Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir, Halldóra Víðisdóttir og Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifa 10. október 2025 12:46 Til hamingju með alþjóða geðheilbrigðisdaginn sem er 10. október ár hvert.Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn minnir okkur á að heilsa snýst ekki aðeins um líkamlega heilsu, heldur líka geðheilsu. Góð geðheilsa er öllum mikilvæg. Hún felst ekki aðeins í því að vera laus við geðsjúkdóm, heldur í því að líða vel, vera sáttur við sjálfan sig og umhverfi sitt, upplifa jafnvægi, öryggi og ánægju, hvort sem við glímum við geðsjúkdóm eða ekki. Geðheilsa mótar hvernig við ráðum við streitu og áskoranir, myndum tengsl við aðra og tökum heilsusamlegar ákvarðanir. Það er engin heilsa án geðheilsu. Geðheilsa í mannúðarkrísum Þema dagsins í ár er geðheilsa í mannúðarkrísum og minnir okkur á mikilvægi þess að styðja við geðheilsu þeirra sem lifa við erfiðar aðstæður. Þegar samfélög verða fyrir náttúruhamförum, stríði eða átökum fer líf fólks á hvolf. Heimili glatast, fjölskyldur skiljast að og öryggi hverfur. Á síðustu árum hefur fjöldi fólks leitað hingað til lands á flótta frá hamförum vegna stríða og óöryggis í eigin landi og náttúruhamfarir hafa dunið á okkur hér heima með endurteknum eldgosum. Í slíkum aðstæðum verður geðheilsa fólks brothætt. Margir upplifa óöryggi, hræðslu, doða eða kvíða. Börn, aldraðir, einstaklingar með geðsjúkdóma og jaðarsettir hópar eru viðkvæmastir. Þess vegna þarf hjálparviðbragð ekki aðeins að snúast um mat, vatn og lyf, heldur einnig um geðheilsu og sálfélagslegan stuðning. Slíkur stuðningur getur bjargað mannslífum, styrkt fólk til að takast á við áföll og skapað grundvöll fyrir bata og endurreisn samfélaga. Á Landspítala háskólasjúkrahúsi er rekin geðþjónusta í 3. línu heilbrigðisþjónustu. Það þýðir að þar er sérhæfð þjónusta fyrir þá einstaklinga sem ekki hafa geta nýtt sér aðra geðheilbrigðisþjónustu, eru með bráð veikindi eða langvarandi veikindi sem þurfa sérhæfða þjónustu. Þjónustan er fjölbreytt og skiptist í göngudeildarþjónustu, dagdeildir og legudeildir. Á síðustu árum hefur einstaklingum með alvarlega áfallastreitu fjölgað í okkar þjónustu og þjónustan við þann hóp hefur aukist með auknu fjármagni til að sinna einstaklingum með áfallastreitu sérstaklega. Það hefur gert okkur kleift að fjölga sérhæfðu fagfólki og stytta biðlista. Framfarir og áskoranir Nú ríkir aukin bjartsýni í málaflokknum og í geðþjónustu Landspítala. Við erum skrefi nær því að fá nýtt og nútímalegt húsnæði fyrir geðþjónustu Landspítala sem bætir alla umgjörð, þjónustu og aðstöðu fyrir geðheilbrigðisþjónustu til muna. Framkvæmdir á úreltu húsnæði öryggisgeðdeildar lýkur innan skamms sem bætir þjónustu við þann viðkvæma hóp og innan árs mun legurýmum í réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítala fjölga. Jafningjastarf hefur á síðustu árum verið í mikilli sókn innan spítalans. Jafningjar eru starfsfólk með eigin reynslu af geðheilbrigðiskerfinu sem styðja við notendur og bæta þjónustuna. Markmiðið er að jafningi verði starfandi á öllum einingum geðþjónustunnar og er það vel á veg komið. Í byrjun árs var stofnað sérhæft teymi sem sinnir sem öldruðum einstaklingum sem glíma við geðraskanir og mun það bæta geðheilbrigðisþjónustu við aldraða en hingað til höfum við ekki haft slíkt teymi. Á síðustu árum hefur þverfagleg teymisvinna aukist mikið í allri meðferð geðþjónustu Landspítala og samvinna fagstétta hefur þannig aukist. Sálfræðingum og félagsráðgjöfum hefur fjölgað og við höfum aukið áherslu á stuðning við aðstandendur og fjölskyldur og getað boðið upp á nýjar meðferðir eins og hugræna meðferð við röddum. Innihald meðferðar þarf að vera í stöðugri endurskoðun, það þarf að fylgjast með nýjungum og innleiða gagnreyndar meðferðir. Það er hlutverk fagfólks þjónustunnar að fylgjast með nýjungum í meðferð og eftirfylgd og tryggja að notendur fái bestu mögulega þjónustu hverju sinni. Mikilvægt er að rödd notenda sé sterk í stefnumótun og umræðu um nýjungar í meðferð. Á Landspítala viljum við byggja upp þjónustu sem er aðgengileg, mannleg og sveigjanleg og byggir á trausti, bata og von. Höfundar: Halldóra Jónsdóttir, forstöðulæknir geðþjónustu LandspítalaHalldóra Víðisdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðþjónustu LandspítalaJúlíana Guðrún Þórðardóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðþjónustu Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Til hamingju með alþjóða geðheilbrigðisdaginn sem er 10. október ár hvert.Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn minnir okkur á að heilsa snýst ekki aðeins um líkamlega heilsu, heldur líka geðheilsu. Góð geðheilsa er öllum mikilvæg. Hún felst ekki aðeins í því að vera laus við geðsjúkdóm, heldur í því að líða vel, vera sáttur við sjálfan sig og umhverfi sitt, upplifa jafnvægi, öryggi og ánægju, hvort sem við glímum við geðsjúkdóm eða ekki. Geðheilsa mótar hvernig við ráðum við streitu og áskoranir, myndum tengsl við aðra og tökum heilsusamlegar ákvarðanir. Það er engin heilsa án geðheilsu. Geðheilsa í mannúðarkrísum Þema dagsins í ár er geðheilsa í mannúðarkrísum og minnir okkur á mikilvægi þess að styðja við geðheilsu þeirra sem lifa við erfiðar aðstæður. Þegar samfélög verða fyrir náttúruhamförum, stríði eða átökum fer líf fólks á hvolf. Heimili glatast, fjölskyldur skiljast að og öryggi hverfur. Á síðustu árum hefur fjöldi fólks leitað hingað til lands á flótta frá hamförum vegna stríða og óöryggis í eigin landi og náttúruhamfarir hafa dunið á okkur hér heima með endurteknum eldgosum. Í slíkum aðstæðum verður geðheilsa fólks brothætt. Margir upplifa óöryggi, hræðslu, doða eða kvíða. Börn, aldraðir, einstaklingar með geðsjúkdóma og jaðarsettir hópar eru viðkvæmastir. Þess vegna þarf hjálparviðbragð ekki aðeins að snúast um mat, vatn og lyf, heldur einnig um geðheilsu og sálfélagslegan stuðning. Slíkur stuðningur getur bjargað mannslífum, styrkt fólk til að takast á við áföll og skapað grundvöll fyrir bata og endurreisn samfélaga. Á Landspítala háskólasjúkrahúsi er rekin geðþjónusta í 3. línu heilbrigðisþjónustu. Það þýðir að þar er sérhæfð þjónusta fyrir þá einstaklinga sem ekki hafa geta nýtt sér aðra geðheilbrigðisþjónustu, eru með bráð veikindi eða langvarandi veikindi sem þurfa sérhæfða þjónustu. Þjónustan er fjölbreytt og skiptist í göngudeildarþjónustu, dagdeildir og legudeildir. Á síðustu árum hefur einstaklingum með alvarlega áfallastreitu fjölgað í okkar þjónustu og þjónustan við þann hóp hefur aukist með auknu fjármagni til að sinna einstaklingum með áfallastreitu sérstaklega. Það hefur gert okkur kleift að fjölga sérhæfðu fagfólki og stytta biðlista. Framfarir og áskoranir Nú ríkir aukin bjartsýni í málaflokknum og í geðþjónustu Landspítala. Við erum skrefi nær því að fá nýtt og nútímalegt húsnæði fyrir geðþjónustu Landspítala sem bætir alla umgjörð, þjónustu og aðstöðu fyrir geðheilbrigðisþjónustu til muna. Framkvæmdir á úreltu húsnæði öryggisgeðdeildar lýkur innan skamms sem bætir þjónustu við þann viðkvæma hóp og innan árs mun legurýmum í réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítala fjölga. Jafningjastarf hefur á síðustu árum verið í mikilli sókn innan spítalans. Jafningjar eru starfsfólk með eigin reynslu af geðheilbrigðiskerfinu sem styðja við notendur og bæta þjónustuna. Markmiðið er að jafningi verði starfandi á öllum einingum geðþjónustunnar og er það vel á veg komið. Í byrjun árs var stofnað sérhæft teymi sem sinnir sem öldruðum einstaklingum sem glíma við geðraskanir og mun það bæta geðheilbrigðisþjónustu við aldraða en hingað til höfum við ekki haft slíkt teymi. Á síðustu árum hefur þverfagleg teymisvinna aukist mikið í allri meðferð geðþjónustu Landspítala og samvinna fagstétta hefur þannig aukist. Sálfræðingum og félagsráðgjöfum hefur fjölgað og við höfum aukið áherslu á stuðning við aðstandendur og fjölskyldur og getað boðið upp á nýjar meðferðir eins og hugræna meðferð við röddum. Innihald meðferðar þarf að vera í stöðugri endurskoðun, það þarf að fylgjast með nýjungum og innleiða gagnreyndar meðferðir. Það er hlutverk fagfólks þjónustunnar að fylgjast með nýjungum í meðferð og eftirfylgd og tryggja að notendur fái bestu mögulega þjónustu hverju sinni. Mikilvægt er að rödd notenda sé sterk í stefnumótun og umræðu um nýjungar í meðferð. Á Landspítala viljum við byggja upp þjónustu sem er aðgengileg, mannleg og sveigjanleg og byggir á trausti, bata og von. Höfundar: Halldóra Jónsdóttir, forstöðulæknir geðþjónustu LandspítalaHalldóra Víðisdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðþjónustu LandspítalaJúlíana Guðrún Þórðardóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðþjónustu Landspítala
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar