Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar 10. október 2025 11:32 Í dag gerum við ráð fyrir því frelsið sé sjálfsagt. Það virðist okkur ekkert eðlilegra en að búa við lýðræði, að yfirvöld beiti hvorki ofbeldi né kúgun og að vald sé bundið af lögum og ábyrgð. Þetta eru forsendur sem við byggjum daglegt líf okkar á. En við gleymum því að þetta er í raun fyrsta tímabil sögunnar þar sem slíkt má teljast sjálfsagt. Þar liggur hættan. Þegar fólk venst frelsi hættir það að átta sig á því hversu viðkvæmt það er og hvað það kostar að viðhalda því. Þegar lýðræði virðist hægt og ófullkomið, þegar ákvarðanir tefjast og málamiðlanir deyfa afdráttarlausar skoðanir, vex gremjan. Þá fara menn að horfa í aðrar áttir. Þá vaknar hugmyndin um að einn sterkur leiðtogi gæti gert betur, einhver sem taki einfaldlega ákvörðun og framkvæmi hana. Slík hugsun er heillandi. Einræði virðist skilvirkt, lýðræði virðist tafsamt. En tregða lýðræðisins er ekki galli, heldur fórnin sem fylgir þátttöku allra. Lýðræði tekur tíma vegna þess að það gefur öllum rödd. Það krefst þolinmæði vegna þess að það ver okkur fyrir skyndilegum ákvarðanatökum, knúnum áfram af reiði eða ofmetnaði. Það sem gleymist oft í slíkum hugsunarhætti er hvað gerist þegar sá leiðtogi snýr sér gegn eigin þjóð. Þeir sem áður dáðust að ákveðni hans vilja þá skyndilega fá sína rödd til baka. En þá er það of seint. Þegar einum manni hefur verið veitt óskorað vald er nánast útilokað að taka það til baka. Við sjáum þessa hættu birtast á ný á okkar tímum. Uppgangur valdboðshneigðra leiðtoga eins og Donalds Trump, Vladimírs Pútín, Benjamíns Netanjahú og fjölmargra annarra sýnir vaxandi óþolinmæði gagnvart lýðræðislegum ferlum. Margir laðast að slíkum leiðtogum vegna þess að þeir virðast framkvæma hluti, virðast sniðganga rauða tape-ið og ná árangri. En þessi valdbeiting kemur oft niður á lögmæti, gagnsæi og ábyrgð. Fórnin fyrir þann árangur er ekkert minna en okkar eigin rödd. Þegar við veitum einum manni óskorað vald afsölum við okkur jafnframt rétti til að mótmæla. Hvað gerum við þegar sá leiðtogi tekur ákvarðanir sem við stöndum ekki að? Hvað gerum við þegar hann fer gegn gildum okkar? Svarið, eins og sagan sýnir, er einfalt: við getum ekkert gert. Já, lýðræði krefst baráttu, en sú barátta fer fram með orðum, rökræðum og atkvæðum, ekki með vopnum. Hún getur verið þreytandi og stundum virst árangurslaus, en hún er og verður alltaf eins stefnan sem að við eigum að taka mark á. Við lifum á tímum þar sem frelsið virðist sjálfsagt, næstum náttúrulegt, eins og það sé eðlilegt ástand mannlegrar tilveru en ekki niðurstaða aldalangrar baráttu. Þessi hugsunarháttur er okkar mesti veikleiki. Vegna þess að við vitum ekki lengur hvernig það er að vera ófrjáls, gerum við lítið úr því hversu brothætt frelsið er. Við verðum að enduruppgötva gildi eigin raddar. Við verðum að skilja að lýðræði er ekki eitthvað sem við eigum, heldur eitthvað sem við framkvæmum í hvert sinn sem við tölum, rökræðum eða kjósum. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag gerum við ráð fyrir því frelsið sé sjálfsagt. Það virðist okkur ekkert eðlilegra en að búa við lýðræði, að yfirvöld beiti hvorki ofbeldi né kúgun og að vald sé bundið af lögum og ábyrgð. Þetta eru forsendur sem við byggjum daglegt líf okkar á. En við gleymum því að þetta er í raun fyrsta tímabil sögunnar þar sem slíkt má teljast sjálfsagt. Þar liggur hættan. Þegar fólk venst frelsi hættir það að átta sig á því hversu viðkvæmt það er og hvað það kostar að viðhalda því. Þegar lýðræði virðist hægt og ófullkomið, þegar ákvarðanir tefjast og málamiðlanir deyfa afdráttarlausar skoðanir, vex gremjan. Þá fara menn að horfa í aðrar áttir. Þá vaknar hugmyndin um að einn sterkur leiðtogi gæti gert betur, einhver sem taki einfaldlega ákvörðun og framkvæmi hana. Slík hugsun er heillandi. Einræði virðist skilvirkt, lýðræði virðist tafsamt. En tregða lýðræðisins er ekki galli, heldur fórnin sem fylgir þátttöku allra. Lýðræði tekur tíma vegna þess að það gefur öllum rödd. Það krefst þolinmæði vegna þess að það ver okkur fyrir skyndilegum ákvarðanatökum, knúnum áfram af reiði eða ofmetnaði. Það sem gleymist oft í slíkum hugsunarhætti er hvað gerist þegar sá leiðtogi snýr sér gegn eigin þjóð. Þeir sem áður dáðust að ákveðni hans vilja þá skyndilega fá sína rödd til baka. En þá er það of seint. Þegar einum manni hefur verið veitt óskorað vald er nánast útilokað að taka það til baka. Við sjáum þessa hættu birtast á ný á okkar tímum. Uppgangur valdboðshneigðra leiðtoga eins og Donalds Trump, Vladimírs Pútín, Benjamíns Netanjahú og fjölmargra annarra sýnir vaxandi óþolinmæði gagnvart lýðræðislegum ferlum. Margir laðast að slíkum leiðtogum vegna þess að þeir virðast framkvæma hluti, virðast sniðganga rauða tape-ið og ná árangri. En þessi valdbeiting kemur oft niður á lögmæti, gagnsæi og ábyrgð. Fórnin fyrir þann árangur er ekkert minna en okkar eigin rödd. Þegar við veitum einum manni óskorað vald afsölum við okkur jafnframt rétti til að mótmæla. Hvað gerum við þegar sá leiðtogi tekur ákvarðanir sem við stöndum ekki að? Hvað gerum við þegar hann fer gegn gildum okkar? Svarið, eins og sagan sýnir, er einfalt: við getum ekkert gert. Já, lýðræði krefst baráttu, en sú barátta fer fram með orðum, rökræðum og atkvæðum, ekki með vopnum. Hún getur verið þreytandi og stundum virst árangurslaus, en hún er og verður alltaf eins stefnan sem að við eigum að taka mark á. Við lifum á tímum þar sem frelsið virðist sjálfsagt, næstum náttúrulegt, eins og það sé eðlilegt ástand mannlegrar tilveru en ekki niðurstaða aldalangrar baráttu. Þessi hugsunarháttur er okkar mesti veikleiki. Vegna þess að við vitum ekki lengur hvernig það er að vera ófrjáls, gerum við lítið úr því hversu brothætt frelsið er. Við verðum að enduruppgötva gildi eigin raddar. Við verðum að skilja að lýðræði er ekki eitthvað sem við eigum, heldur eitthvað sem við framkvæmum í hvert sinn sem við tölum, rökræðum eða kjósum. Höfundur er háskólanemi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun