Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar 8. október 2025 06:30 Á haustin fellur lífið gjarnan í einhverskonar rútínu og það á einmitt við um Alþingi sem hefur hafið störf á þessu haustþingi og enn og aftur er samgönguáætlun á dagskrá, en fyrri ríkisstjórn tókst ekki að klára hana áður en til kosninga kom í lok ársins 2024. Nýr Innviðaráðherra hélt nokkra samráðsfundi í ágúst á landbyggðunum til að ræða málefni ráðuneytisins og kom ekki á óvart að samgöngur voru mikið ræddar á þeim fundum. Ég bý í Ólafsfirði, í sameinuðu sveitarfélagi, Fjallabyggð með bæina Siglufjörð og Ólafsfjörð. Samgöngur á Tröllaskaganum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar hafa verið eitt aðal viðfangsefni sveitarfélagins um langt skeið. Hér eru nú þegar fern jarðgöng, Múlagöng, Héðinsfjarðargöng sem eru í raun tvenn göng og svo Strákagöng. Múlagöng eða Ólafsfjarðargöng milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar eru 3,4 km og voru opnuð 1990. Frá upphafi hefur stóra vandamálið verið að þau eru einbreið. Því miður var ekki horft til framtíðar þegar göngin voru gerð og raunar var sagt við Ólafsfirðinga, á þeim tíma, þið fáið þetta eða ekki neitt. Umferðaþungi í Ólafsfjarðargöngunum hefur stóraukist frá opnun þeirra. Reglulega þarf að grípa til umferðastýringa þar sem göngin anna ekki þeirri umferð sem um þau fara. Erlendir ferðamenn skilja ekkert í því hvert þau eru komin, að vera að keyra í einbreiðum göngum með útskotum á þjóðvegi á Íslandi árið 2025. Sama vandamál er með Strákagöng. Þau eru einnig einbreið með útskotum, 800 metrar, opnuð 1967. Á milli þessara gangna eru svo Héðinsfjarðargöng, tvíbreið samtals 10,6 km. sem voru opnuð 2010 og rufu í raun einangrun Siglufjarðar. Eins og ég sagði í byrjun var fráfarandi ríkisstjórn komin með jarðgangnaáætlun þar sem búið var að setja niður forgangsröðun við jarðgangnagerð á Íslandi. Þar voru ný Fljótagöng í 2. sæti en þau göng myndu leysa af Strákagöng og hættulegan veg frá Siglufirði til Skagafjarðar. Ný Ólafsfjarðargöng voru svo í 4. sæti. Nýr Innviðaráðherra telur sig ekki bundin af þessari áætlun og mun leggja fram nýja, eins og áður sagði, á haustþingi. Ekkert hefur verið gefið upp hvernig sú jarðgangnaáætlun kemur til með að líta út. Ég er bæjarfulltrúi í Fjallabyggð og hef talað fyrir því að horft verði á ný Fljótagöng og ný Ólafsfjarðargöng sem eitt verkefni. Það hlýtur að vera ákveðin skynsemi í því að bjóða út Fljótagöng og Ólafsfjarðargöng samtímis í einu útboði. Þannig framkvæmd er litlu stærra verk en Héðinsfjarðargöng voru á sínum tíma og engum datt í hug að slíta þau í sundur. Með þessu móti værum við sannarlega að opna Tröllaskagann og þetta yrði varaleið fyrir Öxnadalsheiði sem oft lokast að vetri en þá gjarnan fært í gegnum Tröllaskagann. Íbúar Fjallabyggðar leita mikið til Eyjafjarðar og Akureyrar eftir þjónustu. Þar er sjúkahúsið, flugvöllur og ýmis önnur þjónusta en í dag eru leiðirnar bæði til austur og vesturs varasamar vegna snjóflóðahættu. Út-Eyjafjarðarsvæðið er líka orðið eitt atvinnusvæði og á Ólafsfirði er glæsilegur menntaskóli, MTR og því mikilvægt að nemendur og starfsmenn úr nágrannabyggðum komist milli staða allan ársins hring. Yfir vetrartímann þá kemur það nefnilega reglulega upp að þessum leiðum er lokað vegna veðurs eða vegna snjóflóðahættu. Þess á milli eru vegirnir oft á óvissustigi, sem fyrir ókunnuga er ekki spennandi og fólk hættir við að ferðast, sem kemur ekki á óvart. Það er því gríðalega mikilvægt fyrir íbúa Fjallabyggðar að samgöngur í og úr sveitafélaginu verði með þeim hætti að ekki sé sí og æ verið að loka eða setja vegina á óvissustig. Þannig samgöngur koma í veg fyrir að Fjallabyggð blómstri enn frekar. Jón Helgason orti svo í kvæðinu, Áfangar; Ærið er bratt við Ólafsfjörð,ógurleg klettahöllin;teygist hinn myrki múli frammynnist við boðaföllin;kennd er við Hálfdán hurðin rauð,hér mundi gengt í fjöllin;ein er þar kona krossi vígðkomin í bland við tröllin. Ástæðan fyrir kvæðinu hjá Jóni var þjóðsaga um tröllskessuna í Múlanum. Hún hafði flúið úr Málmey á Skagafirði og bað bóndi hennar, Hálfdán prest á Felli í Sléttuhlíð, um aðstoð. Hann fór með bóndann í Ólafsfjarðarmúlann og lauk þar upp berginu. Þar fékk bóndinn að sjá konu sína sem var orðin hin tröllslegasta og áræddi bóndinn ekki frekari samskipti við hana. Það er kominn tími til að ljúka upp Hálfdánarhurðinni í eitt skipti fyrir öll og opna Tröllaskagann. Því skora ég á Innviðaráðherra að ljúka strax þeirri óvissu sem er reglulega á utanverðum Tröllaskaga hvað samgöngur varðar og koma með metnaðarfulla jarðgangnaáætlun sem inniheldur ný göng frá Ólafsfirði til Dalvíkur og önnur frá Siglufirði inn í Fljót. Þannig framkvæmd myndi ekki bara styrkja sveitarfélögin við utanverðan Eyjafjörð til muna heldur tryggja öryggi fólks sem um þessa vegi fara. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti H-listans í Fjallabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjallabyggð Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Á haustin fellur lífið gjarnan í einhverskonar rútínu og það á einmitt við um Alþingi sem hefur hafið störf á þessu haustþingi og enn og aftur er samgönguáætlun á dagskrá, en fyrri ríkisstjórn tókst ekki að klára hana áður en til kosninga kom í lok ársins 2024. Nýr Innviðaráðherra hélt nokkra samráðsfundi í ágúst á landbyggðunum til að ræða málefni ráðuneytisins og kom ekki á óvart að samgöngur voru mikið ræddar á þeim fundum. Ég bý í Ólafsfirði, í sameinuðu sveitarfélagi, Fjallabyggð með bæina Siglufjörð og Ólafsfjörð. Samgöngur á Tröllaskaganum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar hafa verið eitt aðal viðfangsefni sveitarfélagins um langt skeið. Hér eru nú þegar fern jarðgöng, Múlagöng, Héðinsfjarðargöng sem eru í raun tvenn göng og svo Strákagöng. Múlagöng eða Ólafsfjarðargöng milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar eru 3,4 km og voru opnuð 1990. Frá upphafi hefur stóra vandamálið verið að þau eru einbreið. Því miður var ekki horft til framtíðar þegar göngin voru gerð og raunar var sagt við Ólafsfirðinga, á þeim tíma, þið fáið þetta eða ekki neitt. Umferðaþungi í Ólafsfjarðargöngunum hefur stóraukist frá opnun þeirra. Reglulega þarf að grípa til umferðastýringa þar sem göngin anna ekki þeirri umferð sem um þau fara. Erlendir ferðamenn skilja ekkert í því hvert þau eru komin, að vera að keyra í einbreiðum göngum með útskotum á þjóðvegi á Íslandi árið 2025. Sama vandamál er með Strákagöng. Þau eru einnig einbreið með útskotum, 800 metrar, opnuð 1967. Á milli þessara gangna eru svo Héðinsfjarðargöng, tvíbreið samtals 10,6 km. sem voru opnuð 2010 og rufu í raun einangrun Siglufjarðar. Eins og ég sagði í byrjun var fráfarandi ríkisstjórn komin með jarðgangnaáætlun þar sem búið var að setja niður forgangsröðun við jarðgangnagerð á Íslandi. Þar voru ný Fljótagöng í 2. sæti en þau göng myndu leysa af Strákagöng og hættulegan veg frá Siglufirði til Skagafjarðar. Ný Ólafsfjarðargöng voru svo í 4. sæti. Nýr Innviðaráðherra telur sig ekki bundin af þessari áætlun og mun leggja fram nýja, eins og áður sagði, á haustþingi. Ekkert hefur verið gefið upp hvernig sú jarðgangnaáætlun kemur til með að líta út. Ég er bæjarfulltrúi í Fjallabyggð og hef talað fyrir því að horft verði á ný Fljótagöng og ný Ólafsfjarðargöng sem eitt verkefni. Það hlýtur að vera ákveðin skynsemi í því að bjóða út Fljótagöng og Ólafsfjarðargöng samtímis í einu útboði. Þannig framkvæmd er litlu stærra verk en Héðinsfjarðargöng voru á sínum tíma og engum datt í hug að slíta þau í sundur. Með þessu móti værum við sannarlega að opna Tröllaskagann og þetta yrði varaleið fyrir Öxnadalsheiði sem oft lokast að vetri en þá gjarnan fært í gegnum Tröllaskagann. Íbúar Fjallabyggðar leita mikið til Eyjafjarðar og Akureyrar eftir þjónustu. Þar er sjúkahúsið, flugvöllur og ýmis önnur þjónusta en í dag eru leiðirnar bæði til austur og vesturs varasamar vegna snjóflóðahættu. Út-Eyjafjarðarsvæðið er líka orðið eitt atvinnusvæði og á Ólafsfirði er glæsilegur menntaskóli, MTR og því mikilvægt að nemendur og starfsmenn úr nágrannabyggðum komist milli staða allan ársins hring. Yfir vetrartímann þá kemur það nefnilega reglulega upp að þessum leiðum er lokað vegna veðurs eða vegna snjóflóðahættu. Þess á milli eru vegirnir oft á óvissustigi, sem fyrir ókunnuga er ekki spennandi og fólk hættir við að ferðast, sem kemur ekki á óvart. Það er því gríðalega mikilvægt fyrir íbúa Fjallabyggðar að samgöngur í og úr sveitafélaginu verði með þeim hætti að ekki sé sí og æ verið að loka eða setja vegina á óvissustig. Þannig samgöngur koma í veg fyrir að Fjallabyggð blómstri enn frekar. Jón Helgason orti svo í kvæðinu, Áfangar; Ærið er bratt við Ólafsfjörð,ógurleg klettahöllin;teygist hinn myrki múli frammynnist við boðaföllin;kennd er við Hálfdán hurðin rauð,hér mundi gengt í fjöllin;ein er þar kona krossi vígðkomin í bland við tröllin. Ástæðan fyrir kvæðinu hjá Jóni var þjóðsaga um tröllskessuna í Múlanum. Hún hafði flúið úr Málmey á Skagafirði og bað bóndi hennar, Hálfdán prest á Felli í Sléttuhlíð, um aðstoð. Hann fór með bóndann í Ólafsfjarðarmúlann og lauk þar upp berginu. Þar fékk bóndinn að sjá konu sína sem var orðin hin tröllslegasta og áræddi bóndinn ekki frekari samskipti við hana. Það er kominn tími til að ljúka upp Hálfdánarhurðinni í eitt skipti fyrir öll og opna Tröllaskagann. Því skora ég á Innviðaráðherra að ljúka strax þeirri óvissu sem er reglulega á utanverðum Tröllaskaga hvað samgöngur varðar og koma með metnaðarfulla jarðgangnaáætlun sem inniheldur ný göng frá Ólafsfirði til Dalvíkur og önnur frá Siglufirði inn í Fljót. Þannig framkvæmd myndi ekki bara styrkja sveitarfélögin við utanverðan Eyjafjörð til muna heldur tryggja öryggi fólks sem um þessa vegi fara. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti H-listans í Fjallabyggð.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun