Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 16. október 2025 07:31 Við eigum það til að kalla fólk Íslandsvini af minnsta tilefni. Frægt fólk þarf varla að gera mikið meira en að millilenda á Keflavíkurflugvelli til þess að öðlast þá nafnbót. Á dögunum kom hins vegar hingað til lands einstaklingur sem á hana svo sannarlega á skilið. Daniel Hannan sem sæti á í lávarðadeild brezka þingsins. Ekki er nóg með að hann hafi komið margoft til landsins á liðnum árum og áratugum og eigi hér marga vini heldur var hann einn af örfáum erlendum stjórnmálamönnum sem komu Íslandi til varnar á ögurstundu í Icesave-deilunni og það gegn eigin stjórnvöldum. Til að mynda ritaði Hannan þannig greinar í brezk dagblöð þar sem hann tók upp hanzkann fyrir okkur Íslendinga. Strax þann 15. október 2008, fyrir réttum 17 árum síðan og aðeins fáeinum dögum eftir að stóru viðskiptabankarnir þrír höfðu fallið og brezk stjórnvöld höfðu beitt lögum um hryðjuverkavarnir gegn Íslandi, ritaði Hannan til dæmis grein í stórblaðið Times þar sem hann sagði meðal annars þá aðgerð gegn vinsamlegu ríki ógeðfellda. Nógu slæmt hefði verið að frysta eignir landsins. Hið sama gerði hann til að mynda í grein í annað stórblað, Daily Telegraph, þann 5 marz 2010. Deilan snerist um kröfur stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi, með stuðningi Evrópusambandsins, þess efnis að íslenzka ríkið samþykkti að bera ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæðna í netbankanum Icesave sem hann hafði rekið í löndunum. Hljóðuðu kröfurnar upp á mörg hundruð milljarða íslenzkra króna í erlendum gjaldeyri. Íslenzk stjórnvöld lýstu því strax yfir að þau vildu standa við lagalegar skuldbindingar sínar, eins og Hannan kemur inn á í greinaskrifum sínum, en fyrst þyrfti að liggja fyrir hverjar þær væru. Vildu þau að dómstólar skæru úr um það. Hins vegar vildu brezkir og hollenzkir ráðamenn ásamt forystumönnum Evrópusambandsins ekki að málið færi fyrir dómstóla. Þess í stað vildu þeir leysa það pólitískt með samningum. Einungis það að fá þurfti samþykki íslenzkra stjórnvalda fyrir því að bera ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands var næg sönnun þess að Ísland bæri hana ekki. Kröfurnar fóru enda þvert gegn tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar sem innleidd hafði verið hér á landi vegna aðildar landsins að EES-samningnum en þar var kveðið á um bann við ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum. Tvær tilraunir til þess að semja um málið pólitískt, þar sem ábyrgðin og áhættan af því var öll lögð á íslenzka skattgreiðendur, voru stöðvaðar í þjóðaratkvæðagreiðslum í óþökk ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sem þá var við völd eftir að biðlað hafði verið til þáverandi forseta landsins, Ólafs Ragnars Grímssonar, um að vísa samningunum til þjóðarinnar. Fyrsta tilraunin til þess að koma ábyrgðinni á Ísland var hins vegar stöðvuð af stjórnarandstöðunni. Var í kjölfarið ákveðið að verjast fyrir EFTA-dómstólnum sem staðfesti í byrjun árs 2013 að ábyrgðin væri ekki Íslands. Hitt er svo annað mál að vegna svonefndra neyðarlaga, sem íslenzk stjórnvöld undir forystu Sjálfstæðisflokksins settu í kjölfar bankahrunsins og gerðu innistæður að forgangskröfum, voru Icesave-innistæðurnar í Bretlandi og Hollandi að lokum bættar með eignum Landsbanka Íslands lagt umfram lágmarkstrygginguna samkvæmt tilskipuninni. Með sigrinum í deilunni var tryggt að ábyrgðinni og áhættunni af málinu yrði ekki að ósekju varpað á Ísland og efnahagur landsins ekki settur í frekara uppnám á sama tíma og hagsmunir vegna brezkra og hollenzkra innistæðueigenda voru tryggðir. Forystumenn hérlendra Evrópusambandsinna brugðust ókvæða við komu Hannans til landsins og fundu honum flest ef ekki allt til foráttu. Þar á meðal kusu þeir að gera lítið úr því að skírskotað væri til hans sem Íslandsvinar. Sömu aðilar voru hins vegar í röðum þeirra sem tóku undir kröfur ráðamanna Evrópusambandsins, Bretland og Hollands á sínum tíma á hendur Íslandi og kölluðu eftir því að við Íslendingar tækjum á okkur ábyrgð og áhættu sem var ekki okkar og kostað hefði þjóðina gríðarlegar fjárhæðir í erlendum gjaldeyri. Fólkið sem nú er að reyna að koma okkur inn í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Við eigum það til að kalla fólk Íslandsvini af minnsta tilefni. Frægt fólk þarf varla að gera mikið meira en að millilenda á Keflavíkurflugvelli til þess að öðlast þá nafnbót. Á dögunum kom hins vegar hingað til lands einstaklingur sem á hana svo sannarlega á skilið. Daniel Hannan sem sæti á í lávarðadeild brezka þingsins. Ekki er nóg með að hann hafi komið margoft til landsins á liðnum árum og áratugum og eigi hér marga vini heldur var hann einn af örfáum erlendum stjórnmálamönnum sem komu Íslandi til varnar á ögurstundu í Icesave-deilunni og það gegn eigin stjórnvöldum. Til að mynda ritaði Hannan þannig greinar í brezk dagblöð þar sem hann tók upp hanzkann fyrir okkur Íslendinga. Strax þann 15. október 2008, fyrir réttum 17 árum síðan og aðeins fáeinum dögum eftir að stóru viðskiptabankarnir þrír höfðu fallið og brezk stjórnvöld höfðu beitt lögum um hryðjuverkavarnir gegn Íslandi, ritaði Hannan til dæmis grein í stórblaðið Times þar sem hann sagði meðal annars þá aðgerð gegn vinsamlegu ríki ógeðfellda. Nógu slæmt hefði verið að frysta eignir landsins. Hið sama gerði hann til að mynda í grein í annað stórblað, Daily Telegraph, þann 5 marz 2010. Deilan snerist um kröfur stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi, með stuðningi Evrópusambandsins, þess efnis að íslenzka ríkið samþykkti að bera ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæðna í netbankanum Icesave sem hann hafði rekið í löndunum. Hljóðuðu kröfurnar upp á mörg hundruð milljarða íslenzkra króna í erlendum gjaldeyri. Íslenzk stjórnvöld lýstu því strax yfir að þau vildu standa við lagalegar skuldbindingar sínar, eins og Hannan kemur inn á í greinaskrifum sínum, en fyrst þyrfti að liggja fyrir hverjar þær væru. Vildu þau að dómstólar skæru úr um það. Hins vegar vildu brezkir og hollenzkir ráðamenn ásamt forystumönnum Evrópusambandsins ekki að málið færi fyrir dómstóla. Þess í stað vildu þeir leysa það pólitískt með samningum. Einungis það að fá þurfti samþykki íslenzkra stjórnvalda fyrir því að bera ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands var næg sönnun þess að Ísland bæri hana ekki. Kröfurnar fóru enda þvert gegn tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar sem innleidd hafði verið hér á landi vegna aðildar landsins að EES-samningnum en þar var kveðið á um bann við ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum. Tvær tilraunir til þess að semja um málið pólitískt, þar sem ábyrgðin og áhættan af því var öll lögð á íslenzka skattgreiðendur, voru stöðvaðar í þjóðaratkvæðagreiðslum í óþökk ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sem þá var við völd eftir að biðlað hafði verið til þáverandi forseta landsins, Ólafs Ragnars Grímssonar, um að vísa samningunum til þjóðarinnar. Fyrsta tilraunin til þess að koma ábyrgðinni á Ísland var hins vegar stöðvuð af stjórnarandstöðunni. Var í kjölfarið ákveðið að verjast fyrir EFTA-dómstólnum sem staðfesti í byrjun árs 2013 að ábyrgðin væri ekki Íslands. Hitt er svo annað mál að vegna svonefndra neyðarlaga, sem íslenzk stjórnvöld undir forystu Sjálfstæðisflokksins settu í kjölfar bankahrunsins og gerðu innistæður að forgangskröfum, voru Icesave-innistæðurnar í Bretlandi og Hollandi að lokum bættar með eignum Landsbanka Íslands lagt umfram lágmarkstrygginguna samkvæmt tilskipuninni. Með sigrinum í deilunni var tryggt að ábyrgðinni og áhættunni af málinu yrði ekki að ósekju varpað á Ísland og efnahagur landsins ekki settur í frekara uppnám á sama tíma og hagsmunir vegna brezkra og hollenzkra innistæðueigenda voru tryggðir. Forystumenn hérlendra Evrópusambandsinna brugðust ókvæða við komu Hannans til landsins og fundu honum flest ef ekki allt til foráttu. Þar á meðal kusu þeir að gera lítið úr því að skírskotað væri til hans sem Íslandsvinar. Sömu aðilar voru hins vegar í röðum þeirra sem tóku undir kröfur ráðamanna Evrópusambandsins, Bretland og Hollands á sínum tíma á hendur Íslandi og kölluðu eftir því að við Íslendingar tækjum á okkur ábyrgð og áhættu sem var ekki okkar og kostað hefði þjóðina gríðarlegar fjárhæðir í erlendum gjaldeyri. Fólkið sem nú er að reyna að koma okkur inn í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun