Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar 9. október 2025 08:33 Þegar hæstvirtur atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, lagði upp í metnaðarfulla hringferð með Bændasamtökunum síðastliðið vor hugsaði ég með mér að þarna væri ráðherra sem ætlaði að rækta gott samtal við bændastéttina. Þetta fannst mér gefa góð fyrirheit fyrir það sem koma skyldi í málefnum landbúnaðarins á þessu kjörtímabili. Áður en að þessu kom ritaði Hanna Katrín grein sem birtist á vef Bændablaðsins í byrjun febrúar, þá ný tekin við málefnum landbúnaðarins sem atvinnuvegaráðherra. Þar sagði hún meðal annars svo frá “Það er mér bæði heiður og ánægja að sinna þessum mikilvæga málaflokki og vinna með ykkur að því að tryggja framtíð íslensks landbúnaðar.” Það verður ekki annað sagt en að þessi fögru fyrirheit um samvinnu og samtal við bændastéttina hafi nú algjörlega fokið út um gluggann með framlögðum drögum að frumvarpi að nýjum búvörulögum. Innihald frumvarpsins er eitt en vinnubrögð hæstvirts atvinnuvegaráðherra í þessu máli er svo allt annað mál. Sama hvað fólki kann að finnast um innihald draga að frumvarpi að nýjum búvörulögum, þá verður ekki annað sagt en að sú staðreynd að algjörlega sé gengið fram hjá Bændasamtökunum við vinnslu frumvarpsins er algjörlega óskiljanlegt. Samráð og samvinna sem ítrekað var búið að lofa eins og kom fram í yfirlýsingu stjórnar Bændasamtakanna á dögunum. Sú staðreynd að ráðherra ákveði að ganga svona til verka þykir mér verulega umhugsunarvert. Með því að leita til bændastéttarinnar við vinnslu frumvarpsins hefði verið hægt að koma í veg fyrir þau miklu og hörðu viðbrögð sem komið hafa við frumvarpinu undanfarna daga. Hér leikur ráðherra sér að því að skapa glundroða og óánægju sem hefði með lítilli fyrirhöfn verið hægt að koma í veg fyrir með vönduðum vinnubrögðum. Höfundur situr í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þegar hæstvirtur atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, lagði upp í metnaðarfulla hringferð með Bændasamtökunum síðastliðið vor hugsaði ég með mér að þarna væri ráðherra sem ætlaði að rækta gott samtal við bændastéttina. Þetta fannst mér gefa góð fyrirheit fyrir það sem koma skyldi í málefnum landbúnaðarins á þessu kjörtímabili. Áður en að þessu kom ritaði Hanna Katrín grein sem birtist á vef Bændablaðsins í byrjun febrúar, þá ný tekin við málefnum landbúnaðarins sem atvinnuvegaráðherra. Þar sagði hún meðal annars svo frá “Það er mér bæði heiður og ánægja að sinna þessum mikilvæga málaflokki og vinna með ykkur að því að tryggja framtíð íslensks landbúnaðar.” Það verður ekki annað sagt en að þessi fögru fyrirheit um samvinnu og samtal við bændastéttina hafi nú algjörlega fokið út um gluggann með framlögðum drögum að frumvarpi að nýjum búvörulögum. Innihald frumvarpsins er eitt en vinnubrögð hæstvirts atvinnuvegaráðherra í þessu máli er svo allt annað mál. Sama hvað fólki kann að finnast um innihald draga að frumvarpi að nýjum búvörulögum, þá verður ekki annað sagt en að sú staðreynd að algjörlega sé gengið fram hjá Bændasamtökunum við vinnslu frumvarpsins er algjörlega óskiljanlegt. Samráð og samvinna sem ítrekað var búið að lofa eins og kom fram í yfirlýsingu stjórnar Bændasamtakanna á dögunum. Sú staðreynd að ráðherra ákveði að ganga svona til verka þykir mér verulega umhugsunarvert. Með því að leita til bændastéttarinnar við vinnslu frumvarpsins hefði verið hægt að koma í veg fyrir þau miklu og hörðu viðbrögð sem komið hafa við frumvarpinu undanfarna daga. Hér leikur ráðherra sér að því að skapa glundroða og óánægju sem hefði með lítilli fyrirhöfn verið hægt að koma í veg fyrir með vönduðum vinnubrögðum. Höfundur situr í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar