Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar 15. október 2025 13:32 Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, skrifar grein þar sem hann segir hvernig bærinn hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum og leggur þar áherslu á aðgerðir við einelti og áreiti. Hann málar Hafnarfjarðabæ upp sem frábæran vinnuveitenda sem er annt um öryggi og velferð starfsmanna sinna. Valdimar er upplýstur um mál tveggja starfsmanna sem urðu fyrir kynferðislegu áreiti í starfi sem varð þess valdandi að annar þeirra er að höfða dómsmál gegn bænum til að fá greidd vangoldin laun, þrátt fyrir unna vinnu, og hinn sat uppi með skemmri veikindarétt þegar eiginmaður hennar veiktist og lést þar sem ekki var brugðist rétt við. Slík yfirlýsing í ljósi þess er ekki aðeins vanvirðing til okkar þolendur, heldur jafnréttisbaráttunnarinnar og réttindi kvenna í heild. Valdimar lýsti því yfir að málið væri ekki einfalt og horfa þyrfti á það frá mörgum hliðum. Það að gripið sé í brjóst starfsmanns, strokið um læri hans sem og að starfsmenn þurfi að sitja undir óvelkomnum kynferðislegum athugasemdum á vinnustað bæjarins er bannað samkvæmt íslenskum lögum. Það er ekkert flókið við það. Að henda síðan fram yfirlýsingum um samkennd, traust og ábyrgð gefur mér það að Valdimar treysti á gerandameðvirkni samfélagsins og þöggun þolenda og telur mál þessara tveggja einstaklinga ekki eiga eftir að skyggja á innihaldstómar yfirlýsingar og staðhæfingar hans um stöðu Hafnarfjarðabæjar í jafnréttismálum. Það að Valdimar sá ekki þörf á að standa betur að málinu, eða hafði löngun til að reyna ná sáttum við þolendur, og leyfði sér að varpa fram þeim orðum að „hann vonaðist til að við myndum ná sátt við málið“ sýnir að maðurinn hefur enga samkennd, skilning eða ábyrgð til þolenda kynferðislegs áreiti í starfi. Hann leyfir sér að segja að þegar við tryggjum að rödd allra heyrist þá styrkjum við ekki bara einstaklinga heldur allt samfélagið og að jafnrétti bæti samfélagið allt aðeins einni viku fyrir fyrirtöku á ofangreindu máli gegn Hafnarfjarðarbæ fyrir Hérðasdómi Reykjaness þykir mér fremur kaldhæðnislegt. Það fer ekki alveg saman hljóð og mynd. Höfundur er fyrrum starfsmaður Hafnarfjarðabæjar, þolandi kynferðislegs áreitis og meistaranemi í mannauðsstjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Sjá meira
Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, skrifar grein þar sem hann segir hvernig bærinn hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum og leggur þar áherslu á aðgerðir við einelti og áreiti. Hann málar Hafnarfjarðabæ upp sem frábæran vinnuveitenda sem er annt um öryggi og velferð starfsmanna sinna. Valdimar er upplýstur um mál tveggja starfsmanna sem urðu fyrir kynferðislegu áreiti í starfi sem varð þess valdandi að annar þeirra er að höfða dómsmál gegn bænum til að fá greidd vangoldin laun, þrátt fyrir unna vinnu, og hinn sat uppi með skemmri veikindarétt þegar eiginmaður hennar veiktist og lést þar sem ekki var brugðist rétt við. Slík yfirlýsing í ljósi þess er ekki aðeins vanvirðing til okkar þolendur, heldur jafnréttisbaráttunnarinnar og réttindi kvenna í heild. Valdimar lýsti því yfir að málið væri ekki einfalt og horfa þyrfti á það frá mörgum hliðum. Það að gripið sé í brjóst starfsmanns, strokið um læri hans sem og að starfsmenn þurfi að sitja undir óvelkomnum kynferðislegum athugasemdum á vinnustað bæjarins er bannað samkvæmt íslenskum lögum. Það er ekkert flókið við það. Að henda síðan fram yfirlýsingum um samkennd, traust og ábyrgð gefur mér það að Valdimar treysti á gerandameðvirkni samfélagsins og þöggun þolenda og telur mál þessara tveggja einstaklinga ekki eiga eftir að skyggja á innihaldstómar yfirlýsingar og staðhæfingar hans um stöðu Hafnarfjarðabæjar í jafnréttismálum. Það að Valdimar sá ekki þörf á að standa betur að málinu, eða hafði löngun til að reyna ná sáttum við þolendur, og leyfði sér að varpa fram þeim orðum að „hann vonaðist til að við myndum ná sátt við málið“ sýnir að maðurinn hefur enga samkennd, skilning eða ábyrgð til þolenda kynferðislegs áreiti í starfi. Hann leyfir sér að segja að þegar við tryggjum að rödd allra heyrist þá styrkjum við ekki bara einstaklinga heldur allt samfélagið og að jafnrétti bæti samfélagið allt aðeins einni viku fyrir fyrirtöku á ofangreindu máli gegn Hafnarfjarðarbæ fyrir Hérðasdómi Reykjaness þykir mér fremur kaldhæðnislegt. Það fer ekki alveg saman hljóð og mynd. Höfundur er fyrrum starfsmaður Hafnarfjarðabæjar, þolandi kynferðislegs áreitis og meistaranemi í mannauðsstjórnun.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar