Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar 9. október 2025 09:32 Ekkert gerist í tómarúmi. Sjöundi október 2023 var ekki þruma úr heiðskíru, friðsælu lofti. Sjöundi október var viðbragð við sjötíu og sjö ára sögu kúgunar, umsáturs, drápa, ólöglegrar fangelsunar Palestínufólks, fullorðinna og barna, ólöglegs land- og eignarnáms Ísraela í Palestínu og kerfisbundinnar afmennskunar Palestínufólks af hálfu Ísrael. Sjöunda október voru liðin tvö ár frá upphafi tortímingarherferðar Ísrael á Gasa. Sama dag voru sjötíu og sjö ár og tæpir fimm mánuðir liðnir frá upphafi þjóðarmorðs Ísraela í Palestínu. Sjöunda október voru líka yfir sjötíu og sjö ár síðan síoníska hasbara vélin var gangsett. Sögufölsunarmaskínan mikla sem frá upphafi stofnunar Ísraelsríkis hefur stýrt upplýsingaflæði meginstraumsmiðlanna og mótað vitneskju og viðhorf almennings á Vesturlöndum til ólöglegs hernáms Ísraela í Palestínu. Hasbara vélin malar sem aldrei fyrr. Á öllum meginstraumsmiðlum vesturlanda. Á Rúv sem flytur óritskoðaðar fréttir frá síonistahollum miðlum og vitnar jafnvel beint í þjóðarmorðingjana sjálfa. Í tilkynningum utanríkisráðherra sem bergmála síonískar réttlætingar þjóðarmorðs. Í viðmóti og viðhorfi almennings sem flýtur hugsunarlaust með meginstraumnum.[1] Maskínan er í stöðugri uppfærslu í takt við samfélagbreytingar og nýjustu áform um endurnýjun eru fyrirhuguð kaup síonista á TikTok.[2] Heimspekingurinn Hannah Ahrendt, sem var þýskur gyðingur og flúði Þýskaland stuttu eftir kosningu Hitlers, skrifaði bókina Eichmann in Jerusalem: A report on the banality of evil árið 1963 sem í íslenskri þýðingu gæti útlagst sem „Eichmann í Jerúsalem: frásögn af hversdagslegri lágkúru illskunnar“. Bókin fjallar um réttarhöldin yfir Adolf Eichmann í Jerúsalem árið 1961. Í bókinni afbyggir Ahrendt hugmyndina um að gerendur voðaverka séu siðblind skrímsli með því að sýna fram á hvernig venjulegur maður, eins og Eichmann, er fær um að fremja grimmdarverk með því að fylgja meginstraumnum hugsunarlaust og fara eftir tilskipunum. Eichmann var einn hönnuða helfararinnar í Þýskalandi Nasismans. Hann hafði að eigin sögn ekkert á móti gyðingum en tók engu að síður hugsunarlaust undir ríkjandi hugmyndir um að gyðingar ættu ekki sama tilverurétt og aðrir Þjóðverjar og skipulagði tortímingu þeirra. Bókin lýsir því hvernig venjulegt fólk getur tekið þátt í hræðilegum hlutum með því að fylgja meginstraumshugmyndafræði án gagnrýninnar hugsunar eða siðferðislegrar dómgreindar. Eins og meginþorri þýsku þjóðarinnar gerði á tímum Nasistanna.[3] Hasbara meginstraumurinn hefur hrifið með sér venjulegt fólk úr okkar nærumhverfi. Venjulegar mömmur og pabba, ömmur og afa, frænkur og frændur sem fá aukið pláss fyrir rasíska útrás í kommentakerfum. Venjulegt stjórnmálafólk sem fylgir eftir fyrirmælum frá smiðum ráðandi hugmyndafræði og beita sér fyrir settlegu aðgerðarleysi í þjóðarmorði. Venjulegt fréttafólk sem áframsendir umhugsunarlaust fréttir frá meginstraumsmiðlum hasbara maskínunnar. „Hugrekki er val og vilji til að horfast í augu við kvöl, sársauka, hættu, óvissu eða ógnun“ segir á Wikipedia.[4] Að synda á móti meginstraumnum þarfnast hugrekkis. Því fylgir, á okkar tímum, t.d. hættan á því að vera ógnað eins og ný dæmi á kommentakerfum[5] og frá mótmælum sýna. Ofbeldi af hálfu almennings á löglegum mótmælum.[6] Stóraukið lögregluofbeldi, sérstaklega í löndum eins og Bretlandi og Þýskalandi þar sem áróðri hasbara maskínunnar er framfylgt út í æsar og mótmæli gegn þjóðarmorðinu á Gasa hafa verið bönnuð. Þvert á bönnin spyrnir fólk sér í síauknu mæli á móti meginstraumnum og flykkist í tug- og hundruð þúsunda tali á götur borga Þýskalands[7] og Bretlands[8] og heimsins alls. Okkur fjölgar sem syndum á móti meginstraumnum. Svo eru það þau sem sigla í bókstaflegri merkingu á móti hervörðum meginstraumi síónista á för sinni til Gasa til að rjúfa ólöglega herkví Ísraela og færa sveltandi fólki og börnum mat og lyf. Friðarflotinn (Freedom flotilla) var stofnaður árið 2010 til þess að binda enda á ólöglegt umsátur Ísraela á Gasa. Allt frá stofnun Friðarflotans hefur Ísrael ráðist á skip flotans, sprengt skip og báta og myrt fólk úr áhöfnum sem allar hafa siglt óvopnaðar.[9] Í ferð Friðarflotans til Gasa árið 2010 myrtu Ísraelar níu manns og særðu marga aðra. Rannsóknarnefnd Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna staðfesti að árásir Ísraela á flotann voru brot á alþjóðalögum, þar á meðal alþjóðlegum mannúðarlögum og mannréttindalögum.[10] Í stað þess að leggja upp laupana og beygja sig undir hervaldið fjölgar skipum, bátum og áhafnarmeðlimum Friðarflotans. Alþjóðlegi Friðarflotinn Sumud-Flotilla var skipulagður í júlí 2025. Flotinn, sem samanstóð af yfir 40 skipum með 500 þátttakendum frá meira en 44 löndum, gerði hann að stærstu borgaralegu skipalest sinnar tegundar í sögunni. Ísraelsher gerði drónaárásir á 11 skip flotans og 2 október stöðvaði ísraelski sjóherinn skipin og handtók hundruð manns. Áhafnarmeðlimir sættu ofbeldi í ísraelskum fangelsum.[11] Milljónir manns mótmæla ólöglegum árásum Ísrael á Friðarflotann um gjörvalla Evrópu.[12] Friðarflotahreyfingin hefur hlotið stuðning frá yfir tylft utanríkisráðherra, ítölskum stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum, þingmönnum á Spáni og í Portúgal, forseta Kólumbíu, og sérstökum skýrslugjafa Sameinuðu þjóðanna um hernumdu svæðin í Palestínu, Francescu Albanese.[13] Skipið Conscience er eitt skipa Friðarflotans sem lagði úr höfn á Ítalíu þann 30 september síðastliðinn. Aðfaranótt 8 október 2025 var áhöfn Conscience og átta annarra báta sem sigldu undir merkjum Frelsisflotans áleiðis til Gasa rænt af Ísrael á alþjóðlegu hafsvæði.[14] Þeirra á meðal er okkar hugrakkasta kona, Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína. Kona sem aldrei hefur flotið hugsunarlaust með meginstraumnum, aldrei látið blekkjast af síonísku áróðursmaskínunni og þrátt fyrir að vera upplýst um hættuna sem fylgir förinni valdi hún að horfast í augu við ógnina sem stafar af ísraelska hernámshernum. Það er löngu kominn tími til að íslensk stjórnvöld sýni dug og segi sig úr hópi þeirra sem styðja hversdagslega lágkúru illskunnar. Hristi af sér settlegt aðgerðarleysið og fordæmi ísraelsk stjórnvöld og athæfi ísraelska hersins. Krefjist lausnar okkar konu og áhafnarinnar allrar. Setji á viðskiptaþvinganir, slíti stjórnmálasambandi við Ísrael og gangi í Haag hópinn til að stöðva þjóðarmorðið. Höfundur er verkefnisstjóri rannsókna hjá Félagsvísindastofnun. [1] https://palestinechronicle.substack.com/p/two-years-of-genocide-in-gaza-seventy [2] https://jewishinsider.com/2025/09/tiktok-sale-netanyahu-american-influencers-israel-jews/ [3] Hannah Ahrendt, 1994/1961: Eichmann in Jerusalem: Ein Bericht von der Banalität des Bösen. [4] https://en.wikipedia.org/wiki/Courage [5] https://www.bbc.com/news/articles/ceq2e9x19g8o [6] https://mannlif.is/greinar/hjordis-lysir-haettulegu-atviki-a-motmaelunum-a-fostudaginn/?fbclid=IwY2xjawNTWVZleHRuA2FlbQIxMQABHpWx_HD5CTJiwcVp4gYlZUJXeBaRnaR9UPmTqJyUCb-VfUMuMNZSqX1YNr-B_aem_xMyVg00zu6IfvixnJ9p5Rg [7] https://www.trtworld.com/article/239d25786934 [8] https://www.bbc.com/news/articles/ceq2e9x19g8o [9] https://www.theguardian.com/world/2010/jun/04/gaza-flotilla-activists-autopsy-results [10] https://www2.ohchr.org/english/bodies/hrcouncil/docs/15session/A.HRC.15.21_en.pdf [11] https://www.theguardian.com/world/2025/oct/04/greta-thunberg-israel-gaza-sweden [12] https://www.eunews.it/en/2025/10/03/millions-across-europe-gather-for-gaza-and-the-flotilla-brussels-tensions-in-front-of-parliament/ [13] https://en.wikipedia.org/wiki/Gaza_Freedom_Flotilla [14] https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-10-01-aetla-ad-brjota-herkvi-israela-og-koma-hjalpargognum-til-gaza-454983?fbclid=IwY2xjawNTwnBleHRuA2FlbQIxMQABHkABfJG8n-5K7BxGpTyb8Gt0RmCpN66aVpRrUryHp_2Lgr47a_Q1aV9z4xiL_aem_NkbSJLb2cyiCsuuFL2FLAQ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Ekkert gerist í tómarúmi. Sjöundi október 2023 var ekki þruma úr heiðskíru, friðsælu lofti. Sjöundi október var viðbragð við sjötíu og sjö ára sögu kúgunar, umsáturs, drápa, ólöglegrar fangelsunar Palestínufólks, fullorðinna og barna, ólöglegs land- og eignarnáms Ísraela í Palestínu og kerfisbundinnar afmennskunar Palestínufólks af hálfu Ísrael. Sjöunda október voru liðin tvö ár frá upphafi tortímingarherferðar Ísrael á Gasa. Sama dag voru sjötíu og sjö ár og tæpir fimm mánuðir liðnir frá upphafi þjóðarmorðs Ísraela í Palestínu. Sjöunda október voru líka yfir sjötíu og sjö ár síðan síoníska hasbara vélin var gangsett. Sögufölsunarmaskínan mikla sem frá upphafi stofnunar Ísraelsríkis hefur stýrt upplýsingaflæði meginstraumsmiðlanna og mótað vitneskju og viðhorf almennings á Vesturlöndum til ólöglegs hernáms Ísraela í Palestínu. Hasbara vélin malar sem aldrei fyrr. Á öllum meginstraumsmiðlum vesturlanda. Á Rúv sem flytur óritskoðaðar fréttir frá síonistahollum miðlum og vitnar jafnvel beint í þjóðarmorðingjana sjálfa. Í tilkynningum utanríkisráðherra sem bergmála síonískar réttlætingar þjóðarmorðs. Í viðmóti og viðhorfi almennings sem flýtur hugsunarlaust með meginstraumnum.[1] Maskínan er í stöðugri uppfærslu í takt við samfélagbreytingar og nýjustu áform um endurnýjun eru fyrirhuguð kaup síonista á TikTok.[2] Heimspekingurinn Hannah Ahrendt, sem var þýskur gyðingur og flúði Þýskaland stuttu eftir kosningu Hitlers, skrifaði bókina Eichmann in Jerusalem: A report on the banality of evil árið 1963 sem í íslenskri þýðingu gæti útlagst sem „Eichmann í Jerúsalem: frásögn af hversdagslegri lágkúru illskunnar“. Bókin fjallar um réttarhöldin yfir Adolf Eichmann í Jerúsalem árið 1961. Í bókinni afbyggir Ahrendt hugmyndina um að gerendur voðaverka séu siðblind skrímsli með því að sýna fram á hvernig venjulegur maður, eins og Eichmann, er fær um að fremja grimmdarverk með því að fylgja meginstraumnum hugsunarlaust og fara eftir tilskipunum. Eichmann var einn hönnuða helfararinnar í Þýskalandi Nasismans. Hann hafði að eigin sögn ekkert á móti gyðingum en tók engu að síður hugsunarlaust undir ríkjandi hugmyndir um að gyðingar ættu ekki sama tilverurétt og aðrir Þjóðverjar og skipulagði tortímingu þeirra. Bókin lýsir því hvernig venjulegt fólk getur tekið þátt í hræðilegum hlutum með því að fylgja meginstraumshugmyndafræði án gagnrýninnar hugsunar eða siðferðislegrar dómgreindar. Eins og meginþorri þýsku þjóðarinnar gerði á tímum Nasistanna.[3] Hasbara meginstraumurinn hefur hrifið með sér venjulegt fólk úr okkar nærumhverfi. Venjulegar mömmur og pabba, ömmur og afa, frænkur og frændur sem fá aukið pláss fyrir rasíska útrás í kommentakerfum. Venjulegt stjórnmálafólk sem fylgir eftir fyrirmælum frá smiðum ráðandi hugmyndafræði og beita sér fyrir settlegu aðgerðarleysi í þjóðarmorði. Venjulegt fréttafólk sem áframsendir umhugsunarlaust fréttir frá meginstraumsmiðlum hasbara maskínunnar. „Hugrekki er val og vilji til að horfast í augu við kvöl, sársauka, hættu, óvissu eða ógnun“ segir á Wikipedia.[4] Að synda á móti meginstraumnum þarfnast hugrekkis. Því fylgir, á okkar tímum, t.d. hættan á því að vera ógnað eins og ný dæmi á kommentakerfum[5] og frá mótmælum sýna. Ofbeldi af hálfu almennings á löglegum mótmælum.[6] Stóraukið lögregluofbeldi, sérstaklega í löndum eins og Bretlandi og Þýskalandi þar sem áróðri hasbara maskínunnar er framfylgt út í æsar og mótmæli gegn þjóðarmorðinu á Gasa hafa verið bönnuð. Þvert á bönnin spyrnir fólk sér í síauknu mæli á móti meginstraumnum og flykkist í tug- og hundruð þúsunda tali á götur borga Þýskalands[7] og Bretlands[8] og heimsins alls. Okkur fjölgar sem syndum á móti meginstraumnum. Svo eru það þau sem sigla í bókstaflegri merkingu á móti hervörðum meginstraumi síónista á för sinni til Gasa til að rjúfa ólöglega herkví Ísraela og færa sveltandi fólki og börnum mat og lyf. Friðarflotinn (Freedom flotilla) var stofnaður árið 2010 til þess að binda enda á ólöglegt umsátur Ísraela á Gasa. Allt frá stofnun Friðarflotans hefur Ísrael ráðist á skip flotans, sprengt skip og báta og myrt fólk úr áhöfnum sem allar hafa siglt óvopnaðar.[9] Í ferð Friðarflotans til Gasa árið 2010 myrtu Ísraelar níu manns og særðu marga aðra. Rannsóknarnefnd Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna staðfesti að árásir Ísraela á flotann voru brot á alþjóðalögum, þar á meðal alþjóðlegum mannúðarlögum og mannréttindalögum.[10] Í stað þess að leggja upp laupana og beygja sig undir hervaldið fjölgar skipum, bátum og áhafnarmeðlimum Friðarflotans. Alþjóðlegi Friðarflotinn Sumud-Flotilla var skipulagður í júlí 2025. Flotinn, sem samanstóð af yfir 40 skipum með 500 þátttakendum frá meira en 44 löndum, gerði hann að stærstu borgaralegu skipalest sinnar tegundar í sögunni. Ísraelsher gerði drónaárásir á 11 skip flotans og 2 október stöðvaði ísraelski sjóherinn skipin og handtók hundruð manns. Áhafnarmeðlimir sættu ofbeldi í ísraelskum fangelsum.[11] Milljónir manns mótmæla ólöglegum árásum Ísrael á Friðarflotann um gjörvalla Evrópu.[12] Friðarflotahreyfingin hefur hlotið stuðning frá yfir tylft utanríkisráðherra, ítölskum stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum, þingmönnum á Spáni og í Portúgal, forseta Kólumbíu, og sérstökum skýrslugjafa Sameinuðu þjóðanna um hernumdu svæðin í Palestínu, Francescu Albanese.[13] Skipið Conscience er eitt skipa Friðarflotans sem lagði úr höfn á Ítalíu þann 30 september síðastliðinn. Aðfaranótt 8 október 2025 var áhöfn Conscience og átta annarra báta sem sigldu undir merkjum Frelsisflotans áleiðis til Gasa rænt af Ísrael á alþjóðlegu hafsvæði.[14] Þeirra á meðal er okkar hugrakkasta kona, Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína. Kona sem aldrei hefur flotið hugsunarlaust með meginstraumnum, aldrei látið blekkjast af síonísku áróðursmaskínunni og þrátt fyrir að vera upplýst um hættuna sem fylgir förinni valdi hún að horfast í augu við ógnina sem stafar af ísraelska hernámshernum. Það er löngu kominn tími til að íslensk stjórnvöld sýni dug og segi sig úr hópi þeirra sem styðja hversdagslega lágkúru illskunnar. Hristi af sér settlegt aðgerðarleysið og fordæmi ísraelsk stjórnvöld og athæfi ísraelska hersins. Krefjist lausnar okkar konu og áhafnarinnar allrar. Setji á viðskiptaþvinganir, slíti stjórnmálasambandi við Ísrael og gangi í Haag hópinn til að stöðva þjóðarmorðið. Höfundur er verkefnisstjóri rannsókna hjá Félagsvísindastofnun. [1] https://palestinechronicle.substack.com/p/two-years-of-genocide-in-gaza-seventy [2] https://jewishinsider.com/2025/09/tiktok-sale-netanyahu-american-influencers-israel-jews/ [3] Hannah Ahrendt, 1994/1961: Eichmann in Jerusalem: Ein Bericht von der Banalität des Bösen. [4] https://en.wikipedia.org/wiki/Courage [5] https://www.bbc.com/news/articles/ceq2e9x19g8o [6] https://mannlif.is/greinar/hjordis-lysir-haettulegu-atviki-a-motmaelunum-a-fostudaginn/?fbclid=IwY2xjawNTWVZleHRuA2FlbQIxMQABHpWx_HD5CTJiwcVp4gYlZUJXeBaRnaR9UPmTqJyUCb-VfUMuMNZSqX1YNr-B_aem_xMyVg00zu6IfvixnJ9p5Rg [7] https://www.trtworld.com/article/239d25786934 [8] https://www.bbc.com/news/articles/ceq2e9x19g8o [9] https://www.theguardian.com/world/2010/jun/04/gaza-flotilla-activists-autopsy-results [10] https://www2.ohchr.org/english/bodies/hrcouncil/docs/15session/A.HRC.15.21_en.pdf [11] https://www.theguardian.com/world/2025/oct/04/greta-thunberg-israel-gaza-sweden [12] https://www.eunews.it/en/2025/10/03/millions-across-europe-gather-for-gaza-and-the-flotilla-brussels-tensions-in-front-of-parliament/ [13] https://en.wikipedia.org/wiki/Gaza_Freedom_Flotilla [14] https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-10-01-aetla-ad-brjota-herkvi-israela-og-koma-hjalpargognum-til-gaza-454983?fbclid=IwY2xjawNTwnBleHRuA2FlbQIxMQABHkABfJG8n-5K7BxGpTyb8Gt0RmCpN66aVpRrUryHp_2Lgr47a_Q1aV9z4xiL_aem_NkbSJLb2cyiCsuuFL2FLAQ
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun