VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar 15. október 2025 11:32 Fyrir tæpum tuttugu árum ákvað VR að leggja af sértæka styrki til félagsfólks og setja heldur á laggirnar réttindasjóð sem hlaut nafnið VR varasjóður. Sjóðurinn er fjármagnaður úr orlofssjóði, félagssjóði og sjúkrasjóði félagsins og hugmyndin var að þar gæti fólk átt sjóð til að mæta óvæntum áföllum, eða til að nýta sér aðra orlofskosti en orlofshús félagsins. Upphæðin safnast upp milli ára og ber vexti og innborgun í hann er tekjutengd. Kostir og gallar ólíkra kerfa Varasjóðurinn hefur oft sætt gagnrýni, annars vegar vegna tekjutengingarinnar og hins vegar þar sem önnur stéttarfélög bjóða annars konar styrki sem geta samanlagt reynst hærri en fólk fær úr sínum varasjóði hjá VR. Í slíkum samanburði þarf þó að taka mið af góðum réttindum VR-félaga í sjúkrasjóði, félagsgjaldi í VR sem er lægra en í mörgum öðrum stéttarfélögum og þeirri staðreynd að varasjóðurinn safnast upp á milli ára. Almennt hefur verið nokkuð víðtæk ánægja með varasjóðinn innan VR, en gagnrýniraddirnar hafa líka verið háværar og hafa ýmislegt til síns máls. Þegar ég tók við formennsku í VR í lok síðasta árs einsetti ég mér að fleyta þessari umræðu áfram og stóð fyrir ítarlegri umræðu bæði innan stjórnar og trúnaðarráðs félagsins. Við ræddum ólíkar hugmyndir, til dæmis um að draga úr vægi tekjutengingarinnar eða að taka upp styrkjakerfi sambærilegt öðrum félögum. Á þessum fundum komu fram afar ólík sjónarmið og það var ekki nein ein útfærsla sem öllum þótti ásættanleg. Við slíkar aðstæður er hægt að velja að aðhafast ekkert, eða gera hitt sem kann að vera lýðræðislegra, og það er að bjóða félagsfólki að eiga síðasta orðið. Þau sem kjósa ráða! Að undirlagi stjórnar VR stendur nú yfir atkvæðagreiðsla í félaginu milli núgildandi varasjóðskerfis og styrkjakerfis sem er líkara kerfum annarra stéttarfélaga. Kerfin eru svipuð að fjárhagslegu umfangi fyrir félagið en eru ólík gagnvart félagsfólki. VR hefur tekið saman ítarlegt upplýsingaefni sem má nálgast inni á vefsvæði kosningarinnar. Félagsfólk getur því farið yfir kosti og galla beggja kerfa og myndað sér skoðun. Ég hvet allt félagsfólk til að nýta atkvæðisrétt sinn, enda er það svo að þau sem kjósa ráða niðurstöðunni! Atkvæðagreiðslan er rafræn og því tekur aðeins örstutta stund að greiða atkvæði, það er að segja fyrir þau sem hafa g ert upp hug sinn. Kynntu þér málið á www.vr.is! Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Stéttarfélög Mest lesið Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum tuttugu árum ákvað VR að leggja af sértæka styrki til félagsfólks og setja heldur á laggirnar réttindasjóð sem hlaut nafnið VR varasjóður. Sjóðurinn er fjármagnaður úr orlofssjóði, félagssjóði og sjúkrasjóði félagsins og hugmyndin var að þar gæti fólk átt sjóð til að mæta óvæntum áföllum, eða til að nýta sér aðra orlofskosti en orlofshús félagsins. Upphæðin safnast upp milli ára og ber vexti og innborgun í hann er tekjutengd. Kostir og gallar ólíkra kerfa Varasjóðurinn hefur oft sætt gagnrýni, annars vegar vegna tekjutengingarinnar og hins vegar þar sem önnur stéttarfélög bjóða annars konar styrki sem geta samanlagt reynst hærri en fólk fær úr sínum varasjóði hjá VR. Í slíkum samanburði þarf þó að taka mið af góðum réttindum VR-félaga í sjúkrasjóði, félagsgjaldi í VR sem er lægra en í mörgum öðrum stéttarfélögum og þeirri staðreynd að varasjóðurinn safnast upp á milli ára. Almennt hefur verið nokkuð víðtæk ánægja með varasjóðinn innan VR, en gagnrýniraddirnar hafa líka verið háværar og hafa ýmislegt til síns máls. Þegar ég tók við formennsku í VR í lok síðasta árs einsetti ég mér að fleyta þessari umræðu áfram og stóð fyrir ítarlegri umræðu bæði innan stjórnar og trúnaðarráðs félagsins. Við ræddum ólíkar hugmyndir, til dæmis um að draga úr vægi tekjutengingarinnar eða að taka upp styrkjakerfi sambærilegt öðrum félögum. Á þessum fundum komu fram afar ólík sjónarmið og það var ekki nein ein útfærsla sem öllum þótti ásættanleg. Við slíkar aðstæður er hægt að velja að aðhafast ekkert, eða gera hitt sem kann að vera lýðræðislegra, og það er að bjóða félagsfólki að eiga síðasta orðið. Þau sem kjósa ráða! Að undirlagi stjórnar VR stendur nú yfir atkvæðagreiðsla í félaginu milli núgildandi varasjóðskerfis og styrkjakerfis sem er líkara kerfum annarra stéttarfélaga. Kerfin eru svipuð að fjárhagslegu umfangi fyrir félagið en eru ólík gagnvart félagsfólki. VR hefur tekið saman ítarlegt upplýsingaefni sem má nálgast inni á vefsvæði kosningarinnar. Félagsfólk getur því farið yfir kosti og galla beggja kerfa og myndað sér skoðun. Ég hvet allt félagsfólk til að nýta atkvæðisrétt sinn, enda er það svo að þau sem kjósa ráða niðurstöðunni! Atkvæðagreiðslan er rafræn og því tekur aðeins örstutta stund að greiða atkvæði, það er að segja fyrir þau sem hafa g ert upp hug sinn. Kynntu þér málið á www.vr.is! Höfundur er formaður VR.
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar