Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar 16. október 2025 08:30 Hvernig stendur á því að jafn sjálfsagður hlutur og Ísland fyrst vefst svo fyrir mönnum sem raun ber vitni? Að menn skuli keppast við að tortryggja það sem ætti að vera sjálfgefið? Er það vegna þess að hugmyndin er of sjálfsögð til að hægt sé að gagnrýna hana efnislega og því þarf að skrumskæla hana? Ísland fyrst er ekki merki um skeytingarleysi gagnvart umheiminum heldur áminning um að frumskylda ríkisins er að standa vörð um hagsmuni, velferð og öryggi eigin borgara. Krafa um að hlúa fyrst að innviðum er ekki afneitun á alþjóðlegri samvinnu heldur rökrétt forgangsröðun. Ísland hefur sem smáríki takmarkaða burði, því skiptir höfuðmáli að fjármunir séu vel nýttir, bæði innanlands og utan. Íslenska ríkið er ekki öllum skuldbundið í sama mæli og sumum alls ekki. Þegar ríkið fer að starfa eins og alþjóðleg góðgerðasamtök og stjórnmálamenn álíta sig fulltrúa heimsins en ekki þjóðarinnar þá er ruglað saman kristnum siðaboðskap og pólitískri hugmyndafræði. Boðið um að elska náunga sinn snýst um sjálfviljuga miskunn einstaklinga en ekki opinbera stefnu sem fjármögnuð er með skattheimtu. Krafan um Ísland fyrst endurspeglar það rof sem hefur myndast milli almennings og valdhafa, almennings og fjölmiðla, almennings og stofnana. Á undanförnum áratugum hafa stjórnmál á Vesturlöndum snúist æ minna um að leysa raunveruleg vandamál en sífellt meira um dyggðaskreytingar á alþjóðlegum vettvangi. Það er engin tilviljun að traust á stjórnmálum hefur dvínað. Almenningur upplifir að eigin hagsmunir séu látnir víkja fyrir óljósum alþjóðlegum markmiðum. Í stað þess að taka hinn almenna borgara alvarlega hefur elítan brugðist við með því að gera lítið úr honum og áhyggjum hans, hann er afskrifaður sem öfgafullur, afturhald eða ógn við lýðræðið. Það er einmitt slík firring sem grefur undan trausti til ríkisins og lýðræðisins. Ísland fyrst er ekki bara krafa um forgangsröðun, það er ákall til yfirvalda um að hlusta á landann. Að stjórnmála- og embættismenn rifji upp tilgang íslenska ríkisins, hverjum þeir eru skuldbundnir og hverra hagsmuna þeim ber að gæta. Höfundur er varaformaður ungliðahreyfingar Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að jafn sjálfsagður hlutur og Ísland fyrst vefst svo fyrir mönnum sem raun ber vitni? Að menn skuli keppast við að tortryggja það sem ætti að vera sjálfgefið? Er það vegna þess að hugmyndin er of sjálfsögð til að hægt sé að gagnrýna hana efnislega og því þarf að skrumskæla hana? Ísland fyrst er ekki merki um skeytingarleysi gagnvart umheiminum heldur áminning um að frumskylda ríkisins er að standa vörð um hagsmuni, velferð og öryggi eigin borgara. Krafa um að hlúa fyrst að innviðum er ekki afneitun á alþjóðlegri samvinnu heldur rökrétt forgangsröðun. Ísland hefur sem smáríki takmarkaða burði, því skiptir höfuðmáli að fjármunir séu vel nýttir, bæði innanlands og utan. Íslenska ríkið er ekki öllum skuldbundið í sama mæli og sumum alls ekki. Þegar ríkið fer að starfa eins og alþjóðleg góðgerðasamtök og stjórnmálamenn álíta sig fulltrúa heimsins en ekki þjóðarinnar þá er ruglað saman kristnum siðaboðskap og pólitískri hugmyndafræði. Boðið um að elska náunga sinn snýst um sjálfviljuga miskunn einstaklinga en ekki opinbera stefnu sem fjármögnuð er með skattheimtu. Krafan um Ísland fyrst endurspeglar það rof sem hefur myndast milli almennings og valdhafa, almennings og fjölmiðla, almennings og stofnana. Á undanförnum áratugum hafa stjórnmál á Vesturlöndum snúist æ minna um að leysa raunveruleg vandamál en sífellt meira um dyggðaskreytingar á alþjóðlegum vettvangi. Það er engin tilviljun að traust á stjórnmálum hefur dvínað. Almenningur upplifir að eigin hagsmunir séu látnir víkja fyrir óljósum alþjóðlegum markmiðum. Í stað þess að taka hinn almenna borgara alvarlega hefur elítan brugðist við með því að gera lítið úr honum og áhyggjum hans, hann er afskrifaður sem öfgafullur, afturhald eða ógn við lýðræðið. Það er einmitt slík firring sem grefur undan trausti til ríkisins og lýðræðisins. Ísland fyrst er ekki bara krafa um forgangsröðun, það er ákall til yfirvalda um að hlusta á landann. Að stjórnmála- og embættismenn rifji upp tilgang íslenska ríkisins, hverjum þeir eru skuldbundnir og hverra hagsmuna þeim ber að gæta. Höfundur er varaformaður ungliðahreyfingar Miðflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar