Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar 9. október 2025 17:32 Lungnakrabbamein er sú tegund krabbameins sem dregur flesta til dauða á heimsvísu, bæði konur og karla. Flest tilfelli má rekja til reykinga, en í nýjustu rannsóknum hefur sjónum verið beint að öðrum aðferðum til nikótínneyslu, sérstaklega rafsígarettum (vape) og nikótínpúðum. Þessar vörur eru oft markaðssettar sem „öruggari valkostir“, en sífellt fleiri gögn sýna að þær eru alls ekki saklausar og þau sem blanda sígarettu- og rafsígarettureykingum eru, samkvæmt American Cancer Society, allt að 8 sinnum líklegri til að fá lungnakrabbamein en þau sem nota hvorugt. Þessi samsetning veldur meiri skaða á frumum lungna og eykur útsetningu fyrir hættulegum efnum. Nikótín sem áhættuvaldur Nikótín veldur eitt og sér ekki krabbameini, en það getur haft áhrif á það hvernig æxli vaxa og dreifast. Það getur örvað frumuskiptingu, bælt ónæmiskerfið og ýtt undir myndun nýrra æða sem nærir æxli. Rannsóknir hafa einnig sýnt að nikótín getur breytt starfsemi taugakerfisins, og virkar í raun sem taugaeitur við vissar aðstæður. Því er ljóst að nikótín, þó að það sé ekki beinn krabbameinsvaldur, getur gert krabbameini auðveldara að skjóta rótum og breiðast út. Þótt rafsígarettur framleiði ekki tóbaksreyk, losa þær samt krabbameinsvaldandi efni eins og formaldehýð, nitrosamína og þungmálma. Það á líka við um nikótínpúða, þeir innihalda, samkvæmt rannsóknum, að meðaltali 17 eiturefni og eins og rafsígaretturnar innihalda þeir langoftast formaldehýð og þungmálma (nikkel, arsenik o.fl.). Notkun á nikótínpúðum hefur aukist gríðarlega síðustu ár, en það sem fólk áttar sig oft ekki á er að þeir innihalda oft hátt magn nikótíns, oft allt að 20 mg/ml. Töluvert meira en í hefðbundnum sígarettum og nikótínlyfjum. Það sama á við um rafsígaretturnar. Þessar vörur voru ekki hannaðar sem aðstoð við að hætta tóbaksnotkun, heldur sem nýjar neysluvörur sem halda fólki í nikótínfíkn. Framleiðendur hafa ítrekað aðlagað sig að breyttri löggjöf með nýjum útfærslum, en efnið og áhættan er sú sama. Við sjáum nú söguna endurtaka sig, vörurnar í nýjum umbúðum með litríkum glansmyndum og bragðefnum sem höfðar ekki síst til kvenna og ungs fólks. Konur nota nikótín meira og á annan hátt en áður Gögn frá Embætti landlæknis og Íslensku æskulýðsrannsókninni sýna að þótt reykingar kvenna fari minnkandi, þá sé nikótínnotkun kvenna í öðrum formum í mikilli sókn, sérstaklega á aldrinum 18–34 ára. Athyglisverð staðreynd er að 27% kvenna í þessum aldurshópi nota nikótínpúða, sem er sambærilegt við notkun karla á sama aldri. Einnig kemur fram að ungar stúlkur í grunn- og framhaldsskólum nota nú rafsígarettur og púða í síauknum mæli. Þessi þróun vekur upp alvarlegar spurningar um langtímaáhrif nikótíns á taugakerfi, áhrif á fósturþroska og framtíðarheilsu kvenna. Konur kunna að vera sérstaklega viðkvæmar fyrir áhrifum nikótíns vegna hormónabreytinga, tengsla við hormónatengd krabbamein, og vegna áhrifa á frjósemi og fósturþroska. Nikótín fer auðveldlega yfir fylgju og getur haft varanleg áhrif á þroska barns, bæði fyrir og eftir fæðingu. Því er brýnt að varast nikótínnotkun á meðgöngu og meðan brjóstagjöf stendur yfir. Verum gagnrýnin og veljum heilsuna Það er engin „örugg“ leið til að neyta nikótíns. Hvorki rafsígarettur né nikótínpúðar eru lausn, heldur hluti af sama gamla vandamálinu. Þessar vörur viðhalda fíkn, auka krabbameinsáhættu og setja ungar konur í hættu á að skaða heilsu sína. Ef vilji er til að hætta, leitum þá aðstoðar og fræðslu, það eru til úrræði sem virka, en það þarf vilja og stuðning. Nýja tískan í nikótínnotkun er ekki frelsi, hún er gildra. Ekki falla fyrir gömlum brögðum, nýjar vörur eins og rafsígarettur og nikótínpúðar eru ekki lausnin, þær eru ný útgáfa af gömlu vandamáli. Leyfum þeim ekki að njóta vafans. Höfundur er sérfræðingur í tóbaks- og nikótínvörnum hjá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tóbak Krabbamein Heilsa Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Lungnakrabbamein er sú tegund krabbameins sem dregur flesta til dauða á heimsvísu, bæði konur og karla. Flest tilfelli má rekja til reykinga, en í nýjustu rannsóknum hefur sjónum verið beint að öðrum aðferðum til nikótínneyslu, sérstaklega rafsígarettum (vape) og nikótínpúðum. Þessar vörur eru oft markaðssettar sem „öruggari valkostir“, en sífellt fleiri gögn sýna að þær eru alls ekki saklausar og þau sem blanda sígarettu- og rafsígarettureykingum eru, samkvæmt American Cancer Society, allt að 8 sinnum líklegri til að fá lungnakrabbamein en þau sem nota hvorugt. Þessi samsetning veldur meiri skaða á frumum lungna og eykur útsetningu fyrir hættulegum efnum. Nikótín sem áhættuvaldur Nikótín veldur eitt og sér ekki krabbameini, en það getur haft áhrif á það hvernig æxli vaxa og dreifast. Það getur örvað frumuskiptingu, bælt ónæmiskerfið og ýtt undir myndun nýrra æða sem nærir æxli. Rannsóknir hafa einnig sýnt að nikótín getur breytt starfsemi taugakerfisins, og virkar í raun sem taugaeitur við vissar aðstæður. Því er ljóst að nikótín, þó að það sé ekki beinn krabbameinsvaldur, getur gert krabbameini auðveldara að skjóta rótum og breiðast út. Þótt rafsígarettur framleiði ekki tóbaksreyk, losa þær samt krabbameinsvaldandi efni eins og formaldehýð, nitrosamína og þungmálma. Það á líka við um nikótínpúða, þeir innihalda, samkvæmt rannsóknum, að meðaltali 17 eiturefni og eins og rafsígaretturnar innihalda þeir langoftast formaldehýð og þungmálma (nikkel, arsenik o.fl.). Notkun á nikótínpúðum hefur aukist gríðarlega síðustu ár, en það sem fólk áttar sig oft ekki á er að þeir innihalda oft hátt magn nikótíns, oft allt að 20 mg/ml. Töluvert meira en í hefðbundnum sígarettum og nikótínlyfjum. Það sama á við um rafsígaretturnar. Þessar vörur voru ekki hannaðar sem aðstoð við að hætta tóbaksnotkun, heldur sem nýjar neysluvörur sem halda fólki í nikótínfíkn. Framleiðendur hafa ítrekað aðlagað sig að breyttri löggjöf með nýjum útfærslum, en efnið og áhættan er sú sama. Við sjáum nú söguna endurtaka sig, vörurnar í nýjum umbúðum með litríkum glansmyndum og bragðefnum sem höfðar ekki síst til kvenna og ungs fólks. Konur nota nikótín meira og á annan hátt en áður Gögn frá Embætti landlæknis og Íslensku æskulýðsrannsókninni sýna að þótt reykingar kvenna fari minnkandi, þá sé nikótínnotkun kvenna í öðrum formum í mikilli sókn, sérstaklega á aldrinum 18–34 ára. Athyglisverð staðreynd er að 27% kvenna í þessum aldurshópi nota nikótínpúða, sem er sambærilegt við notkun karla á sama aldri. Einnig kemur fram að ungar stúlkur í grunn- og framhaldsskólum nota nú rafsígarettur og púða í síauknum mæli. Þessi þróun vekur upp alvarlegar spurningar um langtímaáhrif nikótíns á taugakerfi, áhrif á fósturþroska og framtíðarheilsu kvenna. Konur kunna að vera sérstaklega viðkvæmar fyrir áhrifum nikótíns vegna hormónabreytinga, tengsla við hormónatengd krabbamein, og vegna áhrifa á frjósemi og fósturþroska. Nikótín fer auðveldlega yfir fylgju og getur haft varanleg áhrif á þroska barns, bæði fyrir og eftir fæðingu. Því er brýnt að varast nikótínnotkun á meðgöngu og meðan brjóstagjöf stendur yfir. Verum gagnrýnin og veljum heilsuna Það er engin „örugg“ leið til að neyta nikótíns. Hvorki rafsígarettur né nikótínpúðar eru lausn, heldur hluti af sama gamla vandamálinu. Þessar vörur viðhalda fíkn, auka krabbameinsáhættu og setja ungar konur í hættu á að skaða heilsu sína. Ef vilji er til að hætta, leitum þá aðstoðar og fræðslu, það eru til úrræði sem virka, en það þarf vilja og stuðning. Nýja tískan í nikótínnotkun er ekki frelsi, hún er gildra. Ekki falla fyrir gömlum brögðum, nýjar vörur eins og rafsígarettur og nikótínpúðar eru ekki lausnin, þær eru ný útgáfa af gömlu vandamáli. Leyfum þeim ekki að njóta vafans. Höfundur er sérfræðingur í tóbaks- og nikótínvörnum hjá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun