Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 15. október 2025 10:17 Af hverju talar enginn? Af hverju erum við öll svona varkár, eins og við göngum á eggjaskurnum, gætum þess að rekast ekki í eitthvað ósýnilegt — orð, skoðun, viðhorf sem gæti meitt einhvern? Háskólinn kennir okkur að hugsa sjálfstætt, að spyrja spurninga, að rannsaka, að upplýsa, að fara inn í myrkrið með ljós í höndunum. En samt — þegar við horfum í kringum okkur — er þar oft meira myrkur en ljós. Ekki vegna skorts á þekkingu, heldur vegna þagnar. Þögnin er nýtt form af kurteisi. Hún er búningur virðingar, en undir henni býr ótti. Ótti við að segja eitthvað vitlaust, að hljóma óviturlega, að verða dreginn í efa, að missa tilverurétt í samfélagi sem segist elska gagnrýna hugsun — en umbunar samhljómi. Við tölum um fjölbreytni hugsana, en aðeins svo lengi sem hún hljómar innan viðurkenndra tóna. Við tölum um frjálsa umræðu, en hún þarf að vera fagleg, má ekki verða of tilfinningaleg, má ekki hrista róteindina í kerfinu. Þannig verða fræðin að trú — og kennararnir að prestum. Nemendur læra að skrifa rétt, en ekki endilega að hugsa djúpt. Við tölum í hugtökum, en týnum lífinu sem hugtökin voru einu sinni til að lýsa. Kannski er það mesta hræsni nútíma fræðasamfélagsins: að tala endalaust um gagnrýna hugsun — á meðan allir eru hræddir við að hugsa gagnrýnið. Ég hef alltaf verið hrædd við háskólann Ég hef alltaf verið hrædd við háskólann. Og reið. Ég hélt lengi að það væri vegna þess að mér hafði verið sagt ég væri manneskja sem gæti ekki lært. En það var ekki ástæðan. Það var eitthvað annað — eitthvað sem ég fann, en gat ekki nefnt. Ég fann það í loftinu milli orða, í formlegum brosum, í varkárum spurningum sem máttu ekki vera of hráar, of lifandi, of manneskjulegar. Ég fann það þegar ég opnaði munninn og orð mín birtust eins og þau væru á röngum stað. Ekki af því að þau væru röng, heldur af því að þau voru ekki sniðin að tungunni sem átti heima þar. Það sem ég fann var vald. Ekki vald í beinni merkingu —heldur vald sem loðir við menningu, við þögnina, við formin sem segja: „Svona á þetta að hljóma.“ Það sem ég fann var ekki skólinn sjálfur, heldur það ósagða sem hann stendur á. Fólkið í fræðunum Og sorglegast af öllu er að fólk innan fræðasamfélagsins lifirsjálft í sársauka. Það þráir að tilheyra, að finna samhug, að tala frá hjartanu — en getur það ekki, því það veit að það talar inn í þögn. Með varkárni. Með óbeinni leiðréttingu í nafni fagmennsku. Þannig sitja margir við skrifborðin sín, í rými gagnrýnnar hugsunar, með hugann fullan af vangaveltum sem þeir þora ekki að segja frá upphátt. Ekki vegna þess að þeir séu huglausir, heldur vegna þess að menningin sjálf hefur kennt þeim að þögn sé öruggari en áhætta. Þannig varð varkárnin að siðferðisdygð, og forvitnin að áhættuhegðun. Þegar ég fór að skilja Þessi hræðsla mín var ekki veikleiki. Hún var skynjun. Reiðimín var ekki mótþrói. Hún var innsæi. Ég fann ósýnilegt vald sem temur tunguna, mýkir röddina, fléttar forvitni í rétt form. En ég veit núna að það er ekki ég sem þarf að laga mig að þessu kerfi — það er kerfið sem þarf að muna af hverju það er. Fræðin eiga ekki að verja sig fyrir lífi. Þau eiga að þjónusta það. Þegar þögnin brestur Vonin byrjar ekki með stefnuskrá. Hún byrjar þegar einhver þorir að segja eitthvað sem hreyfir við loftinu. Kannski er það lítið. Eitt orð sem ekki fellur að forminu. Eitt augnablik þegar kennari hlustar ekki til að meta, heldur til að skilja. Þegar einhver segir: „Ég er ekki viss, en ég finn þetta svona,“ og fær að halda áfram — án þess að það sé leiðrétt. Þegar það gerist, færist eitthvað lítið, en raunverulegt. Þá brestur þögnin. Ekki með hávaða, heldur með andardrætti. Og kannski er það nóg. Að einhvers staðar inni í þessum veggjum byrji fólk að tala aftur, ekki til að hafa rétt fyrir sér — heldur til að lifa. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum náttúruvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju talar enginn? Af hverju erum við öll svona varkár, eins og við göngum á eggjaskurnum, gætum þess að rekast ekki í eitthvað ósýnilegt — orð, skoðun, viðhorf sem gæti meitt einhvern? Háskólinn kennir okkur að hugsa sjálfstætt, að spyrja spurninga, að rannsaka, að upplýsa, að fara inn í myrkrið með ljós í höndunum. En samt — þegar við horfum í kringum okkur — er þar oft meira myrkur en ljós. Ekki vegna skorts á þekkingu, heldur vegna þagnar. Þögnin er nýtt form af kurteisi. Hún er búningur virðingar, en undir henni býr ótti. Ótti við að segja eitthvað vitlaust, að hljóma óviturlega, að verða dreginn í efa, að missa tilverurétt í samfélagi sem segist elska gagnrýna hugsun — en umbunar samhljómi. Við tölum um fjölbreytni hugsana, en aðeins svo lengi sem hún hljómar innan viðurkenndra tóna. Við tölum um frjálsa umræðu, en hún þarf að vera fagleg, má ekki verða of tilfinningaleg, má ekki hrista róteindina í kerfinu. Þannig verða fræðin að trú — og kennararnir að prestum. Nemendur læra að skrifa rétt, en ekki endilega að hugsa djúpt. Við tölum í hugtökum, en týnum lífinu sem hugtökin voru einu sinni til að lýsa. Kannski er það mesta hræsni nútíma fræðasamfélagsins: að tala endalaust um gagnrýna hugsun — á meðan allir eru hræddir við að hugsa gagnrýnið. Ég hef alltaf verið hrædd við háskólann Ég hef alltaf verið hrædd við háskólann. Og reið. Ég hélt lengi að það væri vegna þess að mér hafði verið sagt ég væri manneskja sem gæti ekki lært. En það var ekki ástæðan. Það var eitthvað annað — eitthvað sem ég fann, en gat ekki nefnt. Ég fann það í loftinu milli orða, í formlegum brosum, í varkárum spurningum sem máttu ekki vera of hráar, of lifandi, of manneskjulegar. Ég fann það þegar ég opnaði munninn og orð mín birtust eins og þau væru á röngum stað. Ekki af því að þau væru röng, heldur af því að þau voru ekki sniðin að tungunni sem átti heima þar. Það sem ég fann var vald. Ekki vald í beinni merkingu —heldur vald sem loðir við menningu, við þögnina, við formin sem segja: „Svona á þetta að hljóma.“ Það sem ég fann var ekki skólinn sjálfur, heldur það ósagða sem hann stendur á. Fólkið í fræðunum Og sorglegast af öllu er að fólk innan fræðasamfélagsins lifirsjálft í sársauka. Það þráir að tilheyra, að finna samhug, að tala frá hjartanu — en getur það ekki, því það veit að það talar inn í þögn. Með varkárni. Með óbeinni leiðréttingu í nafni fagmennsku. Þannig sitja margir við skrifborðin sín, í rými gagnrýnnar hugsunar, með hugann fullan af vangaveltum sem þeir þora ekki að segja frá upphátt. Ekki vegna þess að þeir séu huglausir, heldur vegna þess að menningin sjálf hefur kennt þeim að þögn sé öruggari en áhætta. Þannig varð varkárnin að siðferðisdygð, og forvitnin að áhættuhegðun. Þegar ég fór að skilja Þessi hræðsla mín var ekki veikleiki. Hún var skynjun. Reiðimín var ekki mótþrói. Hún var innsæi. Ég fann ósýnilegt vald sem temur tunguna, mýkir röddina, fléttar forvitni í rétt form. En ég veit núna að það er ekki ég sem þarf að laga mig að þessu kerfi — það er kerfið sem þarf að muna af hverju það er. Fræðin eiga ekki að verja sig fyrir lífi. Þau eiga að þjónusta það. Þegar þögnin brestur Vonin byrjar ekki með stefnuskrá. Hún byrjar þegar einhver þorir að segja eitthvað sem hreyfir við loftinu. Kannski er það lítið. Eitt orð sem ekki fellur að forminu. Eitt augnablik þegar kennari hlustar ekki til að meta, heldur til að skilja. Þegar einhver segir: „Ég er ekki viss, en ég finn þetta svona,“ og fær að halda áfram — án þess að það sé leiðrétt. Þegar það gerist, færist eitthvað lítið, en raunverulegt. Þá brestur þögnin. Ekki með hávaða, heldur með andardrætti. Og kannski er það nóg. Að einhvers staðar inni í þessum veggjum byrji fólk að tala aftur, ekki til að hafa rétt fyrir sér — heldur til að lifa. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum náttúruvísindum.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun