Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. október 2025 09:32 Drew Struzan var í miklu uppáhaldi hjá Steven Spielberg og George Lucas og teiknaði plaköt fyrir margar þekktustu og vinsælustu myndir sögunnar. Teiknarinn Drew Struzan, sem gerði mörg frægustu kvikmyndaplaköt allra tíma, er látinn 78 ára að aldri. Hann greindist með Alzheimer fyrir nokkrum árum síðan og hafði hrakað töluvert þegar hann lést. Greint var frá andláti Struzan á Instagram-síðu teiknarans á þriðjudag. Struzan fæddist í Oregon-borg í Oregon 18. mars 1947 og menntaði sig í ArtCenter College of Design í Los Angeles. Hann hóf teiknaraferil sinn á áttunda áratugnum við að teikna plötuumslög fyrir tónlistarmenn á borð við Alice Cooper, Bee Gees, Beach Boys, Black Sabbath og Roy Orbison. Nokkur umslaganna sem Struzan teiknaði. Samhliða umslagagrð stofnaði Struzan fyrirtækið Pencil Pushers með nokkrum vinum sem þekktu til í Hollywood og hóf árið 1975 að teikna plaköt fyrir kvikmyndir. Framan af voru það ódýrar B-myndir en hann varð fljótt gríðarvinsæll í Hollywood. Út áttunda og fram eftir níunda áratugnum vann Struzan mörg af þekktusut plakötum sögunnar fyrir myndir á borð við The Muppet Movie, E.T. the Extra-Terrestrial, Blade Runner, First Blood, The Thing, Risky Business, The Goonies, Indiana Jones and the Temple of Doom, Indiana Jones and the Last Crusade og Back to the Future. Struzan gerði mörg af þekktustu plakötum sögunnar. Eins og sést á listanum varð Struzan sérstaklega náinn samstarfsmaður bæði George Lucas og Stevens Spielberg, teiknaði plakötin fyrir alla seinni trílógíu Stjörnustríðs (I-III), fyrir fyrstu fjórar myndirnar um Indiana Jones og fleiri Spielberg myndir til. Struzan áritar Óskarsverðlaunaplakat árið 2008.Getty Allt í allt teiknaði Struzan rúmlega 150 kvikmyndaplaköt á ferli sínum sem stóð yfir frá 1975 til 2019. Struzan var þekktur fyrir dramatískan og litríkan stíl sinn og lagði yfirleitt höfuðáherslu á að koma sem flestum persónum myndanna fyrir á plakötunum. Þá fetaði hann milliveg milli hreinnar eftirlíkingar leikaranna og teiknaðs útlits. Spielberg lýsti Struzan eitt sinn sem sínum uppáhalds „bíólistamanni“ og honum hafi oft liðið eins og myndir sínar þyrftu að standast gríðarháar væntingarnar sem Struzan hafði sett. Spilberg er einmitt einn fjölmargra sem hefur minnst Struzan eftir andlát hans. Heimildarmyndin Drew: The Man Behind the Poster (2013) fjallaði um ævi og feril Struzan en hann skilur eftir sig ekkju, son og þónokkur barnabörn. Andlát Bíó og sjónvarp Hollywood Myndlist Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Greint var frá andláti Struzan á Instagram-síðu teiknarans á þriðjudag. Struzan fæddist í Oregon-borg í Oregon 18. mars 1947 og menntaði sig í ArtCenter College of Design í Los Angeles. Hann hóf teiknaraferil sinn á áttunda áratugnum við að teikna plötuumslög fyrir tónlistarmenn á borð við Alice Cooper, Bee Gees, Beach Boys, Black Sabbath og Roy Orbison. Nokkur umslaganna sem Struzan teiknaði. Samhliða umslagagrð stofnaði Struzan fyrirtækið Pencil Pushers með nokkrum vinum sem þekktu til í Hollywood og hóf árið 1975 að teikna plaköt fyrir kvikmyndir. Framan af voru það ódýrar B-myndir en hann varð fljótt gríðarvinsæll í Hollywood. Út áttunda og fram eftir níunda áratugnum vann Struzan mörg af þekktusut plakötum sögunnar fyrir myndir á borð við The Muppet Movie, E.T. the Extra-Terrestrial, Blade Runner, First Blood, The Thing, Risky Business, The Goonies, Indiana Jones and the Temple of Doom, Indiana Jones and the Last Crusade og Back to the Future. Struzan gerði mörg af þekktustu plakötum sögunnar. Eins og sést á listanum varð Struzan sérstaklega náinn samstarfsmaður bæði George Lucas og Stevens Spielberg, teiknaði plakötin fyrir alla seinni trílógíu Stjörnustríðs (I-III), fyrir fyrstu fjórar myndirnar um Indiana Jones og fleiri Spielberg myndir til. Struzan áritar Óskarsverðlaunaplakat árið 2008.Getty Allt í allt teiknaði Struzan rúmlega 150 kvikmyndaplaköt á ferli sínum sem stóð yfir frá 1975 til 2019. Struzan var þekktur fyrir dramatískan og litríkan stíl sinn og lagði yfirleitt höfuðáherslu á að koma sem flestum persónum myndanna fyrir á plakötunum. Þá fetaði hann milliveg milli hreinnar eftirlíkingar leikaranna og teiknaðs útlits. Spielberg lýsti Struzan eitt sinn sem sínum uppáhalds „bíólistamanni“ og honum hafi oft liðið eins og myndir sínar þyrftu að standast gríðarháar væntingarnar sem Struzan hafði sett. Spilberg er einmitt einn fjölmargra sem hefur minnst Struzan eftir andlát hans. Heimildarmyndin Drew: The Man Behind the Poster (2013) fjallaði um ævi og feril Struzan en hann skilur eftir sig ekkju, son og þónokkur barnabörn.
Andlát Bíó og sjónvarp Hollywood Myndlist Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira