsett eru í þorpinu. „Við kaupum frá flestum þeirra og munum gera það áfram. Það er til dæmis tómata-carpaccio á matseðli sem er með tómötum frá þremur ólíkum ræktendum.“ Í Laugarási eru reknar nokkrar gróðurstöðvar. Það eru til dæmis Storð, Hveratún og Heiðmörk. Tómata carpaccioið á matseðlinum. Laugarás Lagoon Nafnið á veitingastaðnum vísar í hverasvæðið í Laugarási og að öll byggðin samtvinnist í kringum heita vatnið sem er þar. Þess vegna séu gróðurhúsin þarna og þess vegna séu þarna. „Það er þessi uppspretta á heita vatninu sem er kveikjan að þessu nafni,“ segir hún og að lónið sjálft sé einstök baðupplifun. „Laugarás er þorp sem kannski ekki allir Íslendingar þekkja en er með skemmtilega sögu. Það er mikil gróðursæld hér sem snýr að gróðurhúsaræktun sem hefur verið í gangi hér síðan 1960. Við erum búin að hanna upplifun sem á að tryggja að gestir fái góða tengingu við náttúruna í kring.“ Lónið er staðsett við skóg og er því nokkuð skjólsælt þar. Laugarás Lagoon Lónið er í jaðri skógar auk þess sem útsýni er yfir Hvítá og Stóru-Laxá sem koma saman við lónið. Þá er einnig útsýni yfir Vörðufell. „Baðlónið er á tveimur hæðum, sem er ólíkt þeim lónum sem eru fyrir á landinu,“ segir Bryndís en eins og má sjá af myndinni að neðan er stigi í miðju lóninu sem tengir hæðirnar saman. Fari fólk niður gengur það í gegnum foss inn á neðri hæð lónsins. Við lónið er svo bæði að finna bæði þurr- og blautgufu. Einn vinsælasti áfangastaður Laugaráss síðustu ára er dýragarðurinn Slakki. Hann opnar yfirleitt um páska og er opinn yfir sumarið. Garðurinn er vinsæll áfangastaður fjölskyldna sem eiga leið um svæðið eða gista í bústað í nágrenninu. Bryndís segir að fjölskyldur muni geta samþætt heimsókn sína í lónið og í dýragarðinn. Það sé átta ára aldursmark í lónið sjálft en öllum heimilt að koma á veitingastaðinn. Veitingastaðurinn er opin.Laugarás Lagoon Bæði er blaut- og þurrgufa í lóninu. Laugarás Lagoon Bláskógabyggð Sundlaugar og baðlón Veitingastaðir Matvælaframleiðsla Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
„Á Ylju bjóðum við upp á árstíðarbundinn matseðil og leggjum mikla áherslu á að nota hráefni héðan úr sveitinni,“ segir Bryndís Björnsdóttir framkvæmdastjóri lónsins og að allir sem komi í mat fyrir opnun geti fengið að skoða bæði lónið og aðra aðstöðu. Gísli Matt er yfirkokkur á Ylju og hannaði matseðilinn með tilliti til nærumhverfis lónsins. Laugarás Lagoon „Gísli er einn öflugasti matreiðslumaður landsins og nýtir hráefnin í nærsamfélaginu á óhefðbundinn hátt,“ segir Bryndís og að hann vinni náið með gróðurhúsunum sem staðsett eru í þorpinu. „Við kaupum frá flestum þeirra og munum gera það áfram. Það er til dæmis tómata-carpaccio á matseðli sem er með tómötum frá þremur ólíkum ræktendum.“ Í Laugarási eru reknar nokkrar gróðurstöðvar. Það eru til dæmis Storð, Hveratún og Heiðmörk. Tómata carpaccioið á matseðlinum. Laugarás Lagoon Nafnið á veitingastaðnum vísar í hverasvæðið í Laugarási og að öll byggðin samtvinnist í kringum heita vatnið sem er þar. Þess vegna séu gróðurhúsin þarna og þess vegna séu þarna. „Það er þessi uppspretta á heita vatninu sem er kveikjan að þessu nafni,“ segir hún og að lónið sjálft sé einstök baðupplifun. „Laugarás er þorp sem kannski ekki allir Íslendingar þekkja en er með skemmtilega sögu. Það er mikil gróðursæld hér sem snýr að gróðurhúsaræktun sem hefur verið í gangi hér síðan 1960. Við erum búin að hanna upplifun sem á að tryggja að gestir fái góða tengingu við náttúruna í kring.“ Lónið er staðsett við skóg og er því nokkuð skjólsælt þar. Laugarás Lagoon Lónið er í jaðri skógar auk þess sem útsýni er yfir Hvítá og Stóru-Laxá sem koma saman við lónið. Þá er einnig útsýni yfir Vörðufell. „Baðlónið er á tveimur hæðum, sem er ólíkt þeim lónum sem eru fyrir á landinu,“ segir Bryndís en eins og má sjá af myndinni að neðan er stigi í miðju lóninu sem tengir hæðirnar saman. Fari fólk niður gengur það í gegnum foss inn á neðri hæð lónsins. Við lónið er svo bæði að finna bæði þurr- og blautgufu. Einn vinsælasti áfangastaður Laugaráss síðustu ára er dýragarðurinn Slakki. Hann opnar yfirleitt um páska og er opinn yfir sumarið. Garðurinn er vinsæll áfangastaður fjölskyldna sem eiga leið um svæðið eða gista í bústað í nágrenninu. Bryndís segir að fjölskyldur muni geta samþætt heimsókn sína í lónið og í dýragarðinn. Það sé átta ára aldursmark í lónið sjálft en öllum heimilt að koma á veitingastaðinn. Veitingastaðurinn er opin.Laugarás Lagoon Bæði er blaut- og þurrgufa í lóninu. Laugarás Lagoon
Bláskógabyggð Sundlaugar og baðlón Veitingastaðir Matvælaframleiðsla Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira