Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. október 2025 07:02 Mikill áhugi virðist vera hjá fyrirtækjum í heiminum að þróa gervigreindina í ýmsum hlutverkum stjórnenda. Enda skiljanlegt því gervigreindin getur unnið allan sólahringinn, þarf aldrei frí, kostar lítið og hvorki streita né kulnun eru vandamál sem hafa þarf áhyggjur af. Vísir/Getty Nú þegar heilu bíómyndirnar eru framleiddar án mannfólks er það að verða sýnilegra með hverjum deginum, hvernig gervigreindin mun taka yfir ólíklegustu hlutverk í atvinnulífinu.Þar á meðal hlutverk stjórnenda. Enda virðist vera nokkur áhugi fyrir því meðal fyrirtækja víðs vegar um heiminn. Sem skiljanlegt er svo sem. Því gervigreindin AI vinnur allan sólarhringinn, þarf aldrei að fá frí, fer ekki í kulnun, þarf ekki að passa upp á jafnvægi einkalífs og vinnu. AI getur samt útlistað og greint hluti á augabragði og mun hraðar og skilvirkari en mannsheilinn. AI tekur aldrei geðþóttaákvarðanir og í greiningum AI á því hvað best eða réttast er að gera til að hámarka árangur, eru tilfinningar aldrei að trufla eða hafa áhrif á eitt eða neitt. Í umfjöllun Forbes segir að allt ofangreint skýri eðlilegar vangaveltur fyrirtækja um hvort ekki sé hægt að nýta gervigreindina í auknum mæli sem stjórnendur. Sem fyrirtæki eru svo sem þegar byrjuð að gera í einhverri mynd. Því samkvæmt nýlegri könnun McKinsey í Bandaríkjunum er nú þegar verið að nýta gervigreindina í miklum mæli fyrir alls kyns greiningarverkefni og fleira sem er á borði stjórnenda. Til dæmis verkefni til þess að auka á skilvirkni í áætlunum eða almennu verkefnaflæði. Hér eru nokkur dæmi sem Forbes nefnir sérstaklega í umræddri grein. Fyrsta dæmið er frá pólska vínframleiðandanum Dictador þar sem gervigreindin MIKA var sett í það stjórnendahlutverk að ákveða vöruumbúðir á flöskum. Ákvarðanirnar voru gagnadrifnar, sem þýðir að MIKA hafði færnina til að meta bestu umbúðirnar byggt á óheyrilega miklu magni af upplýsingum. MIKA tók líka ákvarðanir um hvaða auglýsinga- og markaðsherferðir væru heppilegastar og þurfti að samþykkja þær sem urðu fyrir valinu. MIKA var einnig leiðandi þátttakandi í stefnumótandi verkefnum. Auðvitað réði MIKA þessu þó ekki öllu ein og sér. Til dæmis voru ákvarðanir um kostnað og fjármagn ekki teknar af MIKA og því vilja sumir meina að MIKA hafi ekki verið í hlutverki stjórnanda sem slík, heldur frekar sem öflug tækniaðstoð stjórnenda. Kínverskt tölvuleikja- og tæknifyrirtæki, NetDragon Websoft, tilnefndi líka gervigreind sem yfirmann. Og kallaði þann yfirmann frú Tang Yu. Hlutverk Tang Yu var hannað þannig að hún hefði yfirsýn yfir allri starfsemi félagsins, skilaði ýmsum greiningarupplýsingum um starfsemina af sér reglulega og það á rauntíma og sá um að styðja við ákvarðanir mannauðsdeildarinnar. Að sögn fyrirtækisins skilaði Tang Yu því að skilvirknin í starfsemi félagsins jókst um 10% og færri mistök voru gerð við ákvarðanatöku í virðiskeðjunni. Þá urðu viðamiklar greiningaskýrslur Tang Yu til þess að kostnaður lækkaði og það meðal annars sagt skýrast af því að Tang Yu yfirsást ekkert á meðan mannfólkið er líklegt til að gera það óafvitandi. Helsta gagnrýnin á Tang Yu sem yfirmann var að starfsfólk sagðist hafa fundið fyrir því hvernig starfandi yfirmaður hafði hvorki hæfnina til að sýna samkennd né að skilja vinnustaðamenninguna. Í Bretlandi tilnefndi þekkingafyrirtækið DeepKnowledge gervigreindina Vital í stjórnendastöðu en Vital hafði það hlutverk að úthluta verkefnum, vakta verkefnastöðu og meta frammistöðu starfsmanna. Vital var líka mötuð af upplýsingum sem gerðu henni kleift að hafa yfirsýn yfir verkefnaflæðinu þannig að hægt væri að hámarka afköst með aðstoð tækni og sjálfvirkra teyma. Sérstaklega í verkefnum sem kalla á greiningar gagna og mat á innihaldi upplýsinga. Í tilfelli Vital mældist almenn ánægja hjá starfsmönnum með verkefnaúthlutanir og væntingar því Vital var svo skýr í því sem verið var að biðja um. Hins vegar fannst sumu starfsfólki eins og það væri að vinna undir ofstjórnun (e. micro-managment) á meðan aðrir töluðu um skort á stuðningi í formi hvatningar og hróss. Lærdómur og spár Það segir sig sjálft að fyrrgreind dæmi eru tilraunaverkefni frekar en að gervigreindin sé í raun búin að taka á sig hlutverk yfirmanna hjá fyrirtækjum. Hins vegar eru þessi dæmi ákveðin vísbending um það sem koma skal og hvernig fyrirtæki eru að þreifa fyrir sér um breytingar. Allt í þágu betri og skilvirkari útkomu en áður. Flestir líta svo á að gervigreindin verði þó fyrst og fremst stjórnendum til halds og trausts. Þeirra bestu aðstoðarmenn og verkfæri. Hins vegar þýðir þetta einnig að hlutverk og starf stjórnenda almennt er um það bil að fara að breytast töluvert. Þar sem þeir stjórnendur munu skara fram úr sem einfaldlega búa yfir mannlegri hæfni í samskiptum, samkennd og félagsfærni sem gervigreindin ræður ekki við. Tækni Stjórnun Gervigreind Tengdar fréttir Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi „Við ákváðum að byrja á því að þróa okkar lausn fyrir DK bókhaldskerfið því það er í notkun hjá yfir þrjátíu þúsund fyrirtækjum á Íslandi.,“ segir Erla Símonardóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Bella Books. 13. október 2025 07:02 X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Það er svo mikið talað um Z-kynslóðina að aðrar kynslóðir falla eiginlega í skuggann. Ekki síst X-kynslóðin, sem þó er ein sú mikilvægasta á vinnumarkaði í dag: Fædd tímabilið 1965-1979 og á því heillangan tíma eftir á vinnumarkaði. 10. október 2025 07:02 Gervigreindin og vaxandi vítahringur nýútskrifaðra Gervigreindin er svo sannarlega að taka meira til sín dag hvern; Fleiri og fleiri eru að læra á þessa tækni til að nota fyrir einkalífið sem og vinnuna. Sumir nota gervigreindina fyrir hvoru tveggja, aðrir bara annað hvort. 30. maí 2025 07:03 Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Í ár leggjum við áherslu á mikilvægi þess að stjórnendur átti sig á því að stjórnun þurfi að breytast. Ekki bara breytast heldur „gerbreytast.” Í dag þarf að stjórna á allt annan hátt, fyrst og fremst vegna þróunar í upplýsingatækni og menningu fyrirtækja,” segir Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs um áherslur Alþjóðlega mannauðsdagsins sem haldinn er hátíðlegur í dag. 20. maí 2025 07:02 „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Við höfum ákveðna ímynd af hökkurum úr sjónvarpinu. Sem reyndar á ekki að skrifa sem hakkari, heldur hjakkari að sögn Gyðu Bjarkardóttur hjakkara og hugbúnaðarprófara. 19. maí 2025 07:00 Mest lesið Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Enda virðist vera nokkur áhugi fyrir því meðal fyrirtækja víðs vegar um heiminn. Sem skiljanlegt er svo sem. Því gervigreindin AI vinnur allan sólarhringinn, þarf aldrei að fá frí, fer ekki í kulnun, þarf ekki að passa upp á jafnvægi einkalífs og vinnu. AI getur samt útlistað og greint hluti á augabragði og mun hraðar og skilvirkari en mannsheilinn. AI tekur aldrei geðþóttaákvarðanir og í greiningum AI á því hvað best eða réttast er að gera til að hámarka árangur, eru tilfinningar aldrei að trufla eða hafa áhrif á eitt eða neitt. Í umfjöllun Forbes segir að allt ofangreint skýri eðlilegar vangaveltur fyrirtækja um hvort ekki sé hægt að nýta gervigreindina í auknum mæli sem stjórnendur. Sem fyrirtæki eru svo sem þegar byrjuð að gera í einhverri mynd. Því samkvæmt nýlegri könnun McKinsey í Bandaríkjunum er nú þegar verið að nýta gervigreindina í miklum mæli fyrir alls kyns greiningarverkefni og fleira sem er á borði stjórnenda. Til dæmis verkefni til þess að auka á skilvirkni í áætlunum eða almennu verkefnaflæði. Hér eru nokkur dæmi sem Forbes nefnir sérstaklega í umræddri grein. Fyrsta dæmið er frá pólska vínframleiðandanum Dictador þar sem gervigreindin MIKA var sett í það stjórnendahlutverk að ákveða vöruumbúðir á flöskum. Ákvarðanirnar voru gagnadrifnar, sem þýðir að MIKA hafði færnina til að meta bestu umbúðirnar byggt á óheyrilega miklu magni af upplýsingum. MIKA tók líka ákvarðanir um hvaða auglýsinga- og markaðsherferðir væru heppilegastar og þurfti að samþykkja þær sem urðu fyrir valinu. MIKA var einnig leiðandi þátttakandi í stefnumótandi verkefnum. Auðvitað réði MIKA þessu þó ekki öllu ein og sér. Til dæmis voru ákvarðanir um kostnað og fjármagn ekki teknar af MIKA og því vilja sumir meina að MIKA hafi ekki verið í hlutverki stjórnanda sem slík, heldur frekar sem öflug tækniaðstoð stjórnenda. Kínverskt tölvuleikja- og tæknifyrirtæki, NetDragon Websoft, tilnefndi líka gervigreind sem yfirmann. Og kallaði þann yfirmann frú Tang Yu. Hlutverk Tang Yu var hannað þannig að hún hefði yfirsýn yfir allri starfsemi félagsins, skilaði ýmsum greiningarupplýsingum um starfsemina af sér reglulega og það á rauntíma og sá um að styðja við ákvarðanir mannauðsdeildarinnar. Að sögn fyrirtækisins skilaði Tang Yu því að skilvirknin í starfsemi félagsins jókst um 10% og færri mistök voru gerð við ákvarðanatöku í virðiskeðjunni. Þá urðu viðamiklar greiningaskýrslur Tang Yu til þess að kostnaður lækkaði og það meðal annars sagt skýrast af því að Tang Yu yfirsást ekkert á meðan mannfólkið er líklegt til að gera það óafvitandi. Helsta gagnrýnin á Tang Yu sem yfirmann var að starfsfólk sagðist hafa fundið fyrir því hvernig starfandi yfirmaður hafði hvorki hæfnina til að sýna samkennd né að skilja vinnustaðamenninguna. Í Bretlandi tilnefndi þekkingafyrirtækið DeepKnowledge gervigreindina Vital í stjórnendastöðu en Vital hafði það hlutverk að úthluta verkefnum, vakta verkefnastöðu og meta frammistöðu starfsmanna. Vital var líka mötuð af upplýsingum sem gerðu henni kleift að hafa yfirsýn yfir verkefnaflæðinu þannig að hægt væri að hámarka afköst með aðstoð tækni og sjálfvirkra teyma. Sérstaklega í verkefnum sem kalla á greiningar gagna og mat á innihaldi upplýsinga. Í tilfelli Vital mældist almenn ánægja hjá starfsmönnum með verkefnaúthlutanir og væntingar því Vital var svo skýr í því sem verið var að biðja um. Hins vegar fannst sumu starfsfólki eins og það væri að vinna undir ofstjórnun (e. micro-managment) á meðan aðrir töluðu um skort á stuðningi í formi hvatningar og hróss. Lærdómur og spár Það segir sig sjálft að fyrrgreind dæmi eru tilraunaverkefni frekar en að gervigreindin sé í raun búin að taka á sig hlutverk yfirmanna hjá fyrirtækjum. Hins vegar eru þessi dæmi ákveðin vísbending um það sem koma skal og hvernig fyrirtæki eru að þreifa fyrir sér um breytingar. Allt í þágu betri og skilvirkari útkomu en áður. Flestir líta svo á að gervigreindin verði þó fyrst og fremst stjórnendum til halds og trausts. Þeirra bestu aðstoðarmenn og verkfæri. Hins vegar þýðir þetta einnig að hlutverk og starf stjórnenda almennt er um það bil að fara að breytast töluvert. Þar sem þeir stjórnendur munu skara fram úr sem einfaldlega búa yfir mannlegri hæfni í samskiptum, samkennd og félagsfærni sem gervigreindin ræður ekki við.
Tækni Stjórnun Gervigreind Tengdar fréttir Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi „Við ákváðum að byrja á því að þróa okkar lausn fyrir DK bókhaldskerfið því það er í notkun hjá yfir þrjátíu þúsund fyrirtækjum á Íslandi.,“ segir Erla Símonardóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Bella Books. 13. október 2025 07:02 X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Það er svo mikið talað um Z-kynslóðina að aðrar kynslóðir falla eiginlega í skuggann. Ekki síst X-kynslóðin, sem þó er ein sú mikilvægasta á vinnumarkaði í dag: Fædd tímabilið 1965-1979 og á því heillangan tíma eftir á vinnumarkaði. 10. október 2025 07:02 Gervigreindin og vaxandi vítahringur nýútskrifaðra Gervigreindin er svo sannarlega að taka meira til sín dag hvern; Fleiri og fleiri eru að læra á þessa tækni til að nota fyrir einkalífið sem og vinnuna. Sumir nota gervigreindina fyrir hvoru tveggja, aðrir bara annað hvort. 30. maí 2025 07:03 Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Í ár leggjum við áherslu á mikilvægi þess að stjórnendur átti sig á því að stjórnun þurfi að breytast. Ekki bara breytast heldur „gerbreytast.” Í dag þarf að stjórna á allt annan hátt, fyrst og fremst vegna þróunar í upplýsingatækni og menningu fyrirtækja,” segir Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs um áherslur Alþjóðlega mannauðsdagsins sem haldinn er hátíðlegur í dag. 20. maí 2025 07:02 „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Við höfum ákveðna ímynd af hökkurum úr sjónvarpinu. Sem reyndar á ekki að skrifa sem hakkari, heldur hjakkari að sögn Gyðu Bjarkardóttur hjakkara og hugbúnaðarprófara. 19. maí 2025 07:00 Mest lesið Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi „Við ákváðum að byrja á því að þróa okkar lausn fyrir DK bókhaldskerfið því það er í notkun hjá yfir þrjátíu þúsund fyrirtækjum á Íslandi.,“ segir Erla Símonardóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Bella Books. 13. október 2025 07:02
X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Það er svo mikið talað um Z-kynslóðina að aðrar kynslóðir falla eiginlega í skuggann. Ekki síst X-kynslóðin, sem þó er ein sú mikilvægasta á vinnumarkaði í dag: Fædd tímabilið 1965-1979 og á því heillangan tíma eftir á vinnumarkaði. 10. október 2025 07:02
Gervigreindin og vaxandi vítahringur nýútskrifaðra Gervigreindin er svo sannarlega að taka meira til sín dag hvern; Fleiri og fleiri eru að læra á þessa tækni til að nota fyrir einkalífið sem og vinnuna. Sumir nota gervigreindina fyrir hvoru tveggja, aðrir bara annað hvort. 30. maí 2025 07:03
Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Í ár leggjum við áherslu á mikilvægi þess að stjórnendur átti sig á því að stjórnun þurfi að breytast. Ekki bara breytast heldur „gerbreytast.” Í dag þarf að stjórna á allt annan hátt, fyrst og fremst vegna þróunar í upplýsingatækni og menningu fyrirtækja,” segir Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs um áherslur Alþjóðlega mannauðsdagsins sem haldinn er hátíðlegur í dag. 20. maí 2025 07:02
„Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Við höfum ákveðna ímynd af hökkurum úr sjónvarpinu. Sem reyndar á ekki að skrifa sem hakkari, heldur hjakkari að sögn Gyðu Bjarkardóttur hjakkara og hugbúnaðarprófara. 19. maí 2025 07:00