Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2025 22:00 Þorgils Eiður Einarsson var öllum lurkum laminn eftir bardagann í dag en hinn kátasti. úr einkasafni Þorgils Eiður Einarsson segir að sigur sinn í bardaga í hinni sögufrægu Rajadamnern höll í dag opni margar dyr fyrir sig. Heimsókn þjálfara hans til Íslands í miðjum kórónuveirufaraldrinum varð til þess að hann fékk tækifæri til að stunda Muay Thai í Taílandi. Þorgils sigraði Soufian Touti frá Marokkó í Rajadamnern í dag. Hann var enn hátt uppi en alsæll þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir bardagann. „Ég var að slást í Rajadamnern sem er elsta Muy Thai svið í heiminum. Ég fékk boð um bardagann fyrir um mánuði og ákvað að stökkva á þetta tækifæri. Þetta er einn af þessum draumum sem maður fær þegar maður er með hita,“ sagði Þorgils léttur á hótelherbergi sínu í Bangkok. Hann segir engan vafa leika á því að bardaginn í dag hafi verið hans stærsti á ferlinum. „Ég er enn að ná mér. Þetta var mögnuð upplifun,“ sagði Þorgils sem hefur keppt í sautján bardögum sem atvinnumaður. Hann byrjaði bardagann í dag af krafti en Touti gaf sig ekki. „Ég var með yfirburði í 1. lotunni og vann hana hundrað prósent. Ég fékk á mig nokkur högg í 2. lotu og tapaði henni. Eftir það töluðu þjálfararnir mig til og ég andaði í gegnum þetta. Ég pressaði svo á andstæðinginn og þreytti hann. Ég vann 3. lotuna á stigum og bardagann út frá því,“ sagði Þorgils. View this post on Instagram A post shared by Eddie Farrell (@eddie_fightingfarrell) Hann er á styrktarsamningi hjá MAA (Martial Arts Academy) sem er á eyjunni Koh Phangan. Og þar dvelur hann stóran hluta ársins. „Ég slæst fyrir þá og er svo með fólk í einkatímum og fæ þjórfé fyrir það. Ég kem síðan reglulega heim, vinn í tvo mánuði eða svo og það endist vel í ár hérna úti. Ég er bara skynsamur og lifi spart,“ sagði Þorgils. Hann kom til Taílands á vegum manns sem heitir Pascal Schroth og er tífaldur heimsmeistari í sparkboxi. Eiginkona hans er hálf taílensk og hálf íslensk og þau komu til Íslands í kórónuveirufaraldrinum. „Hann var með námskeið í stöðinni þar sem ég var að æfa áður skellt var í lás. Hann á þessa stöð úti í Taílandi. Hann sá eitthvað í mér og bauð mér að koma út til sín. Ég var aðalæfingafélagi hans og tók svo nokkra bardaga sem ég vann alla með rothöggi. Í síðasta mánuði fékk ég svo tilboð um bardagann í Rajadamnern.“ Þorgils ásamt liðinu sínu fyrir utan Rajadamnern.úr einkasafni Þorgils segir að tækifærum sínum í Muay Thai muni eflaust fjölga eftir sigurinn í dag. „Það opnast rosa margar dyr. Ég er fyrsti Íslendingurinn til að stíga í þennan hring sem allir í Muay Thai vita hvað er. Þetta er tækifæri til að taka næsta skref og upplifa drauminn. Þetta opnar á möguleika um samstarf og auglýsingasamninga og gerir mér kleift að halda þessu áfram,“ sagði Þorgils að lokum. MMA Taíland Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Njarðvík - Haukar | Endurtekning á úrslitaeinvíginu Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjá meira
Þorgils sigraði Soufian Touti frá Marokkó í Rajadamnern í dag. Hann var enn hátt uppi en alsæll þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir bardagann. „Ég var að slást í Rajadamnern sem er elsta Muy Thai svið í heiminum. Ég fékk boð um bardagann fyrir um mánuði og ákvað að stökkva á þetta tækifæri. Þetta er einn af þessum draumum sem maður fær þegar maður er með hita,“ sagði Þorgils léttur á hótelherbergi sínu í Bangkok. Hann segir engan vafa leika á því að bardaginn í dag hafi verið hans stærsti á ferlinum. „Ég er enn að ná mér. Þetta var mögnuð upplifun,“ sagði Þorgils sem hefur keppt í sautján bardögum sem atvinnumaður. Hann byrjaði bardagann í dag af krafti en Touti gaf sig ekki. „Ég var með yfirburði í 1. lotunni og vann hana hundrað prósent. Ég fékk á mig nokkur högg í 2. lotu og tapaði henni. Eftir það töluðu þjálfararnir mig til og ég andaði í gegnum þetta. Ég pressaði svo á andstæðinginn og þreytti hann. Ég vann 3. lotuna á stigum og bardagann út frá því,“ sagði Þorgils. View this post on Instagram A post shared by Eddie Farrell (@eddie_fightingfarrell) Hann er á styrktarsamningi hjá MAA (Martial Arts Academy) sem er á eyjunni Koh Phangan. Og þar dvelur hann stóran hluta ársins. „Ég slæst fyrir þá og er svo með fólk í einkatímum og fæ þjórfé fyrir það. Ég kem síðan reglulega heim, vinn í tvo mánuði eða svo og það endist vel í ár hérna úti. Ég er bara skynsamur og lifi spart,“ sagði Þorgils. Hann kom til Taílands á vegum manns sem heitir Pascal Schroth og er tífaldur heimsmeistari í sparkboxi. Eiginkona hans er hálf taílensk og hálf íslensk og þau komu til Íslands í kórónuveirufaraldrinum. „Hann var með námskeið í stöðinni þar sem ég var að æfa áður skellt var í lás. Hann á þessa stöð úti í Taílandi. Hann sá eitthvað í mér og bauð mér að koma út til sín. Ég var aðalæfingafélagi hans og tók svo nokkra bardaga sem ég vann alla með rothöggi. Í síðasta mánuði fékk ég svo tilboð um bardagann í Rajadamnern.“ Þorgils ásamt liðinu sínu fyrir utan Rajadamnern.úr einkasafni Þorgils segir að tækifærum sínum í Muay Thai muni eflaust fjölga eftir sigurinn í dag. „Það opnast rosa margar dyr. Ég er fyrsti Íslendingurinn til að stíga í þennan hring sem allir í Muay Thai vita hvað er. Þetta er tækifæri til að taka næsta skref og upplifa drauminn. Þetta opnar á möguleika um samstarf og auglýsingasamninga og gerir mér kleift að halda þessu áfram,“ sagði Þorgils að lokum.
MMA Taíland Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Njarðvík - Haukar | Endurtekning á úrslitaeinvíginu Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjá meira