Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. október 2025 08:02 Tveir fyrrverandi þingmenn á þingi Evrópusambandsins heimsóttu Ísland nýverið. Boðskapur annars þeirra, Guys Verhofstadt, var að Ísland ætti að ganga í sambandið sem aftur ætti að verða að heimsveldi. Hinn, Daniel Hannan, taldi það ekki fýslegt fyrir land og þjóð. Verhofstadt var heiðursgestur landsþings Viðreisnar sem forseti evrópsku regnhlífarsamtakanna European Movement International sem hafa frá stofnun þeirra árið 1947 haft það meginmarkmið að til verði evrópskt sambandsríki. Evrópuhreyfingin, samtök íslenzkra Evrópusambandssinna, er aðili að umræddum regnhlífarsamtökum. Formaður Evrópuhreyfingarinnar, Magnús Árni Skjöld Magnússon, ritaði grein á Vísi í gær þar sem hann fann Hannan flest ef ekki allt til foráttu. Sagði hann meðal annars hafa verið að skipta sér af innanlandsmálum okkar þó hann hafi aðeins aðspurður lýst skoðunum sínum og tekið ítrekað fram að það væri að sjálfsögðu okkar Íslendinga að ákveða hvort við teldum rétt að ganga í Evrópusambandið. Magnús sá þó ljóslega enga ástæðu til þess að gagnrýna heimsókn Verhofstadts sem þó lá ekki á skoðunum sínum á því hvað við ættum að gera, ganga í sambandið. Enda ólíkt Hannan með réttar skoðanir. Magnús lagði mikið á sig við að draga upp þá mynd að Hannan vildi endurvekja brezka heimsveldið án þess að færa fyrir því nokkur rök. Hins vegar er óneitanlega kaldhæðnislegt að Verhofstadt hafi á sama tíma kallað eftir evrópsku heimsveldi á landsþingi Viðreisnar sem Magnús taldi ljóslega enga ástæðu til þess að gera athugasemd við. Eða við málflutning annarra forystumanna innan Evrópusambandsins sem gert hafa það sama á liðnum árum. Löngun í heimsveldi er því greinilega ekki vandamálið að hans mati sem þó er ljóslega einungis fyrir að fara í tilfelli Verhofstadts af þeim Hannan. „Vitanlega er ESB ekki lokaður pakki“ Formaðurinn fann eins að því að Hannan skyldi segja að pakkinn sem í boði væri af hálfu Evrópusambandsins væri einfaldlega sambandið sjálft og að okkur Íslendingum stæði þannig ekki til boða neinn sérdíll í þeim efnum í einhverju sem máli skipti sem ekki væri í boði fyrir aðra. Þar á meðal engar undanþágur. Hins vegar hafa ófáir harðir Evrópusambandssinnar sagt efnislega nákvæmlega það sama í gegnum tíðina og þar á meðal fulltrúar Evrópusambandsins. Væntanlega fóru þeir þá með rangt mál? Varla geta það talizt meðmæli með því að ganga í sambandið ef ekkert er að marka orð forystumanna þess. Við getum tekið sem dæmi Olli Rehn, þáverandi stækkunarstjóra Evrópusambandsins, í Morgunblaðinu 10. september 2009 þar sem hann var spurður að því hvort sambandið myndi loksins sýna á spilin og upplýsa hvað væri í boði eftir að þáverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hefði sótt um inngöngu í það. Svar Rehns var einfalt: „Ef ég nota myndlíkingu þína þá eru spil Evrópusambandsins þegar á borðinu, fyrir allra augum. Það er að segja regluverk sambandsins og meginreglur þess.“ Hið sama kom fram í máli arftaka hans Štefans Füle og að varanlegar undanþágur væru ekki í boði. „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið,“ sagði Uffe-Ellemann heitinn Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, að sama skapi í viðtali við mbl.is í marz 2017 en hann var mikill stuðningsmaður þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Þá má nefna að Verhofstadt var spurður að því að lokinni ræðu hans á landsþingi Viðreisnar hvaða ráðleggingar hann hefði fyrir hérlenda Evrópusambandsinna í umræðum um sambandið: Talið fyrir Evrópusambandinu eins og það leggur sig. Fimm prósent af alþingismanni Magnús hafði einnig orð á meintum áhrifum Íslands innan Evrópusambandsins og nefndi þar bæði þing þess og ráðherraráð. Veruleikinn er hins vegar sá að á þinginu fengi Ísland sex þingmenn af vel yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun sambandsins, þar sem langflestar ákvarðanir eru háðar auknum meirihluta þar sem íbúafjöldi ríkjanna ræður mestu um vægi þeirra. Þar er algerlega miðað við íbúafjöldann en ekki ákveðið lágmarksvægi eins og á þinginu. Þar yrði vægi Íslands einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Enginn skortur er á dæmum um það að ríki hafi orðið undir innan Evrópusambandsins þegar teknar hafa verið ákvarðanir sem varðað hafa mikilvæg hagsmunamál þeirra. Til dæmis þegar Danir neyddust til þess að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu þrátt fyrir að hafa barizt gegn þeim í ráðherraráðinu. Eða þegar Írar, hin mikla makrílveiðiþjóð, urðu að kyngja samningi um makrílveiðar við Færeyinga í andstöðu við írska hagsmuni sem þeir höfðu barizt gegn í ráðinu. Margfalt fjölmennari þjóðir en við Íslendingar. Varla þarf að fara mörgum orðum um þau áhrif sem stjórnmálaflokkur með hálfan þingmann á Alþingi, svo ekki sé talað um 5% hlutdeild í alþingismanni, hefði þar á bæ. Þetta er hins vegar það sem hérlendir Evrópusambandssinnar kalla „sætið við borðið“ sem Ísland myndi hafa innan Evrópusambandsins. Þar á meðal þegar rætt væri um orkumál, sjávarútvegsmál og flesta aðra málaflokka okkar. Með þessum hætti yrði fullveldi landsins fyrir komið innan sambandsins. Þetta segir Magnús að myndi efla fullveldið! Samstarf ríkja er vitanlega hið bezta mál en samruni þeirra er hins vegar talsvert annað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tveir fyrrverandi þingmenn á þingi Evrópusambandsins heimsóttu Ísland nýverið. Boðskapur annars þeirra, Guys Verhofstadt, var að Ísland ætti að ganga í sambandið sem aftur ætti að verða að heimsveldi. Hinn, Daniel Hannan, taldi það ekki fýslegt fyrir land og þjóð. Verhofstadt var heiðursgestur landsþings Viðreisnar sem forseti evrópsku regnhlífarsamtakanna European Movement International sem hafa frá stofnun þeirra árið 1947 haft það meginmarkmið að til verði evrópskt sambandsríki. Evrópuhreyfingin, samtök íslenzkra Evrópusambandssinna, er aðili að umræddum regnhlífarsamtökum. Formaður Evrópuhreyfingarinnar, Magnús Árni Skjöld Magnússon, ritaði grein á Vísi í gær þar sem hann fann Hannan flest ef ekki allt til foráttu. Sagði hann meðal annars hafa verið að skipta sér af innanlandsmálum okkar þó hann hafi aðeins aðspurður lýst skoðunum sínum og tekið ítrekað fram að það væri að sjálfsögðu okkar Íslendinga að ákveða hvort við teldum rétt að ganga í Evrópusambandið. Magnús sá þó ljóslega enga ástæðu til þess að gagnrýna heimsókn Verhofstadts sem þó lá ekki á skoðunum sínum á því hvað við ættum að gera, ganga í sambandið. Enda ólíkt Hannan með réttar skoðanir. Magnús lagði mikið á sig við að draga upp þá mynd að Hannan vildi endurvekja brezka heimsveldið án þess að færa fyrir því nokkur rök. Hins vegar er óneitanlega kaldhæðnislegt að Verhofstadt hafi á sama tíma kallað eftir evrópsku heimsveldi á landsþingi Viðreisnar sem Magnús taldi ljóslega enga ástæðu til þess að gera athugasemd við. Eða við málflutning annarra forystumanna innan Evrópusambandsins sem gert hafa það sama á liðnum árum. Löngun í heimsveldi er því greinilega ekki vandamálið að hans mati sem þó er ljóslega einungis fyrir að fara í tilfelli Verhofstadts af þeim Hannan. „Vitanlega er ESB ekki lokaður pakki“ Formaðurinn fann eins að því að Hannan skyldi segja að pakkinn sem í boði væri af hálfu Evrópusambandsins væri einfaldlega sambandið sjálft og að okkur Íslendingum stæði þannig ekki til boða neinn sérdíll í þeim efnum í einhverju sem máli skipti sem ekki væri í boði fyrir aðra. Þar á meðal engar undanþágur. Hins vegar hafa ófáir harðir Evrópusambandssinnar sagt efnislega nákvæmlega það sama í gegnum tíðina og þar á meðal fulltrúar Evrópusambandsins. Væntanlega fóru þeir þá með rangt mál? Varla geta það talizt meðmæli með því að ganga í sambandið ef ekkert er að marka orð forystumanna þess. Við getum tekið sem dæmi Olli Rehn, þáverandi stækkunarstjóra Evrópusambandsins, í Morgunblaðinu 10. september 2009 þar sem hann var spurður að því hvort sambandið myndi loksins sýna á spilin og upplýsa hvað væri í boði eftir að þáverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hefði sótt um inngöngu í það. Svar Rehns var einfalt: „Ef ég nota myndlíkingu þína þá eru spil Evrópusambandsins þegar á borðinu, fyrir allra augum. Það er að segja regluverk sambandsins og meginreglur þess.“ Hið sama kom fram í máli arftaka hans Štefans Füle og að varanlegar undanþágur væru ekki í boði. „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið,“ sagði Uffe-Ellemann heitinn Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, að sama skapi í viðtali við mbl.is í marz 2017 en hann var mikill stuðningsmaður þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Þá má nefna að Verhofstadt var spurður að því að lokinni ræðu hans á landsþingi Viðreisnar hvaða ráðleggingar hann hefði fyrir hérlenda Evrópusambandsinna í umræðum um sambandið: Talið fyrir Evrópusambandinu eins og það leggur sig. Fimm prósent af alþingismanni Magnús hafði einnig orð á meintum áhrifum Íslands innan Evrópusambandsins og nefndi þar bæði þing þess og ráðherraráð. Veruleikinn er hins vegar sá að á þinginu fengi Ísland sex þingmenn af vel yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun sambandsins, þar sem langflestar ákvarðanir eru háðar auknum meirihluta þar sem íbúafjöldi ríkjanna ræður mestu um vægi þeirra. Þar er algerlega miðað við íbúafjöldann en ekki ákveðið lágmarksvægi eins og á þinginu. Þar yrði vægi Íslands einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Enginn skortur er á dæmum um það að ríki hafi orðið undir innan Evrópusambandsins þegar teknar hafa verið ákvarðanir sem varðað hafa mikilvæg hagsmunamál þeirra. Til dæmis þegar Danir neyddust til þess að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu þrátt fyrir að hafa barizt gegn þeim í ráðherraráðinu. Eða þegar Írar, hin mikla makrílveiðiþjóð, urðu að kyngja samningi um makrílveiðar við Færeyinga í andstöðu við írska hagsmuni sem þeir höfðu barizt gegn í ráðinu. Margfalt fjölmennari þjóðir en við Íslendingar. Varla þarf að fara mörgum orðum um þau áhrif sem stjórnmálaflokkur með hálfan þingmann á Alþingi, svo ekki sé talað um 5% hlutdeild í alþingismanni, hefði þar á bæ. Þetta er hins vegar það sem hérlendir Evrópusambandssinnar kalla „sætið við borðið“ sem Ísland myndi hafa innan Evrópusambandsins. Þar á meðal þegar rætt væri um orkumál, sjávarútvegsmál og flesta aðra málaflokka okkar. Með þessum hætti yrði fullveldi landsins fyrir komið innan sambandsins. Þetta segir Magnús að myndi efla fullveldið! Samstarf ríkja er vitanlega hið bezta mál en samruni þeirra er hins vegar talsvert annað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun