Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Árni Sæberg skrifar 6. október 2025 15:26 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fagnar stofnun nefndarinnar. Vísir/Ívar Fannar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða í dag ályktun um að stofna óháða rannsóknarnefnd um stöðu mannréttinda í Afganistan . Aðeins Kína sagði sig frá ákvörðun ráðsins. Ísland hefur lengi kallað eftir því að rannsóknarnefnd verði stofnuð og leiddi sameiginlega yfirlýsingu þess efnis í ráðinu í mars, í samstarfi við Suður-Afríku og Síle. Í tilkynningu þess á vef Stjórnarráðsins er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra að hún fagni því mjög að mannréttindaráðið hafi stigið þetta mikilvæga skref, sem sé vonarneisti fyrir konur og stúlkur Afganistan og skilaboð um að alþjóðasamfélaginu standi ekki á sama um hetjulega baráttu þeirra. „Við höfum beitt okkur fyrir því í mannréttindaráðinu, bæði opinberlega og bakvið tjöldin, að stofnuð verði rannsóknarnefnd svo hægt verði að varpa skýrara ljósi á þau svívirðilegu mannréttindabrot sem birtast sem kerfisbundin kynbundin kúgun gagnvart konum og stúlkum í Afganistan.“ Eina ríkið í heiminum sem bannar stúlkum að ganga í skóla eftir tólf ára Í tilkynningunni segir að frá valdatöku talibana árið 2021 hafi mannréttindaráðið samþykkt árlega ályktun um stöðu mannréttinda í Afganistan þar sem umboð sérlegs skýrslugjafa um málefni Afganistan er endurnýjað. Sérlegur skýrslugjafi ráðsins um málefni Afganistan hafi sagt aðgerðir talibana jafnast á við ofsóknir á grundvelli kynferðis. Afganistan sé eina ríkið í heiminum sem bannar stúlkum að ganga í skóla eftir tólf ára aldur. Þá séu konur og stúlkur útilokaðar frá opinberu lífi og bannað að sinna ýmsum störfum, þar á meðal í heilbrigðisþjónustu og réttarkerfinu. Afganskar konur hafi sjálfar lýst aðstæðum sínum sem kynbundinni aðskilnaðarstefnu. Afganir, frjáls félagasamtök og mannréttindaverðir hafi ítrekað kallað eftir aukinni ábyrgðarskyldu í formi óháðrar rannsóknarnefndar með vítt umboð. Íslendingar tóku virkan þátt Ísland hafi tekið virkan þátt í samningaviðræðum um ályktunina í yfirstandandi haustlotu mannréttindaráðsins. Þá hafi Ísland ásamt fleiri ríkjum stutt við hliðarviðburð með afgönsku baráttufólki fyrir mannréttindum. Ísland hafi verið kjörið til setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2025-2027. Mannréttindaráðið fundi að jafnaði í þremur reglubundnum fundalotum á ári, sem standi yfir í nokkrar vikur í senn. Ísland í mannréttindaráði SÞ Afganistan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Sjá meira
Í tilkynningu þess á vef Stjórnarráðsins er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra að hún fagni því mjög að mannréttindaráðið hafi stigið þetta mikilvæga skref, sem sé vonarneisti fyrir konur og stúlkur Afganistan og skilaboð um að alþjóðasamfélaginu standi ekki á sama um hetjulega baráttu þeirra. „Við höfum beitt okkur fyrir því í mannréttindaráðinu, bæði opinberlega og bakvið tjöldin, að stofnuð verði rannsóknarnefnd svo hægt verði að varpa skýrara ljósi á þau svívirðilegu mannréttindabrot sem birtast sem kerfisbundin kynbundin kúgun gagnvart konum og stúlkum í Afganistan.“ Eina ríkið í heiminum sem bannar stúlkum að ganga í skóla eftir tólf ára Í tilkynningunni segir að frá valdatöku talibana árið 2021 hafi mannréttindaráðið samþykkt árlega ályktun um stöðu mannréttinda í Afganistan þar sem umboð sérlegs skýrslugjafa um málefni Afganistan er endurnýjað. Sérlegur skýrslugjafi ráðsins um málefni Afganistan hafi sagt aðgerðir talibana jafnast á við ofsóknir á grundvelli kynferðis. Afganistan sé eina ríkið í heiminum sem bannar stúlkum að ganga í skóla eftir tólf ára aldur. Þá séu konur og stúlkur útilokaðar frá opinberu lífi og bannað að sinna ýmsum störfum, þar á meðal í heilbrigðisþjónustu og réttarkerfinu. Afganskar konur hafi sjálfar lýst aðstæðum sínum sem kynbundinni aðskilnaðarstefnu. Afganir, frjáls félagasamtök og mannréttindaverðir hafi ítrekað kallað eftir aukinni ábyrgðarskyldu í formi óháðrar rannsóknarnefndar með vítt umboð. Íslendingar tóku virkan þátt Ísland hafi tekið virkan þátt í samningaviðræðum um ályktunina í yfirstandandi haustlotu mannréttindaráðsins. Þá hafi Ísland ásamt fleiri ríkjum stutt við hliðarviðburð með afgönsku baráttufólki fyrir mannréttindum. Ísland hafi verið kjörið til setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2025-2027. Mannréttindaráðið fundi að jafnaði í þremur reglubundnum fundalotum á ári, sem standi yfir í nokkrar vikur í senn.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Afganistan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent