Hefur áhyggjur af unga fólkinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. október 2025 14:07 Ásgeir Jónsson segir ákvörðun um að halda stýrivöxtum óbreyttum koma hvað verst niður á ungu fólki sem vill komast inn á fasteignamarkaðinn. Hann hefur áhyggjur af stöðu hópsins. Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir merki um að hagkerfið sé að kólna hefur Peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum annað skiptið í röð. Seðlabankastjóri segir að fall Play hafi ekki haft mikil áhrif á ákvörðunina. Það þurfi að ná verðbólguvæntingum niður og fyrr verði ekki hægt að lækka vextina. Hann hefur áhyggjur af unga fólkinu sem er að reyna að komast inn á fasteignamarkaðinn. Stýrivextir Seðlabankans bankans verða því áfram 7,5 prósent. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem var sammála um ákvörðunina kemur fram stærsti áhrifavaldur hennar sé að verðbólga sé enn yfir verðbólgumarkmiðum bankans sem er 2,5 prósent. Hún mældist 4,1 prósent í september og jókst um 0,3 prósentur frá því í ágúst. Of miklar launahækkanir og hátt húsnæðisverð Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir merki um að hagkerfið sé að kólna þurfi meira til að lækka vexti. „Það er enn mikil spenna í hagkerfinu. Það hafa verið gríðarlega miklar launahækkanir og verðbólga er enn of mikil en ég tek fram að í yfirlýsingunni bætist við orðið enn því við teljum að hagkerfið sé á leið í kólnun. Enn þýðir það að við teljum hlutina vera að þróast á réttan hátt,“ segir Ásgeir. Ásgeir vitnar þarna í klausu yfirlýsingu Peningastefnunefndar þar sem segir: Margt hefur þokast í rétta átt en þær aðstæður hafa ekki enn skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Mögulega störukeppni Aðspurður um hvort að um sé að ræða einhvers konar störukeppni milli verðbólgu og stýrivaxta á þessu stigi svarar Ásgeir: „Mögulega. Núna er t.d. verðbólga án húsnæðis nálægt markmiði. Það hafa verið hækkanir á húsnæðismarkaði sem hafa haldið verðbólgu uppi núna. Að einhverju lvegna hinna svokölluðu Grindarvíkuráhrifa. En ég trú á því að bæði fasteignamarkaðurinn og vinnumarkaðurinn séu á leið í miklu betra jafnvægi og við séum að fara að sjá meiri stöðugleika,“ segir hann. Mikil áhrif á ungt fólk Aðspurður um hvort hann hafi áhyggur af stöðu ungs fólks sem á erfitt með að koma inn á fasteignamarkaðinn vegna hárra vaxta og krafna sem hafa verið settar varðandi lánakjör svarar Ágeir því játandi. „Það er það sem ég hef miklar áhyggjur af. Staða fólks ræðst dálítið af því hvenær það komst inn á fasteignamarkaðinn. Þeir sem komu inn á fasteignamarkaðinn heppilegum tíma eru í góðri stöðu. Ungt fólk sem er að koma inn núna er í erfiðri stöðu. Við höfum fullan skilning á því. Þetta er erfitt fyrir Seðlabankann við höfum bara almenn tæki og beitum stýrivöxtum sem hafa áhrif á allt kerfið. Við getum ekki haft áhrif á einstaka hópa.“ Hann segir að fall flugfélagsins Play og afleiðingar þess hafi haft lítil áhrif á ákvörðunina núna „Það hafði ekki mikil áhrif. Ég held að það muni aðrir aðilar koma inn með framboð á flugferðum,“ segir Ásgeir. Seðlabankinn Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Stýrivextir Seðlabankans bankans verða því áfram 7,5 prósent. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem var sammála um ákvörðunina kemur fram stærsti áhrifavaldur hennar sé að verðbólga sé enn yfir verðbólgumarkmiðum bankans sem er 2,5 prósent. Hún mældist 4,1 prósent í september og jókst um 0,3 prósentur frá því í ágúst. Of miklar launahækkanir og hátt húsnæðisverð Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir merki um að hagkerfið sé að kólna þurfi meira til að lækka vexti. „Það er enn mikil spenna í hagkerfinu. Það hafa verið gríðarlega miklar launahækkanir og verðbólga er enn of mikil en ég tek fram að í yfirlýsingunni bætist við orðið enn því við teljum að hagkerfið sé á leið í kólnun. Enn þýðir það að við teljum hlutina vera að þróast á réttan hátt,“ segir Ásgeir. Ásgeir vitnar þarna í klausu yfirlýsingu Peningastefnunefndar þar sem segir: Margt hefur þokast í rétta átt en þær aðstæður hafa ekki enn skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Mögulega störukeppni Aðspurður um hvort að um sé að ræða einhvers konar störukeppni milli verðbólgu og stýrivaxta á þessu stigi svarar Ásgeir: „Mögulega. Núna er t.d. verðbólga án húsnæðis nálægt markmiði. Það hafa verið hækkanir á húsnæðismarkaði sem hafa haldið verðbólgu uppi núna. Að einhverju lvegna hinna svokölluðu Grindarvíkuráhrifa. En ég trú á því að bæði fasteignamarkaðurinn og vinnumarkaðurinn séu á leið í miklu betra jafnvægi og við séum að fara að sjá meiri stöðugleika,“ segir hann. Mikil áhrif á ungt fólk Aðspurður um hvort hann hafi áhyggur af stöðu ungs fólks sem á erfitt með að koma inn á fasteignamarkaðinn vegna hárra vaxta og krafna sem hafa verið settar varðandi lánakjör svarar Ágeir því játandi. „Það er það sem ég hef miklar áhyggjur af. Staða fólks ræðst dálítið af því hvenær það komst inn á fasteignamarkaðinn. Þeir sem komu inn á fasteignamarkaðinn heppilegum tíma eru í góðri stöðu. Ungt fólk sem er að koma inn núna er í erfiðri stöðu. Við höfum fullan skilning á því. Þetta er erfitt fyrir Seðlabankann við höfum bara almenn tæki og beitum stýrivöxtum sem hafa áhrif á allt kerfið. Við getum ekki haft áhrif á einstaka hópa.“ Hann segir að fall flugfélagsins Play og afleiðingar þess hafi haft lítil áhrif á ákvörðunina núna „Það hafði ekki mikil áhrif. Ég held að það muni aðrir aðilar koma inn með framboð á flugferðum,“ segir Ásgeir.
Seðlabankinn Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira