Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2025 10:45 Donald Trump á ísraelska þinginu. AP/Chip Somodevilla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpar ísraelska þingið í dag. Eftir að Ísraelar og Hamas hafa skipst á föngum og samið um vopnahlé. Áður en Trump tók til máls kepptust ráðamann í Ísrael við að lofa hann í hástert. Meðal annars kallaði Benjamín Netajanhú, forsætisráðherra Ísrael, hann allra best vin ríkisins í sögu þess. Sjá einnig: Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Forseti ísraelska þingsins sagði að fara þyrfti 2.500 ár aftur í tímann til að finna einhvern sem stæði Trump jafnfætis og var hann þar að vísa til Kýros mikla, fyrsta konung Persaveldis, sem er sagður hafa frelsað gyðinga á sínum tíma. Netanjahú vísaði til ýmissa tilfella þar sem Trump hafi komið Ísraelum til aðstoðar. Meðal annars nefndi hann Abraham-sáttmálans og árása sem Trump lét gera á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Í ávarpi sínu sagði Netanjahú að Trump hefði nú hjálpað Ísraelum að ná fram öllum markmiðum sínum gegnum samninga. Friður væri innan seilingar og hann stæði með Trump í því að tryggja friðinn. „Friður með styrk,“ sagði Netanjahú. Fylgjast má með ávarpi Trumps hér að neðan. Hvíta húsið hefur birt hluta úr ávarpi Trumps, áður en hann flytur það. Hann er sagður ætla að tala um að nú sé kominn tími fyrir Ísraela til að nýta sigra sína á vígvellinum til að koma á friði. Andstæðingum Ísrael ætti að vera ljóst að fátt annað væri í stöðunni. „Frá Gasa til Íran, hefur þetta bitra hatur ekki skilað neinu nema eymd, þjáningu og hrakförum,“ mun Trump segja. Hann mun einnig segja að Ísraelar hefðu nú þegar unnið þá sigra sem þeir gætu með hernaði. Nú væri kominn tími til að umbreyta þessum sigrum á vígvellinum í frið og velsæld um öll Mið-Austurlönd. Samkvæmt Hvíta húsinu ætlar Trump að ræða árásir Hamas og annarra á Ísrael þann 7. október árið 2023 og þá grimmd sem sýnd var þar. Hann mun þó ekki nefna þá rúmlega 67 þúsund Palestínumenn sem sagðir eru hafa fallið í árásum Ísraela síðan þá. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Áður en Trump tók til máls kepptust ráðamann í Ísrael við að lofa hann í hástert. Meðal annars kallaði Benjamín Netajanhú, forsætisráðherra Ísrael, hann allra best vin ríkisins í sögu þess. Sjá einnig: Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Forseti ísraelska þingsins sagði að fara þyrfti 2.500 ár aftur í tímann til að finna einhvern sem stæði Trump jafnfætis og var hann þar að vísa til Kýros mikla, fyrsta konung Persaveldis, sem er sagður hafa frelsað gyðinga á sínum tíma. Netanjahú vísaði til ýmissa tilfella þar sem Trump hafi komið Ísraelum til aðstoðar. Meðal annars nefndi hann Abraham-sáttmálans og árása sem Trump lét gera á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Í ávarpi sínu sagði Netanjahú að Trump hefði nú hjálpað Ísraelum að ná fram öllum markmiðum sínum gegnum samninga. Friður væri innan seilingar og hann stæði með Trump í því að tryggja friðinn. „Friður með styrk,“ sagði Netanjahú. Fylgjast má með ávarpi Trumps hér að neðan. Hvíta húsið hefur birt hluta úr ávarpi Trumps, áður en hann flytur það. Hann er sagður ætla að tala um að nú sé kominn tími fyrir Ísraela til að nýta sigra sína á vígvellinum til að koma á friði. Andstæðingum Ísrael ætti að vera ljóst að fátt annað væri í stöðunni. „Frá Gasa til Íran, hefur þetta bitra hatur ekki skilað neinu nema eymd, þjáningu og hrakförum,“ mun Trump segja. Hann mun einnig segja að Ísraelar hefðu nú þegar unnið þá sigra sem þeir gætu með hernaði. Nú væri kominn tími til að umbreyta þessum sigrum á vígvellinum í frið og velsæld um öll Mið-Austurlönd. Samkvæmt Hvíta húsinu ætlar Trump að ræða árásir Hamas og annarra á Ísrael þann 7. október árið 2023 og þá grimmd sem sýnd var þar. Hann mun þó ekki nefna þá rúmlega 67 þúsund Palestínumenn sem sagðir eru hafa fallið í árásum Ísraela síðan þá.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent