Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar 15. október 2025 18:02 Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum varðandi sjálfbærni velferðarkerfisins vegna innflutnings nýrra hópa og glufa í regluverki. Kerfið er orðið útjaskað vegna þessarar misnotkunar og misskilinnar góðmennsku íslenskra yfirvalda sem virðast treg til að lagfæra þessar brotalamir. Óvirkir nýbúar og fullur réttur án vinnu Ný tegund nýbúa er að festa rætur á Íslandi en hér er um að ræða fólk sem flytur hingað og fær 90% rétt á eftirlaunum og örorkubótum án þess að hafa unnið til þess í 40 ár, eins og Íslendingar þurfa almennt að gera. Þessi hópur nýtur sömu biðréttinda og íslenskir ríkisborgarar sem flytja heim eftir búsetu erlendis. Hópurinn er efnahagslega óvirkur en er engu að síður tekinn með í efnahagstölum, sem vekur upp spurningar um raunverulegt álag á velferðarkerfið og gildi efnahagstalnanna. Sjúkratryggingakerfið ofhlaðið Annar hópur, sem er mun stærri, kemur til Íslands til að vinna en fer beint á sjúkratryggingakerfið í gegnum samevrópska sjúkratryggingakortið. Kortið er einungis ætlað ferðamönnum. Það var aldrei markmið með kortinu að íbúar Evrópska efnahagssvæðisins (EES) flyttu sig beint á milli landa til að fá bestu velferðina. Slík framkvæmd er ekki sjálfbær. Víða annars staðar á EES svæðinu þarf fólk að bíða í allt að fimm ár eftir að komast á sjúkratryggingar viðkomandi lands, sem sýnir hversu opið íslenska kerfið er í samanburði. Vinna á Íslandi – Lifa á íslenskum atvinnuleysisbótum í heimalandinu Einnig kemur stór hópur fólks til að vinna hluta úr ári og fer síðan á íslenskar atvinnuleysisbætur í heimalandinu þar sem íslensku atvinnuleysisbæturnar eru margfaldar á við þau laun eða atvinnuleysisbætur sem bjóðast í heimalandinu. Þetta felur í sér að fólk getur lifað á íslenskum atvinnuleysisbótum í heimalandinu þar sem bæturnar hafa meira kaupmáttargildi. Vefsíður hafa litið dagsins ljós sem eru ætlaðar farandverkafólki frá A-Evrópu og kenna hvernig á að misnota kerfið. Tillögur um að stöðva greiðslur til útlanda Tryggingastofnun (TR) greiðir í hverjum mánuði bætur og örorku inn á um 5000 erlenda reikninga. Ef fylgja ætti fordæmi Finna og Svía ætti alfarið að loka fyrir þessar greiðslur og greiða einungis inn á reikninga á Íslandi til aðila með lögheimili á Íslandi. Slíkt myndi tryggja að velferðarfé væri varið til íbúa landsins með lögheimili á Íslandi og draga úr aðgengi að kerfismisnotkun sem hefur leitt til þess að íslenskt velferðarkerfi er nú orðið útjaskað. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum varðandi sjálfbærni velferðarkerfisins vegna innflutnings nýrra hópa og glufa í regluverki. Kerfið er orðið útjaskað vegna þessarar misnotkunar og misskilinnar góðmennsku íslenskra yfirvalda sem virðast treg til að lagfæra þessar brotalamir. Óvirkir nýbúar og fullur réttur án vinnu Ný tegund nýbúa er að festa rætur á Íslandi en hér er um að ræða fólk sem flytur hingað og fær 90% rétt á eftirlaunum og örorkubótum án þess að hafa unnið til þess í 40 ár, eins og Íslendingar þurfa almennt að gera. Þessi hópur nýtur sömu biðréttinda og íslenskir ríkisborgarar sem flytja heim eftir búsetu erlendis. Hópurinn er efnahagslega óvirkur en er engu að síður tekinn með í efnahagstölum, sem vekur upp spurningar um raunverulegt álag á velferðarkerfið og gildi efnahagstalnanna. Sjúkratryggingakerfið ofhlaðið Annar hópur, sem er mun stærri, kemur til Íslands til að vinna en fer beint á sjúkratryggingakerfið í gegnum samevrópska sjúkratryggingakortið. Kortið er einungis ætlað ferðamönnum. Það var aldrei markmið með kortinu að íbúar Evrópska efnahagssvæðisins (EES) flyttu sig beint á milli landa til að fá bestu velferðina. Slík framkvæmd er ekki sjálfbær. Víða annars staðar á EES svæðinu þarf fólk að bíða í allt að fimm ár eftir að komast á sjúkratryggingar viðkomandi lands, sem sýnir hversu opið íslenska kerfið er í samanburði. Vinna á Íslandi – Lifa á íslenskum atvinnuleysisbótum í heimalandinu Einnig kemur stór hópur fólks til að vinna hluta úr ári og fer síðan á íslenskar atvinnuleysisbætur í heimalandinu þar sem íslensku atvinnuleysisbæturnar eru margfaldar á við þau laun eða atvinnuleysisbætur sem bjóðast í heimalandinu. Þetta felur í sér að fólk getur lifað á íslenskum atvinnuleysisbótum í heimalandinu þar sem bæturnar hafa meira kaupmáttargildi. Vefsíður hafa litið dagsins ljós sem eru ætlaðar farandverkafólki frá A-Evrópu og kenna hvernig á að misnota kerfið. Tillögur um að stöðva greiðslur til útlanda Tryggingastofnun (TR) greiðir í hverjum mánuði bætur og örorku inn á um 5000 erlenda reikninga. Ef fylgja ætti fordæmi Finna og Svía ætti alfarið að loka fyrir þessar greiðslur og greiða einungis inn á reikninga á Íslandi til aðila með lögheimili á Íslandi. Slíkt myndi tryggja að velferðarfé væri varið til íbúa landsins með lögheimili á Íslandi og draga úr aðgengi að kerfismisnotkun sem hefur leitt til þess að íslenskt velferðarkerfi er nú orðið útjaskað. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun